Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Sigurdur Þórðarson: Miðstýring í heilbrigðisþjónustunni Seinni hluti Heilbrigðisstofnun íslands Megin hugmyndin með Heil- brigðisstofnun Isiands, er m.a. að Nýtt skipulag Á árinu 1978 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra nefnd til að endurskoða þann þátt laga um almannatryggingar, er fjallar um greiðslu sjúkratrygginga á sjúkra- kostnaði. Skyldi endurskoðunin taka mið af þeirri reynslu, sem fengist hefði af því kerfi fastra fjárlaga, sem verið hefur hjá ríkisspítölum frá árinu 1977. Frá- farandi heilbrigðisráðherra óskaði eftir að nefndin héldi störfum áfram. Skilaði nefndin niðurstöð- um sínum í maí mánuði 1979. Nefndin var sammála um að nauðsyn beri til að breyta núver- andi greiðslukerfi sjúkrahúsvist- ar, þar sem kerfi þetta brýtur í bága við þær grundvallarreglur, að stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstrinum fari saman og sami fjárhagsgrundvöllurinn sé fyrir sömu þjónustu. Þá taldi nefndin fjárstreymið óþarflega margbrotið og eðlileg framkvæmd örðugleikum bundna. Nauðsyn væri á styrkari stjórn ríkisins á sviði heilbrigðismala en nú er og nánari tengslum milli ábyrgðar á fjárfestingu og rekstri. Jafnframt bendir nefndin á þrjár hugsanlegar leiðir í fjár- hags- og stjórnunarmálum sjúkra- húsa hér á landi. Leið 1. Ríkið taki al- farið við rekstri sjúkrahúsa. í þessari tillögu felst það, að rekstur sjúkrahúsa yrði í höndum ríkisins, er bæri allan kostnað af þeirri þjónustu, sem sjúkrahús veita. Sjálfseignar- og einkastoln- anir gætu starfað áfram eftir því, sem um semdist milli ríkisins og hlutaðeigandi stofnunar. Eðlileg afleiðing þessarar tillögu yrði sú, að ríkið tæki á sig allan kostnað vegna heilsuverndar og læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa. Það var talin algjör forsenda þess að taka upp þessa skipan, að komið yrði á styrkri stjórn ríkisins á þessum málaflokki. Leið 2. Fast framlag rík issjóðs til sérhvers sjúkra- húss, en rekstrar- aðild verði með sama hætti og nú er. í þessari leið felst það, að framlag ríkisins til sérhvers sjúkrahúss yrði fyrirfram reikn- aður hundraðshluti rekstrar- kostnaðar. Landinu yrði skipt í sjúkrahúsaumdæmi og hlutaðeig- andi sveitarfélög þæru þann kostnað, sem umfram framlag ríkisins kann að verða. Talið var að hlutur sveitafélags í rekstrar- kostnaði þyrfti að aukast frá því sem nú er, þannig að fjárhags- og rekstrarábyrgð yrði meiri, en við núverandi aðstæður. Nýlega var dr. Leo Frímann Kristjánsson skipaður frá 1. júlí næstkomandi rektor Saskatche- wan-háskólans í Saskatoon í Kanada. Foreldrar hans voru hjónin Hannes Kristjánsson frá Ytri-Tungu á Tjörnesi og kona hans, Elín Þórdís Magnúsdóttir frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Þau bjuggu allan sinn búskap á Gimli í Manitoba. Leo stundaði nám við United College í Winni- peg og lauk þaðan B.A.-prófi. Hann var við framhaldsnám í sögu við Manitoba-háskólann í Winnipeg og lauk M.A.