Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 2 1
* spurt og svarad
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hér á eftir fara spurningarnar og svörin við
þeim, sem iesendur Mbl. hafa beint til þáttarins
Spurt og svarað, — lesendaþjónustu Mbl. varð-
andi skattamál. Af gefnu tilefni skal það tekið
fram að þessi þjónusta er fólgin í því að
lesendur hringja spurningarnar inn í sima
10100 kl. 14.00—15.00 frá mánudegi til föstudags
og síðan er svara leitað og þau birt i blaðinu.
Hagnaður af
sölu fast-
eignar o.fl.
Guðrún Þorsteinsdóttir, nnr.
3320-9398, Hafnarfirði, spurði i
fyrsta lagi hvernig hagnaður af
sölu fasteignar er skattlagður,
þegar engin fasteign er keypt í
staðinn fyrir þá seldu. í öðru
lagi þegar fasteign er greidd
seljanda á 10 árum, hvort sölu-
verðið er skattlagt í eitt skipti
fyrir öll eða á annan veg. í
þriðja lagi er þarna um tekju-
eða eignaskatt að ræða?
SvÖr: Fyrsta spurning.
Skattskyldan hagnað af sölu
fasteigna skal telja að fullu til
skattskyldra tekna á söluári.
Færa skal fjárhæðina í reit 76 á
skattframtalinu, ef um er að
ræða sölu á fasteign sem ekki
var notuð við atvinnurekstur
framteljanda.
Um hagnað af sölu íbúðar-
húsnæðis í eigu manns vísast til
svars við spurningu Gylfa Guð-
mundssonar (nafnnr. 2642-6006)
í Mbl. á miðvikudag, bls. 12 í
Spurt og svarað.
Önnur spurning.
Ef hluti söluandvirðis (eða það
allt) er greiddur með skuldavið-
urkenningu (skuldabréfi) til
minnst þriggja ára má dreifa
þeim hluta söluhagnaðarins sem
svarar til hlutdeildar skuldavið-
urkenningarinnar í heildarsölu-
verði, til skattlagningar á af-
borgunartíma bréfanna án
framreiknings, þó að hámarki í
sjö ár. Til skuldaviðurkenningar
í þessu sambandi teljast ekki
skuldir sem hvíla á hinni seldu
eign og kaupandi tekur að sér að
greiða.
Þriðja spurning.
Skattlagður söluhagnaður
bætist við aðrar tekjur framtelj-
anda á söluárinu og myndar þátt
í tekjuskattsstofni hans. Eftir-
stöðvar skuldabréfa í eigu selj-
anda í árslok mynda á sama hátt
þátt í eignarskattsstofni hans.
Gjaldfallnir
vextir-
áfallnir
vextir
Stefanía Sigurþórsdóttir,
Bleikargróf 13, Rvk., spurði
hvernig hún ætti að haga fram-
tali sínu í ár, þegar hún á síðasta
ári færði gjaldfallna vexti en
kysi nú að færa áfallna vexti, en
í maí 1978 tók hún lán, en vextir
af því koma ekki til framtals
fyrr en nú? (20 mánuðir).
Svar:
Hafi framteljandi í framtali
sínu árið 1979 fært til gjalda
vaxtagjöld og til tekna vaxta-
tekjur skv. reglunni um gjald-
fallna vexti er heimilt að skipta
yfir í regluna um áfallna vexti
nú í framtali 1980. Ber framtelj-
anda þá í fyrsta lagi að færa til
tekna og frádráttar vexti sem
gjaldféllu á árinu 1979. í öðru
lagi ber að reikna áfallna vexti
frá gjalddaga til ársloka og færa
til tekna og gjalda eftir því sem
við á. Einnig skal færa til eignar
og skuldar ógreidda vexti um
áramót. Framteljandi skal gæta
samræmis í meðferð vaxta vegna
allra eigna og skulda.
Hefti um
skattleið-
beiningar
Þorsteinn Sigurðsson,
Hraunbæ 72, Rvk., kvaðst hafa
séð greinargóðar útskýringar
um útfyllingu skattframtala í
sérstöku hefti útgefnu af emb-
ætti ríkisskattstjóra og spurði af
hverju einstaklingar ættu ekki
kost á að fá slíkt hefti í hendur.
Sérstaklega þegar tillit væri
tekið til gagngerðra breytinga á
framtölum og reglum nú.
