Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
11
„Ég hika ekki við að
segja, að Ólöf Kolbrún
Harðardóttir sé ein bezta
söngkona í Skandinavíu,“
sagði píanóleikarinn
heimsfrægi, Erik Werba,
áður en hann fór utan um
helgina eftir að hafa hald-
ið hér námskeið fyrir
söngvara og undirleikara á
vegum Söngskólans í
Reykjavík.
„Ég sé Ólöfu fyrir mér
sem Mímí í La Boheme,
Pamínu í Töfraflautunni,
Súsönnu í Fígaró og Sofia í
Rósariddaranum, — þessi
upptalning ætti að nægja
til að sýna hvaða álit ég
hef á færni hennar og
hæfileikum," bætti hann
við. „Vandamál Ólafar er
fyrst og fremst það að hún
hefur alltof mikið að gera
við kennslu og ýmis störf
viðkomandi söngnum, sem
gera það að verkum að hún
getur ekki einbeitt sér sem
skyldi að því, sem hún ætti
að láta ganga fyrir öllu
öðru, þ.e. sólósöng. Það er
ekki hægt að sinna honum
ásam-t öðru, eins og Ólöf og
ýmsir aðrir góðir söngvar-
ar hér hafa þó þurft að
gera.“
„Er svo að skilja að
Ólafar bíði frægð og frami
úti í hinum stóra heimi ef
hún snýr sér algerlega að
einsöngsferli sínum?"
„Það er tvímælalaust
mín skoðun. Hún væri
gjaldgeng hvar sem væri,
og ég hlakka mikið til að fá
hana til Vínar í vor, en í
maí og júní kemur hún þar
fram á þrennum tónleik-
um, þar sem eingöngu
verða flutt verk eftir
Haydn og Mozart. Hljóm-
sveit leikur undir á tvenn-
um tónleikum, en ég verð
undirleikari á hinum
þriðju," sagði Werba.
Erik Werba er sém
kunnugt er einn kunnasti
og virtasti undirleikari,
sem uppi er, en hann hefur
lagt sérstaka áherzlu á að
leika undir söng með ljóða-
söngvurum, en í túlkun
ljóða er hlutverk slaghörp-
unnar ekki síður mikilvægt
en hlutverk söngvarans.
Þetta er í annað sinn sem
Werba heldur hér nám-
skeið fyrir söngvara og
undirleikara, en kona
hans, Ada, sem er söng-
kona, er honum jafnan til
aðstoðar við námskeiða-
hald.
í samtalinu við Morgun-
blaðið kvaðst Werba
mundu koma hingað aftur
til að halda námskeið á
árinu 1981. Hann sagðist
hafa tilhneigingu til að
líkja tónlistarlífi íslend-
inga að sumu leyti við
tónlistarlíf í Japan. Þar
væri mikið um afbragðs
söngraddir, en þar hefðu
söngvarar lítil tækifæri til
að njóta sín, m.a. af því að
það væri engin starfandi
ópera. Hann sagði að hér
eins og í Japan virtust
háar raddir algengari en
alt- og bariton-raddir, en
hér er þessi opni og bjarti
blær raddanna meira áber-
andi en í Japan.
„Annars er ísland, eins
og raunar Finnland, dæmi-
gert kóraland. Þessi virka
þátttaka í músíkkinni er
Islendingum eðlislæg —
alls staðar þar sem fólk
kemur saman er byrjað að
syngja, og hver syngur
með sínu nefi. Þetta er
mjög sérstakt, — það má
heita að þessi samsöngs-
þörf sé til dæmis ekki til
meðal Austurríkismanna,
og ég hef ákaflega gaman
af að fylgjast með þessu."
„Það var ætlunin að
flytja hér ítölsku ljóðabók-
ina eftir Hugo Wolff með-
an á dvölinni hér stæði,“
sagði Erik Werba, en því
miður gat ekki orðið af því.
Við komum hingað næst í
febrúar 1981 og þá mun
þessi flutningur fara fram.
Ólöf og Garðar Cortes ætla
að syngja ljóðabókina, með
undirleik okkar Cristynu
Cortes. Þorsteinn Gylfas-
on, sem er mikill áhug-
amaður um ljóðasöng, hef-
ur þýtt öll ljóðin á
íslenzku, og það er fengur
að því fyrir tónlistarunn-
endur að geta fylgzt með
þessum flutningi með
íslenzku þýðinguna, sem
mér er sagt að sé mjög góð,
fyrir framan sig,“ sagði
Érik Werba að lokum.
