Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 UMSJÓN: ANDERS HANSEN Víkjum burt kyrrstöðu — Kaflar úr ræðu Jóns Magnússonar form. SUS um stöðu ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum Ungir Sjálfstæðis- menn haf a fremur en nokkur önnur stjórnmálahreyfirig ungs fólks hér á landi, brotið upp á nýjum baráttu- málum og reynt að koma stjórnmálaum- ræðunni og stjórn- málabaráttunni úr þeirri kyrrstöðu sem hún hefur verið í all- an þennan áratug. Nefna má baráttu- mál eins og prófkjör, vaiddreifingu, breyt- ingar á stjórnar- skrá, þá sérstaklega fyrir breyttri kjör- dæmaskipan, gegn útþenslu rikisbákns- ins og fyrir endur- reisn íslenzks efna- hagslífs. Þessi bar- áttumál og mörg önnur, sem ég nefni ekki hér hafa valdið því að samtök ungra sjálfstæðismanna eru einu stjórnmála- samtök unga fólks- ins sem hafa haldið styrk sínum og haft afgerandi áhrif á stefnumótun flokks síns. Okkur gremst það hins vegar hvað lítið hefur þokast í þess- um málum í raun. Þrátt fyrir að við höf- um unnið ýmsa áfangasigra á lands- fundum flokksins, þá hefur á það skort að þeirri stefnu sem þar var mörkuð hafi verið framfylgt þegar sjálfstæðismenn hafa haft aðstöðu til að koma þeim fram. I þessu sambandi leyfi ég mér að minna á að hugmyndum ungra sjálfstæðis- manna um valddreif- ingu í þjóðfélaginu var á sínum tíma vel tekið í flokknum. Meginsjónarmið okk- ar voru samþykkt, en þar var staðnæmst og ekki nóg með það. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur enn ekki verið reiðubúinn til að framkvæma vald- dreifingu þar sem möguleikar eru fyrir hendi. Glöggt dæmi um það er að þing- flokkurinn og borgar- stjórnarflokkurinn í Reykjavík virðast hafa verulega til- hneigingu til að kjósa sjálfa sig í allar nefndir og ráð sem um er að ræða. Þetta gerist á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur á að skipa fjölmörgu hæfileik- aríku fólki sem mundi ekki vera síðri fulltrúar flokksins á þessum stöðum en borgarstj órnarmenn og þingmenn. Ungir sjálfstæðismenn verða að gera þá kröfu til þeirra sem ráða þessum málum, að þeir breyti til í þessu efni og viður- kenni í raun nauðsyn valddreifingar og nýti þá hæfileika og þann kraft sem býr með almennum flokks- mönnum. Stj órnmálaflokkur er sterkastur þar sem þess er gætt að ein- stakir fulltrúar hans séu ekki yfirhlaðnir störfum eða hafi óeðlilega mikið vald. Staða ungra sjálf- stæðismanna er að mörgu leyti sterk innan flokksins. í öll- um helztu valda- stofnunum flokksins situr ungt fólk nema í þingflokknum og ungir sjálfstæðis- menn hafa ráðið miklu um stefnumót- un flokksins eins og ég gat um áður. Sjálf- stæðisfólk hefur allt- af viðurkennt og virt starf ungra sjálf- stæðismanna sem sést bezt á því að full- trúar ungs fólks á landsfundum flokk- sins hafa ætíð fengið mikið fylgi og jafnvel verið atkvæðahæstir í kjöri til miðstjórnar flokksins. Þegar til þessa er litið og hins að stefna okkar hefur á síðustu landsfund- um jafnan verið sam- þykkt en lítt fram- kvæmd leiðir það hugann að því, hvort næsta verkefni ungra sjálfstæðismanna sé ekki einmitt það, að koma fram kynslóða- skiptum í Sjálfstæð- isflokknum, svipuð- um og þeim sem þeg- ar hafa orðið í öðrum flokkum og þeir hafa notið góðs af í auknu fyigi- Við þurfum að beita okkur fyrir því að byggja upp sterkan og samhent- an Sjálfstæðisflokk. Sjá til þess að stefnu- mörkun og fram- kvæmd fylgist að. Víkja burt kyrrstöðu og doða í íslenzkum stjórnmálum. Tryggja að Sjálf- stæðisflokkurinn veiti ungu fólki eðli- legt svigrúm og áhrif, þannig að Sjálfstæð- isflokkur nútíðar og framtíðar laði til sín og veiti framrás þeim krafti og þeim hug- sjónum sem býr með íslenzku æskufólki. Ungt sjálfstæðisfólk — við höfum mikið verk að vinna. Bessí