Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 55. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Námsmenn neita enn París, Teheran, 5. marz. AP. GHOTBZADEH utanríkisráð- herra Irans átti í dag fund með fimm manna nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem falið hefur verið að gera úttekt á valdatíma fyrr- um keisara, og „staðfesti hann þá ákvörðun byltingarráðsins að nefndin fengi að hitta gislana í bandaríska sendiráðinu," sagði talsmaður S.Þ. í dag. Námsmennirnir sem hafa sendi- ráðið á sínu valdi lýstu hins vegar enn yfir því, að nefndarmenn fengju ekki að hitta gíslana þrátt fyrir að Khomeini hefði gefið heimild fyrir því, fyrr en þeir gætu lýst sig ánægða með niður- stöður athugana nefndarinnar á valdatíma keisarans og „meintum glæpum Bandaríkjanna í íran“. Ghotbzadeh átti við námsmenn- ina, að sögn kunnugra, er hann í dag sakaði „kommúnista og zíon- ista“ um tilraunir til að koma í veg fyrir að árangur yrði af starfi nefndarinnar. Játaði njósnir í þágu NATO Varsjá, 5. marz. AP. RÚMLEGA þrítug kona, sem starfað hefur hjá Sameinuðu þjóðunum, játaði i dag að hafa stundað njósnir í þágu Nato-ríkis. Pólska fréttastof- an PAP sagði í dag, að kveðinn yrði upp dómur í máli konunnar Alicju Wesol- owsku, á föstudag. Gæti hún verið dæmd minnst í fimm ára fangelsi eða jafnvel til dauða. Wesolowska var handtekin síðastliðið sumar er hún var á leið til Mongólíu á vegum S.Þ. Réttarhöld yfir henni hófust í gær fyrir luktum dyrum, og var vestrænum blaðamönnum meinaður aðgangur að þeim. Einnig var Carl Hadding, fyrrum forseta sænska áfrýj- unardómstólsins, snúið við á flugvellinum í Varsjá, en hann ætlaði að vera viðstadd- ur réttarhöldin fyrir hönd alþjóðasamtaka lögfræðinga. Vestrænar heimildir utan Póllands skýrðu frá því fyrr í vikunni að sakborningurinn mundi líklegast játa sekt sína, og yrði það liður í samkomulagi sem gert hefði verið til að tryggja að Wesol- owska yrði rekin úr landi að loknum réttarhöldunum. Þessar fregnir hafa ekki verið staðfestar í Varsjá. Fauk á haf út Á þessum grunni, þar sem spýtnabrakið er, stóð 100 fermetra þurrkhjallur fyrir harðfisk, en hann fauk á haf út 1 Suðureyrar- veðrinu. í hjallinum var harðfiskur að verðmæti 5 millj. kr. og fór hann sömu leið. Tjón Súgfirðinga af völdum óveðursins nemur tugum milljóna króna og samkvæmt frásögnum heima- manna á blaðsíðum 22 og 23 var óveðrið með eindæmum og algjört neyðarástand á staðnum um tíma. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. 130.000 Afganir á flótta til Pakistans Paris, Moskvu, WashinKton, 5. marz, AP. KANADÍSKUR fulltrúi alþjóðasamtaka er berjast fyrir mann- réttindum sagði í Peshawar í dag, að Sovétmenn hefðu hrundið af stað mikilli sókn i Kunardalnum norðan við Jellalabad i Afganistan á þriðjudag, og að flestir ibúar svæðisins, um 130,000 talsins, væru á flótta í átt til Pakistans. „Konur og börn hafa verið myrt á flóttanum og Sovétmenn hafa notað eiturgas í aðgerðum sínum," sagði í skeyti frá full- trúanum, kanadíska lögfræð- ingnum Michael Barry. