Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 47 v IS í úrslit með sigri í kæruleiknum ÞAð voru óhressir KR-ingar, sem yfirgáfu leikvöllinn eftir að hafa tapað fyrir stúdentum í kæruleiknum i undanúrslitum bikarkeppn- innar í körfuknattleik í gærkvöldi. Lið IS sigraði með 85 stigum gegn 81 og leikur því gegn Valsmönnum í úrslitaleik keppninnar í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag. Sigur ÍS í þessum leik, sem svo mikilli ólgu hefur valdið, kærur spunnist i kringum og m.a. valdið þvi að formaður KKÍ hefur nú sagt af sér, var i raun og veru sanngjarn, en sannarlega skildi maður óánægju KR-inga i leikslok. ,S-KR 85:81 Með mikilli baráttu síðustu mínútur leiksins tókst KR-ingum að saxa á forskot IS, sem varað hafði allan leikinn. Þegar 13 sekúndur voru til leiksloka var staðan 83:80 og Jón Sigurðsson fékk þrjú vítaskot. Hann skoraði úr fyrsta skotinu, 83:81. í öðru skotinu fór knötturinn undir hringinn, en í netið. Dómarar töldu hins vegar að knötturinn hefði farið aftur fyrir án þess að ísland f 52. sæti ALÞJÓÐA frjálsiþróttasambandið skipa 160 þjóðiönd og nýlega var þeim raðað i afreksröð eftir flóknu stigakerfi. tsland er i 52. sæti með 121 stig. Bandarikin eru efst með 36.130 stig, þannig að landinn er töluvert frá toppinum. En meðal þjóða sem ísland hefur skotið aftur fyrir sig eru Guyana, Perú, Chile, Madagascar, Marocco, Egyptaiand, Rhodesia, Panama, Súd- an, Thailand, Dóminikanska lýðveldið, Lichtenstein, Tchad, Antilleseyjar, Pakistan, Kongó, Togo, Fiji-eyjar, írak, Angóla, Gambía o.m.fl. En meðal þjóða sem eru Islandi framar, auk hinna hefðbundnu Evr- ópuþjóða, má nefna Alsír, Senegal, Túnis, Úganda, Trinídad-Tobago o.fl. snerta netið og samkvæmt reglun- um tóku þeir síðasta skotið af Jóni, sem eðlilega brást ókvæða við. Það hafði síðan þær afleið- ingar að dæmt var tæknivíti á Jón og Trent Smock skoraði örugglega úr báðum skotunum, lokastaðan 85:81. Leikur ÍS og KR var ágætlega leikinn lengst af og barátta bæði í sókn og vörn. KR-ingar léku án Bandaríkjamannsins Yow í leikn- um, eií Trent Smock var eins og berserkur í liði ÍS. Þennan liðs- mun reyndu KR-ingar að bæta upp með baráttu og dugnaði og litlu munaði að það tækist undir lokin. Jón Sigurðsson átti einn stór- leikinn með KR-ingum og þó ekki sé nema hans vegna, þá er sárt fyrir KR-inga að eiga ekki lengur möguleika á titli í körfuknatt- leiknum í vetur. Auk hans átti Garðar góðan leik og í heildina börðust leikmenn KR mjög vel. Margir stúdenta stóðu sig vel að þessu sinni, Trent Smock þó manna bezt, en gömlu mennirnir Bjarni Gunnar, Ingi og Steinn komust mjög vel frá leiknum og hittni Inga sérlega góð að þessu sinni. Stig KR: Jón Sigurðsson 31, Garðar 17, Geir 13, Ágúst 8, Þröstur 5, Árni 4, Birgir 2, Gunnar 2. Stig ÍS: Trent Smock 38, Ingi 16, Bjarni Gunnar 10, Steinn 7, Gísli 4, Jón 4, Atli 2, Albert 2, Gunnar 2. Dómarar: Sigurður Valur Hall- dórsson og Gunnar Valgeirsson. - áij. Formaður KKÍ segir af sér —ÉG vil að stjórn KKÍ njóti fulls trúnaðar áfram og taldi því rétt, að ég segði af mér sem formaður Körfuknattleikssambandsins, sagði Stefán Ingólfsson er hann ræddi við fréttamenn í gærkvöldi. Fyrr um daginn hafð hann á fundi í stjórn KKÍ sagt af sér þessum