Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 47 Uppsagnir hjá British Leyland Londun. 25. fehrúar. Al'. LEYLAND-bílaverksmiðjurnar hófu í dag að segja upp starfsmönnum samkvæmt áætlun um að minnka miklar birgðir af óseldum eða nær fullgerðum bílum fyrirtækisins. Illutur fyrirtækisins í markaðnum minnkaði í 15% í siðasta mánuði og það hefur hafið mikla herferð til að hvetja fólk að kaupa brezka framleiðslu en ckki crlcnda bíla. Fyrirtækið segir, að 21.000 af 150.000 starfsmönnum þcss verði sagt upp fram í marzluk. þcgar vunir standa til að hlutur þcss í markaðnum verði aftur 20%. en vinnutími hluta þessara starfsmanna verður stvttur. í síðustu viku komst British Ley- Þetta er talið meiriháttar áfall land hjá verkfalli þegar 17.000 fyrir verkfallsmenn sem eru aðal- starfsmenn Longbridge-verksmiðj- unnar neituðu að leggja niður vinnu til stuðnings trúnaðarmanni sem var rekinn. Starfsmenn fyrirtækisins hafa þegar samþykkt áætlun um varanlegan niðurskurð sem leiðir til þess að 25.000 missa atvinnuna síðar í ár. Félagið telur að um 80.000 bifreið- ar þess af gerðunum Marina, Maxi, Dolomite, Princess og Rover séu óseldar eða nánast fullgerðar. Þetta eru birgðir til 16 vikna, en 10 vikna birgðir eru taldar eðlilegar. Jafnframt hófu 3.000 starfsmenn tveggja af stærstu stálfyrirtækjum Breta í einkaeign aftur vinnu í dag. Þeir samþykktu um helgina að hætta þátttöku í stálverkfallinu þótt fast væri lagt að þeim að halda áfram. lega starfsmenn ríkisfyrirtækisins British Steel. Vaxandi óánægju gæt- ir með verkfallið hjá 15.000 starfs- mönnum óháðra stálfélaga. Ekkert bendir enn til þess, að verkfallinu, sem hefur staðið í 54 daga, verði aflýst. Verkalýðssambandið TUC hefur boðað eins dags allsherjarverkfall 14. maí til þess að mótmæla stefnu Margaret Thatcher forsætisráð- herra og stjórnar hennar. Frú Thatcher hóf í dag baráttu fyrir því að sameina flokk sinn og kannski þjóðina og sat fyrir svörum í sjónvarpi um stefnu sína. Ihalds- flokkurinn hóf mikla áróðurs- spjaldaherferð og fól starfsmönnum sínum að fylkja saman stuðnings- mönnum flokksins. Nýi erkibiskupinn af Kantaraborg, Robert Runcie, sver embættiseið sinn i St. Paulsdómkirkjunni i London i gær. Runcie er 102. erkibiskupinn i röðinni. Hann er 58 ára gamall. Er hann gegndi herþjónustu i brezka hernum, stjórnaði hann skriðdreka. Simamynd - ap. Varaforseti Afgana lézt eftir skotbaraaga Sendiherra Egypta i ísrael, Saad Murtada (t.v.). og sendiherra ísraels i Egyptalandl, Ben-Elissar (lengst til hægri), hittust fyrir tilviljun á Ben Gurion-flugvelli i Tel Aviv á sunnudag er báðir voru á leið til að taka við hinum nýju embættum. Simamynd — AP. Sendiherra ísraels gagn- rýndur f yrir harðlínustef nu Kairó. 25. febrúar. AP. SENDIHERRA ísraels i Kairó var i dag harðlega gagnrýndur i eg- ypsku timariti fyrir harðlinu- stefnu i landnámsmálum ísraels- búa á vesturbakka Jórdanár. Sendiherrann, Ben Elissar, á að afhenda Anwar Sadat, forseta Eg- yptalands, trúnaðarbréf sitt á morgun. Ben Elissar gagnrýndi Bandaríkjamenn og Egypta harð- lega í síðustu viku fyrir það sem hann kallaði afskipti af ísraelskum innanlandsmálum. Ben Elissar kom til Kairó í gær og einmitt þá lauk viðræðum að- stoðarvarnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, David McGiffert, við Kamal Hassan, varnarmálaráð- herra Egypta, um hergagnasölu Bandaríkjamanna til ísraels. Nýju-Delhi, 25. febrúar. AP. SOVÉZKIR hermenn lokuðu helm- ingi Kabul um helgina til að vernda sovézka sendiráðið og rússneskt ibúðasvæði eftir samfelldar götu- óeirðir samkvæmt fréttum sem bár- U8t til Nýju-Delhi á sunnudag. Afganskar heimildir i Nýju-Delhi herma, að Sultan Ali Kishtmand varaforseti — hafi særzt i skotbar- daga 7. febrúar og látizt eftir misheppnaða læknismeðferð i Moskvu. Stjórnin i Kabul hefur ekki staðfest lát Kishtmand