Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 13
Gagnslausasti
maðurinn á jö
Sviðsmynd.
Þjóðleikhúsið:
SUMARGESTIR
eftir Maxím Gorkí.
Leikgerð: Peter Stein
og Botho Strauss.
Þýðing: Árni Bergmann.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Leikmynd og búningar:
Þórunn S. Þorgrímsdóttir.
Leikstjóri: Stefán Baldursson.
í Sumargestum deilir Maxím
Gorkí á borgara sem upprunnir
eru úr alþýðustétt, en eru orðnir
vel stæðir á rússneska vísu og
hafa sumir komist til metorða.
Þessir borgarar leigðu sér sumar-
hús uppi í sveit og nutu þar lífsins
eða létu sér leiðast eins og frekar
mun eiga við að segja þegar talað
er um leikrit Gorkís. Kona Gorkís
hefur birt ummæli rithöfundarins
um sumargestina: „Sumargestur-
inn er gagnlausasti maðurinn á
jörðinni, hann er jafnvel skaðleg-
ur, hann kemur á sumardvalar-
staðinn, atar allt út í rusli og fer
aftur í burtu.“
Það er í lok síðustu aldar sem
sumargestirnir koma til sögu. Þeir
eru ónytjungar í augum bænd-
anna, leiðindafólk sem gerir lítið
annað en tala. Gorkí samdi Sum-
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
argesti á árunum 1899—1904.
Leikritið var frumsýnt 1904 í
Pétursborg og sama ár deyr
Tsékov sem Gorkí dáði mjög.
Hann leit á leikrit Tsékovs sem
verk brautryðjanda. Það er auð-
velt að sjá skyldleika með þessum
tveim meisturum rússneskra bók-
mennta. En ákaflyndi Gorkís birt-
ist í þörf hans til að boða, breyta
samfélaginu. Tsékov leyfði áhorf-
andanum að draga sínar ályktanir
og fjallaði fremur um mannleg
vandamál en þjóðfélagsleg. Þaf
sem Gorkí vildi segja var ekk:
alltaf leikritun hans styrkur.
Leikgerð hinna þýsku leikhús
manna sem Þjóðleikhúsið sýnir nú
er að mörgu leyti frábrugðin
frumgerð verksins. Þeir líta frem-
ur á hópinn í heild og innbyrðis
tengsl persóna en einstakar mann-
gerðir. Þetta sjónarrhið ræður
þeim vinnubrögðum sem þeir lýsa
sjálfir á eftirfarandi hátt: „Atriði,
þar sem margar ólíkar, en einnig
áþekkar manneskjur eru saman
komnar á leiksvæði. Þar úir og
grúir af minningum, ástarsam-
böndum, skoðunum og tilfinning-
um — það er eins og aðeins sé
hægt að grípa örlítið brot af öllu
þessu um leið og það gerist.“
Þeir Peter Stein og Botho
Strauss hafa átt sinn þátt í að
breyta þýsku leikhúslífi og um leið
hafa áhrif á leikhúslíf annarra
þjóða. Leikgerð þeirra er að mínu
mati með því skemmtilegasta sem
boðið hefur verið upp á í leikhúsi í
vetur. Stefán Baldursson leik-
stjóri hefur náð góðum tökum á
verkinu og ekki síst ber að geta
leikmyndar Þórunnar S. Þor-
grímsdóttur sem á sinn ríka þátt í
sigri þessa verks á íslensku leik-
sviði. Lýsing Árna Baldvinssonar
skal einnig nefnd. Þýðandinn,
Árni Bergmann, kemst vel frá
sínum hlut.
Maxím Gorkí sá fyrir rússnesku
byltinguna og var byltingarsinni
eins og Árni Bergmánn skrifar í
leikskrá. Árni bendir á að Gorkí
„óttaðist líka að byltingin um-
hverfðist í villimennsku, nema því
aðeins að sem allra flestir alþýðu-
menn yrðu með sem skjótustum
hætti handgengnir menningar-
verðmætum". Þetta er ljóst af
Sumargestum. Þótt höfundinum
blöskri hvað hinir rússnesku borg-
arar eru værukærir, eiga sér
smáan tilgang í lífinu, eru í raun
ráðvilltir, hefur hann þó nokkra
samúð með þeim. Hann skilur til
dæmis vel rithöfundinn Sjalímof
sem vill fá að vera í friði, lifa
lífinu eins og annað fólk, en fær
það ekki vegna þess að sífellt er
kráfist leiðsagnar af honum. Þessi
persónugerð er með þeim eftir-
minnilegustu í verkinu og frábær-
lega túlkuð af Þorsteini Gunnars-
syni. María Lvovna, læknir, túlkar
skoðanir sem höfundinum eru að
skapi. Hún kemur róti á hugi
margra með orðum sínum og
gerðum. Þetta hlutverk er eftir-
minnilega túlkað af Bríeti Héðins-
dóttur. Helga Skúlasyni tókst vel
að sýna okkur verkfræðinginn
sífulla Pjotr Súslof. Meðal þeirra
hjá Gorkí sem tákna vón um
breytta tíma er Vlas sem Sigurður
Sigurjónsson gerði ágæt skil. Er-
lingur Gíslason var mjög traustur
í hlutverki málfærslumannsins
Sergei Basof. Guðrún Gísladóttir
lék konu hans Varvöru sem sér
frelsun sína í rithöfundinum
Sjalímof, býr enn yfir hrifningu
æskunnar þrátt fyrir allt. Guðrún
er vaxandi leikkona og náði sterk-
um tökum á þessu hlutverki. Ég
hef sjaldan séð Þórunni Sigurðar-
dóttur takast eins vel og í hlut-
verki Kaleríu, systur Basofs.