störfum, en þetta var annað starfsár Stefáns sem formanns. Stefán afhenti fréttamönnum eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Á fundi stjórnar KKÍ í dag kl. 18.00 íagði ég fram bréf bar sem sem ég sagði af mér formennsku í Körfu- knattleikssambandinu. Ástæða afsagnar minnar eru loka- orð dóms dómstóls KKÍ í kærumáli KR og ÍS vegna leiks í undanúrslit- um bikarkeppninnar. I lokaorðum dómsins er ég víttur fyrir afskipti mín af því máli. Sem formaður KKÍ hef ég lagt mig fram um að draga ekki taum einstakra félaga eða hampa ákveðnum einstaklingum á kostnað annarra. í þessu ákveðna máli hef ég reynt að koma fram á þann hátt að körfuknattleikssam- bandið og þar með íþróttin bæri ekki stórfelldan skaða.Þar sem vítur dómsins eru afdráttarlausar ásakan- ir í þá átt að ég hafi verið hlutdræg- ur í áðurnefndu máli, og þegar haft er í huga að um æðsta dómstig innan sambandsins er að ræða, hlýt ég að draga þá ályktun að viðleitni mín hafi mistekist. Þar með hef ég fyrirgert því trausti sem mér var sýnt á síðustu körfuknattleiksþing- um. Ég tel mér því ekki fært að sitja áfram í formannsstöðu sambands- ins. Slíkt hlyti að stórskaða orðstý stjórnarinnar og raunar sambands- ins alls eftir að ásakanir um óheil- indi hafa verið settar fram á þennan hátt. Við formannsstöðu körfuknatt- leikssambandsins tekur nú varafor- maður þess, Kristbjörn Albertsson. Hvorki hann né aðrir stjórnarmenn hafa hlotið neikvæðar umsagnir í fyrrnefndu máli. Störf sambandsins í heild munu að sjálfsögðu ekkert raskast við þessi mannaskipti. Stefán sagði að ákvarðanir hefðu þegar verið teknar um meginlínur í starfsemi sambandsins fram á vor og þessi ákvörðun breytti ekki þeirri starfsemi. Þing KKÍ verður haldið í lok aprílmánaðar. í þeim vítum Dómstóls KKÍ, sem Stefán vitnar til í yfirlýsingu sinni, er Gylfi Krist- jánsson formaður Mótanefndar KKÍ einnig víttur. í gærkvöldi sagðist Gylfi ekki myndu hlaupa frá þeim verkefnum, sem hann hefði tekið að sér og yrði því áfram formaður Mótanefndar. Hins vegar sagðist hann mundu gera grein fyrir sinni hlið þessa máls í skýrslu Mótanefnd- ar til ársþingsins. —áii Jón Sigurðsson átti enn einn stórleikinn með KR, þó svo að það dygði ekki til gegn stúdentum í gærkvöldi. (Ljósm. Kristján). Þróttur húðstrýkti slakt lið Fylkis FYLKIR beið algert skipbrot gegn hörkufrisku liði Þróttar i Islandsmóti 2. deildar í hand- knattleiknum í gærkvöldi. Reikn- að hafði verið með spennandi og jöfnum leik. leik sem Þróttur varð að vinna til þess að eiga möguleika á einu af tveimur efstu sætunum í deildinni. Og svo sannarlega sigruðu Þróttarar, með 11 marka mun, 29—18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15—9 fyrir Þrótt. Það var alveg sama hvar drepið var niður fingri, alls staðar voru yfirburðir Þróttar algerir og erfitt að botna í þróttleysi Fylkismanna. engu líkara en þeir litu á sig þegar sem sigurvegara í deildinni. Eins og þeir léku í gærkvöldi, verð- skulduðu þeir ekki þá nafnbót og liðið á eftir erfiða leiki. Það var fátt um varnir fyrstu mínútur þessa leiks og liðin skipt- ust á um að skora allt upp í 6—6. Bæði lið sýndu um þessar mundir beittan sóknarleik, slakan varn- arleik og slaka markvörslu. En upp úr þessu kipptu Þróttarar tveimur