Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 19 Fái fjölskyldan fræðslu og taki hún virkan þátt í starfi Al-Anon aukast þær í 80—90%. Fái fjöl- skyldan enga aðstoð dregur ekki aðeins úr batalíkum alkóhólist- ans heldur á hún á hættu að sundrast á 3—4 árum eftir að drykkjan hættir. Stofnanir, sem taka ábyrgð á þessum málum þar í landi veita því jafnhliða meðferð fyrir alkóhólista og fjöl- skyldur þeirra. Hér á landi vantar mikið á að svo sé gert. Starfsemi áfengisvarnadeildar- innar er viðleitni í þessa átt en ekkert meira en það, vegna þess hversu fáir geta notið þjónustu okkar. Því fé, sem varið er til meðferðar alkóhólista kemur ekki að fullum notum meðan aðstandendur sitja heima með vandræði sín. Hvað hinn hópinn áhrærir, þá er fræðsla til þeirra, sem eiga að virkan alkóhólista oft á tíðum lífsspursmál fyrir þá og hann. Það þarf ekki að lýsa hér sorgarleiknum, sem sjúkleg drykkja leiðir til. Það sem máli skiptir er, að við vitum að fræðsla til aðstandenda getur dregið úr og jafnvel komið í veg fyrir þá örvæntingu — líkamlegt og andlegt niðurbrot — sem við kynnumst allt of oft, sem störf- um að þessum málum. Þeim fjölgar stöðugt, sem leita til okkar úr þessum hópi aðstand- enda og þróunin er sú að fólk er farið að leita aðstoðar fyrr en gert var. Þetta er ánægjuleg þróun og sýnir að fordómarnir eru á undanhaldi. En það er erfitt að veita þeim þá úrlausn að fara á 3—4 mánaða biðlista eftir hjálp. Fræðsla til þessa hóps ætti að standa öllum opin, þegar þeir þarfnast hennar því hún er mikilvægasta skrefið til hjálpar alkóhólistanum. Það má bæta því við að hingað er leitað aðstoðar með ritgerðir og heimildir af skólafólki svo og starfskynningar. Og ýmis félög og klúbbar hafa beðið okkur um að koma og flytja erindi. Þar sem við, sem vinnum hér erum áhugafólk um þessi mál, þá höfum við orðið við þeim beiðn- um en þurft að gera það í frítímum. Brýn þörf á fræðslu fyrir börn og unglinga — Hver eru brýnustu verkefn- in sem bíða? Það er að fjölga fræðslunám- skeiðunum og setja í gang fræðslu fyrir unglinga og börn úr hópi aðstandenda. Þá vantar alveg fræðslu til þeirra ungmenna, sem farin eru að finna til vandræða vegna eigin áfenigsneyzlu. Það er að- kallandi að hefja samvinnu við lögregluna til að veita þessum unglingum einhver úrræði svo og fjölskyldum þeirra. Deildin hef- ur fyrirmynd að slíkri fræðslu, en við höfum ekki fjárveitingu né aðstöðu til að gera neitt að svo komnu. Þá væri það mikið til bóta að hafa samvinnu við ýms- ar stofnanir eins og vinnustaði, slysavarðstofuna, félagsmála- stofnun og heimilislækna og ýmsa aðra sem í daglegu starfi komast í kynni við áfengis- vandamál. Á meðan við vanrækjum börn- in og unglingana og liðsinnum jafn fáum og við gerum, þá höfum við svo sem hróflað við vandanum en engan veginn tek- izt á við hann og eigum langt í land. „Ekki tilbúin að ræða málið að sinni“ Mbl. sneri sér til Öddu Báru Sigfúsdóttur borgarfulltrúa sem kvaðst ekki vera tilbúin að ræða fjármál áfengisvarnardeildar- innar að svo stöddu. Taldi hún málið ekki vera á því stigi að ræða ætti það í blöðum. Tvö fyrri atriðin sýna að um- boðsmaðurinn er síður en svo valdalaus. Hann hefur að vísu enn ekki beitt þessu valdi, og mun ein meginástæðan til þess vera sú að embættið nýtur svo mikillar virð- ingar og trausts, að dæmalaust mun að tilmæli umboðsmannsins hafi verið virt að vettugi. Það verður þannnig varla talið ofsagt, að umboðsmaðurinn „geti“ komið fram breytingum og leiðréttingum á stjórnarathöfnum. Á að kjósa lögsögu- mann á Alþingi? Það ríkir enginn ágreiningur milli okkar Finns Torfa um að fengur gæti verið að því að þessi skipan yrði tekin upp hér á landi.1’ Frumvarp um það efni hefur komið fram, og má vísa til greinar eftir Sigurð Gizurarson, sýslumann, í Dagblaðinu fyrir skömmu um það efni, en þar kemur greinilega fram hversu langt frá lagi er að tengja þá hugmynd störfum fulltrúanna í dómsmálaráðuneytinu. Það er einnig síður en svo að ég telji óþarft að sérstökum fulltrúa sé falið að leiðbeina fólki sem leitar til ráðuneytisins og fylgjast með því að löggæslumenn fari að lögum í störfum sínum. Þá má það eflaust vera verðugt verkefni að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir, sem einstakir blaðamenn og stjórnmálamenn kunna að hafa komið inn hjá almenningi með fráleitum og villandi ummælum um dómstóla og dómsmál í opin- berum umræðum undanfarin ár. Pólitík dómarans í grein Finns Torfa kemur fram sú skoðun að fyrri grein mín hafi verið pólitísk, og er svo að skilja að honum þyki það meira en umtalsvert að menn, sem gegna dómarastörfum taki opinberlega pólitíska afstöðu. 