Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
19
Unnið við pökkun á kartöfium. Leiðin er löng og áfallasöm frá
garðlandinu til neytandans.
Ljósm.: Agnar Guðnason.
Svona geta kartöflur skaddast i hranalegri vél-upptöku.
Eðvald B. Malmquist yfirmatsmaður garðávaxta:
Kartöfluframleiðsl-
an þarf að breytast
Þörf er á skipulagi
og meiri leiðbeiningum
Kartöfluræktin hefur um árabil
verið fremur hornreka í landbún-
aðinum hvað varðar leiðbeiningar
og raunhæfar tilraunir í ræktun
og meðhöndlun framleiðslunnar.
En þegar litið er nánar eftir þá
kemur einmitt í ljós að þessi
búgrein hefur orðið mjög hart úti
ef svo má segja vegna m.a. auk-
innar sjúkdómshættu, kaldara
tíðarfars, byltingar í vélvæðingu
við ræktunarstörfin, og síðast en
ekki síst verður framleiðslan fyrir
margvíslegum áföllum í geymslu,
pökkun og dreifingu yfirleitt.
Þessar gjörbreyttu aðstæður frá
því sem var fyrir 15 til 20 árum
hafa stuðlað beint og óbeint að
margvíslegum erfiðleikum sem
torvelt hefur reynst að yfirstíga,
og mun ég hér leitast við að koma
frekar inn á nokkur þau atriði.
Geymsluþol fer
versnandi í kartöflum
Til að skýra ofurlítið nánar
hvað breytingin er raunverulega
ótrúlega mikil, hvað geymslukvilla
varðar, þá er eðlilegast að gera
nokkurn samanburð á því hvað
var og því sem er í dag í þessum
efnum.
Á árunum 1958 til 1965 tók
Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins til geymslu beint frá bændum
meira eða minna magn af kartöfl-
um, hvert haust eftir því sem þörf
var á, og geymdi í Jarðhúsunum í
7 til 8 mánuði til dreifingar fram á
næsta vor.
Á þessum tíma voru það lang-
mest Rauðar íslenskar eða Ólafs-
rauðar sem ræktað var og Gull-
auga.
Kartöflurnar geymdust yfirleitt
ágætlega og rýrnum varð lítil ef
þær voru heilbrigðar á annað
borð. Af 70 til 80 framleiðendum
mátti gera ráð fyrir að það væru 3
til 4 er stöngulsýki fannst hjá og
hjá þeim varð að sjálfsögðu meira
og minna tjón á uppskerunni.
Nú aftur á móti að 20 árum
liðnum eða svo, þá bregður svo við
að ef teknar eru kartöflur til
geymslu frá þessum sömu ræktun-
arsvæðum og settar í Jarðhúsin,
að þá koma sveppa- og rotnun-
arskemmdir fljótlega fram í þeim,
m.ö.o. ýmiskonar geymslu-sjúk-
dómar.
Þessu hefði vart verið hægt að
trúa ef staðreyndirnar töluðu ekki
sínu máli. Það atvikaðist svo að nú
fyrir 3—4 árum þegar kartöflur
voru ekki niðurgreiddar af ríkis-
sjóði, þá vildi sum heimili verða
sér úti um góðar kartöflur að
haustinu, sem þau síðan settu til
geymslu í leiguhólf sitt í Jarðhús-
unum við Ártúnshöfða. Þetta fólk
kom beint í Grænmetisverzlun
landbúnaðarins og valdi sér einn
eða fleiri poka til vetrarforða.
Oftast voru það Rauðar íslenskar
eða „Ólafsrauður" sem varð fyrir
valinu. Fljótt á litið virtust þessar
kartöflur lítið skaddaðar. En við
nánari athugun kom í ljós að
hýðisskemmdir voru nokkrar og
fleiri áverkar sáust ef grannt var
skoðað.
En hvað um það, þá kom
fljótlega í ljós að þessar kartöflur
þoldu ekki venjulega geymslumeð-
ferð og urðu brátt óhæfar til
neyslu.
Enn í dag leigir Grænmetis-
verzlunin einstaklingum kartöflu-
hólf í Jarðhúsunum og hefur það
verið vinsæl þjónusta, sem fólk er
þakklátt fyrir. Þeir sem sjálfir
rækta til heimilis hafa einkum
nýtt sér þetta.
I langflestum tilfellum geymist
þessi heimilisræktun ágætlega í
8—9 mánuði, eða fram á sumar.
