Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Rúnar Jón Árnason: Stundum er betra að þegja en segja Nokkur orð í tilefni ummæla Bjarna Þórðar- sonar á Neskaupstað Vegna greinar Bjarna Þórðar- sonar, fyrrv. bæjarstjóra í Nes- kaupstað í Austurlandi, 28. febr- úar sl., varðandi deilur fógeta og bæjarstjóra, sé ég mig knúinn til að hripa nokkrar línur og benda á eftirfarandi: í grein sinni taiar Bjarni um „rógvél" og að enginn þurfi að velkjast í vafa um hvar þessi maskína var til húsa og framleiddi „fréttir" og dreifði til æsifregna- blaða og hlaupastráka. Hver er nú að rægja og skrifa í æsifréttastíl? Eflaust mun átt við að „fréttir" þessar séu komnar frá skrifstofu bæjarfógeta og mun þá Bjarni eiga við undirritaðan eða fulltrúa fógeta, sem báðir eru yfirlýstir sjálfstæðismenn. Síðar í grein sinni segir Bjarni: „Rógtungur íhaldsins reyna að beina athyglinni frá þessu máli og beina henni að öðru ómerkilegu." Mál þetta sem Bjarni ásakar okkur um að beina athyglinni frá er hið svonefnda „Sparisjóðsmál". Bjarni, hví skyldu sjálfstæðis- menn beina athyglinni frá því? Ertu kannski að gefa í skyn að sjálfstæðismenn hafi fengið betri fyrirgreiðslu í Sparisjóði Norð- fjarðar í tíð fyrrverandi spari- sjóðsstjóra vegna þess að hann er sjálfstæðismaður. Nei Bjarni, Rúnar Jón Árna- son stundum er betra að þegja en segja, og hafðu það hugfast því allir vita að engum var þar fyrirmunuð fyrirgreiðsla vegna stjórnmálaskoðunar sinnar, eða fylla kannski Sjálfstæðisflokkinn í Neskaupstað menn eins og t.d. Sigfinnur Karlsson, Gestur Janus Ragnarsson, Friðrik Vilhjálms- son, Guðmundur Magnússon og svo mætti lengi telja og allir vita að stofnanir eins og t.d. bæjar- sjóður og Hafnarsjóður og fengið sitt þar á við alla aðra ef ekki meir. í þessu sambandi mætti benda þér á að skoða veðmálabæk- ur Neskaupstaðar og vera svo með aðdróttanir. í raun eru skrif Bjarna öll í þeim dúr að þau eru í raun dæmigerð fyrir skrif kommúnista. T.d. er þar að finna fullyrðingu í Óskar Helgi Helgason: Hinn aumi Islendingur dagblaðsstíl um „fjarstæðu- kennda" kæru bæjarfógeta á hendur bæjarstjóra. Bjarni, til- einkaðu þér að kynna þér hlutina áður en þú tekur þér penna í hönd. Þegar þetta er skrifað hefur engin kæra verið flutt á hendur bæjar- stjóra frá fógeta, heldur aðeins málið sent ríkissaksóknara til fyrirsagnar. Hans er síðan að ákveða framgang málsins. Einnig má benda Bjarna á, að Alþýðu- bandalagið á sér fleiri andstæð- inga heldur en sjálfstæðismenn, þó auðvitað séu þeir merkastir, nefnilega finnast einnig í Nes- kaupstað kratar og framsóknar- menn. Bágd: á ég með að skilja skrif Bjarna en þó væri ekki fjarri lagi að láta sér detta það í hug að Bjarni sé með skrifum sínum að dreifa athygli lesenda Austur- lands frá fjárhagsáætlun Nes- kaupstaðar, sem birt var í sama blaði og láir honum það enginn, því lélegri og innihaldssnauðari fjárhagsáætlun hefur varla sést á prenti. Að framansögðu lýsi ég skrif Bjarna með öllu ómerk, eða hví getur Bjarni eigi heimildar- manna sinna og segir hreint út, hvar þessi svonefnda maskína var til húsa. Með von um að Bjarni fari nú ekki á efri árum að tileinka sér vinnubrögð æsifréttaritara og gangi hreinna til verks við að reyna að knésetja andstæðinga sína í pólitík. Til fróðleiks má benda bæjar- ráði Neskaupstaðar á, að yfirmað- ur fógeta er dómsmálaráðherra en ekki fjármálaráðherra, svo bæj- arráð ætti því að beina kröfum sínum til dómsmálaráðherra um að hann svari opinberlega hvort innheimtuaðgerðir fógeta séu eðli- legar. Rúnar Jón Árnason, Neskaupstað. Tilefni þessarar ritsmíðar minnar er grein Matthíasar Jo- hannessen, „Býsnavetur