Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
fHrtgmifrlflifrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Sjálfstæði háskóla
Þegar Morgunblaðið hefur undanfarið vakið máls á því, sem
er að gerast í heimspekideild Háskóla íslands annars vegar
varðandi skipun prófessors í almenna sagnfræði og hins vegar
varðandi innrætingu þá, sem þar fer fram á dönsku, hafa
viðbrögð ráðamanna í háskólanum verið á þann veg, að skólinn
sé sjálfstæður og hann fari sjálfur með valdið í sínum innri
málum. Morgunblaðið hefur aldrei dregið þetta sjálfstæði
háskólans í efa. Hitt hafa þó ménn rétt til að íhuga, hvernig
einstakir kennarar og einstakar háskóladeildir fara með vald
sitt. Um háskólann gildir í því efni það sama og aðrar stofnanir
á vegum íslenska ríkisins, að æðstu stjórnvöld eins og
ríkisstjórn og Alþingi hafa fullan rétt á sem gleggstum
upplýsingum um starfsemina innan veggja skólans. I slíkri
upplýsingaöflun felst alls ekki, að verið sé að setja eðlilegri
vísindastarfsemi skorður. Hún er til dæmis nauðsynleg forsenda
fyrir fjárveitingum til skólans.
Þeir atburðir, sem hafa verið að gerast í heimspekideild, sýna,
að þar er ekki starfað með þeim hætti, sem menn eiga að geta
vænst. Með því að skjóta sér á bak við sjálfstæði háskólans í
umræðum um þá, eru menn að forðast rökræður, líklega af því
að þeir trúa ekki á eigin málstað. Aldrei hefur verið litið þannig
á, að sjálfstæði háskóla sé skálkaskjól til að komast hjá því að
þurfa að fara eftir almennum leikreglum í mannlegum
samskiptum.
í umræðunum um innrætinguna í dönskukennslunni hefur
komið fram, að mikill vankantur er á stjórn mála í háskólanum.
í viðtali við Morgunblaðið í gær undirstrikar Guðmundur
Magnússon háskólarektor, að þau mál, þar sem nemandi telur
kennara gerast pólitískan boðbera í kennslu, heyrðu lögum og
reglum samkvæmt undir deildir háskólans og þess vegna skipti
í raun engu máli hvaða skoðun háskólaráð hefði á þeim.
Morgunblaðið lagði einmitt höfuðáherslu á þennan vankant í
forystugrein sl. þriðjudag og taldi það benda til alræðis, þegar
kennarar, sem sakaðir eru um að hafa brotið af sér, eru látnir
dæma í eigin máli og álit þeirra síðan lagt til grundvallar af
öllum æðri stjórnvöldum. Enginn dregur í efa sjálfstæði
dómstóla, en flestum mundi blöskra ef málsmeðferð væri svipuð
þessu fyrir þeim.
Lögin eru sett af Alþingi og reglurnar af menntamálaráðu-
neytinu. Þessir aðilar þurfa því að taka það til gaumgæfilegrar
athugunar, hvernig málum verði þannig fyrir komið, að
tryggður sé réttur nemenda til að fá hlutlaust mat á því, þegar
þeir telja kennara misnota vald sitt í pólitískum tilgangi eða á
annan veg. Sú regla verður ekki þoluð á þessum vettvangi
fremur en öðrum, að menn séu dómarar í eigin sök.
Land og synir
Sýningum á kvikmyndinni Land og synir, sem gerð er eftir
skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, er að ljúka hér í
Reykjavík eftir að myndin hefur hlotið frábærar viðtökur jafnt
gagnrýnenda sem almennings. Myndin var á sínum tíma
frurrsýnd sama kvöldið í Reykjavík og á Dalvík og enn á eftir að
fara með hana til margra staða á landsbyggðinni, svo að ekki
liggur fyrir hver heildaraðsóknin verður. Því er þetta rakið svo
ítarlega hér, að með myndinni hefur verið stigið merkilegt skref
í íslenskri kvikmyndasögu. Góðar undirtektir áhorfenda sýna,
að íslensk kvikmynd getur borgað sig, sé kostnaði við hana stillt
í hóf. Forsendan fyrir því, að svo megi verða, er auðvitað einnig
sú, að listræn vinnubrögð kvikmyndagerðarmanna, efnistök,
efnisval og frammistaða leikenda sé með þeim hætti, að ánægju
veki.
