Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 33 deila með sér innri ábyrgð í fjölskyldu, — það verði að jafna milli sín foreldraábyrgðinni, af því að framtíð annarra lifandi mannvera helgast af því hvernig hún er rækt. Með því að leysa af hendi heimilisstörf væri verið að skapa skilyrði fyrir mannlífi, andlegu og félagslegu atlæti, líkamlegri vel- ferð og umönnun. I eðli sínu séu þessi störf hvorki kvenna- eða karlastörf, aðeins störf sem þarf að leysa af hendi, svo bæði karlar, konur og börn geti notið sín og dafnað. Að flokka heimilisstörf, skipuleggja þau og ákvarða hver sinni þeim hverju sinni heyri til nútímalifnaðarhátta og samræm- ist því daglega lífi, sem líf okkar þarf að falla í. Óendanlega miklu skipti að til- finninga- og félagstengsl fái tíma og rúm daglega og að allir fjöl- skyldumeðlimir séu þar hlutgeng- ir. Skipulag hjá hverri fjölskyldu þurfi því að miðast við að allir, sem fjölskylduna mynda hafi tóm til samveru, helzt samtímis að einhverju leyti. Skipulag atvinnu- mála hér á landi og fjármagns- stýring til húsbygginga hafi beinlínis bægt feðrum frá börnum sínum. I nútíma þjóðfélagi, þegar fólk er ekki undirorpið því að eignast fleiri börn en það óskar, væri barnið mesti munaður hinna fullorðnu og svo mikils virði fyrir þjóðfélagsheildina, að enginn sem á þess kost, megi láta sér úr greipum ganga að annast barn og veita því handleiðslu. Ef barnið þekkir ekki annað frá fyrsta andartaki en að foreldrar þess séu samstæð órofa heild, sem lykur um það í öllu tilliti væri þar lagður grundvöllur og ímynd í vitund barnsins, sem skynjar for- eldra sína báða sem jafn hlut- genga til alls sem því er viðkom- andi. Ef foreldrar fylgja þessu síðan eftir í allri daglegri tilhögun varðandi starf, heimilishald, og heimilisstörf, frístundaiðkanir og á öðrum sviðum þá væri í raun hefð brotin á bak aftur og nýir tímar upprunnir. Hluti af þessari nýju mynd snúi að skólunum, fjölmiðlum og öðrum félagsmót- andi aðilum og að vinnumarkaðn- um. Aðilar vinnumarkaðarins þurfi að taka þessi mál upp í sína arma og fylgja þeim fram til sigurs, hér komi fæðingarorlof og nýtt skipulag á vinnumarkaðnum sterkt inn í myndina. I>órir S. Guðhergsson félags- ráðgjafi ræddi einnig um heimilið og fjölskylduna og sagði hann m.a. að viðhorf manan til hlutverka- skipta foreldra væri óðum að breýtast og að margt hafi breyst til batnaðar á síðustu 5—10 árum, en betur megi ef duga eigi. Enn finnist börn, sem mundu svara eins og Jóna litla, þegar kennarinn spurði hver pabbi hennar væri: Er það ekki maðurinn sem kernur heim á kvöldin og les dagblöðin og horfir á sjónvarpið? Viðhorf maka hvors til annars móti viðhorf barna til foreldra sinna. Andrúmsloftið á heimilinu, sem foreldrarnir eigi mestan þátt í að skapa, væri uppeldismótandi afl í áhrifamesta umhverfi barn- anna. Við höfum skyldum að gegna gagnvart börnum okkar. Báðir foreldrar eða forráðamenn barnanna hafa skyldum að gegna. Við verðum að taka tillit til þeirra. Við höfum valið þetta hlutverk og þó að sérfræðingar séu ósammála um margt, sem varðar uppeldi barna væru þeir flestir sammála um, að á fyrstu árum barnsins sé það afar mikil- vægt að hafa varanlegar og traustar persónur, sem það getur treyst og treystir því og barnið geti á þann hátt myndað það grundvallartraust, sem því er nauðsynlegt til vænlegs þroska. Sumar mæður vinni meira á heimilinu en utan þess, þær öðlist gleði og fullnægju við heimilis- störfin og margar þeirra hafa