Það má því ljóst vera að þær
kartöflur okkar, sem nú eru rækt-
aðar við hin almennu skilyrði eins
og þau gerast í dag hjá kartöflu-
ræktarbændum, eru ekki jafn góð-
ar til geymslu og áður var. Hér
hefur orðið ótrúleg breyting á til
hins verra. Hver svo sem orsökin
kann að vera.
Þess ber að gæta að kartaflan er
þroskamikill ávöxtur en að sama
skapi viðkvæmur í ræktun og
meðförum.
Varúð við uppskerustörfin
ráða miklu um góða
kartöfluframleiðslu.
Meðhöndlun á kartöflum fyrir
almennan markað er vinnufrek og
vandasöm. Þar verður að hafa
hugfast að uppskeran verður aldr-
ei annað en gölluð vara ef fram-
leiðslan verður fyrir hnjaski og
áföllum í upptöku og eftir það.
Geymsluþolið verður mjög tak-
markað, sérstaklega verður þetta
áberandi, fljótt eftir að farið er að
hreyfa kartöflurnar, flokka þær
og vinna við að koma á markað.
Oftast er það svo að í góðum
geymslum ber ekki á dvínandi
geymsluþoli eða lakari bragðgæð-
um í kartöflum fyrr en farið er að
vinna við þær, flytja þær til og því
um líkt.
Það má teljast eðlilegt, miðað
við þá stórkostlegu ræktunarbylt-
ingu sem orðið hefur í kartöflu-
rækt, aðeins á örfáum árum, að
mörg vandamál komi til.
Það eru alltof margir ræktend-
ur, sem enn eru ekki orðnir „dús“
við vélvæðinguna, og þess vegna
verður oft stórtjón fyrir bændur,
en á markaði verður léleg vara.
Margir bændur eru of seinir að
trúa því í raun að þeir séu að
vinna sér skaða með hroðvirknis-
legri vélaupptöku.
Eg veit að oft á tíðum er það
tíðarfar og tímaleysi sem á sinn
þátt í því að ekki er ætíð staðið á
sem hagkvæmastan hátt að upp-
skerustörfum, en sama samt, tjón-
ið er að því hlýst er oft ómetan-
legt. Sú vara sem einu sinni
verður fyrir skakkaföllum verður
aldrei annað en gölluð og skemmd
vara.
Sé upptakan misheppnuð þarf
ennfremur margfalda vinnu við
flokkun kartaflanna og frágang og
þó er undir hælinn lagt hvort
hægt er að lagfæra þær þannig að
söluhæfar verði.
Þó enn séu þeir margir sem
gæta ekki fyllstu varúðar með
vélaupptöku, þá hefur orðið stór
framför hin síðari ár hvað þetta
snertir. Flestir bændur hafa lagt
sig fram um að stilla vélar og
upptökuhraða á sem nákvæmast-
an hátt til að koma í veg fyrir
upptökuskemmdir, s.s. hýðisflögn-
un; mar og sköddun á kartöflum.
I þessu sambandi er rétt að
benda á að fyrir aðeins 5 til 10
árum var ræktun á Gullaugakart-
öflum hér sunnanlands lítið
stunduð vegna þess fyrst og
fremst að þær þoldu ekki vélaupp-
töku, eins og þá var háttað.
Nú aftur á móti eru þær mikið
ræktaðar og svo, að það er ástæða
til að benda kartöflubændum á að
auka fremur ræktun á Rauðum
íslenskum aftur því þær eru al-
mennt vinsælli. Þá vantar ætíð á
markað Bintje-kartöflur (stórar)
eða önnur hvít afbrigði er henta
betur í bökun, franskar — o.s.frv.
Þurr veðrátta við
uppskerustörfin
nauðsynleg
Það er margt sem bendir til þess
að sé uppskeruvinnan framkvæmd
í rigningu og bleytutíð þá fari
kartöflurnar mjög illa. Hýði
flagnar af, þær merjast frekar og
skaddast. Sandur og grófari jarð-
vegsagnir loða við vélarnar og
Eðvald B. Malmquist
Stórvirkar kartofluupptökuvélar. Með þessum vélum er tekið upp
úr hálfum til einum hektara á dag. Ljósm.: Agnar Guðnason.
kartöflurnar sjálfar. Við slíkar
aðstæður fær uppskeran oft þá
þolraun sem erfitt er að bæta í
flokkun og meðförum síðar, varan
verður aldrei það sem hún þarf að
vera sem góð neysluvara.