í íslenzkri pólitík", er birtist í Morgunblað- inu í dag 23. feb., þar sem Matthías Johannessen gjörir á einkar athyglisverðan hátt grein fyrir afstöðu sinni til stjórnmála- þróunar á íslandi, undanfarin ár og áratugi. Lætur Matthías þar uppi, á beinan og óbeinan hátt, persónulegan hug sinn til stjórn- armyndunar dr. Gunnars Thor- oddsen forsætisráðherra. Ekki var það ætlan mín að ræða hinn kristilega og húmaníska umfjöll- unarþátt Matthíasar um ýmsa forystumenn Sjálfstæðisflokksins, lífs eða liðna, hvað þá ég muni gjöra að umtalsefni þau „býsn“, að dr. Gunnari Thoroddsen skyldi takast að mynda starfhæfa ríkis- stjórn. Því síður mun ég ræða meintar ávirðingar dr. Gunnars Thoroddsen, því undirritaður tel- ur hann fullfæran um að svara fyrir sig, álíti dr. Gunnar Thor- oddsen grein Matthíasar Johann- essen svara verða. Matthías Johannessen telur stjórnmálaþróun undanfarinna missera á Islandi eiga sér hlið- stæðu í lýsingu Niccolos Machia- velli (1469—1527), á II principe (Furstanum), er hinn kunni stjórnmálafræðingur reit árið 1513. Þegar líður á grein Matthí- asar vex bölmóður hans svo, að er dregur nær greinarlokum kemst höf. að þeirri niðurstöðu „að nóg er af sturlungaöldinni í blóði okkar, þó að við séum ekki að pipra okkur upp með forskriftum furstans eftir Machiavelli, þann auma ítala“. Á hvaða forsendum skyldi Matthías Johannessen byggja dóm sinn um „þann auma Itala"? Fróðlegt verður að lesa svar skáldsins við þeirri spurningu. Það er alkunna, að aldalöng einangrun íslendinga gagnvart menningu þjóða meginlands Evr- ópu, s.s. Italíu, á sér ýmsar ástæður. Fyrst ber að nefna legu íslands, þá stjórnarfarslega stöðu landsins um nær sjö alda skeið og breytta stöðu kirkjunnar um og eftir siðaskiptin 1550. Á miðöldum höfðu kirkjulegar stofnanir á Islandi (biskupsstólar og klaustur) margvísleg samskipti við Rómar- kirkju, ýmist með eða án milli- göngu Niðaróss erkibiskups. Með siðaskiptunum og aftöku Jóns Arasonar rofna tengsl íslendinga og páfa, við tekur rétttrúnaður lúterskra. Þar sem mótmælendakirkjur Afmæliskveðja til Jósefínu og Wiggo Öfjord Taastrup — Danmörku í haust hitti ég vinkonu mína að norðan Guðrúnu Sveinbjörnsdótt- ur frá Hnausum í Þingi. Spjölluð- um við saman góða stund og barst þá í tal, að vinkona okkar Jósefína Öfjord búsett í Danmörku varð níræð í sumar. Mér þótti þetta ótrúlegt, því mér fannst ekkert skelfilega langt síðan ég mundi eftir henni í Gudmannsverslun á Akureyri, fallegri ungri stúlku á peysufötum með gildar fléttur. En svona líður tíminn hratt! Það var ekki um að villast þegar betur var að gáð, að Jósefína var orðin níræð og rúm hálf öld síðan hún flutti til Danmerkur. Mér þótti fyrir, að hafa ekki vitað þetta áður, þá hefði ég sent henni skeyti á afmælinu. En Guðrún sagði: Það skiftir ekki svo miklu máli þú sendir henni kveðju í Mogganum, þegar vel Iiggur á þér. Jósefína fær Moggann og fylgist með því helsta sem gerist hér heima, hún tekur ekki til þess þó kveðjan komi með seinni skipunum. Jósefína Öfjord er Húnvetning- ur að ætt og uppruna, fædd að Reykjum á Reykjabraut í Austur- Húnavatnssýslu þ. 18. júlí 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónasson Sigurðssonar bónda í Melrakkadal og víðar í Húnavatnssýslu, var Stefán hálf- bróðir Sigurðar á Svertings- stöðum, Hjartar í Saurbæ í Vatns- dal, Jónasar í Hlíð á Vatnsnesi, Þorbjargar í Reynihólum í Mið- firði og Jóns í Haga í Þingi, þess dugnaðar- og sómamanns. Áttu þessi sýstkini marga afkomendur, sem settu svip á umhverfi sitt. Kona Stefáns, móðir Jósefínu, var Margrét Eggertsdóttir Halldórs- sonar prests Ámundasonar að Melstað í Miðfirði. Kona