Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
„Barnið er ekki „eign“ foreldra sinna
heldur sjálfstæður einstaklingur.
Samfara aukinni áherzlu á hagsmuni
barnsins, er nú farið að líta öðrum
augum á réttindi barna gagnvart
foreldrum sínum“, úr framsöguerindi
á ráðstefnunni.
en engar lagareglur eru til um það
hvernig eigi að haga uppeldi
barna. Inn í rétt og skyldu til
uppeldis og umönnunar barns
grípur m.a. heilbrigðislöggjöfin og
skólalöggjöfin. I uppeldisskyld-
unni felst skylda til menntunar,
hæfileikaþroskunar, eftirlits, viss
aga í uppeldisskyni (takmarkaður
af ákvæðum barnaverndarlaga og
refsilöggjafarinnar), nafngjöf,
ákvörðun um dvalarstað barns, og
fleira.
Þá ræddi Guðrún um mismun
sem gerður væri á forsjárskyldum
og réttindum foreldra skilgetinna
og óskilgetinna barna í lögum, og
takmarkanir á forsjá (lög um
vernd barna og unglinga, almenn
hegningarlög, lög um grunnskóla,
heilbrigðislöggjöf, lög um ráðgjöf
og fræðslu varðandi kynlíf og
barneignir og um fóstureyðingar
og ófrjósemisaðgerðir, lög um
ættleiðingu, trúfélög, og fleira),
sjálfsákvörðunarrétt barna, fram-
færsluskyldu foreldra skilgetinna
og óskilgetinna barna, fjárhald
barna, fyrirsvar í dómsmálum, og
réttarstöðu barns gagnvart öðrum
en foreldrum, m.a. um barna-
verndaryfirvöld og úrræði þeirra,
skaðabótaábyrgð barna og ábyrgð
foreldra og annarra forsjármanna
barna og nýjar stefnur varðandi
réttaröryggi barna. í lok erindis
síns sagði Guðrún að í því frum-
varpi til barnalaga sem lengi
hefur legið fyrir Alþingi, væru
ákvæði sem tryggðu betur rétt,-
arstöðu barna gagnvart foreldrum
sínum, en nú væri, því tekið væri
tillit til sjálfsákvörðunarréttar
barnsins og hvatt til samráða
foreldra og barna. Ef rétt yrði
með farið, mundi frumvarpið leiða
til þess að viðhorf fullorðinna
gagnvart börnum breyttist á þann
veg, að þeir gerðu sér grein fyrir
því, að barn er einstaklingur sem
á rétt á að tillit sé til hans tekið og
réttindi hans yrðu ekki fótum
troðin.
II. Heimilið
og fjölskyldan
Björg Einarsdóttir skriístofu-
maður flutti erindi undir þessu
heiti um gildi fordæmis. Björg
sagði m.a. að þegar um efni
ráðstefnunnar væri fjallað hlytum
við að spyrja okkur, hvers vegna
við viljum stuðla að því, að ábyrgð
foreldra á börnum sínum verði
sem jöfnust. Með lögum nr. 78/
1976 um jafnan rétt og skyldur
karla og kvenna á öllum sviðum
þjóðfélagsins hafi stefnumið
KRFI raunverulega náð fram að
ganga. En það sé vitað mál að
lagabókstafuririn einn sér nái ekki
tilgangi sínum til fullnustu, ef
viðhorf fólks fyjgja ekki eftir. Það
sé starf KRFÍ á næstunni að
raungera þessi sjónarmið. Skilyrði
atvinnuþátttöku, — eins og hún
gerist með hverri þjóð og frelsi til
að mennta sig og velja starf, væri
eitt af grundvallaratriðunum til
að ná jöfnum rétti og jafnri
ábyrgð kvenna og karla.
Forsjá og ábyrgð á börnum væri
e.t.v. ánægjulegasta viðfangsefni
fullorðins fólks, en samtímis sú
mesta skuldbinding, sem fólk tek-
ur á sig. Mest öll innri ábyrgð á
heimili og fjölskyldu hafa fallið í
hlut kvenna og öll verkaskipting
milli karla og kvenna, fram undir
okkar daga, stuðlaði að því að svo
væri. Við þau umskipti að konur,
að eigin ósk eða tilneyddar af
fjárhagsástæðum, fari á síðari
tímum að starfa utan heimilis,
taka þær að axla ábyrgðina af
tekjuöfluninni, án þess að af þeim
væri létt, svo nokkru næmi, þeirri
ábyrgð sem þær bera á börnum og
heimilishaldi. Skilyrði þess að
báðir foreldrar geti notið sin við
störf utan heimilis væru þau að
KRFÍ, — ráðstefna
um jafna foreldraábyrgð:
„Viðhorfsbreytinga er þörf
á heimilum og vinnumarkaði
á ábyrgð foreldra á uppeldi
og umönnun barna sinna"
Kvenréttindafélag íslands hélt s.l. laugardag ráð-
stefnu um „Jafna foreldraábyrgð“. Ráðstefnuna sóttu
tæplega hundrað manns, en til hennar var boðið
einstaklingum og fulltrúum félagasamtaka, vinnumark-
aðar og stjórnvalda og var áhugamönnum um þetta efni
opinn aðgangur.
