Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Stefnubreyting í Miðausturlöndum London, 5. marz. AP. BRETAR hafa bersýnilega breytt stefnu sinni i Miðausturlöndum því að þeir hafa skýrt frá því að þeir styðji nú rétt Palestínumanna til að ákveða framtíð sina sjálfir. Hingað til hafa Bretar stutt áiykt- un SÞ nr. 242 frá 1967 sem aðeins er rætt um „réttláta lausn“ Pal- estínumálsins. Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins lagði á það áherzlu í dag að Bretar væru enn þeirrar skoðun- ar að staða austurhluta Jerúsalems væri enn óákveðin og samnings- atriði. Bretar hvetja ennfremur enn til þess að ísraelsmenn hörfi með herlið sitt frá herteknum svæðum. Stefnubreytingin er enn eitt dæmi um ágreining í málinu milli efna- hagsbandaiagslandanna og Banda- ríkjastjórnar. Valery Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti krafðist þess beinlínis í fyrsta skipti í yfirlýsingu í Kuwait í vikunni að Palestínumenn fengju sjálfsákvörðunarrétt og óbeinlínis að þeir fengju að stofna eigið ríki. Sama dag greiddu Bandaríkin, Bretland og Frakkland atkvæði með nýrri ályktun í Öryggisráðinu þar sem ráðizt var á landnám Israels- manna á vesturbakkanum, þótt Carter forseti segði síðar að mistök hefðu ráðið afstöðu bandaríska full- trúans í ráðinu. Schmidt og Carter í erf iðum viðræðum Washington, 5. marz. AP. HELMUT Schmidt kanslari ræddi í dag við ýmsa bandariska leiðtoga og Cyrus Vance utanrikisráðherra sagði eftir fyrsta fundinn að hann hefði verið „mjög gagnlegur“ og „mjög jákvæður“. Schmidt ræddi síðan við Harold Brown landvarnaráðherra og því næst við Zbigniew Brzezinski, ráðu- naut Jimmy Carters forseta í þjóð- aröryggismálum. Seinna bauð Gagntilboð í Bogota ÐoKota, 5. marz. AP. STJORN Kólombíu gerði í dag skæruliðunum sem hafa 20 diplóm- ata og aðra gisla i haldi i sendiráði Dóminikanska lýðveldisins i Bog- ota gagntilboð þess efnis að þeir fái að fara með sérstakri flugvél til Alsírs, Líbýu eða einhvers þriðja lands i þriðja heiminum. Mexíkó, Costa Rica og Panama hafa boðist til að veita skæruliðun- um hæli samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Þótt beint samband hafi ekki verið haft við gíslana síðan á sunnudag hafa samningaviðræður farið fram í síma samkvæmt heim- ildunum. Schmidt forseta verkalýðssam- bandsins AFL-CIO, Lane Kirkland til hádegisverðar og við tók fundur með forsetanum í Hvíta húsinu. Að þeim fundi loknum hófst fundur um efnahagsmál með þátt- töku G.WiIliam Miller fjármálaráð- herra, Charles Duncan orkumála- ráðherra, Paul Volcker, forseta seðlabankans, og fleiri ráðamanna. Um kvöldið heldur forsetinn kansl- aranum og konu hans veizlu í Hvíta húsinu. Talið var að mörg helztu vanda- mál heimsins væru á dagskrá fund- ar Schmidts og Carters, allt frá Afganistan og íran til framtíðar Atlantshafsbandalagsins og 01- ympíuleikanna. Samkvæmt bandarískum blaða- fréttum eru þetta einhverjar erfið- ustu viðræður kanslarans og forset- ans. Þær segja að búast megi við að lagt verði fast að Schmidt að sýna með áþreifanlegri ráðstöfunum þá samstöðu með Bandaríkjunum sem hann hafi oft látið í ljós. Hins vegar er sagt að talið sé að kanslarinn leggist gegn öllum að- gerðum sem gætu leitt til árekstra milli Vestur-Þjóðverja og Rússa. Fundur Schmidts og Carters er tilraun beggja til að útkljá ágrein- ing sinn í ýmsum heimsmálum, þar á meðal Afganistan-málinu. 1970 — Alexander Dubcek rek- inn úr tékkneska kommúnist- aflokknum. 