síðast nefndu atriðunum í lag í sínum herbúðum og þá small allt saman. Þeir skoruðu 10 mörk gegn 2 síðustu 15 mínútur fyrri hálfleiks og náðu þannig yfir- burðastöðu. Fylkismenn hófu síðari hálfleik- inn á því að taka bæði Sigurð Sveinsson og Ólaf H. Jónsson úr umferð. Benti það til þess, að liðið hefði ekki gefið upp alla von. Síðan skoraði Fylkir fyrsta mark- ið og mátti þá eiga von á hverju sem var. En leikmenn liðsins réðu ekkert við að leika 4 gegn 4. Það opnaði möguleika fyrir sleipa gegnumbrotskarla eins og Einar Sveins. Það var 9 marka munur þegar Fylkismenn létu af hernað- aráætlun sinni. Þeir áttu aldrei möguleika. VX'r: 29:18 Vörn Fylkis var svo slök í þessum leik, að undrum sætti, enda hefur traustur varnarleikur verið eitt helsta aðalsmerki liðsins í vetur. Höfðu Þróttarar oft ærið olnbogarými til að gera það sem þeim þóknaðist. Fyrir vikið var markvarslan slök. Og sóknarleik- urinn var hnoð, helst að einstakl- ingar eins og Ragnar Hermanns- son gerðu eitthvað uppá eigin spýtur. Öðru máli gegndi með Þrótt, hjá þeim gekk allt upp. Sigurður Ragnarsson í markinu varði eins og bersetkur. Ólafur H. batt saman sterka vörn með reynslu sinni og kunnáttu og í sókninni áttu stórleik þeir Páll Ólafsson, Sigurður Sveinsson og Einar Sveinsson. Sveinlaugur „vippari" var einnig góður bæði í sókn og vörn. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjáns og Kalli Jó mjög vel. Mörk Fylkis: Ragnar Her- mannsson og Gunnar Bjarnason 4 hvor, Einar Ágústsson 3 (1), Óskar Ásgeirsson, Ásmundur Kristins- son og Hafliði Kristinsson 2 hver, Magnús Sigurðsson 1 mark. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 11 (4), Páll Ólafsson 6, Einar Sveinsson og Sveinlaugur 4 hvor, Ólafur H. Jónsson 2, Lárus Lár- usson og Magnús Margeirsson 1 hvor. - gg- McGarvey til Celtic CELTIC hefur fest kaup á Frank McGarvey hjá Liver- pool og borgað fyrir 275.000 sterlingspund. McGarvey gekk til liðs við Liverpool frá St. Mirren á siðasta ári, en hefur ekki komist í aðal- lið félagsins. Ýmis félög hafa verið á höttunum eftir McGarvey en hann kaus að hverfa aftur heim til Skot- lands. Capes í Ól-liðið BRESKI kúluvarparinn Geoff Capes hefur nú tekið til við æfingar með hópnum sem Ólympíulandslið Bret- lands verður valið úr. Capes sigraði á Samveldisleikun- um á síðasta ári og er enn kúluvarpari í fremstu röð. Griska félagið Olympiakos hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Brian Clough i sinar raðir, og annast þjálfun hjá félaginu. Þeir hafa boðið Clough til Grikklands til að kynna sér aðstæður. Fréttir herma að hann sé ekki ánægður hjá Forest. Flytjum ólympiuleikana til Moskvu Ohio, stendur á skyrtubolnum á myndinni hér að ofan. maður til hægri er borgarstjórinn í Moskvu Ohio Eugene Holland. Skyrtubolir sem þessir selj- ast nú í stórum stíl í Ohio fylki. Liö febrúar Enska blaðið Daily Mirror valdi nýiega lið febrúarmán- aðar í Englandi og valdi eftirfarandi 11 leikmenn. Clemence, Liverpool, Sain, Aston Villa, Alan Hansen, Liverpool, Perryman, Tott- enham. Mill. Ipswich. McDermott, Liverpool, Mortimer, Aston Villa, Ard- iles, Tottenham, Ray Kenne- dy, Liverpool, Johnson, Liv- erpool, Mariner, Ipswich.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.