Svar:
Ríkisskattstjóri gaf út leið-
beiningar í sérstöku hefti í
takmörkuðu upplagi. Hefti þessi
eru ætluð starfsliði skattyfir-
valda svo og löggiltum endur-
skoðendum, lögfræðingum og
öðrum sem hafa það að starfi að
aðstoða við framtalsgerð. Að
beiðni ríkisskattstjóra birtu
flest dagblöðin í Reykjavík um-
ræddar leiðbeiningar sem eru
samhljóða því sem fram kemur í
umræddu hefti. (Mbl. 28. febrúar
sl., Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn
29. þ.m. og Dagblaðið mun birta
6. þ.m.)
Fjárhæð per-
sónu-afsláttar
o.fl. óráðin
Nnr. 6245-5492 Rvk., spurði
við hverju hann mætti búast á
álagningarseðli í ár, — þegar
hann á síðasta ári hafði 1700
þúsund krónur í tekjur, greiddi
600 þúsund í vexti og á skuld-
lausa tveggja herbergja íbúð?
Svar:
Þessi spurning er ekki tíma-
bær þar sem skattstigar eru enn
óráðnir, svo og fjárhæð persónu-
afsláttar.
Stofnun
heimilis
Þórunn Andrésdóttir, Dun-
haga 17, Rvk., spurði hvers
vegna einstaklingar sem kaupa
sér íbúðarhúsnæði og stofna
eigið heimili fái ekki skattfrá-
drátt þess vegna, eins og fólk
fær þegar það giftir sig og
stofnar heimili?
Svar:
Engin lagaheimild er til að
leyfa frádrátt til stofnunar
heimilis nema á því ári sem
maður gengur í hjúskap. Frá-
drátturinn er því ákveðin fjár-
hæð (í ár 306.000 kr.) fyrir hvort
hjóna.
Færsla elli-
launa og fl.
Nnr. 3343-7099, Rvk, spurði
hvort færa eigi örorkustyrk og
ellilaun eiginkonu í lið T1 eða T5,
bls 3 á skattframtali og hvort
10% reglan ef hún er valin, taki
til örorkustyrks og ellilauna?
Svar:
Örorkustyrk og ellilífeyri eig-
inkonu ber að færa í aðskildar
línur í lið T5, bls 3 á skattfram-
tali. Sé 10% frádráttarreglan
valin nær hún til þessara tekna
ásamt fjárhæð í lið T4.
Rekstrar-
skýrsla og fl.
Jón Árnason, Grænukinn 3,
Hafnaríirði, spurði í fyrsta lagi
hvort skilja eigi rekstraskýrslu
varðandi bílastyrk frá fyrirtæki.
í öðru lagi hvað „önnur vaxtagj-
öld“ í lið Sl, á bls. 4 á framtali
merki?
Svör: Fyrrri spurning.
Sem svar við þessari spurn-
ingu er fyrirspyrjanda bent á
leiðbeiningar ríkisskattstjóra
varðandi reit 32 (bls. 23 og 24 í
Mbl. þann 28 febrúar sl.)
Síðari spurning.
Hér er um að ræða vaxtagjöld
af öllum öðrum skuldum en
fasteignaveðlánum til 5 ára eða
lengri tíma. T.d. vaxtagjöld af
víxlum, skuldabréfum og öðrum
skuldum sem ekki falla innan
umræddra fasteignaveðlána-
skulda.
Færsla
samtölu
Nnr. 3068-5121, Rvk., spurði
hvort færa ætti T1 út á reit 21, á
bls. 2 á framtali?
Svar:
Samtölu þeirra tekna sem
telja skal í T1 og ekki eru
merktar í sérreiti (reitir 22—24)
skal færa út í reit 21 á bls. 2 á
framtali einhleypings og eigin-
manns og í sama reit á bls. 3 á
framtali eiginkonu.
Sérsköttun
hjóna
Ásdis Jónasdóttir, Hagamel
44, Rvk., spurði hvort möguleiki
væri á því að reglan um sér-
sköttun hjóna yki skattbyrðina?
Svar:
Þessi spurning er ekki tíma-
bær þar sem tekjuskattsstigar
eru enn óráðnir svo og fjárhæð
persónuafsláttar.
Greinargerð
fyrir arfi
og greiðslu
erfðafjár-
skatts
Nnr. 1026-9598, Rvk., spurði í
fyrsta lagi varðandi uppgjör
erfðafjárskatts, — og skal hon-
um bent á að snúa sér hvað það
varðar til embættis borgarfó-
geta. í öðru lagi hvernig erfða-
fjárskattur hvers erfingja er
færður inn á skattskýrslu?
Svar: önnur spurning.
í „Greinargerð um eignar-
breytingar" á bls. 4 á skatt-
framtali ber að gera grein fyrir
fengnum arfi og greiddum erfða-
fjárskatti. Staðfestingu á
greiðslu erfðafjárskatts ber að
láta fylgja framtali.