sem var talinn eindreginn stuðningsmaður Babrak Karmals forseta, en af- gönsk bloð sogðu frá þvi á sinum tima, að hann hefði farið til Sov- étrikjanna vegna sjúkdóms sem var ekki nafngreindur. Vestur-evrópskir diplómatar í Kabul heyrðu skothríðina og sögðu að talið væri að Kishtmand hefði verið skotinn í höfuðið í Alþýðuhús- inu, aðsetri ríkisstjórnarinnar. Af- gönsku heimildirnar í Delhi herma að yngri bróðir Karmals forseta og fulltrúi í miðstjórn flokksins, Ma- hmud Baryalay, hefðu einnig særzt banvænu sári. Fréttir um helgina hermdu að hundruð hefðu beðið bana og þús- undir særzt í óeirðunum sem hófust á fimmtudag. Sovézku hermennirnir skiptu Kabul í tvennt með því að loka brúnum yfir Kabul-fljót sem rennur gegnum höfuðborgina. Þar með eykst öryggi sovézka sendiráðs- ins, nýtízku húsasamstæðu þar sem margir Rússar búa, virkisins Bala Hissar sem er hernaðarlega mikil- vægt og gamla markaðshverfisins. Samkvæmt einni fréttinni frá Kabul lýsti stjórn Kartnals forseta yfir sérstökum hátíðisdegi á laugar- dag. Talið er að það hafi verið gert til að breiða yfir fjarvistir margra ríkisstarfsmanna á þriðja degi alls- herjarverkfallsins. Uppreisnarmenn í Pakistan sögðu, að skæruliðar hefðu fellt 150 af- ganska hermenn og skemmt fimm skriðdreka í nýlegum átökum í austurfylkinu Nagahar, en 12 hefðu fallið í liði uppreisnarmanna. Einnig Sonur Stalíns lézt í þýzkum f angabúðum l.nndon. 25. febrúar. AP. BREZKA blaðið Sunday Timcs birti í gær frásögn sjónarvotts af dauða sonar Stalins, Jakov. í þýskum fangabúðum i hcimsstyrjöldinni. Blaðið hafði viðtal við fyrrvcrandi brczkan liðþjálfa. Thomas Cushing, sem var með syni einræðisherrans í fangabúðunum í Sachsenhausen skammt frá Berlín og kveðst hafa séð hann deyja þar 14. apríl 1943. Jakov var sagður eftirlætisbarn en Rússarnir sökuðu Bretana um hann til bana með einni kúlu í Stalíns. Hann var lautinant í Rauða hernum, en gafst upp í Smolensk 1941 og óhlýðnaðist þar með skipun föður síns um að berjast til síðasta manns. Aðeins helmingur þeirra 200.000 sovézku fanga, sem voru í Sachsenhausen, héldu lífi, en Jakov var hafður í sérstökum skála ásamt öðrum föngum, sem Þjóðverjar töldu að þeir gætu notað fyrir peð í samn- ingum. Jakov var í herbergi með Vasili Kokorin, frænda Molotovs þáver- andi utanríkisráðherra. Cushing var einn á lífi fjögurra brezkra fanga sem voru í öðru herbergi í sama kofa. Sunday Times hafði upp á Cush- ing í County Cork á írlandi. Hann minntist þess að Bretarnir hefðu sakað Rússaria um að reyna að koma sér í mjúkinn hjá vörðunum, hugleysi. Hinn örlagaríka dag 1943 sökuðu Bretarnir Rússana um að óhreinka salerni. Cushing segist hafa setið við glugga og séð hvernig Jakov virtist ganga berserksgang þegar honum hafði verið meinað að ræða yið yfirmann fangabúðanna sem hann ætlaði að kvarta við. „Síðan hljóp hann beint á gaddavírinn. Þá kom geysistór blossi og kveikt var á öllum leitarljósum. Ég vissi að það var úti um hann." Sunday Times hafði upp á Cush- ing eftir athugun á nýbirtum brezkum stjórnarskjölum þar sem meðal annars er að finria skýrslu eftir SS-liðsforingjann Konrad Harfich sem var á verði við gaddavírsgirðinguna. Harfich seg- ir að Jakov hafi þrifið í raf- magnsvírana og hrópað og beðið sig að skjóta hann. Harfich skaut höfuðið. Blaðið kemst að þeirri niður- stöðu að „áflog fanganna, sem fylgdu í kjölfar stöðugra þrætu- mála, rifrildis og ásakana, hafi að lokum bugað anda manns, sem var andlega þjakaður fyrir vegna þess að tilfinningar hans um hollustu sína, uppruna sinn og framtíð voru í uppnámi." Nefnd Breta og Bandaríkja- manna, sem rannsakaði þýzk skjalasöfn í Berlín í júlí 1945 komst að hinu sanna í málinu að' sögn blaðsins. En brezka og banda- ríska utanríkisráðuneytið ákváðu að halda þessu leyndu fyrir Stalín, því að „það hefði verið óviðfelldið að beina