Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Haukur Már Haraldsson ritstjóri: Þann 12. desember 1978 var Pedro Quevedo myrtur. Quevedo var gjaldkeri í stjórn verkalýðsfé- lagsins við Coca Cola verksmiðj- una í Guatemala City, Embotella- dora Guatemalteca. Samhliða þessu morði voru 23 verkamenn við verksmiðjuna fangelsaðir á fölskum forsendum, og margir starfsfélagar þeirra fengu hótun um líflát ef þeir ekki undirrituðu skjal sem beint skyldi gegn stjórn Burtséð frá því að þessi setning er hin ágætasta öndunaræfing, er með henni reynt á svarthöfðskan hátt að læða því inn hjá lesendum að þau læti sem orðið hafa um heim allan vegna Coca Cola í Guatemala séu upprunnin hjá Svíum og þess vegna ekki mark- tæk. Tryggir lesendur Morgun- blaðsins vita jú vel að Svíar eru vont fólk, — gott ef ekki kommún- istar. Haukur Már Haraldsson. Verksmiðjan stækkaði við sam- runa við aðra verksmiðju árið 1956 og framleiðir síðan auk kóksins drykki eins og 7-up, Ging- er Ale og Grapette, sem er grape- fruit-drykkur. Um leið og verk- smiðjan stækkaði tók John Trott- er við fyrirtækinu sem aðaleigandi og stjórnandi. Trotter er lögfræð- ingur frá Houston í Texas, al- ræmdur andstæðingur allrar verkalýðshreyfingar og almenn- ingssamtaka yfirhöfuð, náinn vin- ur þeirra herforingja sem ráða ríkjum í Guatemala og m.a. þekkt- ur fyrir að vera félagi í hinu fasistíska John Birch Society í heimalandi sínu. Segja má að eftir valdarán hersins í Guatemala áfið 1954 hafi ömurlegt ástand ríkt í landinu, þar sem almenningur hefur verið En þrátt fyrir þá hættu sem verkamennirnir lögðu sig augljós- lega í, héldu þeir baráttu sinni áfram og tókst að knýja fram launahækkun í árslok 1977. Þá hafði starf verkalýðsfélagsins ver- ið svo árangursríkt, að 94% starfsmanna voru félagar þar í. í desember 1978 hófst enn ein hryðjuverkaalda gegn starfs- mönnum fyrirtækisins. Þann 12. Var Pedro Quevedo myrtur, eins og sagt er frá í upphafi þessarar greinar. Það er eftirtektarvert í sambandi við þetta morð, að strax að morgni þessa dags umkringdu verksmiðjuna sérstakir öryggis- verðir, tilkallaðir af stjórn fyrir- tækisins. Um miðjan dag var svo Quevedo myrtur. í inngangi þessarar greinar er svo sagt frá því næsta sem gerðist; Þokunni lyft af kókmálinu verkalýðsfélagsins. Þessari hótun var dreift heim til verkafólksins, þannig að nöfn þess og heimilis- föng hljóta að hafa verið fengin hjá starfsmannahaldi verksmiðj- unnar. Liðlega mánuði eftir að þetta átti sér stað, þann 16. janúar 1979, gengu tveir menn úr sérstakri deild lögreglunnar, Pelotan Mo- delo, inn á verksmiðjusvæði kók- verksmiðjunnar, án þess að reyna á nokkurn hátt að fela erindi sitt. Þeir gerðu tilraun til að ræna Israel Marquez, formanni verka- lýðsfélagsins á staðnum, en hon- um tókst að komast undan í bifreið og sakaði ekki þótt skothríðin frá mönnunum tveimur dyndi yfir bifreiðina og gluggar hennar væru sundurskotnir. Þann 24. janúar var bifreiða- stjóri nokkur drepinn í íbúðarhúsi Marquez, og var þar bersýnilega um mistök að ræða. Morðingjarnir héldu að þarna væri Marquez sjálfur á ferðinni. Þann 5. apríl þetta ár var Manuel Lopez Balan myrtur, en hann hafði verið álitinn einna líklegastur eftirmaður Israels Marquez í formannsstóli verka- lýðsfélagsins. Balan var rænt þeg- ar hann var að aka út kóki í Guatemala City og fannst líkami hans nokkru síðar. Hann bar augljós merki um pyntingar. Eftir þetta morð á Balan flýðu 30 verkalýðsleiðtogar í Guatemala land og margir hafa sagt stöðum sínum við kókverksmiðjuna laus- um. Israel Marquez var meðal þeirra sem