Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 fN*¥gmiÞI*fe& Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjornarfulltrui Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Kjarasamningar í fúafeni Ein af ástæðunum fyrir andstöðu Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins gegn því að gengið yrði til kosninga í desember s.l. var, að flokkarnir töldu þingrofið tefja fyrir mótun pólitískrar afstöðu til brýnna úrlausnarefna í efnahags- og kjaramálum. Fyrir þessu sjónarmiði var vissulega auðvelt að færa haldbær rök. Engu síður var gengið til kosninga og í kjölfar þeirra hafa framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn mótað nýja stjórnarstefnu. Kemur í henni fram skýr pólitískur vilji til að hefja nýsköpun í efnahagsmálum? I ræðu sem Hjalti Geir Kristjánsson formaður Verslunarráðs íslands flutti á aðalfundi samtakanna í síðustu viku fjallar hann meðal annars um þetta efni og segir: „Ný ríkisstjórn hefur nú enn tekið við völdum. í stjórnarsáttmálanum er mikið um andstæður og mörgum spurningum er ósvarað. Það er hins vegar Ijóst, að slíkur sáttmáli, lög eða reglur, standa og falla með því að stefnumörkun sé skýr og menn hafi vilja og trú á að vinna stefnunni framgang. Því miður virðist slíku ekki til að dreifa, a.m.k. ef marka má aðdraganda og málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar." Hjalti Geir Kristjánsson rökstyður þetta álit sitt með skýrum dæmum í ræðu sinni. I stjórnarsáttmálanum sé ekki minnst á skattamál, ríkisstjórnin fylgi ekki samræmdri stefnu í efna- hagsmálum, ýmis markmið sáttmálans verði trauðla samrýmd án þess að 'varpa þurfi verðbólgubaráttunni fyrir róða eða stórauka skattheimtu. Þetta er þungur áfellisdómur og af honum er greinilegt, að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag eru jafn vanbúin til þess eftir kosningar og fyrir þær að móta skynsamlega efnahagsstefnu. I því fúafeni, sem efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er, munu aðilar vinnumarkaðarins reyna að ná endum saman í kjara- samningum. Eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins s.l. sunnudag hafa vinstri flokkarnir allir rekið þá pólitík árum saman að hvetja launþegasamtökin til stífrar kröfugerðar í launamálum, þegar þeir hafa verið utan stjórnar. Nærtækt dæmi er barátta Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins og misnotkun þeirra á verkalýðshreyfingunni gegn svonefndum febrúarlögum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1978. Og auðvitað má einnig benda á dæmi um ábyrgðarleysi vinstri manna í launamálum, á meðan þeir eru í ríkisstjórn. Menn muna orð Ólafs Jóhannessonar þáv. formanns Framsókn- arflokksins og viðskiptaráðherra í lok apríl 1977, þegar hann lýsti því yfir, að hann væri fylgjandi kröfu ASI um eitt hundrað þúsund króna lágmarkslaun miðað við verðlag haustið 1976. Þar með var grunnurinn lagður að verðbólgu-kjarasamningunum sumarið 1977. Tvískinnungur vinstri manna í kjaramálum er dæmalaus, og þar er þáttur Framsóknarflokksins ekki sístur, þar sem flokkurinn hefur ávallt verið reiðubúinn til að yfirbjóða í þessum efnum eins og öðrum. Eftir reynsluna af átökunum við Alþýðubandalag og Alþýðuflokk á árinu 1978 var Framsóknar- flokkurinn fljótur að snúa við blaðinu í stjórnarmynduninni 1978. Þá varð kjörorðið samráð við launþega. Ekki liðu nema nokkrir mánuðir, þar til sú stefna hafði gengið sér til húðar og með efnahagslögunum, sem kennd hafa verið við Ólaf Jóhannesson, var á ný með lögum hlutast til um vísitölubætur á laun og þær skertar. Sama grundvallarregla hafði verið tekin upp og í febrúarlögunum 1978, þótt efnið væri annað. Frá því lögin voru samþykkt hefur ekkert samráð farið fram. Ef ekki er byggt á þessum staðreyndum jafnt og efnahagsleg- um forsendum, þegar gengið er til kjarasamninga nú, hljóta menn að draga í efa, að nægilega vel sé að undirbúningi staðið. Eins og sagði í Reykjavíkurbréfinu á