lag á að nýta hæfileika sína og menntun bæði heima og heiman og hlutverk móðurinnar getur verið ómetanlegt fyrir uppeldi og þroska barnanna. Það sé munur á því, hvort báðir foreldrar eru nauðbeygðir til að vinna utan heimilis eða hvort þeir geta valið, hvaða stefnur þeir vilja taka. Það er munur á því, hvort þjóðfélags- legar aðstæður knýi báða foreldr- ana til að afla tekna eða hvort þeir hafa einhverja valkosti með tilliti til öryggis, atlætis og réttar barn anna, sem þeir hafa borið í þennan heim. III. Foroldraábyrjíð — Opinber ábyrgð Guðfinna Eydal sálfra'ðingur sagði m.a. um þetta efni að þegar rætt væri um foreldraábyrgð og opinbera ábyrgð þá rækjust gjarn- an á tvö andstæð sjónarmið. I því fyrra felist að ábyrgð á barnaupp- eldi skuli einungis hvíla á herðum foreldranna og að það sé einkamál þeirra hvernig til tekst og í því síðara felist að ábyrgð á barna- uppeldi sé samfélagspólitískt mál þar sem opinberir aðilar séu meðábyrgir fyrir því hvaða árang- ur næst. Færði Guðfinna síðan rök fyrir því að ekki sé hægt að aðgreina foreldraábyrgð frá opin- berri ábyrgð. Að foreldraábyrgð væri einka- mál hverrar fjölskyldu kæmi m.a. í ljós i því að mörg börn skynji annað fólk en foreldra sína sem sér óviðkomandi og framandi. Þetta gefi mörgum börnum óeðli- lega mikið óöryggi um leið og þau yfirgefa heimili sín. Það komi berlega í ljós að á íslandi hafi samfélagið sáralítið tekið mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum með því að gera viðhlítandi ráð- stafanir fyrir fjölskylduna. Konur hafi sérstaklega orðið fórnarlömb fordóma um að það séu einungis mæður em geti veitt börnum náin tilfinningaleg tengsl. Sektarkennd margra kvenna sé líka mikil, sjálfsásökun algeng enda finni þær oft og sjái meira en nokkur annar hvernig óæskileg uppeldisskilyrði koma niður á börnum. Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi hafi haft fjölskyldupólitík á stefnuskrá sinni og því séu þeir allir samábyrgir fyrir því að íslenzkar fjölskyldur taki inn á sig samfélagsvanda og geri hann að einstaklingsvanda. Þetta stefnu- leysi hafi a.m.k. tvær alvarlegar afleiðingar í för með sér: 1) Stór hluti barna sé tilfinningalega van- ræktur vegna sambandsleysis við streitu- og vinnuþjakaða foreldra og vegna þess að sú spenna sem ríkir í þjóðfélaginu þrengir sér inn í fjölskylduna, íþyngir kröftum hennar og veldur árekstrum á milli fjölskyldumeðlima. 2) Mögu- leikar barna til að lifa sig inn í menninguna verði æ takmarkaðri, samfara erfiðleikum þeirra við að skynja sig sem þýðingarmikil í samfélagslegu samhengi. Börn geti ekki barist fyrir lausn eigin málefna hvað svo sem þeim kann að líða illa. A uppvaxtarár- unum sé það einkum tvennt sem aðgreini hörn og fullorðna. 1 fyrsta lagi að börn væru algjör- lega háð því að fullorðnir sinni líffræðilegum, tilfinningalegum, persónulegum og félagslegum þörfum þeirra og í öðru lagi skynji þau, upplifa og láta hlutina í Ijós á allt annan hátt en fullorðnir. Reynsla og áhyggjur barna væru einstaklingsbundnir þættir og þau láti þær ekki beint í ljós, en oft méð ýmiss konar sálrænúm ein- kennum. Atvinnulífið ákvarði fremur tengsl foreldra við börn en þarfir barnanna. Vinnuþiggjendur hafi ekki tekið á sig þá ábyrgð að skipuleggja vinnu og vinnutíma fólks þannig að tillit sé tekið tii foreldrahlutverksins. Það sé við- urkennt sálfræðilegt lögmál að spenna milli foreldra raski sálar- legu jafnvægi barna og að börn sem verða fyrir óæskilegum áhrif- um