Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Listaþing Lífs og lands: fjárhagspottinn Eins og er búið Á þingi um mann og list, sem Líf og land gekkst fyrir á Kjarvals- stöðum fyrir skömmu var í upphafi rætt um stöðu listar í landinu og hafa þegar verið birtir kaflar úr þeim erindum í Morg- unhlaðinu. Eftir hádegi á laugardag var fjallað um aðstöðu listafólks í 10 er- indum. Fundarstjóri þá var Elín Pálmadóttir. Verður hér gripið niður í erindin sem flutt voru í þessum hluta listaþings- ins. Thor Vilhjálmsson rithoíundur talaði fyrstur um listafólk og ríkisvald. I. kafla ræðu sinnar varpaði hann fram þeirri hug- mynd að laun ætti að tryggja þeim kjarna listaskapenda sem bera uppi list sinnar tíðar hverju sinni, „hinum virku eldlínumönnum," sagði Thor. „Ellilaun eru allt annað mál, eða sjúkrastyrkir, eða önnur svið framfærsluhjálpar. Síðan tel ég að eigi að gefa mörgum nýliðum tækifæri til að sanna gildi sitt og erindi með tímabundnum starfslaunum og einnig þeim sem gegna öðrum störfum færi á að losa sig undan starfsskyldum tíma og tíma til listrænna átaka í einbeitni. Ennfremur ættu að vera til verð- laun ýmisleg handa þeim, sem vinna einstök listaafrek, að bestu manna yfirsýn. Hinsvegar tel ég að úthlutun listamannalauna í núverandi formi sé skrípaleikur og dár. En grátlegast er þó það gaman stjórnmálamanna þegar þeir velja heiðursverðlaunaþega ríkisins, ég leiði hjá mér að nefna verstu endemin í flokksvalinu sem varla dyljast neinum, en minni á að enn er gengið fram hjá mönn- um eins og Sigurjóni Ólafssyni og Svavari Guðnasyni. Sem betur fer virðist heldur hafa dregið úr því landlæga hnútukasti í garð listamanna að kalla þá sníkjudýr og ölmusu- menn, og sjaldnar á síðustunni heyrist orðið menningarviti haft sem skammaryrði ásamt þeirri kröfu að slökkt væri á þeim öllum. Hins vegar hefur það komið skýrt fram í umræðu opinberlega und- anfarið það sem mörgum hefur þó verið lengi ljóst, að íslendingar eru alls ekki framarlega meðal svonefndra menningarþjóða í fjárveitingu til menningarþurfta, eins og veisluglaðir fulltrúar ríkis- valdsins og konsúlar íslendinga erlendis og umferðagortarar vilja vera láta einkum við ókunnuga heldur með þeim öftustu.“ • Einkum á fjármálasviðinu í erindi sem Vilhjámur Hjálm- arsson, fyrrv. ráðherra, lagði fram, en hann gat ekki verið viðstaddur, var gerð grein fyrir framlögum ríkisins til lista á árinu 1979. Að lokum minnst á eftirfarandi: „Þótt hið opinbera leggi fram fé til listgreina með ýmsu móti, þá er þar einatt aðeins um að ræða brot af tilkostnaði. Hugur ber þá hálfa leið og vel það. Slík framlög lista- og áhugafólks bera gjarnan launin í sjálfum sér, en eru stórlega þakkarverð engu að síður. Samskipti ríkisvaldsins og lista- manna eru einkum á fjármála- sviðinu, ef ég mætti orða það svo. Islenska ríkisvaldið seilist ekki til áhrifa á listastefnur, á listsköpun- ina sjálfa. Og væntanlega æskir þess enginn að sá þáttur verði tekinn hér. En það er vafalaust full þörf á því að skipuleggja betur en nú fjárhagslegan stuðning hins opinbera við hinar ýmsu greinar þeirra lista, sem ætla má að lífvænt sé í landinu. Arið 1975 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að gera úttekt á fjár- hagslegri stöðu lista og listgreina í þeim tilgangi að undirbyggja aðgerðir til úrbóta og betra skipu: lags. Nefndin lauk ekki störfum. I fjárveitinganefnd Alþingis hefur það lengi tíðkast að setja undir- nefndir í þýðingarmikla