Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 25 HEIDEN MAÐUR ólympiuleikanna í Lake Placid er án nokkurs vafa Bandaríkjamaðurinn Eric Heiden, en hann vann það afrek sem ekki er víst að verði nokkurn tima leikið eftir, að vinna fimm gullverðlaun i jafnmörgum greinum. Ef einhvern timann hefur verið hægt að tala um einokun, þá á það við i þessu tilviki. Heiden keppti i 500, 1.000, 1.500, 5.000 og 10.000 metra skautahlaupi og vann allar greinarnar, setti ný ólympiumet í fjórum fyrstu greinunum en gerði enn betur i 10.000 metrunum, bætti heimsmetið um 6,2 sekúndur. Engu að síður var 10.000 metra hlaupið talið vera veiki punkturinn hjá Heiden. Þá geta menn imyndað sér hvernig hann er i sinum sterkari greinum. „Ég vonaðist til að vinna kannski eitt eða tvö hlaup, en ég gerði mér engar vonir um þau öll fimm. Annars er mér svo sem alveg sama um þessa gripi, þeir fara væntaniega þangað sem ég geymi alla aðra verðlaunapeninga, inn í skáp hjá móður minni, þar safna þeir ryki. Mér eru þessir peningar ekki sérlega mikils virði, það er vinnan sem liggur að baki þessum árangri sem skiptir öllu rnáli," sagði þessi 21 árs gamli snillingur í skautahlaupi. Slíkir voru yfirburðir hans í 10.000 metrunum, að þjálfari hans, Diane Holum, var farin að gefa honum merki um að hægja ferðina og þegar hann var kominn í mark hélt hann áfram á fleygiferð mörg hundruð metra í viðbót. Heiden er læknastúdent og er borinn og barnfæddur í Madison í Wisconsin. Skautahlaup iðka fleiri í fjölskyldunni, litla systir hans Beth, 20 ára, vann ein bronsverð- „Eric og Beth Heiden eiga heima hér skammt frá“ laun í Lake Placid og í smáþorpi 40 kílómetra frá Madison er stórt skilti við þjóðbrautina. Á því stendur. „Eric og Beth Heiden eiga heima hér skammt frá“. Wisconsin-búar svífa skýjum ofar þessa dagana og fullyrða að um þetta verði talað næstu 50 árin eða meira. En hvað tekur við hjá meistar- anum mikla að leikunum loknum? Eitthvað breytist. A.m.k. slitnar upp úr margra ára samvinnu hans og þjálfarans Diane Holum sem er ekki miklu eldri en hann sjálfur. Ástæðan fyrir því að leiðir þeirra skilja, í bili a.m.k., er sú, að Heiden hyggur á framhaldslækna- nám í Noregi. Hann ætlar sér að leggja stund á íþróttameiðsl og helst að verða doktor í þeim efnum. Eric (og Beth reyndar einnig) skaut mjög skyndilega upp á stjörnuhimininn. Fyrir þremur árum, þá 18 ára, fór hann til Evrópu til að reyna með sér og öðrum skautahlaupurum. Hann fór til Heerenveen í Hollandi þar sem heimsmeistarakeppnin fór fram. Fram að því hafði hann reyndar keppt í Innsbruck, en ekki gert þar neinar rósir. En í Heeren- veen gerðist það öllum og ekki síst honum sjálfum til mikillar undr- unar, að hann varð heimsmeistari. 1978 varð Heiden aftur heims- meistari í Svíþjóð og enn 1979, þá í Noregi. Og nú Ólympíumeistari. Hvað kemur svo næst? Norðmenn dragast aftur úr NOREGUR hlaut engin gullverðlaun í norrænu skíðagreinunum á leikunum í Lake Placid. Er það í fyrsta skiptið síðan að byrjað var að halda vetrarleika i Chamonix í Frakklandi 1924, sem það gerist. Loks fengu Finnar gull LOKSINS hrepptu Finnar gull á ólympiuleikunum i Lake Placid, en það var 90 metra skiðastökkvarinn Jouku Tormanen sem bjargaði andliti Finna. Af 90 metra pallinum stökk Tormanen 114 og 117 metra og fékk þannig samanlagða stigafjöldann 271 stig. Hubert Neuper frá Austurriki varð annar með 262,4 stig og landi Tormanen, Jari Piukonen, varð þriðji með 245,7 stig. Tony Innauer frá Austurriki og sigurvegarinn af 70 metra palli, varð fjórði með 245,7 stig. Einn keppenda, Jan Holmlund frá Sviþjóð, hlaut ekki öfundsvert hlutskipti i stökkinu. Hann