Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Sænskir skólar II Sigrún Gisladóttir skrifar frá Stokkhólmi F orskólar Skólaskylda sænskra barna er frá 7 ára aldri. Eins og á íslandi eiga öll 6 ára börn rétt til setu í forskóla, en annað en það eiga þeir forskólar ekki sameiginlegt. Sænskir forskólar eru í tengsl- um við dagheimilin, bæði hvað snertir húsnæði og yfirstjórn. Þeir eru algjörlega aðskildir og úr tengslum við skólana. Börnin sem eru á dagheimilum halda þar áfram til sjö ára aldurs og ganga því aldrei í forskóla. Forskólinn er þrjár klukku- stundir á dag og eru um 20 börn í hverjum hóp. Þeim stjórna forskólakennarar (förskollár- arej, en menntun þeirra svipar mest til íslenskrar fóstrumennt- unar. Frá og með í ár hefur hver forskólakennari rétt á aðstoð- armanni, sem í flestum tilvikum er fóstra (barnvárdare). Starf- semin, sem fram fer í forskólun- um, er í mjög frjálsu formi. Það er ýmislegt föndur, börnin teikna, mála, sauma, smíða, baka og leika bæði úti og inni. Forskólanum er ekki ætlað að hafa neina beina kennslu, enda eru forskólakennararnir ekki menntaðir til slíks. Samkvæmt upplýsingablaði um forskólann, sem foreldrum er afhent, eru aðalmarkmið hans: — að gefa barninu breiðari félagsleg og tilfinningaleg tengsl við börn og fullorðna, — að auka málþroska og málskilning barnsins, — að auka þekkingu þess á umhverf- inu. Þegar starfsemi sænskra for- skóla er athuguð nánar, minna þeir mest á íslenska leikskóla. Fyrir þá, sem þekkja til breskra leikskóla (nursery-schools, fyrir 3—5 ára börn, en þar hefst skólaskylda við fimm ára aldur) er munurinn nánast enginn. Það sem er sláandi við þennan sam- anburð er, að það sem boðið er upp á fyrir 3—5 ára börn í Bretlandi, er haft fyrir 6 ára börn í Svíþjóð. Enda hafa réttilega komið fram aðfinnslur við sænska for- skólann, að hann sé lítið annað en geymslustaður fyrir börnin í þrjá tíma á dag. Starfsemi forskólans virðist öllu fremur vera skipulögð með tilliti til útivinnandi foreldra s.b. börnin sem höfð eru á dagheimilum til sjö ára aldurs, en minna hafi verið hugað að þörfum barnanna sjálfra. Skólaskyldan — Grunnskólinn Hin almenna skólaskylda hefst eins og áður er sagt við 7 ára aldur og er í níu ár, þ.e.a.s. til 16 ára aldurs. Grunnskólan- um er skipt niður í þrjú stig: yngri deildir 7—9 ára (lágstad- iet), eldri deildir 10—12 ára (mellanstadiet) og unglinga- deildir 13—15 ára (högstadiet). Uennararnir eru menntaðir hver fyiir sitt ákveðna stig og nefnast samkvæmt því yngri deildar eða eldri deildar kennarar. Algeng- ast er að tvö fyrstu skólastigin séu innan sömu stofnunar, en þegar barnið er 13 ára og byrjar á unglingastigi þá flyst það í annan skóla. Á unglingastigi kenna fagkennarar og geta nem- endur haft allt að 10—15 mis- munandi kennara á einu og sama skólaárinu. Hafa nemend- ur og foreldrar lýst yfir mikilli óánægju með allan þann kenn- arafjölda, en engin einföld lausn virðist á þeim vanda. Það krefst í fyrsta lagi breyttrar kennara- menntunar, til þess að hver kennari geti kennt fleiri náms- greinar, og þá er sú augljósa hætta fyrir hendi að það komi niður á hæfni kennarans í hverri grein. Skólaárið Ekki verður séð að lengd þess sé mikið frábrugðin því íslenska. Skólaárið 1979—’80 hófst 20. ágúst. I nóvember var einn frídagur, jólafrí 21. des. — 7. jan., vetrarfrí ein vika í febrúar, páskafrí rúm vika, tveir frídagar í maí. Þar að auki eru 5 „studiedagar", tveir að hausti og þrír eftir áramót, þá eiga nem- endur frí. Þessa fimm daga hafa kennar- ar mætingarskyldu á fyrirlestr- um og fundum, sem snerta skólastarfið. Skólaárinu lýkur 6. júní. Það er til fyrirmyndar og mikils hagræðis, að í byrjun hvers skólaárs er foreldrum af- hent blað, þar sem öll frí og frídagar eru nákvæmlega skráð. Bækur og ritföng Það eru ekki einungis kennslu- bækur, sem nemendur fá ókeyp- is, heldur einnig allar stílabæk- ur, blöð, ritföng og annað sem nemandinn þarf áð nota. Gefur auga leið, hvað þetta léttir undir með fjárhag fjölskyldunnar. En það er fleira, sem óhjákvæmi- lega sparar útgjöld heimilisins, það er maturinn, sem börnin fá í skólanum. Á hverjum degi er borinn fram fullkominn hádegis- verður í öllum skólum. Hver skóli hefur sitt eigið eldhús og matsal, en maturinn er ekki tilreiddur þar, heldur kemur frá öðru og stærra eldhúsi, sem sér um fleiri skóla og sjúkrahús. Á stundaskrá skólanna eru ætlað- ar 50 mínútur fyrir matarhlé. Hver bekkur fer í matsalinn í fylgd síns bekkjarkennara, sem borðar með þeim (þó ekki í unglingaskólunum), og síðan taka við langar frímínútur. Mán- aðarlega senda skólarnir heim nákvæman lista yfir skólamat- p inn. | Næsta grein mun fjalla um j barnaskólann og hinn aukna | fjölda útlendinga í sænskum | skólum. Þursaflokkur- inn á Akranesi HLJÓMLEIKAFERÐ Þursa- flokksins um landsbyggðina lýkur í dag, fimmtudaginn 13. mars, með hljómleikum í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Alls hafa Þursar þá spilað 18 sinnum á 17 dögum víðs vegar um landið og lætur nærri að 3.000 manns hafi þá hlýtt á ieik þeirra. Næst á dagskrá hjá hljómsveit- inni er spilamennska á Stór- Reykjavíkursvæðinu og verða fyrstu hljómleikarnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði, laugardaginn 15. mars kl. 14:00. Fáskrúðsfjörður: Nóg að gera Fáskrúðsfirði, 11. marz. SKUTTOGARINN Hoffell kom inn í morgun með fullfermi, 170—180 tonn, en skipið hefur verið á „skrapi" og er meginuppi- staðan í þessum afla blálanga, sem er fengin á „heita svæðinu“ í kringum Vestmannaeyjar. Mjög góður afli hefur verið hjá neta- bátunum upp á síðkastið og hafa bátarnir komið inn eftir 2 lagnir með upp í 50 tonn. Mest af þeim afla er ufsi, en þó helmingur þorskur þegar bezt hefur látið. -Albert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.