Mikil gróska er að færast í íslenska kvikmyndagerð og er
Land og synir fyrst í flokki nýgerðra mynda, sem frumsýndar
verða á næstunni. Líta menn nú fram á bjartari stundir eftir
góðar undirtektir undir myndina en einnig er vert að minnast
þeirra, sem fyrr á árum lögðu hart að sér við ófullkomnar
aðstæður og kynntu samferðamönnum sínum kvikmyndaverk
sín. Það fórnfúsa starf gleymist ekki, og þarf að gæta þess með
öllum tiltækum ráðum, að kvikmyndir þessara manna glatist
ekki heldur geymist ókomnum kynslóðum til fróðleiks og
ánægju.
Sú listgrein, sem nær til flestra nú á dögum er kvikmyndalist-
in. Menn njóta hennar í sjónvarpinu, í heimahúsum og flykkjast
á þær myndir, sem áhuga vekja í kvikmyndahúsunum. í
kvikmyndinni sameinast í raun fjöldi listgreina og þegar best
tekst til er vart unnt að kjósa sér ánægjulegri miðil.
(Jtlitsteikning af fyrirhugaðri hjúkrunardeild aldraðra, sem risa á við Hrafnistu i Hafnarfirði.
Sjómannadagsráð:
HjúkrunardeOd aldraðra við
Hraf nistu í Haf narf irði
SJÓMANNADAGSRÁÐ hefur
samþykkt að fela stjórn ráðsins
að hefja nú þegar áframhald-
andi framkvæmdir við grunn
og botnplötu hjúkrunardeildar
aldraðra við Hrafnistu i Hafn-
arfirði og einnig var samþykkt
að jarðhæð hússins skyldi
steypt upp á árinu.
Fyrirhuguð hjúkrunardeild
verður 17.000 rúmmetra bygg-
ing. Á jarðhæð er gert ráð fyrir
þvottahúsi, geymslum, sorp-
brennslu, gæzlu-og vaktstöð
fyrir íbúðir aldraðra í nágrenn-
inu, fatageymslu, snyrtingu,
matsal, setustofu starfsfólks, að-
stöðu fyrir barnagæzlu og
starfsmannafélag. Á fyrstu hæð
verða skrifstofur lækna og
læknaritara, rannsóknarstofur,
verzlun, skrifstofa prests og
bænaherbergi, almennar skrif-
stofur og ýmiss konar endurhæf-
ingaraðstaða; ljós, nudd, böð og
sundlaug. Á annarri, þriðju og
fjórðu hæð verða svo íbúðir og er
hver hæð ætluð fyrir 25 vist-
menn, þar af 21 í eins manns
íbúðum. Á hverri hæð verður
vaktstofa, matsalur og setustofa,
þjónusturými og gestaherbergi
fyrir ættingja vistmanna. I
þakhæð verður bókasafn og
fleira.
Miðað við verðlag nú er reikn-
að með að þessi áfangi fullbúinn,
utan þakhæðarinnar, kosti 24
milljónir króna á hvert vistrými,
eða alls tæpa tvo milljarða
króna.
Af sveitarfélögum á suðvest-
urhorni landsins eru Grinda-
víkurbær og Bessastaðahreppur
þátttökuaðilar í byggingunni og
einnig hefur Oddfellowreglan
sýnt áhuga á þátttöku. Önnur
sveitarfélög á svæðinu ýmist
afþökkuðu þátttökuboð strax eða
guggnuðu, þegar á hólminn var
komið að því er segir í frétt frá
fulltrúaráði sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Svik við iðnaðinn að
selja innlent hráefni
yfir heimsmarkaðsverði
— segir Valur Valsson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda
„ÞAÐ eru hrein svik við iðnaðinn
í landinu, að in’nlent hráefni sé
selt á hærra verði en heimsmark-
aðsverð er. í brefi iðnaðarráðu-
neytisins 3. nóvember 1969 til
Félags islenzkra iðnrekenda var
lýst yfir því m.a. af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, að innlendir fram-
leðendur ættu að fá innlend
hráefni á eigi hærra verði en
rikjandi er á heimsmarkaði.