í æsku bíði þess oft aldrei bætur. - Aðskilnaður milli foreldra- ábyrgðar og opinberrar ábyrgðar ýti undir þá tilhneigingu að kom- andi kynslóð einkennist af rót- lausum, ráðvilltum einstaklingum sem verði ófærir um að taka virkan þátt í þjóðlífinu og hafa ekki nægilega heilsteypta per- sónulega uppbyggingu til þess að geta haft áhrif á eigið og annarra líf. Þá benti Guðfinna á leiðir til þess að minnka hættu á persónu- leikatruflunum barna vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna. I fyrsta lagi að veita ætti af opin- beru fé til þess að styrkja innviði fjölskyldunnar, í öðru lagi að opinberu fé væri veitt til að byggja og endurbæta íbúðarhverfi út frá þörfum barna. I þriðja lagi að dagheimilin fái allt annan tilgang og allt annað innihald en þau hafa í dag, — þau yfirtækju hlutverk foreldranna í uppeldis- starfinu. Fjórðu leiðina taldi hún vera að báðir foreldrar lítilla barna fengju styttan vinnutíma á fullum launum og sveigjanlegan vinnutíma. Þá leið taldi hún raunhæfasta. Bessí Jóhannsdóttir kennari talaði einnig um foreldraábyrgð — opinbera ábyrgð. Sagði hún m.a. að á Islandi væri það nokkuð áberandi í umræðu að hagsmunir barnanna ættu að víkja fyrir hagsmunum hinna fullorðnu. E.t.v. væri það mannlegt en engan veginn stórmannlegt og ætti að hluta til rætur að rekja til þess hversu ungir foreldrar væru oft og þannig tilfinningalega vanþroska og skorti aðlögunarhæfni. í okkar kröfugerðarsamfélagi væri það of ríkjandi lífsstíll að hlaupa frá vandanum. Við hefðum alla mögu- leika á að efla skilning manna á því, að kynferði eigi ekki að ráða úrslitum þegar að því kemur að jafna ábyrgðinni á uppeldi barna okkar. Karlmenn eigi rétt á því engu síður en konur að fá að njóta samvista við börn sín og stuðla að jákvæðu uppeldi þeirra sem sjálf- stæðra einstaklinga sem geta tek- ið eigin ákvarðanir. Hvað snerti hið opinbera mætti í fyrsta lagi nýta skólakerfið, fjölmiðlana og kirkjuna til öflugri foreldrafræðslu. Þá þ.vrfti að verða mun virkara samstarf milli heimilis og dagvistarheimila, skóla og ekki sízt kirkjunnar. Því miður virtist oft takmarkaður skilningur foreldra á mikilvægi samstarfs og samræmis uppeldis- sjónarmiða. Meðaldvalartími barna á 16 dagheimilum í Reykjavík í desem- ber 1978 og nóvember 1979 hafi verið 7,40 klst. Þetta væri geysi- lega langur tími og raunar mjög óæskilega langur. Dagvistun þjóni foreldrum þannig að þeir geti stundað nám og vinnu. Þannig geti þeir veitt sér og sínum efnahagslega forsjá og um leið öðlast lífsfyllingu sem einstakl- ingar. Einstæðir foreldrar búi margir við mjög kröpp kjör og langan vinnudag. Málefni þessa hóps þurfi að taka til sérstakrar umræðu þar sem aðild eigi að fulltrúar opinberra aðila, atvinnu- rekenda og launþega. Dagvistun geti mjög stuðlað að jafnri stöðu k.vnjanna, en henni þurfi að beita innan skynsamlegs ramma til þess að hún nýtrst báðum aðilum sem best, foreldr- um og börnum. Dagvistunarrými mætti auka á ýmsa vegu, m.a. með því að láta alla greiða fullan kostnað, en síðan væri veittur skattafrádráttur. Örva þurfi fyrirtæki og stofnanir til þess að setja á stofn dagvistarheimili með því að taka upp breytta stefnu í skattamálum gagnvart fyrirtækj- unum. ýmsar færar leiðir séu til, ef það er vilji manna að byggja upp dagvistarkerfi þar sem öll börn eigi þess kost að njóta þessarar þjónustu. Eðlilegt væri að sveitarfélög hefðu alfarið þessi mál í sínum höndum. Mjög mikilvægt væri að efla fóstrumenntun