Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Þórir Einarsson prófessor: Blindingjar í borgarstióm AÖfararnótt föstudags í fyrri viku tók borgarstjórn Reykjavíkur kjós- endur sína í Árbæj- arhverfi í bólinu. Langflestum íbúum að óvörum sam- þykkti borgar- stjórn Reykjavíkur að ráðast í svokallaða Höfðabakkabrú yfir Elliðaár rétt neðan stíflu. Brúnni er ætl- að að tengja bílaum- ferð í Breiðholti og sunnar með hrað- braut við Suður- landsveg. Við það sparast tvær mínút- ur í akstri miðað við núverandi vega- kerfi. Hins vegar slítur þessi hrað- braut Árbæjar- hverfi frá samnefn- ara sínum, Árbæ. Fé- lagasamtökum í Ár- bæ tókst að koma mótmælum á fram- færi til Umhverfis- málaráðs Reykja- víkur og borgar- ráðs og borgar- stjórnar. Umhverf- ismálaráð fór fram á frest á afgreiðslu málsins en borgar- ráð og borgarstjórn virtu erindi Árþæj- arbúa að vettugi. Fyrir vikið er nú í uppsiglingu mál, sem sameinar ein- kenni Kröflu- og Laxárvirkjana. Forsjónin vill greinilega ekki firra þéttbýlinga slíku mótlæti. GATNAKERFI Breiðholts- og Ár- bæjarhverfis sam- kvæmt endurskoð- uðu aðalskipulagi frá 1977 sem á ný er í endurskoðun. Gert er ráð fyrir Höfða- bakkavegi frá mót- um Vesturlandsveg- ar að Breiðholts- braut. Á kortinu má sjá að brúin og nyrsti hluti Höfða- bakkans eru fyrst og fremst hlnti Foss- vogshraðbrautar. Einnig er gert ráð fyrir Ofanbyggða- vegi frá Breiðholts- braut. Laxárvirkjunar- einkennin Laxárvirkjunardeilan einkennd- ist framar öðru af því að réttmæt- ur hagsmunahópur, bændur í hér- aði, voru hundsaðir og náttúru- verndarsjónarmið sniðgengin. Á undanförnum tveimur áratugum hefur gildismat íbúa á Vestur- löndum gagnvart umhverfis- og náttúruvernd tekið stökkbreyting- um. Skilningsleysi stjórnenda Laxárvirkjunar á hinu breytta gildismati og festu heimamanna er ef til vill skiljanlegur, þar sem á ferðinni voru fyrstu stórvægi- legu átökin í umhverfismálum milli hefðbundins og nútímalegs gildismats. I dag er engum vork- unn lengur. Gildismat umhverfis- og náttúruverndar er það samofið vestrænni menningu að einungis forstokkaðir grjótpálar og menn- ingarleg nátttröll hafa ekki getað tileinkað sér þau eða bæla niður sem óþægilegar minningar. Fólk eða bílar? Ibúar Árbæjarhverfis vilja með andstöðu sinni við Höfðabakkabrú og hraðbraut mótmæla spjöllum á óviðjafnanlegu umhverfi og nátt- úru í Elliðaárdal. Þeir mótmæla því að verða stýfðir frá sameigin- legum miðdepli og tákni hverfis bórir Einarsson síns. Þeir mótmæla ásamt börnum sínum að leiksvæði þeirra í Árbæ, Ártúnsbrekku og „indíanaeyju" skuli afgirt frá þeim með hrað- braut. Þeir mótmæla slysahætt- unni og dauðagildrunni sem slík hraðbraut er, hvort sem einhvers staðar finnast á henni undirgöng eða ekki. Þeir mótmæla hávaða- og útblástursmengun af umferð- inni í Árbæjarsafni og næstu götum. Þeir mótmæla því að hagsmunir þeirra, fullorðinna sem barna, vegi minna en hagsmunir bíleigenda komandi ára, sem geta stytt sér tveggja mínútna akst- ursleið. Kröflueinkennin Hverjir voru þeir þættir sem settu helzt svip sinn á ákvarðana- töku í Kröflumálinu? Mikill hraði og flaustur á undirbúningsstig- inu, þar sem ótækt þótti að bíða eftir frekari borunum og rann- sóknum. Pukurpólitík stjórnmálamanna úr fleiri flokk- um og embættismanna, þar sem samið var á bak við tjöldin á sérhagsmunagrundvelli án vitund- ar almennings. Ilópblinda, sem heltók þennan hóp manna. Gagn- rýni komst ekki að og hver styrkti annað í einhliða röksemdafærslu. Á ensku kallast fyrirbærið Groupthink. Því var gerð skemmtileg skil í kvikmynd sem sýnd var fyrir nokkru á vegum Stjórnunarfélags íslands. Hvar voru blindingjarnir þá? í þeim hluta stjórnunarfræða sem fjallar um ákvarðanatöku er gjarnan greint á milli ákvarðana eftir undirbúningi og mikilvægi. Stærri verkefni eins og meiri háttar fjárfestingu ber að ákveða af heildarsýn og samræmdri stefnumörkun. Undirbúningsstig- ið er langt, upplýsingasöfnun rækileg og stefnumörkun ígrund- uð. Þannig hafa ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir á Suður- landi verið teknar og mættu margir af þeim læra. Hins vegar er talað um þrýsti- ákvarðanir eða jaðarákvarðanir þegar viðfangsefnið er minni hátt- ar fjárráðstöfun eða breytingar á fyrri fjárveitingarliðum. Slíkar athuganir eru teknar án ítarlegs undirbúnings og fyrir þrýsting. Klipið er af einum stað og aukið annars staðar. Stöðvið fram- leiðslustjórann! Hvað er þá sameiginlegt með Kröfluvirkjun og Höfðabakkabrú? Hraði og flaustur á undirbúningi ákvörðunar, pukurpólitík og hópblinda, skortur á heildarsýn en yfirbragð þrýstings. Skyldi ein- hver blindinginn hafa búið til vígorðið: „Betra er að veifa rangri brú en engri“? Hvaðan getur þrýstingurinn hafa komið? Nærtækast er að líta á borgarverkfræðingsembættið sem hagsmunaaðilann. Markmið þess er að byggja vegi og brýr og viðhalda þeim. Velgengni og virð- ing embættisins í borgarkerfinu og samfélaginu hlýtur að mælast í einhverju hlutfalli við umsvif embættisins. Annarra er að fjalia um loftkennd markmið eins og umhverfismál. Þá er betra að hafa eitthvað fast undir fæti. Taka má samlíkingu úr fyrir- tæki. Eðlilegt markmið fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.