Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 Þjóðverjarnir harð- neituðu sakargiftum SKIPVERJARNIR þrír af vestur- þýzka togaranum Geeste, sem íslenzk kona kærði fyrir nauðgun á laugardaginn. harðneituðu öll- um sakargiftum við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um helgina. Þegar konan kom á lögreglustöð- ina 8.1. laugardagmorgun til þess að kæra atburðinn voru föt hennar rifin. Skipverjar, sem kallaðir voru til yfirheyrslu sem vitni og sögðust hafa séð konuna fara frá borði, kváðust ekkert óeðlilegt hafa séð í fari konunnar og föt hennar hefðu ekki verið rifin. Stóð því fullyrðing gegn fullyrð- ingu í málinu og var mönnunum sleppt. Togarinn hélt síðan frá Reykjavík aðfararnótt sunnudags, hálfum sólarhring eftir að hann var kyrrsettur á ytri höfninní. Einn mannanna óskaði að hætta á skipinu og fór hann flugleiðis til Þýzkalands í gærmorgun. Flugmannadeilan: Sáttafundur á morgun SÁTTAFUNDUR i kjaradeilu flug- manna og vinnuveitenda þeirra hef- ur verið boðaður á morgun klukkan 16. Það er nýskipaður aðstoðar- sáttasemjari. Gunnar G. Schram, sem boðar til fundarins. Á síðasta fundi komust viðræður milli aðilanna ekki í gang, þar sem vinnuveitendur kváðust ekki til við- ræðu, nema um einn samning við alla flugmenn, en Félag íslenzkra at- vinnuflugmanna neitaði að sitja sameiginlega fundi með Félagi Loft- leiðaflugmanna. Þjóðleikhúsfólk til Bandaríkjanna ÞRJÁTÍU MANNA hópur starfs- manna Þjóðleikhússins mun fyrstu vikuna í marz ferðast vestur um haf til Bandarikjanna og kynna sér leikhúslíf þar. Dagana 1.—8. marz er Þjóðleikhúsið lokað vegna þings Norðurlandaráðs og notar hópurinn tækifærið til þess að kynna sér leikstarfsemi í New York. Að sögn Þjóðleikhússtjóra er þetta kærkomið tækifæri til að kynna sér leikhússtarf í öðrum löndum meðan það er í fullum gangi, en síðast fóru starfsmenn Þjóðleikússins ferð sem þessa fyrir 5 árum, þegar síðast var haldið þing Norðurlandaráðs hérlendis. Strax að lokinni þessari vikuferð hefst starfsemi að nýju í Þjóðleikhúsinu með eðlilegum hætti. Banaslys um borð í þýzkum togara VESTUR-þýzki togarinn Sconbrus kom til Reykjavíkur í fyrrinótt með lík 45 ára gamals skipverja, sem hafði látizt í vinnuslysi um borð s.l. laugardagsmorgun, þegar togarinn var á veiðum við Græn- land. Verður líkið flutt flugleiðis til Þýzkalands. Togarinn hafði aðeins stutta viðdvöl hér en hélt síðan á veiðar. Gæzluvarðhald í hassmálinu TALSVERÐAR hræringar eru nú i hassmálinu, sem fíknicfna- deild lögreglunnar í Rcykjavík hefur nú til meðfcrðar. Á föstudag var gæzluvarðhald Vandræði f rysti- iðnaðarins rædd á ríkisstjórnar- f undi í dag Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í dag verður fjallað um þann mikla vanda sem um þessar mundir steðjar að frystiiðnaðinum í land- inu og er beðið með nokkurri óþreyju eftir viðbrögðum stjórn- valda vegna þessa vanda. framlengt yfir tveimur mönnum, sem setið höfðu inni í taepan mánuð vegna rannsóknar málsins. Gæzluvarðhald þeirra var fram- lengt um 10 daga. Þá var þriðja manninum sleppt úr gæzluvarð- haldi en hihs vegar var einn maður til viðbótar úrskurðaður í gæzluvarðhald í 10 daga vegna málsins. Bíómiðinn hækkar SAMÞYKKT hefur verið 10% hækkun á aðgöngumiðum kvik- myndahúsanna. Hækkar miðinn úr 1000 í 1100 krónur og barna- miði hækkar úr 500 í 550 krónur. Lenti á síðustu eldsneytisdropunum Höfn, Hornafíröi, 25. tebruar. í GÆRKVÖLDI lenti hér flug- vél, sem verið var að ferja frá Prestwick i Skotlandi til Reykjavíkur. Vegna mjög mik- ils mótvínds á leiðinni yfir hafið sá ferjuflugmaðurinn fram á, að eldsneytið dygði ekki til Reykjavíkur. Var hann þá staddur vestur yfir Skarðs- fjöru. Sneri hann við hingað til Hafnar, en þar sem þá var orðið tvísýnt með eldsneytið gerði Loftskeytastöðin á Höfn bátum aðvart, sem voru á milli Ing- ólfshöfða og Hornafjarðar. Einnig var björgunarsveitin hér sett í viðbragðsstöðu ef á þyrfti að halda. Flugvélin kom hér inn til lendingar og um leið kláraðist síðasti eldsneytisdropinn svo að vélin gat ekki keyrt út af flug- brautinni að flugskýlinu fyrir eigin vélarafli. Flugvélin, sem er af gerðinni Aero Commander 680, bíður nú eftir að veður lægi svo hægt verði að halda áfram til Reykjavíkur. — Einar (Lji'wm. Ol.K.Mait.) Halldór Laxness ásamt þýzku