í landinu og m.a. mætti fara þá leið að bjóða upp á slíka menntun fyrir fólk sem „lokið“ hefur uppeldishlutverki eigin barna. Þá þyrfti að stefna að því að nemendur í skólum ættu eðlilegan (samfelldan).vinnudag, t.d. frá kl. 9—3 og geti síðan verið með fjölskyldu sinni í leik eða starfi. Þá verði foreldrar að sinna betur þeirri skyldu sinni að kynna sér starfið í skólanum. Bessí lauk máli sínu með því að benda á að allt sem snerti stefnu í málefnum fjölskyldunnar þurfi að ræðast á mun víðari grunni en gert hefði verið hingað til. Kári Arnórsson skólastjóri fjallaði í sínu erindi um starf skóla, þ.e. .það starf sem fer fram innan skólans með tilliti til kyn- skiptingar og hugsanleg áhrif skólans á viðhorf einstaklinga tif ákveðinna starfa. Kári sagði m.a. að kynskipting hafi viðgengist í vissum náms- greinum skólans frá fyrstu tíð og geri það víða enn. Einkum hafi þar verið um að ræða greinar sem á einhvern hátt tengdust heimilis- fræði eða handmennt svo og íþróttir. Þegar piltar fóru að stunda nám í matreiðlsu og stúlk- ur aftur trésmíði hafi sú hugsun að þetta væri gert vegna þess að bæði kyn ættu að bera jafna áb.vrgð á heimilishaldi eða ala upp væntanlega foreldra með jafna ábyrgð gagnvart börnum sínum verið víðs fjarri. Nokkrir tilburðir hafi þó verið hafðir í frammi við að færa þessi mál í betra horf, en hann taldi þó að grunnbre.vtingin hafi ekki enn náð fram að ganga. Þó væri ávallt um nemendur talað sem ókyngreindan hóp. Skólinn re.vni að rækta upp viðhorf um jafna ábyrgð m.a. með kennslu í heimilisfræði, en þetta verkefni verði seinunnið, ef það er í and- stöðu við viðhorf á heimili nem- enda. Ef menn ætli að gera skólann áhrifamikið afl til að aðlaga menn breytingum þurfi skólinn að fá vald til að fella niður velja og hafna eða breyta námsefni og fjármagn til að taka upp nýjungar og breyta starfshátum. I lok erindis síns sagði Kári m.a. að það væri ekkert í grunnskóla- lögum eða námsskrá sem gefi til kynna að nemendum skuli skipt eftir kyni í hinar ýmsu náms- greinar. Skólanum væri skylt að gefa öllum sama námstilboð en skólinn væri aftur að miklu leyti fastur í viðjum gamalla viðhorfa um hlutverkaskiptingu. Skólayf- irvöld hefðu lítið skipt sér af því að koma á breytingum hvað þetta varðar. Þá ræddi Kári um samskipti foreldra og skóla og sagði að ábyrgð foreldra væri greinilega misskipt og að börnin ælust upp við það. Nefndi hann mætingu á foreldradegi sem dæmi, — aðeins 10% foreldra mættu saman með barni sínu, 5% karla kontu einir en 85% mæðra mættu einar með barni sínu. Taldi hann að ekki væri þar áhugaleysi feðra fyrir skólanum að kenna heldur væri þarna um arf frá þeim hugsunar- hætti að uppeldið ljyíli að mestu á herðum móðurinnar að ræða. Þessi hugsun hljóti að hafa mót- artdi áhrif á börnin á viðkomandi heimilum. IV. Vinnumarkaðurinn Um þetta efni tók Bergþóra Sigmundsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur fyrst til máls og fjallaði hún aðallega um aðstæður á vinnu- markaðnum og þær „hömlur senv hann setur jafnri ábyrgð foreldra og benti á úrbætur. Bergþóra sagði m.a. að frá aldamótum hefðu orðið gífurlegar breytingar á íslenzku þjóðfélagi, frá bændasamfélagi í iðnvætt nútímaþjóðfélag og að þessar breytingar hefðu ekki síður haft áhrif á fjölskylduna og verkefni hennar. I nútímaþjóðfélagi væru börnin ekki lengur með í fram- leiðslunni, heldur mætti segja að þau væru fjárhagslegur baggi á foreldrum sínurn. Til að tr.vggja fjárhagslegan