athyglinni að rifrildi því sem var milli Breta og Rússa áður en sonur hans lézt" eins og brezkur embættismaður, Michael Vyvyan, komst að orði. Syfjuðum visað á dyr ReadinK. as.Tebrúar. AP. ÞEIR sem sofa i bókasðfnum i Berkshire i Englandi verður framvegis visað á dyr. Að vísu fá þeir eina viðvörun en komi aftur fyrir að þeir sofni verða þeir reknir út auk þess sem þeir fá 20 punda sekt. Ástæðan fyrir þessum óvenju- legu aðgerðum, er, að mikið hefur verið kvartað undan fólki, sem sefur á bókasöfnum og hrýtur í þokkabót! var sagt að þrír skriðdrekar hefðu verið eyðilagðir í Paktia-héraði. Pakistanskur embættismaður sagði að 24 afganskir liðsforingjar og tveir fyrrverandi þingmenn hefðu flúið land. Foringi þeirra er sagður Ahmad Jan Masood hershöfðingi. Diplómatar í Islamabad segja að lík Kishtmands varaforseta hafi verið flutt til Kabul frá Moskvu á fimmtudag, en ekki er hægt að staðfesta fréttina. Samkvæmt einni frétt var Bariyarai einnig fluttur til Moskvu. Sagt er samkvæmt þessari frétt að Bariyarai sé einnig látinn og að lík hans hafi verið flutt til Kabul á fimmtudag ásamt líki Kishtmands. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var Kishtmand skotinn þegar deila kom upp um hugmyndir um að breyta rauðum fána Afganistans sem múhameðstrúarmenn eru mjög andvígir. Karmal og stuðningsmenn hans voru andvígir rauða fánanum þegar hann var tekinn upp skömmu eftir byltinguna 1978 sem kom fyrstu Rússahollu stjórninni af þremur til valda. Kishtmand var þá skipulagsráð- herra, en leynilögreglan handtók hann í ágúst 1978 þegar Parcham- armurinn var hreinsaður. Hann var látinn laus eftir byltinguna um jólahátíðina. Sumir telja að atburð- urinn 7. febrúar hafi staðið í sam- bandi við deilur milli Parcham- og Khalq-armsins. Götur Kabul voru auðar í gær á fjórða degi verkfallsins og flestar verzlanir voru lokaðar samkvæmt erlendum fréttum, en Tass-frétta- stofan hélt hinu gagnstæða fram. Þetta gerðist 26. feb. 1979 — Bandarískir ráðherrar segja Bandaríkin reiðubúín að beita hervaldi til að tryggja olíu- flutninga frá Miðausturlöndum. 1976 — Herforingjar og stjórn- málaieiðtogar í Portúgal semja um endalok herforingjastjómar og endurreisn lýðræðis. 1962 — Suður-víetnamskir flug- menn gera loftárás á höli Ngo Dinh Diem forseta. 1952 - Winston Churchill til- kynnir að Bretar hafi smíðað kj ar norkusprengj u. 1936 — Koki Hirota steypt í herbyltingu í Japan. 1921 — Rússar undirrita samn- inga við Persa. 1909 — Tyrkir viðurkenna innlim- un Bosníu í Austurriki. 1871 — Bráðabirgöafriður Frakka og Þjóðverja í Versölum. 1848 — Lýst yfir stofnun Annars franska lýðveidisins. 1832 — Nikulás I Rússakeisari afnemur stjórnarskrá Póllands. 1828 — Dom Miguel verður ríkis- stjóri í Portúgal. 1815 - Napoleon fiýr frá Eibu. 1623 — FjéJdaraorð Holiendinga á enskura kaupmðnnum í Amboyna (índónesíu). 1531 — Tugir þúsúnda fórust í jarðskjálfta í Lissabon. 1266 — Orrustan um Benevento, d. Manfred Sikileyjarkonungur. 493 — Uppgjöf Ravenna fyrir Austur-Gotum. Afmæli. — Victor Hugo, franskur rithöfundur (1802-1885) - „Buff- alo Bill" íWtlliam F. Cody), banda- rískur frumherji (1846—1917) = Jackie Gleason, bandarískur gam- anleikari (1916—)* Honore Daum- ier, franskur listmálari (1808— 1879). Andlát. - 1154 Roger II Sikileyj arkonungur « 1723 Sir Christoplier Wren, arkitekt. Innlent - 1944 Sambandsslit við Dani samþykkt á Alþingi * 1*72 Póstþjónustu breytt í nútímaátt = 1930 „Stóra bomban": Grein Jóna^- ar frá Hriflu í „Timanum" um heimsókn Hetga Tómassonar = 1974 Allsherjarverkfalli lýkur = 1858 f. Björn Kristjánsson ráð- herra » 1930 f. Sverrir Hermanns- son alþm. Orð dagsins. — Lýðræði: Þú mátt segja hvað sem þér sýnist, en verður að gera það sem þér'er sagt — Gerald Barry, enskur ritstjóri (1898-1968).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.