Þetta bréf, sem hefur verið kallað
EFTA-loforðin, var grundvöllur
þess að iðnrekendur studdu aðild
Islands við EFTA,“ sagði Valur
Valsson framkvæmdastjóri Fé-
lags islenzkra iðnrekenda i sam-
tali við Mbl. um stöðu útflutn-
ingsiðnaðarins í landinu.
„Nú er svo komið eftir síðustu
hækkun landbúnaðarvara, að ull-
arverð til innlendrar framleiðslu
er allt að 25% hærra en gengur og
gerist á alþjóðamarkaði. Þessi
þróun er hrein atlaga að starfs-
grundvelli ullariðnaðarins í land-
inu. En vandi ullariðnaðarins er
orðinn svo gífurlegur að þótt
ullarverðið yrði fært í eðlilegt
horf, þá er samt hrun framundan í
greininni, ef ekki eitthvað annað
kemur til.
Á síðustu 15 mánuðum hefur
tilkostnaður innanlands aukist
um 60%, en tekjur sem að lang-
mestu leyti eru í dollurum hafa
hækkað um innan við 30%. Ekki
er unnt að gera ráð fyrir að
framleiðniaukning nái á svo
skömmum tíma að brúa nema
örlítinn hluta þessa mismunar.
Þessi vandi útflutningsiðnaðar og
fiskvinnslunnar er einnig að koma
fram í öðrum iðnaði.
Frá 1. janúar s.l. hefur íslenzkur
iðnaður búið við fulla og óhefta
samkeppni við erlendar iðnaðar-
vörur og hér eftir skiptir fyrst og
fremst eitt atriði höfuðmáli fyrir
afkomu iðnaðarins sem og afkomu
annarra samkeppnisatvinnuvega
og það er mismunur verðlags-
þróunar innanlands og gengis-
skráningar. Haldist þetta tvennt
ekki í stórum dráttum í hendur
rekur iðnaðinn og samkeppnisat-
Sandtferði, 5. marz.
MJÖG ógæftasamt hefur verið
hér síðustu 2—3 vikurnar og
hafa flestir línubátanna skipt
yfir á net, enda hefur afli neta-
og togbáta verið að glæðast hér
á heimaslóðum undanfarna
daga.
í gær lönduðu hér 25 bátar 195
lestum, þar af tveir togbátar með
29 og 21 lest. Hæsti netabáturinn
var með 15,5 lestir, næturgamlan
fisk. Þá lönduðu þrír línubátar
5—7 lestum.
Um síðustu mánaðamót var
búið að landa hér í Sandgerði um
5124 lestum af bolfiski en á sama
tíma í fyrra höfðu borizt á land
hér 4289 lestir. Af aflanum nú er
bátaaflinn 3580 lestir í 814 sjó-
vinnuvegina upp á sker. Verði
ekkert gert á næstu vikum til að
jafna þann mun sem nú er orðinn
á innlendum kostnaði og gengi, þá
eru stórfelld vandaml í uppsigl-
ingu með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum fyrir þá 25 þúsund starfs-
menn, sem nú vinna í samkeppnis-
atvinnugreinunum, sjávarútvegi,
fiskiðnaði og iðnaði," sagði Valur
Valsson að síðustu.
ferðum, en var 3838 lestir í 957
sjóferðum á sama tíma í fyrra.
Togaraaflinn nú var 1544 lestir
í 12 löndunum, en var á sama
tíma í fyrra 452 lestir í fjórum
löndunum.
Aflahæstu bátarnir á vertíð-
inni nú um mánaðamótin voru
Arney með 353 lestir í 19 sjóferð-
um, Freyja með 223 lestir í 33
sjóferðum og Bergþór með 180
lestir í 33 sjóferðum. Arney er á
netum en hinir á línu.
Togararnir hafa aflað mjög vel
það sem af er árinu. Um mánaða-
mót var Dagstjarnan komin með
762 lesta afla, Erlingur 733 lestir
og Ólafur Jónsson 720 lestir og í
morgun kom Dagstjarnan inn
með 130 lestir. — Jón.
Ógæftasamt hjá
Sandgerðisbátum