Flutt voru átta framsöguerindi og að þeim loknum
var unnið í hópum og í lokin fóru fram almennar
umræður. I lok ráðstefnunnar var eftirfarandi ályktun
samþykkt: „Ráðstefna KRFÍ um jafna foreldraábyrgð,
haldin að Hótel Borg 23. febrúar 1980, beinir þeirri
áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um, að
frumvarp til barnalaga, sem lagt hefur verið fyrir 102.
löggjafarþing 1979—1980 og fyrst kom fram á Alþingi
1976, verði nú þegar tekið til formlegrar meðferðar og
afgreiðslu þess hraðað eins og frekast er kostur.“
Var það samdóma álit ráðstefnugesta, að þegar leitað
væri leiða til jafnrar ábyrgðar foreldra, skyldi velferð
barna ævinlega höfð að leiðarljósi.
Hér á eftir fer hluti úr erindum þeim sem flutt voru á
ráðstefnunni, en í ályktun Sameinuðu þjóðanna um
barnaárið var sérstaklega vakin athygli á þessu
umfjöllunarefni ráðstefnunnar. Undirbúningur ráð-
stefnunnar var í höndum Esterar Guðmundsdóttur og
Jör.ínu Guðnadóttur,
I. Loggjof í
sögulegu samhengi
Fyrsti framsögumaður var Guð-
rún Ene^ttlr dóse"t og fjall-
aði hún um löggjöf i e^u
samhengi. Lét Guðrún þe99 getið í
byrjun, að ekki væri unnt að gera
tæmandi grein fyrir réttarstöðu
barna í stuttu framsöguerindi og
takmarkaði hún því efnið við að
lýsa réttarstöðu barna gagnvart
foreldrum sínum og ábyrgð for-
eldranna gagnvart þeim og jafn-
fjallaði hún um það frum-
varp til barnalaga, sem legið hefur
fyrir Alþingi frá árinu 1976.
Guðrún sagði m.a. að í lögfræði-
ritum hefði lítið verið skrifað um
réttindi og réttaröryggi barna.
Börnin væru minni máttar í aug-
um laganna, vegna smæðar sinnar
og valdaleysis, sem gerði að verk-
um, að hagsmunir barna ættu á
hættu að verða fyrir borð bornir.
Refsilöggjöfin væri t.d. eina laga-
verndin, sem börn hefðu gegn
misþyrmingum af hálfu foreldra
sinna.
Breytt staða fjölskyldunnar úr
bændasamfélagi í iðnaðarþjóðfé-
lag gerði það að verkum, að
einangrun fjölskyldunnar væri
rofin. Þjóðfélagið tæki að sér æ
fleiri þætti, sem áður voru inntir
af hendi af fjölskyldunni. Uppeldi
og umönnun barna væri þó enn
eitt aðalhlutverk fjölskyldunnar.
Nú yrði fjölskyldan fyrir sam-
keppni úr ýmsum áttum, — frá
skólum, fjölmiðlum, kvikmynda-
húsum, skemmtistöðum, auglýs-
ingum o.fl. Þannig hefði starfsemi
fjölskyldunnar breytzt. Togað
væri i hvern fjölskyldumeðlim úr
ýmsum áttum og það veikti sam-
stöðu fjölskyldunnar. Foreldrar
gætu ekki fylgzt eins vel með
börnum sínum og áður fyrr og
fylltust öryggisleysi í uppeldis-
starfi sínu, en þjóðfélagið hefði
samt sem áður’ áhuga á að við-
halda fjölskyldunni sem þjóðfé-
lagsstofnun og vildi einnig vernda
þá, sem eru minni máttar.
I barnalöggjöf hefði frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar mest
borið á eftirfarandi hugmyndum: I
fyrsta lagi, að tryggja jafnrétti
kynjanna að því er varðar forsjá
fyrir börnum. í öðru lagi hefði
verið stefnt að þvi að afnema alla
mismunun á skilgetnum og óskil-
getnum börnum og í þriðja lagi
væri nú viðurkennt í ríkum mæli,
að barn sé ekki „eign“ foreldra
sinna heldur sjálfstæður einstaki-
ingur og samfara aukinni áherslu
á hagsmuni barnsins, væri nú
farið að líta öðrum augum á
réttindi barna gagnvart foreldrum
sínum.
Síðan ræddi Guðrún um hug-
takið forsjá barna. Samband for-
eldra og barna tækni nú fremur
mið af skyldum foreldranna og
ábyrgð heldur en valdi og yfirráð-
um. I samræmi við starfsemi
fjölskyldunnar í dag hefðu for-
eldrar bæði réttindi og skyldur
gagnvart börnum sínum, sem þeir
ættu að beita með hagsmuni
barnanna fyrir augum. Hugtakið
foreldravald, sem víða kæmi fyrir
í íslenzkum lögum ætti því ekki
lengur rétt á sér.
— í forsjá felst réttur til að
taka á persónulegum málefnum
barns, — hagsmunir barnsins eiga
að vera þar í fyrirrúmi. Þá felst í
forsjá skylda til að ala barnið upp,
% m
*#* #*##«*:»#
| «* *-*•* **•* * ## * »•* •* * t * »
m tW1* * - #m i
w*.
* #
1
í
■