Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 HEIDEN MAÐUR Ólympiuleikanna i Lake Placid er án nokkurs vafa Bandarikjamaðurinn Eric Heiden, en hann vann það afrek sem ekki er vist að verði nokkurn tima leikið eftir, að vinna fimm gullverðlaun i jafnmörgum greinum. Ef einhvern timann hefur verið hægt að tala um einokun, þá á það við i þessu tilviki. Heiden keppti i 500, 1.000, 1.500, 5.000 og 10.000 metra skautahlaupi og vann allar greinarnar, setti ný ólympiumet i fjórum fyrstu greinunum en gerði enn betur i 10.000 metrunum, bætti heimsmetið um 6,2 sekúndur. Engu að siður var 10.000 metra hlaupið talið vera veiki punkturinn hjá Heiden. Þá geta menn imyndað sér hvernig hann er i sinum sterkari greinum. „Ég vonaðist til að vinna kannski eitt eða tvö hlaup, en ég gerði mér engar vonir um þau öll fimm. Annars er mér svo sem alveg sama um þessa gripi, þeir fara væntanlega þangað sem ég geymi alla aðra verðlaunapeninga, inn í skáp hjá móður minni, þar safna þeir ryki. Mér eru þessir peningar ekki sérlega mikils virði, það er vinnan sem liggur að baki þessum árangri sem skiptir öllu máli," sagði þessi 21 árs gamli snillingur í skautahlaupi. Slíkir voru yfirburðir hans í 10.000 metrunum, að þjálfari hans, Diane Holum, var farin að gefa honum merki um að hægja ferðina og þegar hann var kominn í mark hélt hann áfram á fleygiferð mörg hundruð metra í viðbót. Heiden er læknastúdent og er borinn og barnfæddur í Madison í Wisconsin. Skautahlaup iðka fleiri í fjölskyldunni, litla systir hans Beth, 20 ára, vann ein bronsverð- „Eríc og Beth Heiden eiga heima hér skammt frá" laun í Lake Placid og í smáþorpi 40 kílómetra frá Madison er stórt skilti við þjóðbrautina. Á því stendur. „Eric og Beth Heiden eiga heima hér skammt frá". Wisconsin-búar svífa skýjum ofar þessa dagana og fullyrða að um þetta verði talað næstu 50 árin eða meira. En hvað tekur við hjá meistar- anum mikla að leikunum loknum? Eitthvað breytist. A.m.k. slitnar upp úr margra ára samvinnu hans og þjálfarans Diane Holum sem er ekki miklu eldri en hann sjálfur. Ástæðan fyrir því að leiðir þeirra skilja, í bili a.m.k., er sú, að Heiden hyggur á framhaldslækna- nám í Noregi. Hann ætlar sér að leggja stund á íþróttameiðsl og helst að verða doktor í þeim efnum. Eric (og Beth reyndar einnig) skaut mjög skyndilega upp á stjörnuhimininn. Fyrir þremur árum, þá 18 ára, fór hann til Evrópu til að reyna með sér og öðrum skautahlaupurum. Hann fór til Heerenveen í Hollandi þar sem heimsmeistarakeppnin fór fram. Fram að því hafði hann reyndar keppt í Innsbruck, en ekki gert þar neinar rósir. En í Heeren- veen gerðist það öllum og ekki síst honum sjálfum til mikillar undr- unar, að hann varð heimsmeistari. 1978 varð Heiden aftur heims- meistari í Svíþjóð og enn 1979, þá í Noregi. Og nú Ólympíumeistari. Hvað kemur svo næst? Norðmenn dragast af tur úr NOREGUR hlaut engin guilverðlaun i norrænu skiðagreinunum á leikunum i Lake Placid. Er það i fyrsta skiptio siðan að byrjað var að halda vetrarleika i Chamonix i Frakklandi 1924, sem það gerist. i Loks fengu Finnar gull LOKSINS hrepptu Finnar gull á ólympiuleikunum i Lake Placid, en það var 90 metra skiðastökkvarinn Jouku Tormanen sem bjargaði andliti Finna. Af 90 metra pallinum stökk Tormanen 114 og 117 metra og fékk þannig samanlagða stigaf jöldann 271 stig. Hubert Neuper frá Austurriki varð annar með 262,4 stig og landi Tormanen, Jari Piukonen, varð þriðji með 245,7 stig. Tony Innauer frá Austurriki og sigurvegarinn af 70 metra palli, varð fjórði með 245,7 stig. Einn keppenda, Jan Holmlund frá Sviþjóð, hlaut ekki Ofundsvert hlutskipti i stökkinu. Hann míssti jafnvægið þegar verst stóð á, þ.e.a.s. i háloftunum, skall illa niður á brautina eftir að hafa svifið 75 metra og rúllaði síoan niður á jafnsléttu. Slapp Holmlund með brotið viðbein og þótti það vel sloppið. Wenzel — Vann gull — þriðju ve í alpagre HANNI Wenzel var ein af skær- ] ustu stjörnum Ólympiuleikanna í 1 Lake Placid, en á laugardaginn 1 tryggði hún sér öruggan sigur i I svigi kvenna, en hafði áður sigr- 1 að i stórsvigi og unnið silf urverð- í laun i bruni. Aðeins ein kona f hefur áður unnið til verðlauna i öllum Alpagreinunum, það var Rosi Mittermeier frá Vestur- 4 Þýskalandi. Mittermeier vann 1 gullverðlaun i bruni og svigi i ] Innsbruck fyrir fjórum árum < auk þess sem hún vann silfur- 1 verðlaun i stórsvigi. Sigurtimi i Wenzel i sviginu var samanlagt i Sovéska f: en gamli AF MÖRGUM erfiðum keppnis- greinum er 50 kilómetra gangan að oðrum greinum ólöstuðum sú erfiðasta. Keppendur, þ.e.a.s. þeir sem ljúka keppninni, koma i mark með þjáningarsvip, sumir falla þegar i stað til jarðar, aðrir leggjast yfir skíðastafi sina og enn aðrir hreinlega kasta upp og eru studdir af vettvangi. Þrátt fyrir brunagadd, mætti vinda svitann úr skiðagalla þeirra. Bill Koch, einn af bandarisku kepp- endunum, sagði eftir keppnina þar sem hann hafnaði í 13. sæti, að það væri hreinlega sigur út af fyrir sig að klára keppnina. Heiden tól á nýju gla ERIC Heiden frá Bandarikjunum vann það fá- eða ódæma afrek i Lake Placid um helgina, að sigra með gifurlegum yfirburðum i 10.000 metra skautahlaupi karla. Hef ur Heiden þar með slegið eign sinni á gullverðlaunin i ollum skautahlaupsgreinunum, en það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.