Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
82455
Seljahverfi raðhús
Höfum til sölu glæsileg raöhús á
fallegasta stað í Seljahverfi, á
tveimur hæöum. Selst fokhelt.
Teikningar og nánari uppl. á
skrifstofu, ekki í síma.
Kjarrhólmi 3ja herb.
Glæsileg íbúö á 1. hæö. Suöur
svalir.
Blikahólar 4ra herb.
Falleg íbúö á 7. hæð, bílskúr.
Kríuhólar 4ra—5 herb.
óvanalega glæsileg íbúö,
bílskúr.
Asparfell 4ra—5 herb.
Góð íbúð á 2. hæö, bílskúr.
2ja herb óskast
Höfum mjög fjársterka kaup-
endur aö 2ja og 3ja herb.
blokkaríbúðum.
4ra herb. óskast
Við höfum mjög fjársterka
kaupendur aö 4ra og 5 herb.
blokkaríbúöum.
Raöhús óskast
Við höfum mjög fjársterka
kaupendur að raöhúsum, bæði
á byggingarstigum og fullbún-
um.
Hjá okkur er miðstöð
fasteignaviöskiptanna.
Skoðum og metum
samdægurs
EIGNAVCR
Suöurlandsbraut 20,
símar 82455 - 82330
Árni Elnarsson lögfrsölngur
Ólatur Thoroddsen lögfraöingur.
Oskar
Kokoschka
Það fer ekki millum mála, að
nú eru þeir óðum að tínast til
feðra sinna, er skópu menningu
og þær stórkostlegu hreyfingar í
listum á því tímabili, er við
kölllum tuttugustu öldina. Einn
þeirra var Oskar Kokoschka,
sem er látinn fyrir nokkrum
dögum yfir níræður að aldri. En
hvernig sem á því stendur, hefur
ekki, svo að mér sé kunnugt,
komið orð um fráfall Kokoschka
í fjölmiðlum hérlendis. En er-
lendis hafa flest blöð sagt frá
fráfalli þessa merka listamanns.
Kokoschka var Austurríkis-
maður, fæddur 1886, og kom
fyrst fram sem ljóðskáld, og eru
til eftir hann bæði ljóðasöfn og
leikrit. Snemma hneigðist hugur
hans að málverki, og var hann
einn þeirra ungu manna, er hinn
frægi Valden, er var lífið og
sálin í Sturm-hópnum, kom á
framfæri. Þar kom Finnur okkar
Jónsson við sögu, eins og allir
vita, sem hafa fylgst með okkar
þróun hér heima. En færri vita
ef til vill, að Helga W. Foster var
nemandi Kokoschka á hans efri
látinn
Myndllst
eltir VALTÝ
PÉTURSSON
árum og átti í bréfaskriftum við
meistara sinn, meðan hans naut
við.
Það var nokkuð óvenjulegur
listamannsferill hjá Kokoschka.
Hann var eins og áður er getið,
fæddur í Austurríki og var af
gyðingaættum. Frægð sína öðl-
aðist hann fyrst og fremst í
London, og eru mörg hans bestu
verk einmitt máluð þar, en bjó í
Sviss. Hann var álitinn Express-
ionisti í málverki sínu og jafnvel
mjög óhlífinn í meðferð sinni á
mannlegu eðli í málverkum
sínum. Verk hans vöktu jafnan
mikið umtal, og voru ekki allir
þar á sama máli, en engum
dettur til hugar að halda því
fram, að hann hafi ekki verið
einn af þeim stóru, eins og sagt
er. Það er sagt að Picasso hafi
hringt í Chagall, er Matisse lést,
og sagt við hann: Jæja, Matisse
er látinn, þá erum við aðeins
tveir eftir. Ekki veit ég um
sannleikann í þessari sögu, en
Chagall er enn lifandi og málar
mikið þrátt fyrir háan aldur.
Hvað mætti hann ekki segja nú,
þegar Oskar Kokoschka er allur?
Þessar fáu línur eru aðeins til
að láta vita af fráfalli eins af
meisturum tuttugustu aldar á
sviði málaralistar. Það má eng-
inn taka þetta skrif sem viðun-
andi eftirmæli um Kokoschka.
Til þess þarf lengra mál, ef vel
ætti að vera. En mér finnst það
ekki sæma pressu okkar, að hún
minnist ekki á fráfall jafn
þekkts listamanns og þar að auki
manns, sem haft hefur áhrif hér
á landi.
16650
Fyrir kaupanda
með -6.0 millj. viö samning og
ca. 14 millj. innan 2ja mán.,
4ra—5 herb. íbúö meö bílskúr í
Breiðholti eöa Kópavogi.
Fyrir kaupanda
utan af landi meö 15 millj. við
samning og yfir 35 millj. heild-
arútb., íbúð eöa hús meö 4
svefnherb. og bílskúr í
Fteykjavík vestan Elliðáa, Aust-
urbæ Kópavogs eöa eldri bæn-
um í Hafnarfiröi.
Vesturbær — Lúxusíbúð
Ný ca. 100 ferm íbúö í gömlu
þríbýlishúsi við Öldugötu, end-
urbyggö frá grunni. Tvö stór
svefnherb., meö innbyggöum
skápum. Stórt flísalagt bað-
herb. með lögnum fyrir þvotta-
vél, stórar samliggjandi stofur
meö bjálkaklæddu rislofti, hlað-
inn arinn. Til afhendingar í maí
n.k. Teikningar á skrifstofunni.