sunnudag eru nú ekki betri aðstæður en í júní 1977 til þess að bæta kjör fólksins í landinu. Þvert á móti hafa aðstæður versnað. Sprenging hefur orðið í verði á olíu og verðlag á Bandaríkjamarkaði lækkar, svo að tvö dæmi séu nefnd. Hin ömurlega staðreynd íslenskra efnahagsmála síðan 1971 er sú, að við gerð kjarasamninga hafa menn ekki viljað sætta sig við nauðsyn þess að sníða sér stakk eftir vexti. I fyrrgreindri ræðu sinni benti Hjalti Geir Kristjánsson á það, að hefðu íslendingar búið við stöðugt verðlag síðan 1971, hefði hagvöxtur orðið að minnsta kosti 1% meiri á ári hverju að meðaltali en hann varð í raun. Kaupmáttur væri 10% meiri en nú er. Skýrara getur dæmið varla orðið. Nýgerður stjórnarsáttmáli ber þess ekki merki, að menn hafi haft slíkar tölur í huga við samningu hans. Þar ræður óraunsæið og óskhyggjan ríkjum. Þess vegna hvílir enn þyngri ábyrgð en ella á samtökum vinnuveitenda og launþega við gerð kjarasamninga nú. Sambandsráðsfundur SUS: Lýsir yfir andstöðu við ríkis- stjórnina og stuðningi við álykt- un flokksráðs Sjálfstæðisflokks SVOHLJÓÐANDI ályktun var samþykkt á sambandsráðsfundi Sambands ungra sjálfstæðis- manna sem haldinn var i Kópavogi á laugardaginn: „Sambandsráðsfundur ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir and- stöðu við ríkisstjórnina vegna þeirrar stefnu sem boðuð er í málefnasamningi hennar. Helstu baráttumál ungra sjálfstæð- ismanna að undanförnu hafa verið samdráttur i ríkisbúskapnum og aukið frjálsræði og hert verðlags- eftirlit. Engin fyrirheit eru gefin um aukið frjálsræði í gjaldeyris- viðskipta- og verðlagsmálum, held- ur þvert á móti. Baráttan gegn verðbólgunni er mikilvægasta verk- efni íslenskra stjórnmála. Þær leið- ir sem ríkisstjórnin boðar í mál- efnasamningi sínum eru ekki líklegar til að skila árangri í þeirri baráttu. Jafnframt þessu er hætta á því að stjórnarstefnan veiki stöðu frjáls atvinnureksturs. Þjóðin þarf á ríkisstjórn að halda sem er reiðubúin til að fara nýjar leiðir til að koma þjóðinni út úr þeim efnahagslegu ógöngum sem hún er í. Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist ekki reiðubúin til að leita slíkra leiða. Af þessum ástæðum er Sam- band ungra Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu. Sambandsráðsfundur ungra sjálfstæðismanna vekur athylgi á því, að þær stjórnir sem kommún- istar hafa verið aðilar að hafa allar lokið ferli sínum á sama veg, með fjárhagslegu öngþveiti. Árið 1947 voru gjaldeyrissjóðir tómir, vöru- skortur í landinu og taka varð upp skömmtunarkerfi. 1958 hafði öllu verið spilað út og þáverandi forsæt- isráðherra lýsti því yfir, að algjört gjaldþrot væri framundan ef haldið yrði áfram á sömu braut. 1974 hafði verðbólguskriðan, sem við erum enn að berjast við, verið sett af stað. Skattpíning og upplausnarástand á tíma síðustu ríkisstjórnar er mönnum enn í fersku minni. í r.jósm: KrÍHtján Einarswn. Frá fundi sambandsráðs Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldinn var á laugardaginn i Kópavogi. Fundurinn var f jölsóttur og þótti takast hið besta. fimmta skipti er nú mynduð ríkis- stjórn með þátttöku kommúnista. Fyrri spor þeirra hræða og ólík- legt er að annað verði upp á teningnum í þessari stjórn en öðrum ríkisstjórnum sem kommún- istar hafa verið í. Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur þjóðlegur flokkur sem má aldrei láta það henda sig að hugsa um annað en þjóðarhag. Stjórnarand- staða hans á þvi að vera málefna- ieg. Standa á af fullri einurð gegn þeim málum sem stefna til ófarnað- ar, en það er jafnan skylda flokks- ins að leggja góðum málum lið. Sjálfstæðisflokkurinn er sú stjórnmálalega kjölfesta, sem íslensku þjóðinni er nauðsynleg. Sambandsráð ungra sjálístæð- ismanna harmar því þá stöðu sem komin er upp í Sjálfstæðisflokkn- um, þar sem sjálfstæðismenn eru klofnir í afstöðu sinni til ríkis- stjórnar. Sambandsráð ungra sjálfstæð- ismanna bendir á, að umræður og