Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 Byrjunin lofar góðu um framhaldió Skák NÍUNDA alþjóðlcga Reykjavíkurskákmótið hófst á Hótel Loítleiðum á laugardaginn. Þátttakcndur eru fjórtán, sjö stórmeistarar og sjö alþjóðlegir meistarar. Útlit cr fyrir ákaflega skemmtilega og spcnnandi kcppni, því að stigamismunur a efsta og neðsta kcppandanum cr aðeins 140 stig sem er mjög óvenjulegt í alþjóðlegu skákmóti og má jafnvel segja að ekki sé hægt að segja fyrir um úrslit i einni einustu skák. Fyrstu tvær umferðir mótsins voru tefldar um helgina og voru áhorfendur á Hótel Loftleiðum sammála um að þær lofuðu góðu um framhaldið. í þeim fjórtán skákum sem tefldar voru var aðeins eitt stórmeistarajafntefli og það er greinilegt að bónusgreiðslurnar fyrir hverja unna skák eiga sinn þátt í því að örva keppendur til dáða. Greinilegt var að flestir þátttakenda höfðu beyg af hinum óvenjulegu tímamörkum, en sem kunnugt er eru fyrst leiknir þrjátíu leikir á níutíu mínútum, en síðan tuttugu á klukkustund. Menn höfðu því vaðið fyrir neðan sig og gættu þess að eyða ekki of miklum tíma á byrjunina. Undantekning var þó skák þeirra Sosonkos og Helga Ólafssonar í annarri umferð en þá lék Helgi af sér unninni stöðu í heiftarlegu tímahraki. Þó að Friðrik Ólafsson sé ekki meðal þátttakenda er þó engin ástæða til að örvænta um hag íslensku keppendanna, því að sem stendur verma tveir útlendingar botninn, þeir Byrne og Helmers. Hvort íslendingarnir koma til með að blanda sér í baráttuna um efsta sætið skal hér engu spáð um, en a.m.k. verða einhverjir þeirra í miðjum hópi þátttakenda svo mikið er víst. Enn sem komið er hefur enginn íslendingur þurft að láta í minni pokann gegn útlendingi, en einn sigur hefur unnist, í annarri umferð tókst Margeiri Péturssyni að leggja Norðmanninn Helmers að velli. Slíkt verður svo sannarlega að téljast einsdæmi að íslendingarnir hafi betur gegn útlendingunum á alþjóðlegu Reykjavíkurskákmóti, ekki síst vegna þess að nú er mótið betur skipað en oft áður. En lítum nú á skákir helgarinnar. Fyrsta umferð Mesta athygli vakti í fyrstu umferð að Haukur Angantýsson vann Guðmund Sigurjónsson í eftirminnilegri skák: Hvitt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Haukur Angantýsson Réti-byrjun 1. Rf3 - Rf6, 2. g3 - d5, 3. Bg2 - c6, 4. 0-0 - Bg4, 5. b3 - e6, 6. Bb2 - Be7,7. d3 - 0-0,8. c4 - Rbd7,9. Rbd2 - a5,10. a3 - bð. (Guðmund- ur sem hefur verið í öldudal að undanförhu velur trausta og rólega byrjun, en Haukur kann ekki við rólegheit og lætur til skarar skríða á drottningarvæng.) 11. Dc2 — bxc4, 12. bxc4 - Db6, 13. Habl - Da6. (Til greina kom að hörfa með drottninguna til a7.) 14. e4 — Hfc8, 15. h3 - Bh5, 16. Rd4 (Hvítur hyggst svara sókn svarts á drottn- ingarvæng með kóngssókn.) — Bg6, 17. f4 — h5, (Haukur er vel á verði, h5 er bæði varnar- og sóknarleikur.) 