Jóhannsdóttir, form. stefnumörkunarnefndar SUS: Fjárlögin sýna van- trú á einstaklinginn en oftrú á ríkisvaldið Það verður að segjast eins og er að það fjárlagafrum- varp sem nú hefur verið lagt fram þarf engum að koma á óvart. Hvernig átti þessari nýju ríkis- stjórn að takast að gera stefnubreyt- ingu á örfáum vik- um? Öðrum ríkis- stjórnum hefur ekki tekist það þó þær hafi setið heilt kjör- tímabil. Vandamálið er það, að til þess að gera uppskurð þarf mikinn kjark og stefnufestu, sem lítið hefur borið á meðal íslenskra stjórn- málamanna á síðustu tveimur ára- tugum. Sjálfstæðisflokk- urinn lagði áherslu á það fyrir síðustu kosningar að farið yrði inn á nýja braut þar sem hætt yrði að útdeila gæðum sem ekki eru til. Þjóðin hafnaði að verulegu leyti þessari stefnu. Flóttinn frá raun- veruleikanum, áframhaldandi aga- leysi og óstjórn halda því áfram í íslenskum stjórnmálum. Það sem e.t.v. er skelfi- legast við þessa þróun er hversu hún grefur undan siðferð- isvitund fólks og virð- ingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Skattalögin eru gott dæmi um það. Menn eiga að skila inn skattframtölum án þess að geta gert sér nokkra grein fyrir því hvað þeir fái í skatta. Erfitt að meta frum- varpið Verðbólgan er krabbamein íslensks efnahagslífs. Til þess að ráða bót á henni þarf að viðurkenna þá staðreynd að við getum ekki eytt meiru en við öflum. Til þess að nálgast það verður að skapa samræmdar aðgerðir sem m.a. fela í sér að ráðið sé fram úr hags- munaágreiningi í þjóðfélaginu. Fjár- lagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Al- þingi gerir ekki ráð fyrir neins konar slíkum aðgerðum. Fjármagni er áfram veitt í óarðbæra hluti. Niðurgreiðslur eru nú áætlaðar 24 milljarðar á sama tíma og verja á 22 milljörðum í vega- mál. Ljóst er, að sú stefna sem fylgt hef- ur verið í tvo áratugi hefur löngu gengið sér til húðar. Menn vilja samt sitja fast við sinn keip og halda Hrunadansin- um áfram. Á sama tíma sýnir fjárlaga- frumvarpið að áfram á að vanrækja iðnað- inn. í heild má segja að erfitt sé að meta frumvarpið þar sem lánsfjáráætlun ligg- ur ekki fyrir svo og cru skattalög óaf- greidd. Ljóst er þó af frumvarpinu að skattbyrðin verður síst minni en undan- farin ár. Ríkið mokar til sín fjármagni í stað þess að örva framtak einstakl- ingsins. Kjarasamn- ingar og þrýstihópar - Allir kjarasamn- ingar í landinu eru nú lausir. Fjármálaráð- herra hefur fullyrt að nú hafi í fyrsta sinn verið reynt að byggja á raunhæfum launa- og verðlagsforsend- um. Þessi leið er út af fyrir sig jákvæð ef hún fær þá staðist þegar þrýstihópar þjóðfélagsins eru komnir á fullt skrið. Ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga hafa verið til umræðu á undanförnum ár- um. Ekkert bólar þó á þeirri framkvæmd. BSRB krefst reglu- legrar launahækkun- ar. Hvert prósentu- stig í hækkun þýðir um 1 milljarð króna. Fj ármálaráðherra segir að það þurfi ekki að hafa svo mikl- ar áhyggjur af launa- hækkunum þar sem „það fé kemur til baka með marg- víslegum hætti“. Hér er grunntónninn í óreiðunni. Höldum áfram að prenta seðla og látum almenning trúa því að um kjara- bót hafi verið að ræða. Lífskjör gætu verið mun betri Það er sorgleg stað- reynd að við skulum ekki geta stjórnað okkar málum betur. Lífskjör þjóðarinnar gætu verið mun betri ef við hættum að prenta verðlausa seðla og safna erlend- um skuldum. Trúin á einstaklinginn og aukið frelsi til at- hafna er eina stefnan, sem getur leitt okkur út úr vandanum. Fjárlög hinnar nýju vinstri stjórnar benda til aukinna ríkisafskipta og van- trúar á einstaklings- framtak. Þetta skal engan undra, því hvernig að þessari stjórnarmyndun var staðið gat vart boðað fararheill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.