Eggerts var Ragnheiður Jónsdóttir, Árna- sonar á Leirá í Borgarfirði. Stefán og Margrét hófu búskap í Litlu-Hlíð í Víðidal V-Hún. og við þann bæ var Stefán löngum kenndur. Litla-Hlíð var lítil jörð og hlunnindalaus, svo búskapur- inn var ungu hjónunum erfiður og börnunum fjölgaði ört. Jarðir lágu ekki á lausu um þær mundir, einnig var erfitt að koma sér fyrir í húsmennsku, en um annað var ekki að ræða, ekki síst ef menn höfðu börn í eftirdragi. Það var víðast þröng á þingi í gömlu baðstofunum á íslandi, þegar Stefán brá búi og flutti sig frá Litlu-Hlíð. Var húsmennskufólki oft þröng- ur stakkur skorinn og fóru þau hjón ekki varhluta af því. Áður en þau fluttu frá Litlu-Hlíð voru þau búin að koma börnum sínum fyrir hjá vandalausum, nema Halldór fór til frænda síns og nafna Halldórs Daníelssonar bæjarfóg- eta í Reykjavík og naut þar hins besta uppeldis, fékk að ganga menntaveginn, sem svo var kallað, fáir bændasynir nutu slíkra for- réttinda. Halldór varð læknir á ísafirði og víðar. Sjálfsagt hefðu hin systkinin þegið að ganga sömu braut, því öll voru þau vel gefin og mesta dugnaðar- og myndarfólk, en slíku var þá ekki til að dreifa. Því miður brestur mig kunnug- leika til að rekja slóð þeirra eftir að þau flytja frá Litlu-Hlíð. Um tíma munu þau hafa verið á Kornsá hjá Lárusi sýslumanni Blöndal, því Jósefína ber nafn sýslumannsdótturinnar Jósefínu Antoníu, en svo hét ein dóttir Lárusar Blöndal, giftist hún Jó- hannesi Jóhannessyni bæjarfóg- eta á Seyðisfirði síðar bæjarfógeta í Reykjavík. Þau hjón Stefán og Margrét hafa eflaust heillast áf heimilinu á Kornsá, sem þá var talið sérstakt í sinni röð. Hús- freyjan stjórnsöm og mikill dugn- aðarforkur, sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og sýslumað- urinn hið mesta Ijúfmenni, söng- og gleðimaður. Það var að sögn sjaldan gestalaus bær. Þangað sótti fólk söng og gleði auk annars munaðar, þar var ávallt vel veitt. Eymdi eftir að þessum gamla bæjarbrag meðan sýslumannsson- urinn Kristján lifði og bjó á Gilsstöðum. Þegar Jósefína fæðist eru for- eldrar hennar í húsmennsku á Reykjum á Reykjabraut í skjóli Egils föðurbróður Margrétar. Eg- ill var faðir hins merka manns Arnórs myndasmiðs, sem var brautryðjandi í því starfi. Yngsta barnið Egill er svo fæddur á Hólabaki í Þingi 1896. Þegar Jósefína er níu ára fara foreldrar hennar í húsmennsku að Þingeyrum með tvö yngstu börnin, Jósefínu og Egil til Hermanns Jónassonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, er þar bjuggu. Hafði Hermann sett þau skilyrði fyrir húsmennsk- unni, að Jón sonur þeirra sem áður hafði víða verið, réðist til sín sem vinnumaður um vorið. Á Þingeyrum var stór og mikill bær og margt um manninn. Bæjar- bragur var þar talsvert frábrugð- inn því sem fjölskyldan átti að venjast. í bréfi frá Jósefínu er skrifað „Kona Hermanns barst mikið á, vildi hafa hefðarbrag á heimilinu. Lítill klæðskeri kom með saumavélina sína á bakinu til Þingeyra á vorin og settist við að sauma fatnað á börnin, sem voru tvö, því þau áttu að vera fínni en annað fólk. En sökum íburðar og óhóflegrar eyðslu voru svo út- skornu postularnir og annað dýr- indi úr kirkjunni selt. Á Þingeyr- um undi Jósefína sér hið besta, enda er náttúrufegurð þar óvið- jafnanleg, miklir töfrar fylgja staðnum. En myrkfælin segist hún hafa verið, þegar hún vakti yfir vellinum á vorin því stór kirkju- garður var þar rétt norðan við bæinn, þar var fjöldi leiða, allt frá því klaustrið var á Þingeyrum, og svo voru tvö nunnuleiði rétt fyrir vestan garðinn og sneru öfugt, yfir þessu öllu hvíldi mikil dulúð. Ekki urðu þau hjón mosagróin á Þingeyrum, því eftir tvö ár