1965 — Kunngert að 3,500 bandarískir landgönguliðar verði sendir til Suður-Víetnam — fyrstu bandarísku bardaga- hermennirnir í stríðinu. 1964 — Konstantín II verður konungur Grikklands. 1957 — Gullströndin og Togo- land sameinast og fá sjálfstæði sem Ghana-ísraelsher afhendir gæzluliði Sþ Gaza-svæðið. 1953 — Malenkov verður for- sætisráðherra Rússa í stað Stalíns. 1946 — Frakkar viðurkenna Víetnam sem sjáifstætt ríki inn- an sambands ríkis Indókína. 1945 — Fyrsti bandaríski her- inn tekur Köln. 1944 — Bandaríski flugherinn hefur loftárásir að degi til á Berlín. 1933 — Pólverjar hertaka Danz- ig- 1922 — Bandaríkin banna vopnaútflutning til Kína. 1882 — Milan fursti tekur sér konungsnafnbót í Serbíu með stuðningi Austurríkismanna. 1857 — Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í Dred Scott- málinu (svartur þræll getur ekki krafizt frelsis fyrir airíkisrétti). 1836 — Umsátrinu um Alamo, San Antonio, Texas lýkur: Davy Crockett og 186 aðrir féllu. 1821 — Uppreisn í Moldavíu: Alexander I af Rússlandi beðinn um hjáip og Frelsisstríð Grikkja hefst. 1664 — Frakkar og Branden- borgarar mynda bandalag. Afmæli. Michelangelo, ítalskur myndlistarmaður (1475 — 1564) — Elizabeth Barret Browning, brezkt skáld (1806 - 1861). Andlát. 1932 John Philip Sousa, tónskáld - 1935 Oliver Wendell Holmes hæstaréttardómari — 1964 Páll I Grikkjakonungur — 1965 Herbert Morrison, stjórn- málaleiðtogi — 1965 Zoltan Ko- daly, tónskáld. Innlent. 1904 „Coot“, fyrsti tog- ari íslendinga, kemur — 1426 Jón Gerreksson þiggur veit- ingarbréf fyrir Skálholtsbiskup- dæmi í Róm — 1844 Samkomu- tíma Alþingis frestað um eitt ár — 1845 Alþingi kallað saman 1. júlí — 1857 Sex urðu úti í Blindhríð á Mosfellssheiöi — 1930 Alþingi samþykkir stofnun Útvegsbanka — 1950 Tilraun Hermanns Jónassonar til stjórn- armyndunar mistekst — 1966 Gömlu húsin í Engey brennd — 1967 Vb. „Bjarni“ frá Dalvík strandar hjá Stokkseyri. Orð dagsins. Spurðu sjálfan þig hvort þú ert hamingjusamur og þá ertu það ekki lengur — John Stuart Mill, enskur heimspek- ingur (1806 - 1873). Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður vann á þriðjudag stórsigur i forkosningunum i Massachusettsfylki, en tapaði hins vegar i Vermont. Hér veifa Kennedy og Joan kona hans til stuðningsmanna i höfuðstöðvum demókrata í Boston á þriðjudags- kvöld. Símamynd — AP. Forkosningamar í Bandarikjunum: Carter til að leysa efnahags- vanda þjóðarinnar og vill forseta sem þorir að takast á við verð- bólguna. Kennedy hefur nú stuðning 110 fulltrúa á lands- þingi demókrata í sumar og Carter 84 1666 fulltrúa er þarf til að hljóta útnefningu flokks- ins. Anderson er frjálslyndur repúblikani og hefur aðallega höfðað til slíkra og óháðra kjós- enda. í Massachusetts og Ver- mont voru forkosningar flokk- anna opnar hverjum sem er og bentu Reagan og Bush báðir á það þegar úrslit voru kunn. Þeir töldu vinsældir Andersons byggjast á óánægðum demókröt- um og óháðum kjósendum, sem munu lítið geta gert fyrir hann í forkosningunum, sem framund- an eru. Á laugardag halda repú- blikanar forkosningar í South Carolina og báðir flokkarnir í Anderson kem- ur öUum á óvart Frá íréttaritara Morgunblaðsins, önnu Bjarnadóttur í gær. JOHN B. Anderson, fulltrúa- deildarþingmaður frá Illinois, kom ölium á óvart á þriðjudag með þvi að ná öðru sæti i forkosningum repúblikana i Massachusetts og Vermont. George Bush hlaut flest atkvæði i heimariki sínu, Massachus- etts, en Anderson kom strax á hæla honum. Ronald Reagan varð