kvikmyndatökumönnunum i tæknideild Morgunblaðsins i gær. Á myndinni eru, auk skáldsins, Hassenstcin ílengst til hægri), Ayck og Schlenkrich. Þjóðverjar gera heimilda- mynd um Halldór Laxness Heimsóttu tæknideild Morgunblaðsins SJÓNVARPSMENN frá Norð- ur-þýzka sjónvarpinu, Nord- deutscher Rundfunk, hafa dval- ist hér á landi undanfarna tíu daga og unníð að heimildamynd um Halldór Laxness. Myndin, sem verður um klukkustundar- lóng, er ætluð til sýningar ásamt Paradisarheimt sem sér- stök heimild um lif skáldsins og störf — með sögulegan bak- grunn samtimalífs á íslandi. Fyrirtækið er nú að Ijúka við meira en tveggja ára starf við kvikmyndun Paradisarheimtar, sem verður frumsýnd í haust. Sýning Paradísarheimtar mun taka þrjú kvöld í sömu viku, en myndin verður sýnd bæði í þýzkumælandi löndum og ann- ars staðar, t.d. á Norðurlöndum. í myndinni er íslenzkt tal. Þýzku sjónvarpsmennirnir hafa tekið myndir af skáldinu heima hjá þeim frú Auði að Gljúfrasteini og annars staðar, og átt við Halldór mörg samtöl. Þeir heimsóttu Morgunblaðið í gær og tóku umhverfismyndir í tæknideild blaðsins þar sem Matthías Johannessen, ritstjóri, talaði við Halldór Laxness nokkrar mínútur, en myndin byggist að verulegu leyti á sam- tölum rithöfundarins Thomas Ayck við skáldið. Hér er um viðamikið verkefni að ræða og hefur þýzka sjón- varpið sent hingað hóp tækni- manna undir handleiðslu W.P. Hassenstein, sem stjórnar upp- töku og er framleiðandi myndar- innar ásamt Norddeutscher Rundfunk. Aðrir þátttakendur í kvik- mynduninni eru tæknimennirnir Arthur Schlenkrich, sem einnig vann að myndinni um Brekku- kotsannál, Mischa Haertel, Joachim Woerler og Michael Tötter. Keflavíkurflugvöllur teng- ist Hitaveitu Suðurnesja -Varnarliðið greiðir lagningarkostnað,en fær hann síðar endurgreiddan í áföngum SAMNINGAR hafa nú tekist milli Hitaveitu Suðurnesja og Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli um lagningu hitaveitu á flugvollinn og er áætlaður kostn- aður við verkið um 18 milljónir dollara, eða sem næst 7,3 millj arðar islenzkra króna. „Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir því að aðalvinnan fari fram á þessu ári og fyrstu tengingar verði um næstu ára- mót," sagði Albert Sanders bæjar- stjóri Ytri-Njarðvíkur, en hann situr í stjórn hitaveitunnar. „Það er ennfremur gert ráð fyrir því, að Varnarliðið greiði allan þann kostnað sem er sam- fara því að leggja hitaveituna til þeirra og síðan greiði þeir fyrir heita vatnið eins og aðrir notend- ur. Fjármagn þetta fá Varnarliðs- menn svo til baka á nokkrum árum enda er hitaveitan alfarið eign Hitaveitu Suðurnesja og þetta fjárframlag þeirra kemur einungis í veg fyrir að taka þurfi erlend lán til framkvæmdanna. Þá má geta þess að búist er við að not flugvallarins alls sé um það bil þau sömu og allra byggðanna á Suðurnesjum, sem tengdar eru hitaveitunni," sagði Albert enn- fremur. Sáttaf undur BSRB og ríkisvalds: Rætt um vinnubrögð við samningsgerðina SATTAFUNDUR var í gær haldinn með samninganefnd Bandalags starfsmanna ríkis Vilhjálmur Hjálmarsson formaður útvarpsráðs Auk Vilhjálms og Ólafs sitja í útvarpsráði þau Ellert B. Schram, Erna Ragnarsdóttir og Markús Örn Antonsson fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, Eiður Guðnason fyrir Alþýðuflokkinn og Markús Á. Ein- arsson sem annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins. VILHJÁLMUR Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráð- herra og annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins i útvarpsráði hefur verið skipaður formaður þess næsta kjörtimabil og tekur því við af Olafi R. Einarssyni fuiltrúa Alþýðubandalagsins i ráðinu. og bæja og samninganefnd rík- isins, og stóð hann í röskar , tvær klukkustundir. Rætt var um vinnubrögð í komandi við- ræðum um kjarasamning bandalagsins og var jafnvel búizt við að nýr fundur yrði með deiluaðilum í dag, en það var þó ekki að fullu afráðið. Engar upplýsingar komu fram á fundinum, sem bentu til þess, hver stefna ríkisvaldsins væri gagnvart opinberum starfsmönnum og kröfugerð þeirra. Eins og áður hefur komið fram, hafa opinberir starfsmenn krafizt grunnkaups- hækkana, sem nema frá 18 og upp í 39%. Verði af fundinum í dag er hann klukkan 13,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.