Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 5 Frá höfninni í Siglufirði. Þarna má sjá þrjá togara þeirra Siglfirðinga og einn fossa Eimskipafélagsins sem lestar frosinn fisk. Mikil veiði hefur verið hjá Siglu- fjarðarskipum að undan- förnu og mikil vinna við fiskverkun, en í gær var lokið við að bræða siðustu loðnuna. Þá hófst einnig útskipun síðustu 4 til 5 þúsund tonna loðnumjölsins frá SR. Ljósm. Steingrímur. Smíða 5 íbúðarhús fyrir Kröfluvirkjun Mývatnssveit, 13. marz. NÚ eru í smíðum hé 5 íbúðar- hús fyrir Kröfluvirkjun í Reykjahlíðarhverfi. Byrjað var á þessum húsum á sl. hausti. Framkvæmdir hafa gengið vel, enda tíð oftast verið hagstæð i vetur með húsabyggingar. Búið var að gera 3 af þessum húsum fokheld fyrir áramót. Það er verktakafyrirtækið Snið- ill hf. sem séð hefur um þessar framkvæmdir, auk Fjalars hf. á Húsavík. Gert er ráð fyrir að fyrsta húsinu verði skilað full- búnu um næstu helgi. Má það kallast vel að verið. Hafinn er undirbúningur að gerð eins borplans við Kröflu. Gert er ráð fyrir að borun geti hafizt í maímánuði n.k. Kristján. Bænakvöld á föstu í Hafnarfirði Á HVERJU föstudagskvöldi fram að páskum verða bænastundir í kapellu St. Jósefsspítala í Hafnar- firði kl. 20.30. Hinar ýmsu kirkju- deildir, sem starfa í Hafnarfirði bjóða til þessara bænastunda en þær eru fulltrúar aðventista, hvítasunnumanna, kaþólskra, fríkirkjunnar og þjóðkirkjunnar og munu þær leiða bænastundirn- ar. Samstarf þessara kirkjudeilda hófst í vetur er þær skipulögðu bænaviku á sama stað og var hún vel sótt segir í frétt frá þeim og komu fram tilmæli um að efna aftur til sameiginlegra bæna- stunda. Fyrsta bænastundin verður í kvöld, föstudag 14. marz, kl. 20.30 í kapellunni. Þýzkt skáld les úr verk- um sínum ÞÝZKA SKÁLDIÐ Peter Rilhmkorf er væntanlegur til landsins og mun hann lesa úr verkum sínum á föstudag kl. 20.30 í stofu 102 í Lögbergi. Skáldið les aðallega úr bók- inni „Die Jahre die Ihr kennt“, Árin sem þið þekkið, sem er eins konar æviyfirlit, en hann mun einnig fjalla um helztu markmið og stefnur í bók- menntum í Vestur-Þýzkalandi nú á dögum. Sigurlaug Bjarnadóttir Sigurlaug Bjarnadóttir tekur sæti á Alþingi SIGURLAUG Bjarnadóttir menntaskólakennari tók í gær sæti á Alþingi í stað Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingis- manns, sem er á förum vestur til New York til að sitja Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigurlaug hefur ekki áður setið á þessu þingi, en hefur hins vegar oft áður átt sæti á Alþingi. Viö biöjurohina aöhveda ^þessaöia okkar vinsæ'a ternúngarW s. ajsökunar. I DAG FÁUM VIÐ NÝJAR VERÐ Dragtir meö pilsi kr. 60.700.- Dragtir meö buxum kr. 61.700.- Fermingarföt frá kr. 64.900.- Stakur jakki og buxur kr. 63.900.- Skyrtur — blndi — vesti við fötin — blússur skór — kápur —kjólar o.m.fl. Gefum 15% afslátt ef fermingarbörn, þurfa fulloröinsstæröir. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS dtji) KARNABÆR •^^0 V Glæsibæ — Laugavegi 66 Simi frá skiptiborði 85055 .i- Greifahúsinu Austurstræti 22, 2. hæð, sími 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.