missti jafnvægið þegar verst stóð á, þ.e.a.s. i háloftunum, skall illa niður á brautina eftir að hafa svifið 75 metra og rúllaði siðan niður á jafnsléttu. Slapp Holmlund með brotið viðbein og þótti það vel sloppið. hefur enginn leikið eftir honum og þykir mörgum vafasamt að afrek hans verði jafnað í náinni framtið. Heiden var ekkert að skafa utan af þvi, timi hans var um 6 sekúndum betri heldur en gamla heimsmetið í greininni. Tíminn var 14:28,13 minútur. f öðru sætinu varð Piet Kleine frá Hol- landi, sigurvegarinn frá síðustu ólympiuleikum, en tími hans var 14:36,03 mínútur. Tom Erik Ox- holm frá Noregi varð þriðji á timanum 14:36,60 minútur. „Ég átti ekki von á því að slíkir tímar næðust og bæði Kleine og Oxholm kepptu á undan mér. Þegar ég sá til þeirra varð ég logandi hræddur og ég vissi að nú var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast. Ég náði miklu betri tíma en mig óraði fyrir og ég átti aldrei von á því áður en leikarnir hófust, að ég myndi standa uppi með fimm gullverð- laun,“ sagði Eric Heiden eftir 10.000 metrana og gat ómögulega farið dult með gleði sína. Mike Woods frá Bandaríkjunum varð fjórði á 14:39,53, Eyvindur Tveter frá Noregi varð fimmti á 14:43,53. í sjötta sæti varð Hilbert Van Der Duim frá Hollandi á 14:47,58. Þessir sex fyrstu kappar slógu allir gamla Ólympíumetið. með gifurlegum yfirburðum í 10.000 metra skautahlaupi karla. Hefur Heiden þar með slegið eign sinni á gullverðlaunin i öllum skautahlaupsgreinunum, en það • Maður vetrarólymp- íuleikanna, Eric Heiden frá Bandaríkjunum. Hann hlaut fimm gullverðlaun í leikunum, setti fimm ný ólympíumet og eitt heimsmet í skautahlaupi. ERIC Heiden frá Bandarikjunum vann það fá- eða ódæma afrek i Lake Placid um helgina, að sigra Sovéska þjóðlagið sterkara en gamli finnski polkinn AF MÖRGUM erfiðum keppnis- greinum er 50 kilómetra gangan að öðrum greinum ólöstuðum sú erfiðasta. Keppendur, þ.e.a.s. þeir sem ljúka keppninni, koma i mark með þjáningarsvip, sumir falla þegar í stað til jarðar, aðrir leggjast yfir skíðastafi sína og enn aðrir hreinlega kasta upp og eru studdir af vettvangi. Þrátt fyrir brunagadd, mætti vinda svitann úr skíðagalla þeirra. Bill Koch, einn af bandarísku kepp- endunum, sagði eftir keppnina þar sem hann hafnaði í 13. sæti, að það væri hreinlega sigur út af fyrir sig að klára keppnina. QxP 42 göngumenn hófu keppni, en sex þeirra gáfust upp hér og þar á leiðinni. Fjórir byrjuðu ekki einu sinni keppnina, m.a. íslensku keppendurnir. „Leiðin var erfið frá upphafi til enda, hvergi var hægt að slaka nokkuð á. En sem betur fer hef ég undirbúið mig vel,“ sagði sigurvegarinn Nikolai Zimjatov, sem vann sín þriðju gullverðlaun í skíðagöngu í Lake Placid. Tími Zimjatov var 2:27:- 24,60 klst. og þó að engu sé líkara en að garpurinn hafi endalaust úthald, þá virtist hann tíu árum eldri en 24 ára þegar hann kom í mark. Juaa Mieto frá Finnlandi varð annar og veitti Zimjatov harða keppni. Tími Mieto var 2:30:20,52 klst. „Ég heyrði andardráttinn og sá gufubólstrana út úr honum; svo nálægt mér var hann lengst af. En í einni af brattari brekkunum heyrði ég hljóðin fjarlægjast, ég söng „Kalinka", sovéska þjóðlagið og einbeitti mér þannig. En Mieto söng bara gamla polka og í samkeppni við sovésk þjóðlög var polkinn vanmáttugur. En afrek Mieto var mikið, hann var aðeins í 8. sæti þegar gangan var hálfnuð. Alexander Zavjakov varð þriðji á 2:30:51,52 klst. Carter býður til veislu JIMMY Carter Bandarikjaforseti hefur boðið öllum bandarísku keppendunum á vetrarleikunum í Lake Placid, þjálfurum þeirra og öðrum nánum hjálparhellum, til gifurlegs