Þarna er kominn fyrsti orsaka-
valdurinn fyrir dvínandi geymslu-
þoli og lakari framleiðslu yfirleitt.
Þessir erfiðleikar í upptöku eru
meira áberandi á þeim ræktunar-
svæðum sem hafa hreina sand-
garða eða mjög sandríkan jarðveg
í ræktun sinni.
Það verður því að teljast afar
áríðandi að bændur leitist við eftir
megni, að taka uppúr görðum
sínum í sem þurrustu veðri.
Hýðið er varnarhjúpur kartöfl-
unnar og ver hana fyrir óæski-
legum utanaðkomandi áhrifum.
Ef þessi hjúpur er eyðilagður,
brostinn, þá er af eðlilegum
ástæðum margvíslegum hættum
boðið heim, uppskeran er þá kom-
in í stórhættu sem erfitt er að
sigla hjá.
Því er það að bændur sem láta
kartöflurnar ekki flagna í upp-
töku, þeir koma yfirleitt líka með
á markað góða vöru hvað áferð og
bragðgæði áhrærir.
Að hið votviðrasama tíðarfar
hefur áhrif sunnanlands um upp-
skerutímann er augljóst, en þó
verður að telja að þar sem jarð-
vegur er minna sandborinn þá sé
útkoman mun hagstæðari hvað
þessu viðvíkur.
Eyfirskar kartöflur eru langoft-
ast með óskaddað hýði og þar með
eðlilega áferð. Mun þetta stafa af
því að norðanlands er þurrari
veðrátta um uppskerutímann en
þar kann þó einnig að koma til
ólík jarðvegsblanda.
Geymsluþol og meðferð norð-
lenskrar framleiðslu í dreifingu
verður því mun auðveldari en oft
vill verða með kartöflur af Suður-
landi.
Hér hefur lauslega verið drepið
á nokkra þá galla er hafa fram-
komið í kartöflurækt og með-
höndlun þeirra undanfarin ár.
En að mörgu fleiru þarf að
hyggja ef vel á að takast með
dýrmæta framleiðslu og mikil-
væga matvöru, s.s. sekkjun, þurrk-
un uppskerunnar og því um líkt.
Reyndir kartöflubændur standa
hér yfirleitt rétt að verki, og
sannarlega þarf hér natni og
aðgát. Það kemur best í ljós hjá
þeim er þekkja nóg til þessara
ræktunarmála.
Það er alltof algengt að í
búgreinina bætist nýliðar, sem
ætla sér að hafa gott uppúr
kartöflurækt án þess að þekkja
þar vandamálin.
Það er engu líkara en margir
haldi að það sé lítill vandi að
rækta kartöflur, það sé aðeins að
hefjast handa. Skóli mistakanna
verður því oft dýr hjá þessum
ræktendum.
Sem dæmi má nefna, að það eru
algeng mistök hjá þessum hópi
kartöfluframleiðenda að taka
hranalega upp, keyra of hratt með
vanstilltar vélar. Þurrka uppsker-
una í sól, eða of mikilli birtu.
Kartöflurnar verða grænar eða
brúnar á hýði ef þær hafa marist í
upptöku o.s.frv.
Þá gleyma þessir áhugabændur
oft á tíðum að gæta náið í
kartöflugeymslurnar fyrst á
haustin meðan uppskeran er að
ryðja sig og jafna eftir upptökuna.
Þegar á svo til að taka að búa
vöruna til sölu þá hefur votrotnun
ef til vill breiðst út með tilheyr-
andi fylgikvillum og ýmsum
geymslusjúkdómum.
Kartöflurækt er vandasöm
búgrein ekki síður en margar
aðrar. Hún þarfnast þekkingar og
starfsreynslu. Aðstaðan er erfið,
bæði hvað varðar ræktun og
dreifingu, það er kunnara en frá
þarf að segja.
En ef við lítum aðeins til baka
að þeim áfanga í kartöflufram-
leiðslunni, að flokka hana til sölu,
þá er aftur meginatriðið þetta:
Hefur tekist að vernda uppsker-
una áfallalaust? Er hún heilbrigð
og fersk neysluvara? Ef svo er, þá
er leikur einn að ganga frá henni
til sendingar á markað.
Og hafi' þetta tekist, þá er það
forvinnan og starfið að uppsker-
unni sem úrslitum réði.