niðurstaða ýmissa stjórna og sam- taka flokksins hafa verið rangtúlk- aðar að undanförnu, þar sem leitast er við að draga flokksmenn í dilka annars vegar sem stuðningsmenn Geirs Hallgrímssonar og hins vegar Gunnars Thoroddsen. Um slíkt er ekki að ræða. Afstaða hefur verið tekin á málefnalegum grundvelli og skv. skipulagsreglum flokksins og þær yfirlýsingar og niðurstöður ber að virða sem slíkar. í þessu ljósi lýsir Sambandsráð yfir stuðningi við afstöðu nýafstaðins flokksráðs- fundar. Sambandsráð ungra sjálf- stæðismanna telur, að unnt sé að leysa innanflokksvandamál Sjálf- stæðisflokksins án þess að til klofn- ings komi. Ungir sjálfstæðismenn ætlast til þess, að einhuga, samstæður Sjálf- stæðisflokkur undir styrkri stjórn, hefji næstu kosningabaráttu og gangi með sigur af hólmi í næstu kosningum. Að því marki munu ungir sjálfstæðismenn vinna." Alyktunin var samþykkt með öllum þorra atkvæða gegn fimm. „Mjög vel heppnaður Sambandsráðsfundur" — segir Jón Magnússon formaður SUS í TILEFNI Sambandsráðsfundar Sambands ungra sjálfstæðis- manna, sem haldinn var um helgina, leitaði Morgunblaðið til .lóns Magnússonar formanns SUS og spurðist fyrir um fundinn. Jón sagði, að á stjórnarfundi hinn 12. janúar síðastliðinn hefði verið ákveðið að boða til sérstaks sambandsráðsfundar, þar sem fundarseturétt hefðu helstu for- svarsmenn ungra sjálfstæðis- manna af öllu landinu. Sambands- ráðsfund sagði Jón vera nokkurs konar útvíkkun á svokölluðum formannafundum sem haldnir haf a verið á vegum SUS undanf ar- in ár á þessum árstíma. Um leið og ákveðið var að víkka formanna- fundina út með þessu móti, sagði Jón að kappkostað hefði verið að vanda mjög til fundanna og alls undirbúnings þeirra, en þeir verða væntanlega haldnir tvisvar á ári framvegis, þau ár sem SUS-þing kemur ekki saman. Sagði Jón það von sína að með þessu móti tækist að ná betra sambandi milli SUS-stjórnarinnar og ungra sjálfstæðismanna úti um land, bæði hvað snerti stefnumót- un og skipulag félagsstarfs. Jón sagði, að sambandsráðs- fundurinn, sem haldinn var á laugardaginn, hefði verið ákveð- inn, undirbúinn og skipulagður í janúarmánuði síðstliðnum, og var dagskrá haldið algjörlega óbreyttri. Þegar nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengu til sjálfstæðs samstarfs við Fram- sóknarflokkinn og Alþýðubanda- lagið, hefði hins vegar verið ákveð- ið að bæta inn í einum dagskrárlið er fjallaði um það mál. Jón sagði að fundurinn hefði tekist mjög vel, og hefðu farið fram mjög opinskáar umræður um starfsemi ungra sjálfstæðismanna og um stöðu Sjálfstæðisflokksins. Sagði Jón stjórn SUS hafa talið á sínum tíma, að eðlilegt væri að bíða með að taka afstöðu til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, þar til Sambandsráðið kæmi sam.- an til fundar. Æskilegra hefði þótt að sem flestir ungir sjálfstæðis- menn hittust til að ræða það mál áður en ályktað væri. Jón sagði, að þótt fimm hefðu á fundinum greitt atkvæði gegn ályktun fundarins, þá hefði enginn mælt með því á fundinum að ungir sjálfstæðis- menn ættu að vera hlutlausir í afstöðu sinni til ríkisstjórnarinn- ar, eða að ekki ætti að lýsa andstöðu við stjórnina. Enginn hefði mælt með stuðningi við núverandi ríkisstjórn. Hins vegar hefðu orðið skiptar skoðanir um orðalag. Jón sagði sem fyrr segir, að fundurinn hefði tekist mjög vel, og sóttu hann ungir sjálfstæðismenn víða að af landinu, þótt erfiðleikar í flugsamgöngum hömluðu þátt- töku af Norðurlandi og Vestfjörð- um. Miklar umræður hefðu orðið á fundinum og þar gerð ályktun sem birt er hér í blaðinu í dag, en þar sagði Jón að tekin væri afstaða til ríkisstjórnarinnar á málefnalegan hátt, en ekki væri um að ræða traust eða vantraust á einn eða annan sjálfstæðismann. Unga sjálfstæðismenn sagði hann hafa fullan hug á því að vinna að hagsmunum sterks, sameinaðs og einhuga Sjálfstæðisflokks, sem byggja þyrfti upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.