Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 37 Pétur Björnsson: Ráðist á Coca Cola þess eins að rugla í ríminu þá sem ekki vita um pólitískt ástand í landinu. Það hefur semsé aldrei hvarflað að nokkrum manni sem til málanna þekkir, að þessir atburðir væru í óþökk „réttra og löglegra" yfirvalda í landinu. Hér er þvert á móti um að ræða nána samvinnu öfga-hægrimannsins Johns Trotter og vina hans í herforingjastjórn Guatemala, sem vitanlega hefur lögreglu landsins á sínum snærum. En menn í sérdeildum lögreglunnar hafa ein- mitt mjög komið við sögu í þessu máli og þá í hlutverki ógnvaldsins en ekki fulltrúa réttlætisins. Og þótt þeir kókfurstar í At- lanta hafi ekki fundið „haldbær- ar“ sannanir í „einkarannsókn" sinni, þá er öðru máli að gegna um Alþjóðlegu lögfræðinganefndina undir forsæti Donald T. Fox og Amnesty International. Lögfræð- inganefndin hefur rannsakað kók- málið í Guatemala og telur sig hafa sannanir fyrir því að kókfyr- irtækið þar hafi tekið þátt í ofsóknum á hendur starfsfólkinu. Og meðal þeirra gagna sem grein þessi er byggð á er einmitt skýrsla Amnesty International um ástandjð í Guatemala. Einnig má bæta því við, að ambassador Bandaríkjanna í Guatemala fór og ræddi við starfsmenn í verksmiðjunni þegar kókmálið komst í hámæli. Hann sagði eftir þá heimsókn að veiga- miklar sannanir lægju fyrir um aðild ráðamanna verksmiðjunnar í ofbelsisverkum gegn starfsfólk- inu. Að lokum er rétt að benda á þá staðreynd, að þrátt fyrir digur- barkalega yfirlýsingu Coca Cola Company, sem Pétur Björnsson birtir í Morgunblaðinu sl. föstu- dag, hefur fyrirtækið í raun viður- kennt að það geti haft umtalsverð áhrif á málið og beri nokkra sök á núverandi ástandi með tregðu sinni til að aðhafast eitthvað. Coca Cola Company hefur nefni- lega gengið til samninga við IUF og var fundur haldinn með þessum aðilum 18. janúar sl. í höfuðstöðv- um Coca Cola í Atlanta. Ég vona að við lestur þessarar greinar verði mönnum ljóst, að kókmálið er ekki svo einfalt að hægt sé að vísa því á bug með staðhæfingum eins og þeim sem Pétur Björnsson ber á borð í Morgunblaðinu sl. föstudag. Hér er þvert á móti um viðamikið mál að ræða sem verkalýðshreyfing margra landa um allan heim hefur látið sig skipta, enda er í Guatemala vegið að frummann- réttindum, ekki aðeins af ríkis- stjórninni, heldur ekki síður af verksmiðjueiganda með aðstoð ríkisvaldsins. Haukur Már Haraldsson ritstjóri Haukur Már Haraldsson, rit- stjóri Vinnunnar, dregur óvenju sóðalega grein upp á síður Þjóð- viljans á föstudaginn var og fer stórum og ljótum orðum um Verk- smiðjuna Vífilfell, Coca Cola og ríkið Guatemala. Greinina skreytir hann mynd, sem helst líkist skuggalegum K.G.B.-manni sem er að skjóta varnarlausan mann, bundinn við Coca Cola-flösku, undir rauðum Sovéthimni. — Sú tegund af smekk, sem hæfir best þeim sem setja nafn sitt við sorpskrif. í leiðinni ræðst Haukur á Morg- unblaðsmenn fyrir það að hafa ekki umsvifalaust matreitt erindi hans fyrir lesendur sína helgina áður. — Ég get ekki annað sagt en að honum sé vel í sveit komið með „eldhúsið" sem hann hefur fundið til matreiðslu á efni sínu. Pólitísk óskhyggja hans, upp- blásin af ofbeldisákærum, stór- yrðum og staðhæfulausum að- dróttunum og ætluð til þes að slæva dómgreind alþýðu manna, er ekki vel fallin til þess að slá ryki í augu almennings. Sauðar- gæran er of götótt. Hann gengur meira