mála- flokka. Þrátt fyrir þrýsting frá einstökum nefndarmönnum á undanförnum árum tókst það fyrst í fyrra að fá þann hátt upp tekinn varðandi menningarmál. Þetta hefur haft verulega þýðingu. Mér sýnist hlutur menningarmála og fagurra lista sér í lagi það smár að fremur beri að auka hann en minnka. En það skal lukku til í öllu verðbólgubaslinu, að ráða- menn komist ekki að þveröfugri niðurstöðu." Rannveig Ágústsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rithöfundasam- bands íslands, ræddi um styrki og starfslaun, og gerði mjög góða grein fyrir hinum ýmsu þáttum, sem of langt yrði upp að telja hér, en er að finna í bók um útgefin erindi þingsins. í upphafi máls sins sagði Rannveig: „Listamenn eru ekki venjulegir launþegar, þó túlkandi listamenn geti oft nálgast þá skilgreiningu. Þess vegna fer allt í skrall þegar farið er að tala um laun lista- manna og almenningur hrópar: Styrkir, styrkir. Sú orðvenja hefur skapast að kalla það „starfslaun listamanna," þegar mönnum er greitt fyrirfram fyrir að búa til listavek eða fyrir undirbúning að túlkun listaverka. Þann skilning hefi ég lagt i orðið. Auk starfs- launa var mér uppálagt að gera grein fyrir styrkjum, sem lista- mönnum bjóðast, og af því spinnst langt mál um sjóði. í frumvarpi til fjárlaga 1980 eru samanlögð gjöld ríkis áætluð um 315 milljarðar króna. Af því fara 46 ’/2 milljarður gegnum mennta- málaráðuneyti, yfirgnæfandi til Thor Vilhjálmsson Jón Þórarinsson skólamála. Skapandi list og list- túlkun fær í sinn hlut 1,47 millj- arða eða 3,2%. Sé miðað við gjöld ríkisins í heild, er fjárveitingin ekki nema 0,46%, það er tæpt hálft prósent eins og þjóðleikhús- stjóri hefur vakið athygli á nýlega og fleygt er orðið. Sundurliðun á hálfa prósentinu er á blaði hér fyrir aftan (ekki birt hér í þessum stutta úrdrætti). Þar er tilgreint framlag Þjóðleikhúss, Listasafns íslands o.fl. sem ekki rennur milliliðalaust í pyngju lista- manna. Af 29 tilgreindum liðum eru aðeins fjórir, sem fara í styrki, sem veittir eru eftir umsókn um einstaklinga. „Síðan fjallaði Rannveig skv. því um þessa sjóði, menningarsjóð, kvikmyndasjóð, launasjóð rithöfunda, starfslaun listamanna, svo og aðra tónlistar- starfsemi og ferðastyrki. • Listin til fólksins — eða öfugt? Þóra Kristjánsdóttir listfræð- ingur nefndi erindi sitt: Listin til fólksins — eða fólkið til listarinn- ar? Hún sagði m.a.: „Skyldi ekki í hugskoti listamannsins leynast sú tilfinning, að aðrir eigi eftir að meðtaka listaverkið, jafnvel njóta þess, leggja síðan á það dóm? Oftast vilja listamenn eiga erindi við fleiri en sjálfa sig. Eftir sem áður getur það verið þeirra eigin hégómleiki, sem verið er að svala ... eða hvað? Trúa þeir að það erindi sem þeir flytja lýðnum, sé honum slík nauðsyn, að einskis megi láta ófreistað að hann megi meðtaka dýrðina ... Fyrir hvern? Fyrir listamanninn, fyrir lýðinn sjálfan, fyrir einhverja ótil- greinda hugmynd eða hugsjón, sem er ofar venjulegu mannlegu verðmætamati; í einhverju óáreit- anlega guðlega innblásnu æðra veldi? En hverjir eiga þá að dæma? Margur hefur reynt að skilgreina hvað sé list, ekki síst Iistfræðingar, svona fólk eins og ég sem lifir á því að fjalla um verk sem aðrir skapa, en sem betur fer hefur engum tekist að finna end- anlega niðurstöðu, enda færi sjálf- Vilhjálmur Hjálmarsson sagt að kárna gamanið ef formúl- an væri fundin. Ég vona að ég þyki ekki taka stökk í röksemdafærslunni, þó ég staðhæfi að þorri listamanna