-prófi. Eft- ir það fór Leo til Wisconsin- háskólans í Madison í Bandaríkj- Leið 3. Framlag ríkissjóðs vegna sjúkrahúsakostn- aðar, heilsuverndar og læknishjálpar utan sjúkrahúsa verði skipt milli byggðalaga eftir föstum reglum. I þessari hugmynd felst það, að landinu væri skipt í læknishéruð og framlag ríkisins til heilbrigðis- þjónustu væri greitt m.t.t. fólks- fjölda og aldurs íbúa viðkomandi læknissvæðis. Síðan væri hverju svæði í sjálfsvald sett á hvern hátt þjónusta yrði veitt, t.d. með upp- byggingu innan héraðs, eða kaup- um af öðrum læknishéruðum. Öll sjúkrahús á viðkomandi svæðum tækju full daggjöld af aðilum (einstaklingum) utan svæðisins. Samanburður á leiðum Við mat á hvaða leið mætti teljast heppilegust hér á landi, er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga. I nágrannalöndum okkar, er sú stefna víða ríkjandi að e;r.stök byggðalög, en ekki nkið, skuli annast rekstur sjókrahúsa og ekki dregnir í efa ýmsir kostir slíks fyrirkomulags, þar sem það á við, en aðstæður hér á landi eru að ymsu leyti ólíkar. I fyrsta lagi, má benda á fámenni þjóðarinnar, þar sem allir íslend- ingar eru ekki fleiri en um helm- ingur meðalstórs fylkis eða lands- þings. I öðru lagi, er ekki til staðar stjórnsýsluskipulag sveitarfélaga, sem tryggir nægilega festu eða samstöðu þeirra, innan fyrirhug- aðs læknishéraðs. í þriðja lagi, er byggð og samgöngum þannig háttað í sum- um landshlutum, að erfitt er að mynda hagkvæma rekstrarein- ingu með þáttöku sveitarfélaga. unum og lauk Ph.D.-prófi í land- búnaðarhagfræði. Að námi loknu kenndi Leo sögu við United College, en 1959 fluttist hann til Saskatoon. Þar vann hann við rannsóknir á vegum Byggðarstofnunar Saskatchewan, en 1968 var hann skipaður próf- essor í hagfræði við Saskatche- wan-háskólann og ári síðar er hann kjörinn forseti Hagfræði- og stjórnmáladeilda háskólans og jafnframt konrektor. Leo er prýðilegur kennari, hefur góða rödd, fyrirlestrar eru vel uppbyggðir og framsetning góð. Hann er eftirsóttur fyrirlesari á opinberum fundum. Viðfangsefni Nefndin varð ekki sammála um hvaða leið teldist heppilegust. Þrír af sex nefndarmönnum völdu leið 1, tveir leið 3 og einn leið 2. Sá er þetta ritar var hlynntur leið 1. Fyrst og fremst vegna þess, að við leið 2 og 3 er ekki til staðar, stjórnskipulag sem tryggir styrka stjórn þessara mála verði leið 2 eða 3 valin. Ekki yrði nægileg fjárhags- og rekstrarábyrgð til staðar ef þær væru valdar. Flestir þeir ókostir sem eru á núverandi kerfi gætu þrifist innan þessara tveggja leiða. Ekki er ég talsmaður mikilla ríkisafskipta, né haldinn þeim fordómum, að ekki geti verið skynsamlegt að fela ríkinu ákveð- in verkefni. Vissulega getur ríkið leyst ýmis mál af hendi á skyn- samlegan hátt. Þau atriði sem ég tel vera veigamest fyrir því að fela einum aðila að fara með heilbrigð- ismál eru: • Að tryggja, að allir landsmenn sitji jafnir hvað varðar þjón- ustu, úán tillits til efnahags og búsetu. • Að með því skapast möguleikar á styrkri stjórn þessara mála. • Að skapa þá möguleika, að heilbrigðisþjónustan aðlagi sig á hverjum tíma, þeim þörfum, sem fyrir hendi eru í þjóðfélag- inu. • Að með því megi tryggja, að ný aðstöðusköpun samræmist þörfum, en verði ekki til vegna þrýstings eða áhuga fáeinna aðila í þjóðfélaginu. • Að með því fáist betri nýting þeirra fjármuna sem þjóðin ver til þessa málaflokks. • Að eyða óeðlilegri samkeppni sem skaðar neytandann. Þeir sem tala á móti því ð færa slíkt vald á hendi eins aðila, bendir