að segja svo langt að nota starf Amnesty International til framdráttar staðhæfulausum ásökunum sínum á Coca Cola-félagið og starfsemi Vífilfells. Leiðin til þess að koma hinu kúgaða fólki í Guatemala til hjálpar í verkalýðsbaráttu þess er ekki rudd með brengluðum upp- lýsingum og ósönnuðum fúkyrð- um, sem sverta málefnið. Hjálp- inni er betur komið í hús með starfi sem byggt er upp af rétt- sýni, raunsærri skynsemi og auð- vitað sannleikanum sjálfum, þeg- ar hann er fundinn. Með svona böðulshætti og pólitískri blindu getur Hauki orðið það eitt ágengt að stofna atvinnuöryggi og af- komu fjölda meðbræðra sinna í hættu, um leið og hann vegur að starfsemi Vífilfells. Kannski finnst honum þetta vel af stað farið. Nú er allt í einu komið babb í bátinn í sænska ævintýrinu. I sömu andránni og sænska verka- lýðsfélagið sker upp herör í eina sænska „krossferð" til viðbótar, upplýsir Expressen, Stokkhólmi, stærsta blað Norðurlanda, öllum til mikillar skelfingar að Svíar stundi þessa dagana hið magnað- asta kynþáttahatur heima fyrir, í garð hinna 1,2 milljóna erlendra gestverkamanna og fjölskyldna þeirra sem búa í Svíþjóð. — Nú er líklega stundin runnin upp fyrir okkar kæru frændur að snúa „krossferðinni" innávið. Svo mikið er athugunarleysi Hauks í hamsieysi árásar sinnar, að hann slær óafvitandi árásar- vopnið úr eigin hendi, þegar hann endurbirtir í miðju moldviðrinu orðrétta yfirlýsingu Coca Cola félagsins í Atlanta, sem á mjög skilmerkilegan hátt skýrir allar staðreyndir og eðli málsins. í lokin Pétur Björnsson tekur Coca Cola félagið fram — „ef einhverjar haldbærar sannan- ir liggja fyrir viðkomandi þessu máli, þá viljum við vera fyrstir til þess að vita um þær“ —. Þar með virðist vandamál Hauks leysa sig sjálft. — Ég segi bara að lokum. Ekki er gott að liggja í sjálfhnepptum pólitískum fjötrum, því að sá maður er ekki sjálfs sín herra — það er ömurlegt hlutskipti. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í Hauk um þetta efni. Ég þykist vita að fram muni koma þroskaðri sjónarmið og forsendur til stuðnings Guatemala mönnum í verkalýðsbaráttu þeirra. Staða Coca Cola og saga Ég vil núna koma með nokkr- ar staðreyndir, sem stangast á við þennan óvildartón. Aðfarir að Coca Cola eru ekkert nýjar af nálinni. Coca Cola hefur hingað til þurft að standa af sér árásir úr mörgum hornum. Ýmist koma þær frá öfgahópum, pólitískum hreyfingum eða samkeppnisaðil- um. Ástæðuna má kannski.finna í hinum miklu vinsældum sem Coca Cola nýtur um allan heim. Sovéski rithöfundurinn Ilya Ehrenburg hleypti af fyrsta skot- inu í kalda stríðinu milli Rússa og Vesturveldanna eftir heimsstyrj- öldina síðari. Hann réðst með kjafti og klóm á Coca Cola, sem hann taldi vera „þjóðartákn" Bandaríkjanna og lífshættulegt tískufyrirbrigði. Afbrýðisemin kemur manni ekki á óvart. Á hverjum degi svala 250 milljónfr manna um allan heim þorsta sínum í Coca Cola — ímynd einstaklingsfrelsisins. Meira að segja L’Unita kommúnistablað Ítalíu gekk svo langt að bera út að góðum skammti af alkóhóli væri bætt í drykkinn til að sljóvga unglinga. Sannleikurinn er sá, að það er jafnmikið alkóhól í einni kók og meðalstórum vanilluís. Árni Bergmann notar orð Ehren- burgs í sumar þegar hann sagði, að daginn sem Coca Cola hélt innreið sína í Kína hafi kenningar og starf Maos formanns hrunið til grunna. — Lítið fer fyrir hinni aldagömlu menningarþjóð