Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Stenmark er óviðjafnanlegur • óskar Jakobsson kringlukastarinn og kúluvarparinn snjalli ræðir atriði kastgreinanna við þjálfara sinn á æfingu í Austin i Texas fyrir skömmu. Ljósm. F.Þ.Ó. Ó§kar vantar 4 sm í Olympíulágmarkið Tvöfalt hjá Olafi AKUREYRARMÓT á skíðum var haldið að nokkru leyti um síðustu helgi, ekki að öllu leyti. þar sem hætta varð keppni í eldri flokkum karla og kvenna vegna veðurs. Keppni tókst þó að ljúka í fjórum fiokkum og urðu úrslit sem hér segir: Svig 15—16 ára drengja: 1. Ólafur Harðarson KA75.42 2. Bjarni Björnsson Þór 77,56 3. Samúel Björnss. KA 80,15 Stórsvig 15—16 ára drengja: 1. Ólafur Harðars. KA 104,80 2. Bjarni Björnss. Þór 105,28 3. Samúel Björnss. KA 105,36 Svig 13—15 ára stúlkna: 1. Hrefna Magn. KA 86,65 2. Signe Viðarsd. KA 89,23 3. Lena Hallgr. KA 92,24 Stórsvig 13—15 ára stúlkna: 1. Lena Hallgr. KA 110,04 2. Signe Viðarsd. KA 114,81 3. Ásdís Frím. KA 115,92 sor. Pór — Týr í kvöld ÞÓR Vestmannaeyjum og Týr mætast í 2. deild ís- landsmótsins í handknatt- leik í kvöld og hefst leikur- inn klukkan 20.00. Þórsiiðið á sér varla viðreisnar von í 2. deild, cr neðst með 2 stig. Eru viðbrigðin mikil frá siðasta keppnistímabili, er liðið lék aukaleiki við HK um sæti í 1. deild. Nú blasir 3. deildin við. Týr hefur á hinn bóginn spjarað sig vel í 2. deild, en liðið er nú í fyrsta skipti svo ofarlega í stiganum. íslandsmót í júdó SEINNI hluti íslandsmóts- ins í judo verður sunnudag- inn 16. mars í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14. Verður þá keppt í opnum flokki karla (án þyngdar- takmarkana). og cr búist við þátttöku allra sterkustu judomanna landsins úr þyngri flokkunum. Þá verður einnig keppt í kvennaflokki og í þyngdar- flokkum unglinga 15 — 17 ára. íslands- mót í badminton ÍSLANDSMEISTARAMÓT 1980 verður haldið 29. og 30. mars í íþróttahöllinni Laug- ardal. Ilefst mótið kl. 10 f.h. laugardaginn 29. mars með setningu. Undanúrslit í meistara- flokki fara fram kl. 10 f.h. sunnudaginn 30. mars og úrslit í báðum flokkum sama dag kl. 14.00, Keppt verður í meistara- flokki, A-flokki og öðlinga- flokki í öllum greinum karla og kvenna. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist B.S.Í. fyrir 19. mars n.k. og skal senda hjálagt greiðslu fyrir þátt- tökugjöld. Rétt til þátttöku hafa þeir sem vcrða 16 ára á árinu. Keppendur geta aðeins keppt í einum fiokki. Ingimar Stenmark vann sinn sjötta stórsvigssigur í vetur, er hann sýndi mikla yfirburði í síðustu stórsvigskeppni heims- bikarsins í vetur. Fékk Stenmark besta tímann í báðum ferðum og var samanlagt með 1,55 sekúnd- um betri tíma heldur en næsti maður sem var Joel Gazpos frá Sviss. Stenmark bætti þó ekkert við sig í stigakeppninni, ein- hverra reglna vegna, Andreas Wenzel stendur þar með pálm- ann í höndunum þrátt fyrir að hann næði aðeins 14. sætinu í umræddu stórsvigi sem fram fór í Saalbach í Austurríki í fyrradag. Handknattleiksdeild Vals og Ferðaskrifstofan Úrval hafa ákveðið að efna til hópferðar í leiguflugi á Úrslitaleik Vals og Groswaldstadt í meistarakeppni Evrópu, sem fram fer í Olympia Hallen í Munchen laugardaginn 29. marz n.k. Ferðatilhögun verður sú að flogið verður frá Keflavík snemma morguns laugardaginn 29. marz í einum áfanga til Munchen. Gist verður á góðum hótelum i miðborginni. Heimflug Nýlega var frá því skýrt, að fyrrum hnefaleikasnillingurinn Mohammad Ali hefði ákveðið að draga fram hanskana á nýjan leik. Töluvert er nú liðið síðan Ali atti síðast kappi í hringnum, eða ekkert síðan í september 1978, þegar hann sigraði Leon Spinks og tryggði sér þannig heimsmeistaratitilinn í þriðja skiptið. Ali, sem er nú 38 ára gamall og kominn langt yfir sitt besta, þykir vera orðin frekar gildur undir belti. Hann stefnir þó að því að ná af sér allri fitunni áður en hann stígur í hringinn á nýjan leik. Talað var um að hann keppti við LAUGARDAGINN 15. mars ætl- ar frjálsíþróttadeild ÍR að minna á sig og starfsemi sína með því að efna til boðhlaups innan Reykja- víkur, hlaupa fimm hringi 30 km langan hvern um flest íbúðar- hverfi bqrgarinnar. í sambandi við hlaupið munu félagar frjálsíþróttadeildarinnar ganga á milli manna og falast eftir stuðningi við starfsemi deildarinnar. Það eru 13—15 langhlauparar ÍR-inga, sem ætla að hlaupa þetta 150 km. langa boðhlaup og keppi- kefli þeirra verður að ljúka því á innan við 10 tímum, sem getur reynst erfitt, sérstaklega þó ef veður og færð verða þeim ekki hliðholl. Frjálsíþróttadeild ÍR hefur ár- um saman staðið í fylkingar- brjósti frjálsiþrótta á landinu og afreksmenn IR-inga hafa staðið sig með miklum ágætum bæði utan lands sem innan og verið félagi og landi sínu til mikils sóma. Tími bestu manna var þessi. Stenmark Svíþ. 2:37,23 mín. Gaspoz Sviss 2:38,79 mín. Enn Austurr. 2:39,26 mín. Lauscher Sviss 2:39,59 mín. Luthy Sviss 2:39,90 mín. Árangur Hans Enn er merki- legur fyrir þær sakir, að hann rakst utan í hlið í síðari ferðinni og tafði hann töluvert að greiða sjálfan sig úr þeirri flækju. verður sunnudaginn 30. marz kl 15.00. Fararstjórar verða Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari og Ólafur H. Jónsson handknatt- Ieiksmaður. Verð verður frá 174.700.-kr. Inni- falið flugferðir, gisting, flutning- ur til og frá flugvelli aðgöngu- miði og fararstjóri. Auk þessa verður efnt til 4 daga ferðar frá föstudegi 21. marz til þriðjudags 1. apríl og munu nánari upplýsingar liggja fyrir nú um helgina. John Tate, sem hefur gefið lítið út á hugmyndina, en Tate er meistari WBA. Þá sýndi Ali fram á að kjálkavöðvarnir eru í góðu lagi, en hann var ekki síst frægur fyrir mælsku sína. „Ef Tate þorir ekki er það hans mál, ég skora þá bara á Larry Holmes (WBC-meistar- ann), ég hef í rauninni ekkert við Tate að gera, þarfnast hans ekki,“ sagði Ali. Hann sagði einnig að hann hefði fullan hug á að leika opinberan æfingarleik áður en hann landaði þeim stóra í fjórða skiptið,„mér skilst að þeir vilji að ég kegpi við Scott Ledoux. Hví ekki? Eg fæ meira borgað fyrir að æfa heldur en aðrir hnefaleikarar fá fyrir að keppa." Félagið hefur alltaf reynt að vanda sem bezt til þjálfara sinna og hefur það t.d. sótt sér 6 sinnum erlenda þjálfara til lengri eða skemmri dvalar hér á landi við þjálfun félagsmanna sinna, en jafnframt hefur félagið reynt að tryggja sér beztu íslenzku þjálfar- ana. Þjálfari deildarinnar í dag er