18. f5 - exf5,19. Rxf5 (Guðmundur er ekki í takt við eigin taflmennsku, betra var 19. dxf5.) - Bxf5, 20. Hxf5 - Da7+, 21. Kh2 (Betra var Khl.) - g6, 22. Hf3 (Ef til vill var betra að hörfa með hrókinn til f4.) - d4, 23. Hbf 1 - h4, 24. e5? inu.) - Dxd4, 28. Hxe7 - Hf8, 29. Hel - Rxd3, 30. Bxc6 - Rhf4, 31. HIe3 exd5 — Rb4, (Fórn á c3 liggur nú í loftinu.) 15. a3 - Rbxd5, 16. Rxd5 - Dxd5, 17. Re5 - Ba4, 18. Hh-el- Dc5,19. Bf2 - Dc7, (Þetta ferðalag drottningarinnar er til þess gert að rýma d5-reitinn fyrir riddar- ann.) 20. g4 (Nú getur sóknin hafist.) 20. - Rd5, 21. g5 - hxg5, 22. fxg5 - Bxa3!? (Svartur getur bara ekki beðið eftir því að hvítur keyri yfir hann á kóngsvængnum.) (Afgerandi afleikur. Nauðsynlegt var 24. g4. Með fókinni stöðu, t.d. 24. - Dc7+, 25. Khl - De5, með hótuninni Bd6 og staðan er tvísýn.) - hxg3+, 25. Khl - Rh5, 26. Hxf7 - Rxe5, 27. Bxf4 (Guðmundur er heillum horfinn, eini möguleikinn var að fórna skiptamun á e7 og reyna að halda velli með biskupapar- (Ekki 31. BxH - Rf2, 32. Kgl - Rfxh3+, 33. Khl - Dgl+ - HxD, 34. Rf2 mát, snotur útgáfa af kæf- ingarmáti sem allir þekkja.) 31. — Rf2+, 32. Kgl - R2xh3+, 33. Khl - RÍ2+, 34. Kgl - Had8, 35. Rb3 - Df6, 36. Rxa5 - Dh4. Hvítur Gafst upp. Góður sigur fyrir Hauk, en við skulum vona að fall sé fararheill hjá Guðmundi. L.J. Hvítt: R. Byrne Svart: V. Kupreichik Sikileyjarvörn, Richter-Rauser afbrigðið 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. Bg5 — e6, (Þetta er eitt af uppáhalds afbrigðum Rússans og Byrne er einnig vel með á nótunum, því hann hefur gjarnan teflt þetta afbrigði bæði með hvítu og svörtu.) 7. Dd2 - Be7,8. <MK> - 0-0,9. f4 - h6,10. Bh4 (10. Bxf6 - gxf6 er ef til vill ekki síðra fyrir hvít, en Byrne kýs að halda í biskupaparið.) 10. — Bd7, 11. Rf3 (11. Rdb5 gengur ekki vegna Rxe4!) 11. - Da5, 12. Kbl (í flest þau skipti sem Kupreichik hefur fengið þessa stöðu upp, hefur hann fengið að glíma við 12. Bc4, en Byrne álítur þann leik vera of ákafan, hvítur eigi að byggja stöðu sína rólega upp og hyggja ekki á sóknaraðgerðir fyrr en hann hefur tryggt kóngsstöðu sína.) 12. — Hf<8,13. Bd3 - d5!? (Hér eru tveir aðrir ágætir möguleikar, 13. — b5, 14. Rxb5 — Dd6, sem manni finnst nú vera meira í samræmi við hinn vilita stíl Rússans, eða 13. — Hab8 og undirbúa b5 án peðsfórnar.) 14. 23. bxa3 - Rc3+, 24. Kb2 - Rxdl+, 25. Dxdl - Dc3+, 26. Kbl - Dxa3, 27. He4! (Valdar alla mikilvæga reiti og hótar auk þess að vippa sér yfir á h-línuna og máta svart á h8 með hjálp drottningarinnar. Staða Byrn- es verður nú að teljast unnin, en Kupreichik er góður í spriklinu!) 27. - Hc7, 28. Rc4 - De7, (Db4+ gekk ekki vegna Rb2 og Ba4 fellur.) 29. Dh5 hefur þá 3. peð fyrir manninn auk þess sem hvíta staðan er nokkuð losaraleg.) 33. Df4 - Dxg5, 34. Dxg5 (Um annað var ekki að ræða þar sem 34. Db8+ - Kg7, 35. Dxb7 strandar á Dgl! og Hd4 fellur.) 