flýðu land. Hann komst inn á aðalfund hluthafa í Coca Cola samsteypunni í Atlanta, Bandaríkjunum, í maí 1979 og bað ráðamenn þar að grípa í taumana svo ofsóknum gegn verkafólki í verksmiðjunni í Guatemala linnti. Þessari málaleitan var vísað á bug af samkomunni. Merkilegar yfirlýsingar í ljósi þess sem hér að framan er frá sagt, er býsna forvitnilegt að lesa plagg sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing Vífil- fells hf., framleiðanda Coca Cola á íslandi. Plagg þetta birtist í Morg- unblaðinu 22. febrúar sl. og er nánast birt sem innlegg Péturs Björnssonar framkvæmdastjóra Vífilfells í mjög svo takmarkaðar umræður um málið á sömu síðu. Upphaf þessa plaggs sýnir strax á hvaða strengi skal slegið: „Vegna þess að sænskt (leturbr. mín, HMH) verkalýðsfélag í mat- vælaiðnaði reis upp skyndilega og heimtaði að Coca Cola í Svíþjóð yrði sniðgengið þangað til Coca Cola félagið hefði tekið fram- leiðsluleyfið af verksmiðju í Guatemala og hvatti um leið alþjóðleg samtök verkafólks við matvælaiðnað að styðja við bak sér, þá viljum við koma á fram- færi yfirlýsingu frá Coca Cola félaginu í Atlanta um þetta mál, og einnig vegna þess að hingað eru Komin bréf um þetta efni til Iðju og fleiri félaga." Plagg framkvæmdastjórans heldur áfram: „Þykir okkur rétt að skýring þessi komi núna, einkum vegna þess að fregn þessi er forsendulaus og auk þess ár síðan farandfrétt þessi fór um Vestur- lönd en hefur legið niðri vegna ónógrar forsendu og sanninda um þetta óljósa mál. Við vitum að margir aðilar og hópar eru ávallt reiðubúnir að dæma strax, þó enginn fótur sé liggjandi fyrir söguburðum." Þetta er óneitanlega hraustlega mælt, sérstaklega miðað við þá staðreynd að þegar í mars 1977 hóf IUF (alþjóðasamtök starfs- fólks í matvælaframleiðslu) til- raunir sínar til að fá verkalýðsfé- lag starfsfólks í kókverksmiðjunni í Guatemala viðurkennt. Þann dag var sent skeyti þessa efnis til Lucians Smith, formanns hlutafé- lagsins Coca Cola, og Johns Trott- er, eiganda verksmiðjunnar í Guatemala City. Síðan hefur þetta mál verið í gangi af hálfu Alþjóða- sambandsins en farið smáharðn- andi eftir því sem á tímann hefur liðið, vegna framkomu stjórnar verksmiðjunnar. Það kann vel að vera, að mál þetta sé allt fremur óljóst og þoku hulið í augum Péturs Björnssonar og þeirra sem ríkjum ráða hjá Vífilsfelli. En ég get fullvissað hann um að það er kristaltært í augum þeirra sem haft hafa fyrir því að kynna sér málsatvik. Það hefur Pétur ekki gert, eins og andsvör hans í fjölmiðlum bera með sér, heldur ber hann fyrir sig yfirlýsingu frá Coca Cola Comp- any í Atlanta, og birtir hana í Morgunblaðinu í beinu framhaldi af plaggi því sem vitnað er til hér að framan. Lítum á þessa bandarísku yfir- lýsingu: Þar segir í upphafi frá því að beiðni hafi komið frá IUF um að úthýsa Coca Cola af markaði og sé sú beiðni „algjörlega óréttlætan- leg“. Segir síðan frá forsendum þessarar beiðni, þ.e. að „fyrirtækið Embotelladora Guatemala ... hafi gerst sekt um ofbeldi gagnvart starfsmönnum sínum“, en þrátt fyrir rannsókn á vegum Coca Cola Company hafi ekki tekist að afla haldbærra sannana, og IUF hafi „ofan á allt annað vísað á bug tillögum Coca Cola fyrirtækisins í Atlanta um að taka umkvörtunina beint til fyrirtækisins í Guate- mala“. Þessu næst er í yfirlýsingunni lögð á það áhersla að verksmiðjan í Guatemala sé sjálfstætt fyrir- tæki án nokkurra skipulagslegra tengsla við Coca Cola í Atlanta. Þannig er reynt að gefa í skyn að þeir í Atlanta geti ekkert gert í málinu; það sé þeim óviðkomandi. Rannsókn Coca Cola Company, sem fyrr er getið, er sögð hafa byggst upp á „fjölda viðtala í mörgum löndum við þá aðila sem þóttust (leturbr. mín, HMH) búa yfir sönnunargögnum sem tengdu verksmiðjustjórnina við ofbeldis- verkin. Samhliða þessu var haft náið samstarf við rétta opinbera aðila (leturbr. mín, HMH). Nokkur orð vegna yfirlýsingar Vífilíells h.f. og Coca Cola Company í Atlanta um ástand mála í kókverksmiðj- unni í Guatemala GREIN þessi barst blað- inu fyrir nokkru og hef- ur orðið að bíða birt- ingar vegna þrengsla í blaðinu. — Höfundur gat þó ekki beðið síns tíma og birti greinina í Þjóðviljanum í síðustu viku. Hann verður því að sætta sig við að jafnframt birtist svargrein, sem blaðinu barst við Þjóðviljagrein- inni og þá jafnframt þessari. Þrátt fyrir þessar rannsóknir tókst ekki að afla sönnunargagna frá fyrstu hendi um sannleiksgildi ákærunnar, né heldur ná í ábyrga skjalfestingu um ofbeldisverkin. Það er einnig mjög mikilvægt að gera sér Ijóst að hin réttu og löglegu yfirvöld í Guatemalariki hafa hvorki borið fram ákærur í þessu máli né því síður dæmt nokkurn aðila fyrir ábyrgð á ofbeldisverkum“ (leturbr. mín, HMH). Loks segir í yfirlýsingunni frá Atlanta að „„sumir hópar“ hafi þrýst á að Coca Cola fyrirtækið rifti samningum við verksmiðjuna á framleiðslu á Coca Cola og byggj a kröfur sínar á þeirri óraunhæfu (leturbr. mín, HMH) forsendu að stórn verksmiðjunnar í Guatemala City sé ábyrg fyrir ofbeldisverkunum". „Að lokum. Ef einhverjar hald- bærar sannanir liggja fyrir tengd- ar þessum staðhæfingum — þá viljum við fá að vita um þær, segir Coca Cola fyrirtækið," segir í lok þessarar makalausu yfirlýsingar frá Coca Cola í Atlanta, sem birt er sem einhver stórisannleikur í Morgunblaðinu sl. föstudag. Gangur mála í Guatemala Hver skyldu svo vera málsatvik í því „óljósa" máli sem Pétur Björnsson talar um. Lítum á: Coca Cola hefur verið framleitt í Guatemala síðan árið 1939. kúgaður af herforingjastjórnum og lítt eða ekki þorað að hafast að. En árið 1975 má segja að verka- lýðshreyfingin hafi byrjað að end- urskipuleggja sig og þeir sem einna mestum árangri náðu voru einmitt starfsmenn Embotella- dora Guatemalteca, — fram- leiðsluaðila Coca Cola í landinu. Eftir að hafa átt í launadeilu við fyrirtækið tókst verkafólkinu að stofna verkalýðsfélag, sem meiri- hluti starfsfólksins gekk í. Þetta félag var jafnvel'viðurkennt laga- lega, enda þótt dpmstólar í Guate- mala reyni með öllum tiltækum ráðum að komast hjá því ^ð viðurkenna verkalýðssamtök. Fyrirtækið reyndi strax í upp- hafi að koma í veg fyrir að þetta verkalýðsfélag gæti starfað, og beitti til þess hótunum um at- vinnuleysi og mútum, auk þess seni ófélagsbundið vinnuafl var flutt til verksmiðjunnar frá öðrum landshlutum. í marsmánuði 1975 kallaði verk- smiðjustjórnin á lögreglulið til að stöðva setuverkfall. Arangurinn varð 13 alvarlega slasaðir verka- menn. Fjórtán verkamenn voru fangelsaðir og 152 reknir úr starfi. I apríl sama ár lýsti John Trotter því yfir, að hann myndi aldrei viðurkenna verkalýðsfélag í sinni verksmiðju. Fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, verksmiðjustjórn- arinnar og verkafólksins áttu síðan saman nokkra fundi og fyrirtækið neyddist til að endur- ráða verkamennina 152 sem rekn- ir höfðu verið mánuði fyrr. Við- ræður héldu síðan áfram um vinnuaðstöðu og launamál, en með takmörkuðum árangri. Fyrirtæk- inu var jafnframt skipt upp í 13 aðskildar einingar, í tilraun til að tvístra þannig félagsmönnum verkalýðsfélagsins og lama starf- semi þess. Það tókst ekki. í mars 1977 tókst tveimur fé- lagsmönnum verkalýðsfélagsins að komast undan, þegar gerð var tilraun til að myrða þá. Þetta voru þeir Angel Villeda Moscoso og Oscar Humberto Sarti. Þetta reyndist vera byrjunin á langvar- andi tilraunum til að myrða þá sem voru í forystu fyrir verkafólk- inu í kókverksmiðjunni. Að minnsta kosti tvær þessara til- rauna hafa heppnast, eins og sést á upphafi þessarar greinar. Þeir Moscoso og Sarti upplýstu, að starfsmannahald fyrirtækisins hefði haft í hótunum við þá og reynt að fá þá þannig til að hætta að skipuleggja verkafólkið í sam- tök. Síðar á þessu sama ári urðu tveir lögfræðingar samtaka verka- fólks, Luis Alberto Lopez Sanchez og Guillermo Monzon-Paz, fyrir morðtilraun, en sluppu hættulega særðir. í júnímánuði tókst tilræð- ismönnum hins vegar betur. Þá voru lögfræðingarnir Mariö Lopez Larrave og Jorge Alfonso Lobo Duban myrtir, en þeir störfuðu báðir fyrir verkalýðssamtökin CNT, sem starfsmenn kókverk- smiðjunnar eiga aðild að. tilrauninni til að ræna Israel Marquez, morðinu á bílstjóranum Manuel Antonio Moscoso Zaldafia, leigjanda í húsi Marquez, óg loks morðinu á Manuel Lopez Balan, nánum samstarfsmanni og líkleg- um eftirmanni Marquez í forystu verkalýðsfélagsins. Balan hafði þá aðeins verið tvo daga í vinnu, eftir að hann særðist þegar gerð var önnur tilraun til að myrða hann. Balan fannst skorinn á háls ásamt líkum fjögurra óþekktra fórnar- dýra. Öll líkin báru merki um ótal hnífsstungur og önnur merki pyntinga. Því má einnig skjóta hér að, að daginn áður en tilraun var gerð til að ræna Israel Marquez, 15. jan- úar 1979, óku vopnaðir og óein- kennisklæddir menn allan daginn á mótorhjólum umhverfis verk- smiðjuna. Bersýnileg aðvörun til starfsmanna. Á síðasta ári reyndi John Trott- er nýja aðferð til að ná sér niðri á verkalýðsfélaginu. Hann beitti sér fyrir stofnun „guls“ félags, Asoci- acion de Empleados de EGSA (EGSA: Embotelladora Guatemal- teca SA.), til mótvægis gegn gamla félaginu, Sindicato de Tra- þajadores' de Embotelladora Guatemalteca. Þessi félagsskapur skyldi fjármagnast þannig að fé- lagsmenn skyldu greiða 5% af launum sínum og atvinnurekand- inn samsvarandí upphæð á móti. Félagslíf margs konar fór fram fyrir félagsmenn eingöngu og þeim stóð til boða sérstök lánafyr- irgreiðsla. Þeir sem réðust til starfa hjá fyrirtækinu eftir að þetta „gula“ félag hafði verið stofnað, neyddust til að ganga í það. En þrátt fyrir þessar þving- unaraðferðir berast nú þær fréttir frá Guatemala að félagsmönnum í „gula“ félaginu fari fækkandi. Lokaorð Þessi skrif eru orðin æði miklu lengri en þeim var ætlað að vera í upphafi, en ég taldi nauðsynlegt að reyna að gefa einhverja mynd af gangi mála í Guatemala, sér- staklega vegna þeirrar fuílyrð- ingar sem fram kemur í plaggi Vífilsfells hf., að hér sé aðeins um að ræða sænskt upphlaup. Ég þykist hafa sýnt fram á að svo sé ekki. Þær umræður og hótanir um sölubann á Coca Cola víða um heim eru þvert á móti varnarað- gerðir vegna þess verkafólks sem starfar við kókverksmiðjuna í Guatemala, til að tryggja því þau sjálfsögðu mannréttindi að fá að stofna verkalýðsfélag sem sjái um að semja um lífsafkomu félags- manna við eiganda fyrirtækisins, án þess að verkafólkið eigi líflát yfir höfði sér eða missi starfið. Hvað viðkemur þeirri staðhæf- ingu í yfirlýsingunni frá Atlanta, að „hin réttu og löglegu yfirvöld Guatemala" hafi „hvorki borið fram ákærur í þessu máli né því síður dæmt nokkurn aðila fyrir ábyrgð á ofbeldisverkunum", þá er þetta furðu óskammfeilin stað- hæfing og augljóslega sett fram til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.