Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 17 AQýöubttndslÉff9ift9 ifsndiir •ttírfmrmndk „Markmtó llokkt- inttrad koma é aóaial- faku þióðakiputagi i ialandi.“ víða um landið og hafa þeir leiðbeint hernum um hvar mót- stöðu væri að vænta eftir því sem herinn sótti fram. ístöðulitlir og tækifærissinnaðir stjórnmála- menn hafa auðveldað Sovét- mönnum eftirleikinn og sundrung innan þjóðarinnar gert Afganist- an að auðveldari bráð en ella hefði verið. Nú er ljóst að slökunarstefna sú, sem Sovétríkin hafa sett á svið að undanförnu, er blekking tóm. Rússneski björninn er enn á ný risinn úr híðinu og hyggst nú koma á „sósíalísku þjóðskipulagi" með ofbeldi hvar sem menn hafa ekki látið sér skiljast ágæti þess. Þessi freklega hernaðaríhlutun er brot á öllum alþjóðalögum og hefur skapað gífurlega spennu í alþjóðastjórnmálum. Innrás Sov- étmanna er hrein ögrun við heimsfriðinn. Þessi innraá er alvarlegt íhug- unarefni fyrir okkur íslendinga. Um árabil hefur óábyrgum stjórn- málamönnum tekist að telja nokkrum hluta þjóðarinnar trú um að vera bandaríska varnarliðs- ins hér og aðild íslands að NATO væri bæði óþörf og heimskuleg, — Sovétmönnum dytti aldrei í hug að seilast út fyrir sín eigin landamæri eða á nokkurn hátt að skipta sér af málefnum íslend- inga. Margur hefur lagt trúnað á þetta í hugsunarleysi eða villst á þeirri þjóðræknislegu grímu sem kommúnistar hafa fundið þessum áróðri sínum. En nú má öllum vera ljóst að íslensku þjóðinni er fyrir bestu að treysta samband sitt við önnur lýðræðisríki ef þjóðin vill halda sjálfstæði sínu. Það hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum ljóst að brottför bandaríska varnarliðsins er alls ekki tímabær eins og málin standa nú á alþjóðavettvangi. Það hefur stundum verið gert grín að þeim möguleika að Sovét- menn gerðu hér innrás ef ísland gengi úr NATO og bandaríska varnarliðið hyrfi héðan, — en ég fæ ekki séð hina skoplegu hlið á því máli, ekkert væri eðlilegra sem afleiðing af svo heimskulegu athæfi. Sovétríkin hafa margsýnt að þeim er ekki treystandi til annars en að ganga á bak orða sinna og þverbrjóta öll alþjóðalög. Bein innrás væri sjálfsagt alls ekki nauðsynleg, — það væri leikur einn fyrir stórveldi eins og Sovétríkin að ná þrælatökum á þjóðinni ef hún stæði ein. Gylliboð og efnahagslegar þvinganir á víxl — ásamt þeirri óhugnanlegu und- irróðursstarfsemi, sem Sovétmenn hafa sérhæft sig í, myndu endast þeim langt. Ódýr olía og rúblur í vasa „rétthugsandi manna" myndu draga margan lítinn karl til hollustu við Björninn, — seinna væri svo hægt að láta kné fylgja kviði og gleypa þjóðina alla. leiðsluhéruðunum. En ég hef enga hitt sem hafa talið slíka þróun eðlilega nema stjórnarmenn og ráðamenn úr félaginu. Rökin sem stjórnarmenn í Sláturfélagi Suð- urlands færa fyrir gerðum sínum hafa verið þau, að ráðnir fyrir- svarsmenn fyrirtækisins og sér- fræðingar þess hafi sýnt stjórnar- mönnum fram á hagkvæmari rekstur þessarar starfsemi utan framleiðslusvæðanna á Suður- landi. Vissulega gefur það auga leið að fastráðnir sérfræðingar fyrir- tækja bænda búsettir í Reykjavík fastir i ýmsum opinberum nefnd- um og ráðum á höfuðborgarsvæð- inu hafa takmarkaðan áhuga að flytja starfsemina burtu frá sjálf- um sér og ennþá minni áhuga fyrir atvinnumálum framleiðslu- svæðanna. Við slíkar aðstæður blása þeir ekki úr nös við að heilaþvo yfir kaffibollum á stjórn- arfundum nokkra bændafulltrúa sem þurfa að vera komnir heim fyrir kvöldmjaltir. Forsvarsmenn Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga eiga þakkir skilið fyrir að hafa tekið af skarið í afstöðu sinni til atvinnuþróunar á Suðurlandi. Sömu leiðis ber að fagna þeim framfarahug sem lýsir sér í stofnun Iðnþróunarsjóðs Suðurlands og þeirri starfsemi sem Jarðefnaiðnaður h.f. á