á, að slíkt kerfi verði ópersónulegt, ákvörðunartaka seinvirk og ef til vill dýrari. Fyrst og fremst eru menn þó önugir vegna þess að leita þarf formlegri ákvarðanatöku, og að lúta ákveðn- um leikreglum, í því sambandi. En höfuðvandamálið í þessu sem og öðru er, að ekki eru til ótakmark- aðir fjármunir til ráðstöfunar. Því hans er oftast búvöruframleiðsla og lánakjör bænda. Kennsluskylda Leos hefur minnkað síðustu ár, en stjórnun- arstörf í þágu háskólans og stpfn- ana hans hafa aukist að mun. Árið 1978 var tekin upp kennsla í íslensku og íslenskum bókmennt- um, en þá kennslu annast dr. prófessor, sem stundaði nám í íslensku hér á landi við Háskóla Islands og hefur dvalið nokkrum sinnum hér við rannsóknarstörf. Leo er mikill félagshyggju- maður enda hafa hlaðist á hann ýmis mikilvæg störf á vegum háskólans, stéttarfélags háskóla- kennara í Kanada og kanadísku er nauðsynlegt að til staðar sé skipulag sem teknar ákvarðanir eru byggðar á. I framhaldi af niðurstöðum þessarar nefndar, skipaði heil- brigðisráðherra starfshóp, til að undibúa lagasetningu og festa frekar einstök framkvæmdarat- riði samkvæmt leið 1. Þess skal ennfremur getið að áþekka hug- myndum heildarstjórn heilbrigð- ismála hér á landi, var að finna í lagafrumvarpi frá árinu 1974, en varð ekki að lögum. samræma heilbrigðisþjónustu. Koma á fót af hálfu ríkisvaldsins, aðila sem hefir yfir að búa, þekkingu og reynslu, að aðstöðu til að veita upplýsingar um þá þjón- ustu sem fram fer á þessu sviði. Starfssvið Heilbrigðisstofnunar yrði í megin dráttum: • Að fara með yfirstjórn rekstr- ar. • Að ákvarða verkefnaskiptingu heilbrigðisstofnanna. • Að sjá um uppbyggingu á nýrri aðstöðu, samkvæmt ákvörðun fjárveitingarvaldsins. • Áð gera tillögu til heilbrigðis- ráðuneytisins um fjárframlög til rekstrar. • Að veita stjórnvöldum á hverj- um tíma upplýsingar um þá þjónustu sem heilbrigðisþjón- ustan innir af hendi og nýtingu fjármagns. Starfseminni yrði skipt í þrjú megin starfssvið þ.e.a.s. læknis- og hjúkrunarstjórn, rekstrar- stjórn og fjármálastjórn. Ráð- herra heilbrigðismála skipaði stjórn stofnunarinnar. Með stofn- un þessari, ef til yrði myndi fjárstreymi verða beinna, rekstur og fjárhagsábyrgð yrði hjá sama aðila. Landinu yrði skipt í læknishér- uð. Heilbrigðisstofnun kæmi á fót í hverju héraði 3ja manna fram- kvæmdastjórn, sem færi með yfir- stjórn þessara mála í umboði stofnunarinnar í hverju héraði, nema í Reykjavík og á Reykjanesi, þar sem stofnunin sjálf færi með beina yfirstjórn. Hlutverk heilbrigðisráða héraða myndi breytast frá því sem nú er, og yrði aðalverkefni þeirra að vera heilbrigðisráðuneyti og heilbrigð- isstofnunninni til ráðuneytis um aðstöðusköpun og hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar. Innan þessa skipulags, væri tryggt að staðarsjónarmið fengju að koma fram, annarsvegar í framkvæmdarnefndum og hins vegar í heilbrigðisráðum í hverju héraði. Þá er ennfremur tryggt að einka- og sjálfseignastofnanir hefðu starfsgrundvöll og sjálf- stæði innan heildarskipulagsins í samvinnuhreyfingarinnar. Á með- an Leo var konrektor sá hann að mestu leyti um byggingu íþrótta- hallar háskólans, en hún er ein sú fullkomnasta í Vestur-Kanada. Hann hefur látið félagsmál stúd- enta