Námsmenn á
framfæri
foreldra
0715-6839, Hafnarfirði,
spurði hvort foreldrar námsfólks
við Háskólanám sem býr á
heimili foreldra og tekur ekki
námslán geti talið sér til frá-
dráttar fjárstyrki til náms-
mannsins vegna námsins og
ánnars, (þrátt fyrir það að við-
komandi námsmaður hafi fengið
laun fyrir sumarvinnu).
Svar:
Sem svar við þessari spurn-
ingu vísast til leiðbeininga ríkis-
skattstjóra (bls. 22 og 23 í Mbl.
28/2) tl. 4 varðandi umsókn um
lækkun tekjuskattsstofns, sbr.
liðinn „Vegna menntunar barna
eldri en 16 ára“. Sérstakt eyðu-
blað „Umsókn B skv. 66. gr.“
fyrir þessa tegund umsóknar um
lækkun tekjuskattsstofns fæst
hjá öllum skattstjórum og um-
boðsmönnum þeirra.
Fasteignamat
— lóðamat
Atli Eliasson, Hvassaleiti 11,
Rvk., spurði hvort leggja eigi
saman fasteignamat og lóðar-
mat á framtali eða sundurliða
það?
Svar:
Fasteignamat og lóðarmat
skal talið aðgreint í lið E3, en
samtala þessara mata færist í
reit 07.
Innstæður
erlendis og fl.
T. Vogeler, Selvogsgrunni 20
(erlendur ríkisborgari) spurði í
fyrsta lagi hvað „afgjaldskvað:
arverðmæti" fasteignar merki. í
öðru lagi hvar færa eigi innstæð-
ur í erlendum bönkum.
Svör: Fyrri spurningin.
Afgj aldskvaðarverðmæti
leigulands og leigulóða er sá
hluti fasteignamatsverðs leigu-
landa og leigulóða sem eiganda
þeirra ber að telja sér til eignar.
Afgjaldskvaðarverðmæti er
fundið með því að fimmtánfalda
lóðarleigu ársins.
Síðari spurningin.
Innstæður í erlendum böndum
ber að færa í lið E6 til eignar á
kaupgengi hlutaðeigandi gjald-
miðils í árslok 1979 og til tekna
ber að telja í þessum lið vexti og
gengishagnað af innstæðunni
sem vexti.
Nafn á banka-
bók — annar
eigandi inn-
stæðu
Ása Einarsdóttir, 0604-4115,
spurði hvernig framteljandi ætti
að haga sér, sem hefði bækur á
sínu nafni í banka, en innstæðan
væri að öllu leyti eign vinnuveit-
anda. Þ.e. starf framteljanda
væri að innheimta greiðslur
fyrir ákveðinn aðila, og þær
greiðslur væru settar á bók og
skil gerð við vinnuveitanda einu
sinni í mánuði.
Svar:
Framteljandi sem hefur inn-
stæðu í banka á sínu nafni skal
færa hana til eignar í lið E 5 á
skattframtali sínu. Hafi hann
með höndum innheimtu fyrir
annan aðila og hafi ekki gert skil
um áramót, skal skuld framtelj-
andans við vinnuveitanda færð í
lið'S 1 á fjórðu síðu framtals.
Viðhalds-
kostnaður
eiganda leigu-
húsnæðis
og fl.
Lilja Kristinsdóttir. Sóleyj-
argötu 15, Rvík spurði hvort
viðhaldskostnaður og hús-
eigendatrygging á leiguhúsnæði
komi framteljanda ekki til frá-
dráttar við skattaákvörðun?
Svar:
Eigi er ljóst af spurningunni
hvort fyrirspyrjandi er leigutaki
eða leigusali. Ef fyrirspyrjandi
er leigutaki er ekki um frádrátt
að ræða þar sem telja verður
slíkar greiðslur hluta af greiddri
húsaleigu fyrir íbúðarhúsnæði
en slík húsaleiga er ekki frá-
dráttarbær. Sé fyrirspyrjandi
hins vegar leigusali en telur
útleigu íbúðarhúsnæðisins ekki
falla undir atvinnurekstur, þá er
bent á leiðbeiningar ríkisskatt-
stjóra um reit 72 (á bls. 21 í
Mbl.) Á rekstraryfirliti er heim-
ilt að gjaldfæra þann hluta
viðhaldskostnaðar og húseig-
endatryggingar sem heyrir til
hinu útleigða íbúðarhúsnæði.
Keisarans það sem keisarans er — Gjaldheimtan i Reykajvik.