kaffisamsætis í Hvita húsinu og ætlar hann að senda einkaþotu sina eftir liðinu. Þá hefur hann boðið til sömu veislu bandarisku olympíunefnd- inni, sem notaði tækifærið og ítrekaði fyrri yfirlýsingu sína um að hún myndi hlýða kalli rikis- stjórnarinnar ef haldið væri til streitu beiðni um að sniðganga sumarleikana i Moskvu. Wenzel einokaði gullið — Vann gull í svigi kvenna — þriðju verðlaun sín í alpagreinum HANNI Wenzel var ein af skær- ustu stjörnum Ólympiuleikanna i Lake Placid, en á laugardaginn tryggði hún sér öruggan sigur í svigi kvenna, en hafði áður sigr- að í stórsvigi og unnið silfurverð- laun i bruni. Aðeins ein kona hefur áður unnið til verðlauna i öllum Alpagreinunum, það var Rosi Mittermeier frá Vestur- Þýskalandi. Mittermeier vann gullverðlaun í bruni og svigi í Innsbruck fyrir fjórum árum auk þess sem hún vann silfur- verðlaun í stórsvigi. Sigurtimi Wenzel í sviginu var samanlagt 1:25,09 minúta, sem er 1.41 sek- úndu betri heildartími en Christa Kinshofer frá Vestur-Þýskalandi fékk í öðru sæti. Timar Wenzel í hvorri ferð voru 42,50 og 42,50 sekúndur, en tími Kinshofer var samanlagður 1:26.50. Hin 17 ára gamla Erika Hess frá Sviss kom mjög á óvart og hreppti þriðja sætið, fékk saman- lagt tímann 1:27,89 (43,50 og 44,39). Brautin reyndist afar erfið, hliðin voru 52 og lengdin 461 metri. 21 stúlka féll úr keppninni af þeim 47 sem hófu hana, meðal þeirra var Steinunn Sæmunds- dóttir sem var þó í 19 sæti eftir fyrri ferðina. Margar frægar féllu og má þar fyrst og fremst nefna Reginu Sackl, Leu Solkner og síðast en ekki síst Anne Marie Moser Pröll. Þetta á bara við fyrri ferðina. í síðari ferðinni var brautin 465 metrar með 53 hliðum og þá féllu 7 stúlkur í viðbót, m.a. báðar bestu frá Frakklandi Pelen og Serrat. Óskemmtilegast var það fyrir Perrine Pelen sem var í fjórða sæti eftir fyrri ferðina, tæpri sekúndu á eftir Wenzel. En það eru ekki alltaf jólin. Röð og tími næstu keppenda var þessi: 4) M. R. Quario It. 1:27.92 (43.63 og 44.29) 5) C. Girdiani ít. 1:29.12 (44,42 og 44,70) 6) Patrakeva Sov. 1:29,20 (43,42 og 45,78) 7( D. Zini It. 1:29,22 (45,08 og 44,14) 8) C. Cooper USA 1:29,28 (44,23 og 45,05) 9) Melander Svíþj. 1:29,82 (44,51 og 45,31) 10) W. Gatta It. 1:29,94 (44,46 og 45,48) Heiden tók fimmta gullið á nýju glæsilegu heimsmeti Geysileg harka var i íshokkíinu, hér sést Bandarikjamaðurinn Dave Christian gera markinu i leik Bandarikjanna og Tékka sem endaði með 7—3 sigri Bandarikjanna. atlögu að tékkneska Bandaríkjamenn sigruðu óvænt í íshokkíinu LEIKURINN sem réði úrslitum i íshokkikeppni Ólympíuleikanna fór fram á milli Bandarikja- manna og Finna. Bandarikja- menn skoruðu þrjú glæsileg mörk í siðustu lotu leiksins og þessi góði endasprettur tryggði þeim sigur í leiknum 4—2. Allt ætlaði um koll að keyra á áhorf- endapöllunum þegar sigurinn var í höfn. Enda ekki nema von þar sem þetta var fyrsta gull Bandarikjanna í greininni i 20 ár. Maðurinn á bak við velgengni bandariska liðsins var markvörð- ur liðsins Jim Craig 22 ára gamall háskólanemi. Hann átti hvern stórleikinn af öðrum, en lék þó best er Rússar voru lagðir mjög óvænt að velli. Rússar léku gegn Svium um þriðja til f jórða sætið i keppninni og var það leikur kattarins að músinni. Rússar sigruðu 9—2, og hrepptu því silfrið. Lokastaðan i keppninni varð þessi: Bandarikin 3210 10—7 5 Sovétríkin 3 2 0 1 16—8 4 Sviþjóð 3 0 2 1 7-14 2 Finnland 3 0 1 2 7-11 1 Tindastóll féll í 2. deild SKALLAGRÍMUR vann Tinda- stól 73:67 í 1. deildinni í körfu- knattleik í Borgarnesi um helg- ina. Þar með féllu Sauðkrækl- ingarnir niður í 2. deild, en þeir hafa ekkert stig hlotið i 