mikið til sín taka og komið til leiðar mun meiri samvinnu á milli stúdenta og stjórna háskólans en áður var. Leo hefur skrifað fjölda vísindaritgerða úm búnaðarhag- fræði. Má þar til nefna verðlags- mál, framleiðslukostnað búvara og lánamál. Þá hefur hann skrifað mikið um stöðu kaupfélaga og annarra samvinnufélaga í efna- hagslífi bænda og kanadísku þjóð- arinnar. samræmi að þörfum landsmanna á hverjum tíma. Að hverju er stefnt? Eins og að framan er getið, eru flest allir sammála um að núver- andi stjórnkerfi heilbrigðisþjón- ustu þurfi endurskipulagningar við. Ekki er nægileg samhæfing og samvinna aðila. Oft er verið að koma á hliðstæðri þjónustu á mörgum stöðum. Aðlögun að breyttum þörfum er mjög hæg- virk. Að síðustu eru rekstrarein- ingar oft mjög óhagkvæmar. Með því skipulagi sem leið 1 gerir ráð fyrir, er gerð tilraun til að sneiða af þá vankanta sem menn sjá á núverandi stjórnskipu- lagi. I þessu máli sem og í öðrum, er ljóst að það er fyrst og fremst reynslan sem sker úr um, hvernig til mun takast. Spurningin er því, hvað tapast við að reyna nýtt stjórnskipulag? Hverjir gætu tap- að? Eru það neytendur, eða þeir sem vinna við þessa starfsemi og njóta ávaxtar af göllum núverandi skipulags. Morgunblaðið lýkur sínum leið- ara 9. janúar sl. með því að vitna um miðstýringu skólamála hér á landi. „Spyrna skuli við fótum og draga úr miðstjórnarvaldi menntamálaráðuneytisins." Ekki hef ég nægjanlega kunnugleika á skólamálum, til að geta rætt þau mál við leiðarahöfund Morgun- blaðsins. En hollt teldi ég, að leiðarahöfundurinn blindast ekki á fyrirfram gefnum trúaratriðum. Vil ég í því sambandi benda honum á, að kynna sér þróun skólamála í Danmörku, en í leið- ara Politiken frá því í nóvember sl., var fjallað um þróun skóla- mála þar í landi og vakin athygli á þeirri framvindu að kostnaður sveitarfélaga við starfrækslu skóla sé langtum hærri en dönsku skólayfirvöldin gera ráð fyrir. Segir í nefndum leiðara að það, að fela sveitarfélögum framkvæmd þeirra mála, hafi leitt til aukinna útgjalda, því að sveitarfélögin séu í stöðugri samkeppni sín í milli um nýjungar. Sparsemi og aðhald hafi ekki náðst með dreifingu valdsins til sveitarfélaganna eins og ætlast var til. Eflaust getur leiðarahöfundur Morgunblaðsins verið mér sam- mála um að aðalatriði hvað varðar heilbrigðisþjónustu sé að tryggja hana sem besta, en þó innan skynsamlegra kostnaðartakmarka og viðhafa það stjórnskipulag sem tryggir sem best þessi höfuðmark- mið. Núverandi stjórnskipulag er þekkt og þeir annmarkar sem eru á því og reynslan hefur sannað. Þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram af þeirri nefnd sem fjallað hefur um mál þetta og lýst er hér að framan, eru þær leiðir sem nefndarmenn töldu helst koma til greina, til að bæta ágalla núverandi skipulags. Þó svo að ýmsum þeim séu innviðir kerfisins kærir, get ég fullvissað leiðarahöf- undinn um það, að ekki eru menn það blindir, að ef t.d. hjá Morgun- blaðinu koma fram aðrar hug- myndir um stjórnskipulag, sem tryggði betur heilbrigðisþjónustu í landinu, þá yrði þeim eflaust tekið af skynsemi og velvilja. Leo F. Kristjánsson Leo F. Kristjánsson rektor Háskólans í Saskatchewan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.