Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 3 608 Verðbólgan síð- astliðin tíu ár LÍNURIT þetta sýnir þróun verðbólgunnar síðustu 10 árin, hækkun írá upphafi hvers árs tíl ársloka miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Athygli- verðastir eru þrír punktar í linuritinu, verðbólgan árið 1971, sem var aðeins 1,7%, verðbólgan 1974, sem var 50,2% og verðbólgan á síðasta ári 60,8%, sem er langmesta verð- bólga, sem verið hefur hér á landi. Um leið og línuritið er skoðað er vert að hafa í huga, hvaða ríkisstjórnir hafi verið við völd þessi 10 ár. Fyrstu árin og fram á haust 1971 var viðreisnar- stjórn, er ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar tók við af ráðuneyti Jóhanns Hafstein. Vinstri stjórn Ólafs fór síðan frá á haustdögum 1974, er ráðuneyti Geirs Hall- grímssonar tók við. Haustið 1978 tók síðan við nýtt ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar, sem fór frá í nóvember síðastliðnum. Stjórn SVR: Rætt um ungversku vagnana en engin ákvörðun tekin Stjórn Strætisvagna Reykja- víkur kom í gær saman til fundar þar sem rætt var um vagnakaup, sem SVR hyggst ráðast í nú á æstunni. Að sögn Sigriðar Ás- geirsdóttur, sem á sæti í stjórn SVR, var einungis rætt um tilboð frá Ikarus í Ungverjalandi, en ekki var tekin nein ákvörðun um vagnakaup. Sigríður Ásgeirsdóttir kvað á fundinum hafa verið rætt um skýrsluna, er Ungverjalandsfar- arnir höfðu gefið þar sem þeir greina frá kostum og göllum ungversku vagnanna. Sagði hún hafa komið fram á fundinum að enginn hefði séð þá vagna sem tilboðið kveður á um, en sýndir hefðu verið vagnar, sem væru nokkuð svipaðir. Sigríður kvað undarlegt að aðeins skyldi hafa verið rætt um þetta eina tilboð í gær, en á næsta fundi, sem verður á mánudag, verður rætt um öll tilboðin og hugsanlega tekin ákvörðun um vagnakaup, sem hún kvað nú mjög brýnt tímans vegna. Evrópufargjöld Flugleiða hækka um mánaðamótin Millilandafargjöld Flugleiða á Evrópuleiðum munu hækka hinn 1. apríl n.k. um 18,8%, en eins og frá hefur verið skýrt í Mbl. hafa bandarisk flugfélög fengið heim- ild til 8% hækkunar fargjalda á Norður-Atlantshafsleiðinni frá 1. apríl. Fargjöld Flugleiða á Am- eríkuleiðinni hækkuðu hins veg- ar 10. marz sl. og munu ekki hækka hinn 1. apríl. Sem dæmi um hækkunina má nefna að almennt sérfargjald til London er nú kr. 146.900 en verður frá 1. apríl kr. 174.500 og almennt sérfargjald til Óslóar er nú kr. 156.500 en fer í kr. 186.000 og eru þessar hækkanir um 18,8%. Hækkanir þessar stafa bæði af hækkandi eldsneytiskostnaði og hækkuðum innlendum tilkostnaði. Alþjóðsamtök flugfélaga IATA, hafa sótt um leyfi til að hækka fargjöld sjálfkrafa í samræmi við hverja eldsneytishækkun, en ekki er ljóst hvort sú tillaga nær fram að ganga. Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Niðurtalningin kemst fram án styrjaldar við verðlagsráð „ÉG HEF nú verið að athuga það frá því álit verðlagsráðs barst, hvaða aðferð verður höfð við þetta. Ég kæri mig ekkert um neina styrjöld við verðlagsráð vegna þessa máls. Mitt kappsmál er að það verði farið eftir niðurtalning- unni, en setning reglugerðar út af fyrir sig er mér ekkert hjartans mál,“ sagði Tómas Árnason við- skiptaráðherra, er Mbl. spurði hann i gær um viðbrögð hans við andmælum verðlagsráðs gegn reglugerðarsetningu um fram- kvæmd niðurtalningar verðlags samkvæmt málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. Tómas sagði, að ýmsar leiðir kæmu til greina til að hrinda þessu í framkvæmd. Ein væri sú, að ríkis- stjórnin afgreiddi mál hverju sinni, en hann kvaðst hins vegar ekki hafa áhuga á þeirri leið. Önnur leið væri að ríkisstjórnin gerði samþykkt, sem síðan yrði send verðlagsráði til leiðbeiningar. „Þetta er ekkert dagaspursmál," sagði Tómas, „ég reikna með því að það verði unnið að málinu yfir helgina og geri ráð fyrir því, að það verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn." Tómas kvaðst eindregið þeirrar skoðuna, að hann hefði getað sett reglugerð um þetta mál. „Að mínu mati eru fullkomnar stoðir til þess í lögum um kjaramál frá 1978, en hins vegar taldi ég rétt, fyrst verðlagslög- in voru sett síðar og verðlagsráð tók til starfa samkvæmt þeim, að leita álits þess á málinu. I heild get ég vel sagt, að ég er á þeirri skoðun að þetta sé öðrum þræði pólitískt mál fyrir verðlags- ráði. En það er engan veginn mín meining að fara að heyja styrjöld gegn því. Þetta mál kemst ágætlega fram án þess.“ í tilefni af útkomu sumaráætlunar Júgóslavnesk ítölsk hátíð Hótel Sögu sunnudagskvöld 16. marz. Kl. 19.00 Húsiö opnaö — afhending ókeypis happdrættis- miöa (Útsýnarferð o.fl.) og sala bingóspjalda (vinningar 1 milljón króna). Hressandi lystaukar á börunum. Kl. 19.30. Afmælisveizlan hefst stundvíslega Gigot N D’agneau Citronella meö tilheyrandi aö hætti franska^ matreiðslumeistarans. . Verö aðeins kr. 6.000- afmælishátíð með glæsibrag ókeypis frörtsk i'.mvatns- sýnishorn frá Snyrtivörum h.f. handa matargestum. Skemmtiatriði: ★ Danssýning: Fimir fætur. Sýningarflokk- ur frá Dansskóla Sigvalda sýnir stepp o.fl. dansa. ★ Snyrti- og hár- greiðslusýning: Hárgreiðslu- og snyrtimeist- arar frá Bylgjunni, Kópavogi sýna nýjustu tízkulínu. ★ Tizkusýning: Model 79 sýna tízkufatnað frá Herraríki og Verðlistanum. ★ Myndasýning: Kvikmynd frá Portoroz baöstaðnum vinsæla í Júgóslavíu, sýnd í hliðarsal ★ Ferðakynning: Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri Útsýnar kynnir nýút- komna, fjölbreytta og stór- glæsilega sumaráætlun Út- sýnar með fjölda ódýrra ferðamöguleika í allar áttir. ★ Spurningaleikur: Spennandi keppni — glæsi- leg verðlaun m.a. Útsýnarferð. Valin verða Dama og Herra kvöldsins — ferðaverðlaun. ★ Fegurð 1980: ★ Diskótek: c Forkeppni Ungfrú Útsýn 1980. Ljósmyndafyrirsætur á aldrinum 17 — 25 ára verða valdar úr hópi gesta. 10 — 12 stúlkur fá ferða- verðlaun — Útsýnarferð, — síöustu forvöð. Þorgeir Astvaldsson kynnir. ★ Ferðabingó: Glæsilegt ferðabingó. Út- sýnarferðir að verðmæti 1 milljón. ★ Dans til kl. 01.00 — hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkon- unni Maríu Helenu koma öllum í stuð. Missiö ekki af glæsilegri, ódýrri skemmtun í sérflokki — aðgangur ókeypis aðeins rúllugjald og heimil öllu skemmtilegu fólki, sem kemur í góóu skapi og vel klætt. Boröapantanir hjá yfirþjóni eftir kl. 16.00, símar 20221 og 25017. ' ' ' ' j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.