1. deildinni. Leikmenn Tindastóls ætluðu greinilega að selja sig dýrt enda síðasta tækifæri þeirra til að halda sér í deildinni. En Skalla- grímsmenn voru ekkert á þeim buxunum að gefa sig og náðu fljótlega forystunni. Staðan í hálf- leik var 39:29. í upphafi seinni hálfleiks tóku Sauðkræklingarnir sprett og þá aðallega Kári Maríusson og tókst þeim að minnka muninn í tvö stig, 41:39. En þá fóru Borgnesingarnir í gang aftur og tryggðu sér sigur í leiknum. Bragði Jónsson var stigahæstur hjá Skallagrími með 21 stig og hefur þessi reyndi leikmaður líklega aldrei verið jafn góður og nú. Gunnar Jónsson skoraði 20 stig og Dakasta Webester 15 stig, en hann hirti aragrúa frákasta. Hjá Tindastól var Kári í sérflokki með 33 stig, Sigurjón Magnússon skoraði 18 stig og Birgir Rafnsson 12 stig. - HB/SS. Grindavík vann Þór GRINDVÍKINGAR sigruðu Þórs- ara frá Akureyri 110—108 í 1. deild íslandsmótsins i körfu á sunnudag og þar með beið Þór sinn annan ósigur á tveimur dögum og vonir um sæti í úrvals- deildinni voru að engu orðnar. Sigur Grindvíkinga var öruggari en tölurnar gefa til kynna, þvi þeir leiddu lengst af með 10 stigum en litlu munaði að þeir köstuðu frá sér sigrinum undir lokin. Grindvíkingar náðu tíu stiga forustu fljótlega í leiknum. Á 5. mínútu var staðan 18—8 og á 11. ÍBK gerði ÞÓR, Akureyri missti af öllum möguleikum á að ná Ármanni að stigum í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik og þannig ná fram aukaleik um sæti í úrvals- deildinni, þegar Keflvíkingar sigruðu þá i Njarðvikum á laug- ardag, 113—103. það var örugg- ur sigur Keflvikinga og þegar liðlega tvær minútur voru til leiksloka höfðu Keflvíkingar 20 stiga forustu. Þá fengu minni spámenn liðsins að reyna sig og Þór náði að minnka muninn. mínútu 33—23. Þegar tvær mínút- ur voru til leikhlés skildu níu stig, 50—41, en eitthvert kæruleysi hljóp í leik Grindvíkinga og Keflvíkingar gengu á lagið og þegar blásið var til leikhlés höfðu þeir jafnað metin, 52—52. Grindvíkingar sigu framúr á fyrstu mínútum síðari hálfleiks og á 5. mínútu höfðu þeir náð tíu stiga forustu, 86—77. Á 15. mínútu höfðu þeir ellefu stiga forustu, 101—90. Enn virtist hlaupa kæru- leysi í leik liðsins, hvorki gekk né rak lokamínúturnar og þegar 1 Jafnræði var með liðunum framan af, eftir 5 mínútna leik höfðu Þórsarar forustu, 14—12, Þá skoruðu Keflvíkingar ellefu stig án svars frá Þór og lögðu grunn að sigri sínum. í leikhléi skildu sjö stig, 56—49. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig síðari hálfleiks og munurinn varð 12 stig. Á 14. mínútu skildu 10 stig, 89—79, og á 18. mínútu 20 stig, 108—88. Enda- sprettur Þórsara kom allt of seint til að fá neinu breytt um úrslit. Monnie Ostrom átti ágætan leik mínúta og 40 sekúndur voru eftir hafði Þór minnkað muninn í þrjú stig, 107—104. Þegar tuttugu sek- úndur voru eftir skildu tvö stig, 108—106, en þá skoraði Ólafur Jóhannsson körfu fyrir Grindvík- inga og innsiglaði sigur þeirra. Mark Holmes skoraði 43 stig fyrir Grindvíkinga, Ólafur Jó- hannsson 26 og Eyjólfur Guð- laugsson 12. Danny Schwartz skoraði 54 stig fyrir Þór, Eiríkur Sigurðsson 26 og Alfreð Túliníus 11. HHalls. með ÍBK, skoraði 39 stig auk þess að hann var mjög sterkur í fráköstum. Jón Kr. Gíslason, ungl- ingalandsliðsmaður hjá ÍBK, skor- aði 32 stig, flest úr hraðaupp- hlaupum eftir sendingar frá Monnie. Einar Sveinsson skoraði 17 stig. Gary Schwartz bar af hjá Þór, fataðist vart skot og þegar upp var staðið hafði hann skorað 58 stig. Sigurgeir Sigurðsson skor- aði 17 stig og Alfreð Túliníus 12. H Halls. út um vonir Þórs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.