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði, að bandarísk yfirvöld hefðu látið í ljósi áhyggjur við sovézk yfir- völd vegna stöðugra frétta af notkun eiturgass í aðgerðum Sovétmanna í Afganistan. Tals- maðurinn sagði að fregnirnar hefðu ekki fengist staðfestar, en Samkomulag um stjórn í Rhódesíu Salisbury, 5. marz. AP. ROBERT Mugabe, tilvonandi for- sætisráðherra Rhódesiu, náði 1 dag samkomulagi um stjórnar- myndun við Joshua Nkomo og eru væntanlegri stjórn því tryggð 77 sæti af hundrað á þingi landsins. Mugabe mun á morgun, fimmtudag, eiga fund með einum hatrammasta óvini sínum um ára- raðir, Ian Smith, leiðtoga hvítra í Rhódesíu, og leita leiða til að tryggja aðild hvítra að stjórn landsins. Hefur Mugabe farið þess á leit við Soames lávarð og landsstjóra, að hann verði um kyrrt í Rhódesíu í a.m.k. þrjá mánuði til að vera fulltrúi sinn gagnvart hvítum, og m.a. leggja að þeim að yfirgefa ekki landið vegna úrslita kosninganna. Engar fregnir fóru af fundi Mugabes og Nkomos í dag um hver aðild flokks Nkomos yrði að sam- steypustjórninni, einungis að sam- komulag hefði náðst milli skæru- liðaforingjanna tveggja um sam- steypustjórn. Bæði Kínverjar og Sovétmenn lýstu gleði sinni í dag með úrslit kosninganna í Rhódesíu og hinn mikla sigur Mugabes. í heillaóska- skeyti til Mugabes og Nkomos sagði Brezhnev forseti Sovétríkj- anna, að Sovétríkin myndu ætíð styðja landsmenn. ástæðulaust væri að draga þær í efa. Utanríkisráðherra Singapore hvatti til þess í dag að þjóðir heims styddu við bakið á mót- spyrnuhreyfingunum í Afgan- istan og Kambódíu, svo að sem mestur árangur næðist í baráttu þeirra við Sovétmenn og Víet- nama, því ella mundu hörmung- ar á borð við Afganistan og Kambódíu gerast annars staðar. Sovézkt tímarit, er túlkar stefnu stjórnvalda í utanríkis- málum, hæddist í dag að tillög- um vestrænna ríkja um hlut- leysi Afganistans. Italskar heimildir í Moskvu hermdu, að engin teikn væru á lofti um að Sovétmenn féllust á hlutleysis- tillögurnar eða drægju heri sína á brott frá Afganistan. Aðrar diplómatískar heimild- ir voru á sama máli, en í dag lauk viðræðum franskra diplóm- ata við sóvézka utanríkisráðu- neytið um hlutleysistillögurnar og sendiherra Bretlands ræddi þær á mánudag við aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. Genscher utanríkisráðherra V-Þýskalands sagði í dag að tillögur Asíuríkja og ríkja Efna- hagsbandalagsins varðandi hlutleysi Afganistans væru óþekktar og góður grundvöllur víðtækrar samstöðu þjóða heims í málum Afganistans. Leiðtogar múhameðstrúar- manna í Indónesíu veittust harðlega að Sovétmönnum fyrir árásir þeirra á moskur í Afgan- istan síðustu daga. Hópur náms- manna safnaðist saman við sov- ézka sendiráðið í Jakarta og krafðist skýringa á þessum árásum. Eugen Loderer, leiðtogi stærstu verkalýðssamtaka Vestur-Þýzkalands, veittist einnig harðlega að Sovét- mönnum á fundi samtakanna í Munchen í dag. Ráðgjafi Zia Pakistansforseta í utanríkismálum sagði í dag, að Pakistan hefði engan áhuga á 400 milljón dollara hernaðar- aðstoð, sem yfirvöld í Washing- ton teldu nauðsynlega fyrir varnir landsins í kjölfar innrás- ar Sovétríkjanna í Afganistan. Zia sagði í Karachi í gær, að aðstoðin væri ónóg og ekki væri hægt að ganga að skilyrðum fyrir henni. Þegar aðstoðin var fyrst boðin sagði Zia að hún væri „smámunir". Bandarískum þingmönnum var tjáð í dag, að til stæði að senda birgðaskip hlaðin vopnum og vistum til Indlandshafs í sumar, til að vera þar tilbúin ef deildir sjóhersins á þessum slóð- um yrðu að grípa til aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.