34. - Hxg5, 35. Rd6 - Bc6, 36. Rc8 (Meira hald er í Re4, þótt erfitt verði að hefta framrás svörtu frípeðanna fyrir Byrne.) - e5, 37. Hd8 - Kg7, 38. Rxa7! (Riddárinn er nú illa fjarri staddur góðu gamni.) — e4, 39. Bc4 - Ba4!, 40. Hd2 - e3, 41. He2 - He5, 42. Bd3 - f5, 43. Hg2 - Be8, 44. Be2 - Í4, 45. Hg4 - g5, 46. h4 - Bh5. Þar fauk síðasta hálmstráið og Byrne gafst upp. Eftir 47. Hg2 — Bxg2, 48. Hxe2 er fátt til varnar rússnesku innrásinni. Fleiri svona skákir takk frá Reykjavíkurskák- mótinu. Fyrstu skákinni sem lauk á mót- inu var skák þeirra Browne og Sosonko, en kapparnir sömdu jafn- tefli eftir aðeins tólf leiki. Byrjunin var svonefnd Ragozin-vörn, sem er afbrigði af drottningarbragði, en sú byrjun er í hávegum höfð þegar baráttuviljinn er í lágmarki. Skák þeirra Schusslers og Torres tók einnig snemma jafnteflislega stefnu. Svíinn tefldi rólega gegn Griinfeldsvörn andstæðingsins og þegar keppendur höfðu skipt upp á drottningum og síðan fullvissað sig um að andstæðingurinn hefði ekki í hyggju að tefla í tvísýnu sömdu þeír jafntefli. Margeir Pétursson virtist hafa undirtökin framan af í skák sinni við Helga Ólafsson, en í tímahraki snerist taflið gjörsamlega við og eftir nokkra hnitmiðaða leiki af hálfu Helga stóð ekki steinn yfir steini í hvítu stöðunni. Svart: Helgi ólaísson í þessari stöðu virðist hvítur í fljótu bragði hafa öflug sóknarfæri, en það er tálsýn og í raun er það veika peðið á c4, sem mestu máli skiptir í stöðunni. Margeir stóðst hins vegar ekki þá freistingu að fara í sókn, þó að lítið lið sé á borðinu og lék: 25. Hdl - Hc8, 26. Hd4 - Kf8, 27. Hd4 - Be7!, 28. Bxe7+ - Kce7, 29. Hxh7 - b5, 30. Hh4? (30. Hh3 hefði dugað til jafnteflis.) — Bd5!, 31. Kgl - bxc4, 32. Bdl - Hb8, 33. Kfl - Hb2, 34. Hh3 - Hxa2 og svartur vann. Miles náði engum tökum á Helm- ers lengi vel og margir dáðust a- öruggri taflmennsku Norðmannsins fyrir fyrri tímamörkin. Hann tók hins vegar alranga ákvörðun nokkru síðar og það kostaði hann skákina: Svart: Helmers (Noregi) 29. - g6, 30. Dh4? (30. Dh6 vinnur, svartur verður að leika 30. — Df8, 31. Dh4 - Hd8, 32. Bd4 - Hxd4, 33. Hxd4, og peðið á g5 er vel valdað og hvítur leikur næst Rd6-e4-f6.) 30. — Hd8, 31. Bd4 - Hxd4, 32. Hxd4 - Hc5! (Rænir peðinu á g5 og svartur Hvitt: Margelr Pétursson Hvítt: Miles (Englandi) 38. - Kc8? (Svartur hefði að öllum líkindum haldið sínu með því að leika hér einfaldlega 38. - Ke7.) 39. h5 - Rc6, 40. Dc5 - Kd7, 41. Df8 - Rxd4, 42. Dd6+ - Kc8, 43. Dc5+ - Rc6, 44. DÍ8+ - Rd8, 45. Dxg7 - d4, 46. Dxh6 - d3, 47. Df4 - Dd5, 48. h6 og svartur gafst upp. Onnur umferð Hvitt: Helmers (Noregi) Svart: Margeir Pétursson Tarrasch vorn 1. c4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. Rc3 - Rf6, 4. e3 - Rc6, 5. d4 - d5. 6. yrA^j«w<Miri^jr«f^«^v^^^*'^<^Av *• -* **rs' **.».> &¦*»++ M*m&^**i**j'Jf***t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.