grundvöll fjölskyld- unnar þurfi foreldrar að afla tekna með vinnu utan heimilis. Vinnumarkaðurinn væri kröfu- harður og fjölskyldan hafi orðið undir í þeim átökurn og þá ekki sízt hvað varðar ákjósanlegar að- stæður fyrir foreldra með tilliti til jafnrar foreldraábyrgðar. Hvorki í kjarasamningum né í lögum væri kveðið á unv veikinda- frí vegna veikinda barna eða þeirra sem gæta þeirra meðan foreldrar starfa utan heimilis. Mæður hafi í nokkrum mæli fengið frí vegna þessa, annað hvort á launum eða án launa en hvert væri viðhorf fólks til þess að feður tækju slíkt frí? Mæður hafi eingöngu rétt til fæðingarorlofs og hutastörf væru svo til eingöngu stunduð af konum og körlum væri gert erfiðara fyrir að stunda slík störf. Sem aðalf.vrirvinna heimil- is, eins og það er nefnt, hafi körlum reynst erfitt að fá þau sjálfsögðu réttindi og þær skyldur viðurkenndar sem því er samfára að vera feður og fá þannig tæki- færi til þess að annast börnin. En það væru ekki eingöngu réttindi og skyldur foreldranna sem hafa þyrfti í huga, heldur einnig rétt- indi barnanna til þess að umgang- ast báða foreldra sína við heppi- legastar aðstæður. Augljóst sé, að karl sem starfar utan heimilis 10—14 tíma á dag, hefur lítinn tíma afgangs til þess að annast börnin. Vinnumarkaðurinn væri einnig kröfuharður gagnvart konum, — þær þurfi m.a. að borga sérstak- lega fyrir það að vera mæður, m.a. með lægri launum, lægri stöðum, minni menntun og svo mætti lengi telja. Kynskipting vinnumarkaðarins hefði veruleg áhrif á ímynd barn- anna. Konur vinni í mörgum tilvikum sömu störf utan heimilis og innan þess, — ýmiskonar þjón- ustustörf. Karl í „kvennastarfi" og kona í „karlastarfi“ þýddi ýmist skref til baka eða fram á við. Þessum viðhorfum verði að breyta. Varðandi húsnæðismál ætti jöfn foreldraábyrgð erfitt upp- dráttar þegar fólk stendur í hús- næðiskaupum eða byggingum ein- mitt á sama tíma og það er að stofna heimili og eignast börn. Tillögur um úrbætur nefndi Bergþóra m.a. sveigjanlegan vinnutíma, og almennt styttri vinnudag t.d. 6 klst, Ákvæði um veikindafrí barna þyrftu að vera í kjarasamningum fyrir báða for- eldra og báðir foreldrar ættu að eiga rétt á fæðingarorlofi og vinnustaðir gerðir opnari fyrir börnin. Síðastur tók til máls llaukur Björnsson. framkvæmdastjóri og saðgi hann m.a. að nútímalegir framleiðsluhættir krefðust skipu- lags sem leitast við að hámarka nýtingu framleiðsluþáttanna, þ.á m. vinnuaflsins. Að nokkru hefði tekist að sameina þarfir fram- leiðslunnar og jöfnun foreldra- ábyrgðar, m.a. með störfum hluta úr degi og vaktavinnu. Þetta hvort tveggja væri nokkurs konar sveigjaniegur vinnutími. Fjárhagslegar afleiðingar fjar- vista starfsmanns frá vinnustað kæmu einkurn fram í . tvennu. Skipulag framleiðslunnar raskað- ist, framleiðslan minnkaöi, og arðsemin og samkeppnishæfnin versnaði. Þá þurfi vinnúveitand- inn iðulega að greiða þeim. seTn fjarverandi er full laun. Enda þótt flestir atvinnurekendur viður- kenni Siðferðislegar skyldur sínar við starfsfólk sitt, væru því greini- lega takmörk sett hve langt þeir gætu gengið í því að bera kostnað af fjarvistum. I lokin sagöi Haukur að opin- berir starfsmenn nytú annarra reglna en almennt gerist urn barnseignafrí og veikindagreiðsl- ur á sama tíma og atvinnurekstr- inum í landinu væri búinn slík kjör, ekki sízt fyrir tilstilli ríkis- valdsins, að hann gæti ekki veitt sínum launþegum sömu kjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.