Suður- landi hefur staðið fyrir til könn- uar á nýtingu sunnlenskra jarð- efna. Það er mál til komið að Sunnlendingar rísi upp úr öskustó atvinnumála sinna og krefjist eðlilegrar hlutdeildar í þeim margmöguleikum sem þetta verð- mætaríka en atvinnulega van- þróaða hérað hefur að bjóða. Orkuokrið í þessu orkuríkasta héraði íslands er sérstakt mál og að því mun ég síðar víkja. Ingv. Kristm. BrynjúHsdóttir: Krónan íslenska króna! — Smá ert þú og lítils virði, þar sem þú liggur í lófa mér, en margt má þó við þig gjöra, til góðs og til ills sért þú í fleirtölu talin. Þig má nota til þarfra og óþarfra hluta, og með þér má bæta mannlífið og mörgu spilla. Dag hvern færist þú fram og til baka, milli mannlegra fingur- góma. Því meir sem þú smækkar í eintölu því minna verður þú virt af mörgum eigendum þínum — og þó getur enginn án þín lifað. Inn í bankana ert þú í þúsund- um þúsunda talin og út úr þeim aftur. Og alla banka fyllir þú eða tæmir. Inni í mörgu mannshöfðinu ríkir þú sem drottning drottn; inganna eða gyðja goðanna. í smæð þinni megnar þú mikið, og lætur allt eftir elskendum þínum. Mikilmennin tilbiðja þig og fá aldrei svalað ást sinni á þér. Þú opnar langvegu lands og lagar, og um háloftin heillar þú fjöldans för. Álfur, lönd og borgir leggur þú að fótum þér. Og sjálfsagt vildir þú veita mér eitthvað af öllum þessum gæðum, ef ég óskaði þess. En ég óska þess ekki því annað er mér ofar í huga, sem ég hef allt mitt líf talið göfugra, dýrmætara og þúsund sinnum meir aðkallandi nauð- synjamál. Já, örsmáa íslenska króna, ég velti þér í lófa mér, og skoða báða þína myndstruðu fleti, úr þeim má lesa sígilda sögu lands míns og þjóðar og sterka áminningu gagn- vart eilífðarmálunum. Á báðum þínum flötum lít ég hlutverk sáðmannsins. Framflöt- ur þinn sýnir mér nafn okkar ástkæra föðurlands, ÍSLAND. Nafnið og landið sjálft er svo samgróið hvort öðru, að enginn tónn kemst þar í milli. Báðum megin við örsmæð einingar þinnar skoða ég myndmót tveggja birki- kvista. Þessi örsmáu skógarlauf tala til mín í hvert sinn þöglu máli: — Græðið landið! Klæðið landið! Sáið og plantið i sárin. Króna! það er hægt að breyta þér í allskonar fræ, til að græða sviðin sár fósturjarðarinnar. Hvað'er hægt að kaupa mörg fræ fyrir eina krónu? Og nú sný ég þér við, og lít á KROSSINS heilaga tákn kristinna manna. Að baki hans stendur með myrkri heiðninnar, fornaldanna átrúnaður, eins og myndin sýnir, víking, uxa, dreka og gamm, er nefndir voru landvættir. Þá þekktu menn ekki fagnaðar- boðskap friðþægingarinnar. Og þessi samsetta myndskreyting minnir okkur sterklega á það undursamlega sanna LJÓS sem kom í heiminn í JESÚ GUÐS- SYNI. Krossinn er hjarta kærleikans, hann er krafturinn í fagnaðar- boðskap Jesú Krists, án krossins væri ekkert fagnaðarerindi til. Hann geymir kraft Guðs almættis í fullkominni friðþægingu. — Því að „orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur GUÐS og speki GUÐS“. Kor.1.18. Við kristnir menn, sem erum það, stöndum í takmarkalausri þakkarskuld við Almáttugan GUÐ, og einnig í afar dýrðlegri ábyrgð gagnvart fagnaðarboðskap JESU KRISTS. Hann býður okkur og segir: „Farið út um allan heim og predikið gleðiboðskapinn, allri skepnu, sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá sem ekki trúir mun fyrir dæmdur verða." Þó allir GUÐS trúaðir geti ekki ferðast heimsendanna milli, geta þeir ferðast nógu lagt í bæninni, alla leið inn að hásæti GUÐS heyrandi hátignar, og einnig geta þeir lagt í krónum til framgangs boðuninni, — og þannig flýtt fyrir komu GUÐS dags. II bréf Péturs, 3,12. Það er mín æðsta gleði, von og bæn, og af því fæ ég ríkulega blessun. STANLEY Næst |>egar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að þaðsé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.