þriðji. Hann vann hins vegar forkosningarnar í Ver- mont, sem ekki skipta máli hvað fulltrúafjölda á lands- þingi repúblikana i sumar John B. Anderson snertir. Þegar 99% atkvæða voru talin þar, hafði Reagan hlotið 31% atkvæða, Anderson 30% og Bush 23%. Edward Kennedy hlaut 65% atkvæða í forkosningum demó- krata í Massachusetts, heimaríki sínu. Jimmy Carter sigraði hins vegar 3:1 í Vermont með 75% atkvæða. Kennedy sagði, eftir að. úrslitin voru kunn, að staða hans í Massachusetts væri ekki aðeins svo sterk, vegna þess að þar er hann á heimavelli, heldur kæmi þar í ljós, eins og síðustu dagana fyrir forkosningarnar í New Hampshire, að fólk treystir ekki Jimmy Carter Florida, Georgia og Alabama næsta þriðjudag. Reagan og Carter er spáð sigri í öllum þessum Suðurríkjum. Kennedy leggur mesta áherzlu á að standa sig vel í Illinois og New York, síðar í mánuðinum, en þar verður samtals 461 full- trúi kosinn. Anderson vonast til að standa sig í Illinois og Connecticut. Howard Baker, sem varð fjórði í báðum kosningunum á þriðjudag tilkynnti í dag að hann hefði dregið sig í hlé og að framhald yrði ekki á kosningabaráttu hans. George Bush Uggur í Portúgal um nýja byltingu Lissabon, 5. marz — AP. ANTONIO Ramalho Eanes for- seti Portúgals neitaði því form- lega i dag að nokkuð væri hæft i því sem ríkisstjórn Francisco Sa Carneiro forsætisráðherra hefur gefið í skyn að vinstrisinnaðir herforingjar kunni að ráðgera aðra byltingu. Hins vegar sagði Eanes forseti í óvenjulegri yfirlýsingu að vakið hefði verið máls á þeim möguleika á fundi í byltingarráðinu að annað hvort segði hann af sér eða ríkisstjórnin. Samkvæmt stjórnarskránni hefur Eanes vald til að neyða stjórnina til að segja af sér með því að lýsa yfir vantrausti á hana. Ef Eanes segir hins vegar af sér fellur stjórnin og efna verður til nýrra kosninga. Yfirlýsing forsetans var til komin vegna kröfu frá Sa Carn- eiro forsætisráðherra um skýr- ingu á þeirri frétt í hægrablaði að fimm fulltrúar í byltingaráðinu hefðu rætt um „ráðstafanir sem yrði að gera ef stjórnin segði af sér vegna flutningaverkfalls marxista". Eins dags verkfall vinstri verkalýðsfélaga á þriðju- dag með þátttöku 90.000 verka- manna lamaði allar samgöngur og embættismenn sögðu að það væri af pólitískum toga. Blaðið O Dia sagði að fimm herforingjar sem það nafngreindi og tóku þátt í byltingunni 1975 gegn herforingjastjórn hægri manna hefðu rætt um möguleik- ann á því að stjórnin segði af sér. Njósnanet byggt upp í Bretlandi? London, 5. marz. AP. ÞINGMAÐUR úr brezka íhalds- flokknum, Cyril Townsend, segir að verið geti að Sovétríkin og önnur Varsjárbandalagsríki séu að byggja upp njósnanet í Bret- landi á grundveili 215 viðskipta- fulltrúa, sem gegna því hlutverki að fylgjast með framleiðslu varn- ings sem er fluttur út til rikjanna. Townsend hefur borið fram nokkrar fyrirspurnir um málið í Neðri málstofunni. í einu svarinu segir að 65 slíkir sovézkir við- skiptafulltrúar séu nú í Bretiandi. Samkvæmt lögum eru engar hör ur á fjölda fulltrúanna, en þ verða að sýna fram á að þeirra þörf samkvæmt ákvæðum v skiptasamninga. Townsend sagði í dag að ha hefði gengið úr skugga um að 1 austur-evrópskir viðskiptafulltrí til viðbótar væru í Bretlandi. Ha segir að þeir búi í Bretlandi ása fjölskyldum sínum, í borgum ei og Leeds, Birmingham og Me chester. Honum finnst grunsa legt að nokkrir eru á Norði írlandi þar sem iðnvæðing er ekk háu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.