hleypir Jón heimdraganum og fer með kunningja sínum, Magnúsi Jóns- syni á Sveinsstöðum og Magnúsi Þorlákssyni frá Vesturhópshólum vestur á Dýrafjörð og ráðast þeir að hvalstöð sem Norðmenn ráku þar. Kaupið var hærra en í sveitinni og svo hugðu þeir til utanferðar um haustið. Þegar Jón sagði upp vistinni á Þingeyrum var foreldrum hans ekki lengur til setú boðið. Eggert elsti bróðirinn var fyrir nokkrum árum fluttur til Akureyrar, hafði lokið trésmíða- námi hjá Jóni Chr. Stephánssyni, trésmíðameistara. Hvatti hann foreldra sína til að flytja norður, og það varð úr. Þau fluttu norður um vorið með Jósefínu og Egil. Eggert var alla tíð á Akureyri. Auk þess sem hann byggði þar fjölda húsa var hann þar slökkvi- liðsstjóri um langt árabil. Hann var ávallt mikils metinn. Þeir bræður Eggert og Jón tóku upp ættarnafnið Melstað, en frá Mel- stað í Miðfirði var móðurætt þeirra runnin. Sem kunnugt er var Jón í tugi ára stórbóndi á Hallgils- stöðum í Hörgárdal. Guðrún syst- ir Jósefínu er fædd á Galtanesi í Víðidal 1887 og alin upp á Ref- steinsstöðum. Hún giftist skag- firskum manni Ólafi Sýrmunds- syni, bjuggu þau á Stóru-Borg og Sigríðarstöðum í V-Hún., mikil myndarhjón. Eftir að flutt er til Akureyrar fæst Stefán við verkstjórn í vega- og brúargerð, man ég ekki betur en hann væri verkstjóri við Fnjóskárbrúna 1907, sællar minn- ingar. Var hún talin fyrsta stein- bogabrú í Evrópu. Jón Þorláksson sem þar var landsverkfræðingur, síðar ráðherra, sá um brúarsmíð- ina. Fyrsta sumarið á Akureyri er Jósefína, þá 12 ára, send til Siglufjarðar til þess að gæta barna prestshjónanna á Hvann- eyri sr. Bjarna Þorsteinssonar og frú Sigríðar. En sem kunnugt er var frú Sigríður dóttir Lárusar Blöndal sýslumanns á Kornsá. Af kynnum sínum við þetta góða fólk, þegar það var á Kornsá, hefur hún trúað Jósefínu best fyrir börnum sínum, þótt ung væri. Jósefína var skyld sr. Bjarna í móðurætt. Á Hvanneyri var Jósefína í þrjú sumur, en sat í barnaskólanum á Akureyri að vetrinum. Hún er mjög vel gefin og reynir að afla sér þeirrar menntunar sem völ er á hverju sinni. Ennþá skrifar hún mjög vel og réttritunin er slík, þó hún hafi verið langdvölum ytra, að hún stendur þar framar mörgum langskólagengnum lærdómsmanni nú á dögum. Þegar ég var barn og unglingur á Akureyri sá ég oft þessa fjölskyldu. Þetta voru góðir Húnvetningar, sem komu á Hún- vetningamótin hjá Boga Daníels- syni veitingamanni. Móðir mín sótti dyggilega þessi mót og lofaði okkur krökkunum með sér. Hún unni mjög Húnavatnssýslunni, einkum þó Vatnsdalnum, hvergi var grasið grænna en í þeim dal, né fífan hvítari, að ég nú tali ekki um svanina á litlu tjörninni fyrir neðan túnið á Helgavatni, þeir áttu enga sína líka. Á þessum mannfundum sá ég fyrst fjöl- skylduna frá Litlu-Hlíð. Þegar tímar liðu var Jósefína við afgreiðslustörf í Gudmanns- verslun á Akureyri, það þótti ein glæsilegasta verslun í bænum, einkum var það falleg álnavara sem freistaði manns þar. Oft lá leiðin inn í þá búð til að skoða og jafnvel kaupa eitthvað lítilræði, sem erfitt var að standast. Var Jósefína ávallt jafn glöð og elsku- leg í viðmóti og fús á að sýna varninginn þó lítið væri keypt. Gudmannsverslun rak saumastofu á loftinu fyrir ofan búðina, þar voru saumuð hin fegurstu karl- mannsföt. Akureyringar vildu ganga vel til fara, og því var vandað til saumastofunnar. Einn góðan veðurdag kom fínn klæð- skerameistari frá Danmörku, sett- ist hann að þarna á loftinu og tók við stjórn á saumastofunni. Hann hét Wiggo Hansen, fríður ungur maður og ljúfur í viðmóti. Ekki leið á löngu þar til það fór að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.