Aust- urlanda. — Þjóðviljinn segir líka: „Pen- ingum Coca Cola auðhringsins væri betur komið til sveltandi fólks útí heimi." — Þar ratast Þjóðviljanum satt orð á munn. Það er eirrmitt þetta, sem Coca Cola er að gera. Um langt árabil hefur Coca Cola framleitt sérstaka fjörefna- og eggjahvíturíka næringardrykki í fátækum löndum þriðja heimsins, á verði sem íbúarnir ráða við. Það er rétt að benda á, að Coca Cola félagið framleiðir fjölmargar aðr- ar vörutegundir en Coca Cola. Samfara víðtækum rannsóknum í matvæladeild félagsins í Houston, Texas, hefur félagið á að skipa stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum í dag, sem vinnur ferskt vatn úr sjó fyrir heil byggðarlög. Undir vörumarki sínu, Minute Maid, framleiðir Coca Cola og selur um allan heim, hreina ávaxtasafa af öllum tegundum og kennir samhliða því öðrum þjóð- um citrusrækt í stórum stíl. (app- elsínu, sítrónu og grapefruit). í þessari grein stendur Coca Cola fremst í flokki. Þegar Coca Cola tók við citrus- ekrum sínum í Florida skömmu eftir 1960 kom í ljós að þar var stunduð illræmd vinnuþrælkun af verkstjórum og fyrri eigendum ekranna. Hafði þessu verið beitt gegn farandverkamönnum og fjöl- skyldum þeirra um langan aldur, en þeir voru lítt menntaðir af suður- og mið-amerísku bergi brotnir. Yfirmennirnir höfðu komist upp með það að greiða fólkinu mun lægri lágmarkslaun en lögboðin voru í Bandaríkjunum og oftast þurftu verkamennirnir að borga verkstjórunum undir borðið til að halda störfum sínum. Forstjóri Coca Cola lét þegar til skarar skríða, upprætti þessa ill- ræmdu iðju og skipaði að laun skyldu greidd samkvæmt lögum. Hann studdi verkamenn til þess að mynda verkalýðsfélög sér til öryggis. Þetta verk hans er frægt um öll Bandaríkin og þrælkunin löngu úr sögunni í Florida en hinir seku dregnir fyrir lög og dóm. Fyrir tæpum tíu árum síðan undirrituðu stjórnendurnir í Kreml mikinn samning við stjórn Coca Cola félagsins í Atlanta, sem kveður á um, að Coca Cola félagið setji fæturna undir og kenni Sovétmönnum citrusrækt í stórum stíl. Samfara þessu er gert ráð fyrir ferskvatnsvinnslu úr sjó fyrir heil héruð og byggðarlög í Sovétríkjunum. Félagið hefur ekki hagnýtt sér þennan samning. Aft- ur á móti er Coca Cola núna að framkvæma slíkan samning í Eg- yptalandi, sem mun opna lands- mönnum nýja möguleika og aukn- ar þjóðartekjur. Castro á Kúbu hefur óskað eftir slíkum samningi, en efnahagslíf þar riðar nú til falls. Fyrir utan ofangreind málefni veitir Coca Cola stuðning til fé- lagslegra mála og styrktarfélaga í löndum víðsvegar um heim. Coca Cola styður meðal annars Ólymp- íuleikana, svo og menningarmál landa. Ég var sjálfur staddur í Bandaríkjunum 1977, þegar þang- að kom stórbrotið safn japanskra nútímaverka í myndlist, sem Coca Cola tók að sér og kynnti um Bandaríkin. Coca Cola auglýsir ekki upp slíkan stuðning, heldur veitir hann eftir þörfum. Að lokum: Vestur-þýskir blaðamenn sögðu fyrir nokkru í grein um Coca Cola, að við krýningu Elísabetar ann- arrar Bretadrottningar hafi hún látið útbúa auka vasa fyrir Coca Cola flösku í krýningarskikkju sína. Hún vissi að athöfnin yrði löng. HREIÐRIÐ Smiðjuveg 10, Kópavogi, sími 77440. Veronika Kreta 140x2 m rúm meö dýnum, náttborðum og sœngurfatnaöi. Verð kr. 376.600. 170x2 m kr. 397.400. rúm meö dýnum. Verð 248.800 Svefn- bekkir Verð kr. 108.700.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.