1) Sumir vilja að umboðsmaður- inn verði nefndur lögsögumaður. Ég lít þannig á að þegar dómar- inn er kominn úr dómarakápunni og hefur yfirgefið dómshúsið eigi hann sama rétt og aðrir borgarar til að láta álit sitt í ljós á því hvernig æskilegt sé að almennum málum skuli skipað í þjóðfélagi. Það væri jafnvel ekkert við því að segja þótt dómari lýsti þeirri skoðun opinberlega, að tiltekin stjórnvöld eða jafnvel stjórnendur tiltekins stjórnmálaflokks ættu að geta sagt dómurum fyrir verkum, aðeins ef hann lætur þessar skoð- anir ekki í ljós með þeim hætti að taka við slíkum fyrirmælum og fara eftir þeim í dómstörfum. Mín persónulega skoðun er að vísu sú að heppilegast sé að dómarar taki ekki þátt í stjórn- málabaráttu á flokkspólitískum grundvelli, og auðvitað getur dóm- ari ekki látið í ljós opinberlega álit á umdeildum atriðum, sem varða dómsmál sem hann hefur til meðferðar. Ég tel ekki að dómarar séu sjálfkjörnir til forustu um stefnu á sviði dómsmála; þau mál varða allan almenning, og forust- an á í þessum málum sem öðrum að vera í höndum stjórnmálaleið- toga, og það er hlutverk fjölmiðla að annast upplýsingamiðlum á þessu sviði sem öðrum og hafa áhrif á skoðanamyndun. En ef stjórnmálamenn og blaðamenn hyggjast nota dómsmálin til að bæta fjárhag blaðanna eða til ávinnings á pólitískri framabraut með þeim hætti að almenningur veit ekki lengur hverju eða hverj- um má treysta, tel ég að þeim sem best eru hnútum kunnugir standi næst að koma á framfæri réttum upplýsingum og gera grein fyrir hver eru hin raunverulegu megin- sjónarmið, sem hljóta að móta stefnu á sviði dómsmála. Þetta er sú pólitík sem lá því til grundvall- ar að ég skrifaði fyrrnefnda grein, og ég þykist vita að bæði dómarar og aðrir, sem eru kunnugir málum séu tilbúnir til að leggja til þessara mála, a.m.k. þar til þeim, sem eiga skyldum að gegna rennur blóðið til skyldunnar. * 4 1 Q 1 » i I f t J f » • • * Islenzkur hestur yfirleitt seldur á um 1.5 milljón ytra Á NÆSTU vikum verða flutt út um 100 hross, sem seld hafa verið til annarra landa. einkum Þýzkalands, en þar er mikill áhugi á íslenzka hestinum. Meðalverð fyrir hvern þessara gripa er um 500 þúsund krónur til íslenzkra seljenda, en verðið hefur þó farið yfir eina milljón króna. Yfirleitt eru hrossin tamin þegar þau eru seld héðan. Kaupandi í V-Þýzkalandi greiðir hins vegar 6.500 til 7.000 mörk fyrir hrossin í flestum tilvikum, en það er í kringum 1.5 milljónir íslenzkra króna. Mikill kostnaður er samfara þess- um útflutningi og t.d. kostar um 200 þúsund krónur undir hvert hross, sem flutt er út. Á síðasta ári voru innan við 500 hross seld til útlanda, en nokkru meira 1978. Agnar Tryggvason, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sam- bandsins, sagði í gær, að hann vonaðist til að útflutn- ingurinn í ár yrði talsvert meiri en hann var í fyrra. Einkum eru hrossin seld til Þýzkalands eins og áður sagði, eða um % útflutnings- ins. Nokkuð fer til Noregs, Hollands, Sviss og víðar. Þá voru 35 hross seld til eins kaupanda í Kanada á síðasta hausti og sagðist Agnar gera sér vonir um að framhald yrði á þeim viðskiptum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 20000 Lux 66x45x48 (B-H-D) ]5 \ Þyngd 28.5 kg. Fáanleg í hnotu. 10 i-UX R ÁRGERDlHJlW 22“ tækiö er mikiö tæki í nettum umbúö- um. Eins og allir vita þá hafa Luxor verksmiöj- urnar lagt áherslu á aö fullkomna litgæöin í sjónvarpstækjunum. Eitt tekur viö af ööru og nú hefur Luxor endurbætt hljóm- buröinn. Tóngæöin eru jöfn hvort sem styrkurinn er hár eöa lár. MÁL: ídB) : f v. m ; -H-D) « ... ■ 1 Eyðir orku eins og 75 Wpera. Sjálfvirkur birtustillir. Öll tækin eru seld meö hjólastelli. Verö kr. 678.000 meö hjólastelli Verö kr. 659.000 án hjólastells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.