Sýning
Guðbergs
Auðunssonar
Það ætlar að verða árviss
viðburður, að Guðbergur Auð-
unsson haldi sýningu í ein-
hverjum af sýningarsölum höf-
uðborgarinnar og hefur svo
verið síðan hann söðlaði yfir úr
fagi auglýsingahönnuðar og
settist í málunardeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslauds
veturinn 1976—77. Fyrstu
meiriháttar sýningu sína hélt
hann á Kjarvalsstöðum árið
1978.
Það er töluvert erfitt stökk
að fara úr auglýsingum og í
frjálsa listsköpun, því að við-
horfin að baki þessara faga eru
gerólík, og því er það án efa
mjög rétt í slíku tilviki að eyða
1—2 árum í myndlistardeildum
æðri listaskóla, áður en alfarið
er farið að starfa sjálfstætt.
Traust nám í listiðnaðarskólum
er ekki alltaf nóg, þegar frjáls
Mynflllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
voru byggðar upp á hugmynda-
fræðilegan hátt.
Á sýningu þeirri, er nú stend-
ur yfir í FÍM-salnum að Laug-
arnesvegi 112, notar Guðbergur
akryl-liti á striga, og myndefn-
ið er í yfirgnæfandi meirihluta
eins konar stef yfir hendur og
fingur og þá oftast tvo, ósjald-
an með blýantsstubb á milli
sín. Fyrir vikið verður sýningin
nokkuð eintóna fingrapolki og
fingrarím, en um leið hlýtur
maður að taka ofan fyrir jafn
staðföstum vinnubrögðum
ásamt þeirri elju og þolinmæði,
er hér kemur fram.
I myndunum er ríkjandi
ákveðinn litaskali er mun hafa
vérið viðloðandi við listamann-
inn á yngri árum, — blátt,
rautt, bleikt, gult og grænt
vinna hér saman í mörgum
tilbrigðum. Þessi vinnubrögð
bjóða upp á mikilvæga þjálfun
fyrir þann, er þau fremur, og
ættu þau að reynast Guðbergi
notadrjúg í framtíðinni. Undir-
ritaður hafði einna mesta
ánægju af myndum svo sem:
„Fljótt fljótt sagði fuglinn“ (3),
myndsköpun er annars vegar,
og auglýsingafagið er mjög
vélrænt og fyrir margt yfir-
borðskennt, svo sem allir vita.
Að minni hyggju hefur Guð-
bergur komist vel frá þessari
kúvendingu í athöfnum sínum
og breytingin er svo algjör, að
það virðist ekki hvarfla að
honum að mála með sölusjón-
armið fyrir aúgum, heldur sýn-
ist þetta vera honum nauðsyn
að vinna vel úr þeirri hugmynd,
er hverju sinni grípur hann.
Síðasta sýning hans, sem var í
Suðurgötusalnum, var mest-
megnis þema yfir rifrildi úr
auglýsingaspjöldum, — plaköt-
um, í formi litljósmynda er
„Fingrasýn" (2), Fingrapolki"
(10) og Stjáni Blái“ (20).
Það verður fróðlegt að fylgj-
ast með þróun listar Guðbergs
á næstu árum, því hér er á
ferðinni myndlistarmaður er
skapar af þörf en ekki til að
þjóna grunnfærum kenndum
markaðslögmálsins og virðist
gera sér litlar grillur um það,
hvort myndir hans muni falla
væntanlegum skoðendum í geð.
Atorka Guðbergs Auðunssonar
ásamt heilbrigðri husgsun og
skýrum viðhorfum til mynd-
sköpunar ættu að vera forsend-
ur fyrir því, að honum takist að
ná langt.
Bragi Ásgeirsson.
Neskaupstaður:
Dagskrá á alþjóðleg-
um baráttudegi kvenna
JAFNRÉTTIS- og menningar-
nefndir Neskaupstaðar standa
fyrir dagskrá í Egilsbúð laugar-
daginn 8. marz n.k.. en þá er
alþjóðlegur baráttudagur
kvenna.
Helga Kress bókmenntafræð-
ingur flytur erindi um konur og
bókmenntir.
Þá verður opnuð mál-
verkasýning í fundarsal þar sem
þær Þorbjörg Höskuldsdóttir og
Guðrún Svava Svavarsdóttir sýna
málverk og teikningar.
Þorbjörg hefur haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum. Guð-
rún hefur haldið eina einkasýn-
ingu auk þátttöku í samsýningum.
Þær stunduðu báðar nám í Mynd-
listarskólanum í Reykjavík. Þor-
björg stundaði síðan nám við
Kunstakademíuna í Kaupmanna-
höfn, en Guðrún stundaði nám í
Moskvu.