Fasteignasalan
Skúlatúni 6 — 3. hœð.
sölustjóri Þórir Sæmundsson,
Róbert Árni Hreiðarsson hdl.
Miðbæjarmarkaöurinn
Aðalatræti 9
sími: 29277 (3 línur)
Grétar Haraldsson hrl.
Bjarni Jónsson s. 20134.
Hrafnhólar — 4ra herb. glæsileg íbúð
á 5. hæö. Mikiö útsýni. Vandaöar og skemmtilegar
innréttingar. Verö 34 millj. íbúðin er til sýnis í dag.
Endaraðhús við Miklubraut
Húsiö er 3x90 fm. og stendur á fallegri ræktaöri lóö. í
kjallara væri möguleiki á aö gera sér íbúö. Bein sala.
Heiðarsel — Raðhús
m. innbyggðum bílskúr
Húsiö selst fokhelt og er til afhendingar strax. Nánari
upplýsingar og teikningar á skrifstofunni.
Hringbraut Hafn. — 3ja herb.
90 fm. íbúð.
Timburhús óskast
í Hafnarfirði eöa nágrenni. Má vera gamalt og þarfnast
standsetningar.
Hús í Smáíbúðahverfi óskast
Húsiö mætti þarfnast lagfæringa.
Byggingarlóðir óskast
Sumarbústaður
eöa gott land fyrir sumarbústaö. Eingöngu góður sumarbú-
staður eða gott sumarbústaðaland kemur til greina.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Alþjóðlegur bænadagur
kvenna
Samkoma veröur föstudaginn 7. mars kl. 20.30 í
Dómkirkjunni.
Aö samkomunni standa konur úr ýmsum kristnum
söfnuðum í Reykjavík.
Allir hjartanlega velkomnir. Undirbúningsnefnd
Eskihlíð 3ja herb.
Höfum í einkasölu góða 95 ferm. 3ja herb. íbúð á
3ju hæð með aukaherb. í risi. Góð fjárfesting.
Laus um næstu áramót gegn hagstæðum
greiöslukjörum. Upplýsingar á skrifstofunni.
Húsafell
fasteksnasala Langhoitsvegi 115 Aöalsteinn Pétursson
( Bæjarleibahúsinu) simi-81066 Bergur Guönason hdl
ptí»y0jsjjlrl$í$ii§»
Morgunblaðið
óskar eftir
blaöburöarfólki
Uppl. í síma 35408
Vesturbær:
Hávallagata
Aðeins 50 eintök.
Úthverfi:
Heiðargerði
Yfir
Hraundranga
Meira en trúlegt þykir mér, að
Halldór Kristjánsson hafi rétt
fyrir sér, þar sem hann í grein
sinni, „Skin bak við ský“, sem
birtist í „Tímanum" 10. jan. sl.,
segir Kvæðafylgsni Hannesar
Péturssonar vera merkisbók. Væri
slíkt ekki nema í samræmi við
það, hve ágæta bók Hannes skrif-
aði um Steingrím skáld Thor-
steinson fyrir nokkrum árum. En
varðandi það, sem Halldór segist
vera Hannesi sammála um, að ljóð
sitt Ferðalok hafi Jónas Hall-
grímsson ekki ort fyrr en á síðustu
dögum sínum, virtist mér Tómas
skáld Guðmundsson vera á öðru
máli. „ ... en það (ljóðið) er til
orðið eftir ferðalag úr skóla,
norður heiðar og heim í Öxnadal
verið 1828 og hét þá Astin min og
seinna Gömul saga,“ segir Tómas
í ritgerð, sem prentuð er framan
við útgáfu á ritsafni Jónasar 1971.
En er nú ekki hugsanlegt að láta
sjálfa ástarstjörnuna skera hér
úr? Hafi hún sem kvöldstjarna
verið mjög hátt á lofti sumarið og
haustið eftir að samfylgd þeirra
Jónasar og Þóru Gunnarsdóttur
átti sér stað, en að því ætti að
mega komast, þá þætti mér þar
vera góður stuðningur við þetta,
sem Tómas heldur þarna fram.
Reyndi ég að nokkru að gera mér
grein fyrir þessu varðandi kvöld-
stjörnuna, er ég síðsumars fyrir
nokkrum árum átti leið um Öxna-
dal, og varð mér ljóst, að einmitt
frá Steinsstöðum getur hana borið
yfir Hraundranga, þegar hún fer
sem hæst, verður „pólhverf", sem
stökusinnum á.sér stað. Man ég,
hve eðlilegt mér fannst, þegar ég
var að athuga þetta um leið og
bíllinn bar mig þarna hjá, að
ljóðið hefði í aðaldráttum, eða
a.m.k. fyrsta erindi þess, orðið
þarna til eitthvert kvöld, þegar
ský skýldu stjörnunni, þar sem
hún áður hafði hlegið í heiði yfir
Hraundranga. Að hafa einhvern-
tíma síðar farið að segja um þetta
það, sem ekki var, finnst mér að
verið hafi fjarri skáldinu og nátt-
úrufræðingnum Jónasi Hall-
grímssyni. Til þess held ég að
hann hafi verið um of raunsögul-
an.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum.