Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 33 ... Hb8, 59. Bc5 - Hh6, 60. Bd6 - Hhh8, 61. Ba3 - Hh7, 62. Bb4 - Hh6, 63. Ba3 - Hh7, 64. Bc5 (Allir þessir leikir eru fyrst og fremst leiknir til þess að vinna tíma)... Hh6,65. Ba7 — Ha8,66. Hxb7 - b4, 67. Bc5 - Hb8, 68. Hxb8 — Rxb8. 69. Bxb4 — Rc6, 70. Bc3 - Re7, 71. Bb4 - Rc6, 72. Bc5 — Rxa5, 73. g4! — fxg4, 74. hxg4 - Rb7, 75. Hxh5 - Hxh5, 76. gxh5 — a5, 77. h6 — Rd8, 78. h7 - Rf7, 79. Ba3 - a4, 80. Bb4 Svartur er í leikþröng og hann gafst því upp. Anthony Miles náði snemma óþægilegri pressu í endatafli með mislitum biskupum gegn Mar- geiri. Miles varð á endanum tveim peðum yfir, þó að tæknilegir erfiðleikar á að vinna taflið væru samt sem áður nokkrir. Rétt fyrir bið kom síðan augnabliksandvara- leysi Miles í koll: Svart: Margeir Hvítt: Miles 61. Kf2? (Rétt var 61. Bd8 og hvítur vinnur taflið um síðir, eftir að hann hefur komið biskup sínum á virkari stöðu, t.d. á skáklínunni al—h8) ... He7!, 62. Hd4 (Eftir hrókakaupin sem koma fram eftir 62. Bd6 - Hf7, 63. Hxf7 - Bxf7, 64. f4 — Be6! heldur svartur auðveldlega jafntefli, þar sem hann leikur ekki biskup sínum af skáklínunni c8—e6) ... Bxf3!, 63. Bd8 - Hf7, 64. Kg3 - Bb7, 65. Hd6+ - Kg7. 66. Bb6 - Be4, 67. Bd4+ - Kg8, 68. g5 - Hb7, 69. Kf4 - Bbl, 70. g6 - Bxg6, 71. Hxg6+ — Kf8. Þessi staða þar sem hvítur hefur hrók og biskup gegn hrók svarts er alþekkt í endataflsfræðunum og er fræði- legt jafntefli. Gildrur eru þó ýmsar og t.d. hefur sænski stór- meistarinn unnið þetta endatafl tvisvar. Miles reyndi líka lengi vel að knýja fram vinning, en ekkert gekk og eftir að leiknir höfðu verið 50 leikir til viðbótar án þess að maður væri drepinn eða peði leikið krafðist svartur jafnteflis, en þá var klukkan líka að verða þrjú á sunnudagsmorguninn. 13. umferð Kupreitschik — Browne Vz — Vz Torre — Byrne Vz — Vz Vasjukov — Schiissler Vz — Vz Haukur — Jón L. 1—0 Helgi — Miles 0—1 Margeir — Sosonko Vz — Vz Ahorfendur sem fjölmenntu á sunnudaginn til þess að verða viðstaddir lokaumferðina bjugg- ust flestir við æsispennandi lokauppgjöri þeirra Kupreitschiks og Browne. Það fór því miður á annan veg: Hvítt: Kupreitschik Svart: Browne Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. g3 - Rf6, 4. Rc3 - g6, 5. Bg2 - Bg7, 6. d4 — cxd4, 7. Rxd4 — 0-0, 8. 0-0 - Bg4, 9. Rce2 - Rc6,10. h3 (Strax hér bauð Rússinn jafntefli, enda í þann mund að verða sér út um biskupaparið. Ef biskupinn hörfar leikur hvítur 11. c4 með töluvert rýmra tafli)... Bxe2,11. Rxe2 - Hc8,12. Be3 - a6,13. c4 - Rd7,14. Hbl - b5. í þessari stöðu bauð Browne jafntefli, sem Kupreitschik að sjálfsögðu þáði. Eftir 15. cxb5 — axb5, 16. Rd4 einfaldast taflið ákaflega mikið, en Browne getur þó ekki talist mikill kjarkmaður með því að láta fyrsta sætið endanlega af hendi en tryggja sér hins vegar annað sætið. Þeir Margeir og Sosonko sömdu einnig stutt jafntefli, en Miles virtist hins vegar ekkert þreyttur eftir allan þæfinginn í endataflinu við Margeir um nóttina. Hann hafði svart gegn Helga Ólafssyni og tók hraustlega á móti sókn Helga svo að síðustu stóð ekki steinn yfir steini hjá Helga sem virtist algjörlega heillum horfinn í seinni hluta mótsins. Vasjukov tókst ekki fremur en öðrum að klekkja á Petrovs vörn Schusslers og ellefta jafntefli Svíans varð staðreynd. Snemma leit út fyrir spennandi viðureign þeirra Torre og Byrne, en sá síðarnefndi falaðist eftir eitraða peðinu í Najdorf afbrigð- inu í Sikileyjarvörn. Filippseyj- ingurinn var hins vegar ekki á því að láta það af hendi og eftir mikil uppskipti var ekki um annað að ræða en að semja. Eina skákin sem entist eitthvað að ráði var viðureign þeirra Hauks og Jóns, sem stóð tveimur klukku- stundum lengur en hinar skákirn- ar: Hvítt: Ilaukur Angantýsson Svart: Jón L. Árnason Ben-Oni byrjun 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 - e6, 4. Rc3 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. e4 - g6, 7. Bf4 - a6, 8. Rí3 - Bg4?! (Betra var 8. ... b5 og staðan er tvísýn, en Jón hefur mikið dálæti á því í Ben-Oni byrjun að láta hvítreitabiskupinn af hendi) 9. Be2 - Bxf3,10. Bxf3 - Rbd7, 11. 0-0 - Db8, 12. Hbl — Bg7,13. b4! — cxb4,14. Hxb4 (Haukur hefur teflt byrjunina markvisst og Jón situr uppi með þrönga stöðu) ... 0-0, 15. Dbl — Rc5, 16. Hb6 - Hd8, 17. Hcl - Ha7?! (Ljótur leikur sem gerir illt verra. Betra var 17.... h6) 18. Re2 - Dc7, 19. Db4 - a5?!, 20. Db5 — Ha6, 21. Hxa6 — bxa6. 22. Bxd6! (Nú hrynur svarta staðan) ... Dxd6, 23. Dxc5 — De5, 24. Dxa5, 25. Rg3 - h5, 26. h4 - Df4, 27. Hdl - Dxh4, 28. Dxa6 - Dg5,29. d6 - h4,30. Rfl - Rd7, 31. a4 - Df4, 32. Dc6 - Hd8, 33. Dc7 - Bf6, 34. Dcl - De5, 35. Rh2 - Bg5, 36. Dc7 - Rf8, 37. a5 - Re6, 38. Db6 - Bf4, 39. Rg4 - Dc3, 40. e5 - h3, 41. Bd5 - Dc2. 42. Dbl! (Bana- höggið)... Df5, 43. Dxf5 — gxf5, 44. Bxe6 — fxg4, 45. Bxg4 — h2+, 46. Khl - Bxe5, 47. a6! - Ha8, 48. d7 - Bf6,49. Bf3 - Hxa6,50. d8-D+ og svartur gafst upp. Alþjóðadagur fatlaðra: Lífskjör fatlaðs fólks verði viðunandi ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er á sunnudaginn kemur, 16. mars. Það var árið 1960, að FIMITIC (De la Federation Internationale des Mutilés et Invalides du Travail et des Invalides Civils) Alþjóðasam- band fatlaðra, tók upp þá nýbreytni að minna á fatlaða og málefni þeirra á þennan hátt og hefur eitt málefni verið tekið til meðferðar hverju sinni. Að þessu sinni er það krafan um bætt lífskjör fatlaðra. Alþjóðasamband fatlaðra er ungt í sinni nýverandi mynd. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var að vísu náin samvinna milli ýmissa bandalaga fatl- aðra í Evrópulöndunum, en styrjöldin tók fyrir slíkt og næstu árin þar á eftir átti hvert land fullt í fangi með sín innri mál og fjárhagsgrund- völlur fyrir alþjóðasamvinnu var heldur ekki fyrir hendi. Árið 1954 gekkst Bandalag fatlaðra á Ítalíu fyrir þing- haldi nokkurra landa í Róma- borg, þar sem Alþjóðasam- band fatlaðra var stofnað. Nú eiga lönd í öllum heimsálfum og með margskonar stjórn- skipulag aðild að Alþjóðasam- bandi fatlaðra, sem hefur að- setur sitt í Sviss. Sambandið er aðili að Félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, gekk í sambandið árið 1965. Lífskjör fatlaðra hér á landi eru mun lakari en lífskjör fatlaðra á öðrum Norðurlönd- um. Örorkulífeyrir er ófull- nægjandi og hækkun hans réttlætismál. Þeir, sem geta ekki stundað atvinnu vegna fötlunar eiga skilyrðislausan rétt á lífvænlegum lífeyri. Allt fatlað fólk, sem hefur vinnu- getu á rétt á arðbærri atvinnu. Aðgengilegt húsnæði er eitt brýnasta hagsmunamál fatl- aðs fólks. Mikilla átaka er þörf til þess að gera margháttað húsnæði aðgengilegt fötluðu fólki. í ályktun 2433. fundar Alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna segir m.a.: „Fatlaðir eiga kröfu á aðgerðum, sem stuðla að því að þeir geti orðið eins sjálfbjarga og unnt er. Fatlað- ir eiga rétt á fjárhagslegu og félagslegu öryggi og mann- sæmandi lífskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hæfileikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni, eða taka þátt í nytsamlegu, frjóu og arðgef- andi starfi og að ganga í verkalýsfélag." Fötluðu fólki á íslandi finnst leiðin til bættra lífskjara torsótt. Þótt ýmsum réttindamálum fatlaðra hafi þokað í rétta átt undanfarna áratugi, er ennþá langt í það að fatlaðir búi við sömu lífs- kjör og flestir aðrir þjóðfé- lagsþegnar. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra leggur áherslu á að- gerðir til að gera lífskjör fatlaðs fólks viðundandi. Fréttatilkynning frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra NOKIA stígvél Kontio Terri nr: 28—33 Verö kr. 8.200.- nr: 34—41 Verö kr. 10.600.- nr: 42—46 Verö kr. 13.800.- nr: 20—27 litir: blátt, rautt, brúnt, Ijósbrúnt. Verð kr. 6.900.- Lena nr: 36—41 litir: svart, vínrautt. Verö kr. 12.900.- Austurstræti sínii: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.