sé þeirrar skoðunar að list eigi erindi við samfélagið. Og það erindi sé svo brýnt, að eðlilegt sé að fleiri stuðli þar að. Eru þeir einir um þessa skoðun? Eða hefur lista- mönnum tekist að sannfæra aðra um að maðurinn Iifi ekki á brauði einu saman? Að list spretti af þörf og mæti þörf. Þarf kannski ekki ævinlega frumkvæðið frá lista- 2. hluti mönnunum, getur jafnvel hugsast að aðrir af sjálfdáðum kannist við þessa þörf. Getur verið til dæmis, að hvati þess að einhver leggur út í listfræði sé sviðuð upplifun á mannlífsins verðmætum og við gerum ráð fyrir að hinn skapandi listamaður hafi? Hvernig sem menn vilja svara þessum spurn- ingum er staðreynd, að til eru listasöfn, bókasöfn, leikhús, sin- fóníuhljómsveitir — hefðbundin og óhefðbundin fyrirbæri, sem hafa þann tilgang að flytja list til fólks. Auðvitað er misjafn áhug- inn, en kannski óvenjuríkur miðað við höfðatölu hér. Ef áhuginn dofnar kemur upp spurningin: Af hverju kemur ekki fólkið til listar- innar — finnst því. hún ekki eiga erindi lengur ... eru áðurnefndar stofnanir ekki nógu lifandi — stöðnuð eða of hámenningarleg til þess að gera svo að listin nái til fólksins? Því aðrir vinna varla að listflutningi og listkynningu á íslandi eins og í fjárhagspott þeirra er búið en þeir sem telja að listin sé fólki fyrir góðu, sé menning og sjálfstæði þjóðarinn- ar lífsnauðsynleg." • Fyrsta ný- listasafnið Þá flutti Gylfi Gíslason erindi sem þau Ásta Ólaísdóttir og Níels Hafstein höfðu samið. Þar voru m.a. eftirfarandi upplýsingar: Rannveig Ágústsdóttir Björn Björnsson Nýlistasafnið var stofnað 5. jan- úar 1978 af hópi myndlistamanna er þótti opinberir aðilar hafa staðið sig illa og vanrækt þá listamenn er fjalla um samtímann í verkum sínum og leita nýrra leiða til endurnýjunar og uppgjöra við eldri gildi. Hér var það í fyrsta sinn í myndlistasögu heimsins að listamenn stofnuðu safn er hefur það á stefnuskrá sinni að bjarga frá glötun, varðveita og kynna listaverk og heimildir lifandi kynslóðar. Þeir mátu ástandið þannig að sterkt almenningsálit og fastmótaður myndmarkaður gæti orðið til þess að 15—20 ára tímabil í listasögu þjóðarinnar glataðist. Félagsmenn í Nýlista- safninu eru nú 39 talsins, búsettir hér heima og erlendis, auk þess nokkrir kunnir erlendir mynd- listamenn sem hafa hrifist af stofnuninni. Nýlistasafnið á nú um 500 listaverk, þ.á.m. eftir einn umdeildasta listamann og fyrir- lesara Þjóðverja, Joseph Beuys, Svisslendinginn/Islendinginn Dieter Roth (20 grafíkmyndir, skúlptúra, 40 bækur o.fl.), Fransk- manninn Robert Filliou, víðkunn- an heimspeking, Englendinginn Richard Hamilton, upphafsmann POP-listar og Douwe Jan Bakker, einn þekktasta listamann Hol- lendinga (70 einingamyndröð byggða á ísl. landslagi og nöfnum hinna ýmsu „fyrirbæra": hvarf, hvílft, hvoll, hvammur). • Ekki heillavænleg menningarpólitík Jón Þórarinsson tónskáld fjalL aði um list og fjölmiðlun. I kaflanum um ríkisfjölmiðla sagði hann m.a.: „Höfuðnausyn útvarps- ins er sú að mínu mati að 1. gr. útvarpslaganna, sem kveður á um að ríkisútvarpið skuli vera sjálf- stæð stofnun, fái raunhæfa merk- ingu, og þá fyrst og fremst á þann veg, að það þurfi ekki að vera komið undir duttlungum ráðherra frá ári til árs, hvort stofnunin getur rækt það menningarhlut- verk sem henni er ótvírætt ætlað. Ógæfa útvarpsins er sú, að afnota- gjöldin eru reiknuð inn í kaup- Þóra Kristjánsdóttir Hans Kr. Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.