Kristbjörg Kjeld var ákaflega
mannleg og sannfærandi í hlut-
verki Olgu. Tvö lítil hlutverk þóttu
mér sérstaklega vel af hendi leyst:
Baldvin Halldórsson og Jón S:
Gunnarsson í gervum varðmanna,
fulltrúa alþýðunnar í leiknum.
Það var geigvænlegur svipur á
Baldvin Halldórssyni í miðri spill-
ingunni. Kannski var hann hin
komandi bylting holdi klædd?
Sameiginlegt sumargestunum
er að þeir standa á krossgötum.
Það er eitthvað að gerast í lífi
þeirra þótt þeir geri sér ekki grein
fyrir því hvað það er. Leikgerð
Steins og Strauss er m.a. merkileg
fyrir það jafnvægi milli persóna
sem sýningin miðlar, það að við
sjáum allar persónurnar í skíru
ljósi. Hver og einn þeirra er rödd í
kór einmanaleikans.
hafa verið mjög skömm þar sem
tvö örefni bera henni vitni, nöfn
dótturinnar og vogsins þar sem
hann „lá“ og gæti þetta orð „lá“
benf til þess að hann hafi legið á
voginum um lengri tíma á meðan
hann seldi vöru sína. Að örnefni
séu ekki tilbúningur skrásetjara,
getur útgefandi Landnámu, dr.
Jakob Benediktsson, þess neðan-
máls að enn sé til á Hjaltlandi
örnefnið Loch of Girlsta fyrir
norðan Lerwick sem sé e.t.v. sama
og Geirhildarstaðir.
Þá segir næst frá því í Hauks-
bók að Flóki siglir til Færeyja frá
Hjaltlandi og þar hefur hann
viðdvöl ekki skamma því þar giftir
hann dóttur sína og verður þannig
forfaðir þess fræga Þrándar í
Götu.
Frá Færeyjum siglir Flóki svo
til hins nýspurða lands norður í
höfum, sem fullt er af veiðiskap,
og notar nú hrafnana til að vísa
sér leið, eins og frægt er orðið.
Ákafi Flóka að afla sér verð-
mæts söluvarnings við fengsælan
Breiðafjörð verður svo til þess að
hann verður fyrsti horkóngur
íslands svo sem kunnugt er, þótt
hæpið sé að það hafi verið margt
„kvikféð" sem féll því hvort
tveggja hefur verið að Flóki virð-
ist ekki hafa ætlað sér að nema
land til frambúðar, erindið var að
afla sér verðmætrar vöru til sölu
og skip hans hefur verið útbúið til
vöruflutnings og e.t.v. sem sölubúð
að einhverju leyti, en ekki til
gripaflutnings.
011 þessi frásögn Landnámu af
Flóka Vilgerðarsyni, dvöl hans á
Hjaltlandi og í Færeyjum og förin
til hins nýja lands, sem hann
hefur heyrt um að sé fullt af hvers
kyns veiðiskap, ber vott um að hér
hafi verið duglegur, vitur og fram-
takssamur kaupmaður á ferð,
gæddur nægum kjarki og áræði til
að víkja á nýjar og lítt kunnar
slóðir með gróðavon í huga en ekki
löngun til að „höggva mann og
annan“ eins og Egil Skalla-
Grímsson dreymdi um. Því er það
réttnefni að kalla hann víking
mikinn, eins og Landnáma gerir, í
þess orðs fyrstu, og uppruna-
legustu merkingu, eins konar
„stór“ kaupmann.
Þótt kveikjan að þeim orðum,
sem hér hafa verið fest á blað, sé
fyrrnefnd grein í Morgunblaðinu
og samtal okkar Atka Þormars, þá
verður undirritaður að gangast
við röksemdafærslunni, sem hann
þó vill meina að sé aðeins frekari
útfærsla á því sem Atli Þormar
fræddi hann á í bílnum forðum.
Atli Þormar, skrifstofumaður,
var sonur þeirra hjónanna Sig-
ríðar Halldórsdóttur Þormar frá
Skriðuklaustri og Sigmars B.
Guttormssonar Þormars frá
Geitagerði. Hann dó um aldur
fram 1972, aðeins 48 ára gamall.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.
ÞURRKAÐ
OREGON
PINE
Ennfremur mikiö úrval af
gólflistum fyrir parket,
loftlistum og skillistum.
Sendum í póstkröfu.
Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184