Guðmundur Þórarinsson, og undir hans stjórn hafa ÍR-ingar stöðugt sótt fram á við. Sem dæmi má nefna að félagið hefur sigrað í bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bandsins síðustu átta árin og oftast með umtalsverðum yfir- burðum, og bikarkeppni hinna yngri vann félagið í fyrra í fyrsta sinn sem hún fór fram, svo framtíðarhorfur félagsins í frjáls- um íþróttum virðast bjartar. Iðkendur frjálsíþrótta hjá fé- laginu í dag eru um 200 talsins, þar af er nærri helmingur, eða um 70, aðeins 12 ára eða yngri. „Þetta er í áttina. það vantar þá bara fjóra sentimetra á að ná Ólympíulágmarkinu,“ sagði Ósk- ar Jakobsson frjálsíþróttamaður úr ÍR í spjalli við Mbl„ en á dögunum bætti hann sinn bezta árangur í kúluvarpi, varpaði 19,36 metra á frjálsíþróttamóti í Austin í Texas, en þar í borg stundar Óskar háskólanám. Óskar varð annar í kúluvarp- inu, en þeir eru þó ekki margir háskólamenn þar i landi sem varpa kúlunni öllu lengra. „Ég vann kringlukastið, en sama óhcppnin elti mann, eins og undanfarið, kastaði 58,22 metra,“ sagði óskar. „Framundan er bandaríska há- skólameistaramótið innanhúss. Hreinn, sem er við háskólann í Alabama, ætti að eiga góða mögu- leika á titlinum, en búast má við harðri keppni hans og blökku- Reykjavíkurmeistaramótið í skíðagöngu fór fram í Hveradöl- um um siðustu helgi. Fór það í flesta staði vel fram og tímamót voru mörkuð, þar sem kvenfólk fékk nú i fyrsta skiptið að keppa, sigur fyrir jafnrétti kynjanna. Þrír bestu í hverjum flokki koma hér á eftir, ásamt tíma þeirra: 15 km ganga karla 20 ára og eldri: 1. Halldór M. SR 69,37 mín. 2. Ingólfur Jónsson SR 70,38 mín. 3. Bragi Jónsson Hrönn 71,29 mín 10 km ganga karla 17—19 ára: 1. Aðalst. G. Fram 49,15 mín. 2. Hörður H. SR 54,48 mín. 3. Daníel H. Fram 61,50 mín. 5 km ganga karla 15—16 ára: mannsins Michael Carter, sem í ár hefur varpað vel yfir 20 metra. Ég vonast til að hitta á gott kast og komast í úrslitin, helzt vera meðal sex fyrstu. En til þess þarf heppnin að vera með mér, mér hefur venjulega gengið hálfilla í innanhússkeppnum, en ég vona mitt bezta. Verði menn meðal sex fyrstu á bandaríska háskólameist- aramótinu, komast þeir í svokall- aðan „All-American“-flokk og að því er mikil heiður," sagði Óskar ennfremur. Óskar sagði að Friðrik Þór, sem stundaði nám einnig við háskól- ann í Texas, hefði ekki keppt að undanförnu, ákveðið hefði verið að „spara" hann fyrir stærri átök á næstunni. Einnig hefðu Hreinn Halldórsson og Guðni Halldórs- son, sem eru við Alabamaháskóla, ekki keppt að undanförnu. 1. Alfreð K. A. Fram 25,54 mín 2. Óskar Á. Fram 35,17 mín. Fleiri luku ekki keppni í þessum flokki. 5 km ganga karla 13—14 ára: 1. Garðar Sigurðsson SR25.53 mín. 2. Guðm. G. G. Fram 28,03 mín. 3. Árni Alfreðsson Fram30,09 mín. Og þá er röðin komin að kven- fólkinu. 5 km ganga kvenna 19 ára og eldri: 1. Guðbjörg H. SR 29,25 mín. 2. Lilja Þ. SR 33,03 mín. 3. Sigurlína H. Hrönn 33,25 mín. 5 km ganga kvenna 13—14 ára: 1. Rannveig H. Fram 31,59 mín. 2. Linda H. Fram 36,33 mín. 3. Björg S. Fram 45,55 mín. Hópferð til Munchen Þorir Tate ekki? Boðhlaup ÍR — ágas. Halldór sigraði í 15 km göngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.