Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Ólafur M. Jóhannesson: Vor leikur að skærum... Um daginn, að lokinni stór- merkri kvikmyndahátíð, • sem reyndi mjög á heilasellurnar — ákvað ég að skreppa á einhverja bíómynd sem ekki væri of vits- munaleg. Minnugur þeirra orða Rudolf Nureyevs, að hann færi á djarfar myndir eftir erfiðar sýn- ingar til að gleyma stressinu, fór ég að sjá mynd sem var auglýst „... geysidjörf". Aðkoman að bíóhúsinu var allundarleg, fyrri sýningu myndarinnar nýlokið og mikil bílaþvaga hafði myndast, þeir voru ekki svo margir en einhvern veginn þvældist hver fyrir öðrum líkt og allir væru að flýta sér ógurlega. Nú, bílnum var læst og gengið í miðasöluna. Þar var enn skrýtnara andrúms- loft, menn tuldruðu eitthvað og þutu svo inn. Klæðnaðurinn var iíka undarlegur, einhvers konar síð frakkatíska virtist ríkja þarna, sumir voru í úlpum með miklum hettum dregnum upp fyrir höfuð. Svipur margra eins og í „mjólkurbúðinni" við Snorrabraut á föstudögum. Svo hófst myndin — þetta var sona mynd gerð í bílskúr á ódýrasta máta. Þaðan skrjáfaði í poppinu og menn biðu átekta. Loksins kom að því að stúlka ein og karl með henni eru komin upp í rúm, hann háttaður undir sæng. Hún fækkar fötum skipulega frammi fyrir myndavélinni. Ekkert skrjáf heyrist nú í bíóinu, dauða- þögn líkt og milli þátta hjá Sinfóníunni þegar enginn veit hvort á að klappa eður ei. Eftir óskaplegar tilfæringar er stúlkukindin komin úr og skríður til mannsins undir sænginni. Hann tekur að láta vel að henni. En þá birtist allt í einu mynd af manni í sportbíl, bros- andi með hvítt bindi og í gulri skyrtu. Gífurleg skrjáfbylgja ríður yfir bíóið, nokkrir í síðu tískunni trítla út, einn hafði ekki tekið niður hettuna. Nú, svona gengur þetta allt bíóið. Hvert „geysidjarft" atriðið af öðru rennur upp, dúnalogn í plastpok- unum og svo kemur einhver algerlega óskiljanleg sena — og reiðilegt skrjáfið byrjar á ný. Að lokum eru flestir farnir út í umferðaröngþveitið fyrir utan. Fáeinum dögum seinna trítlaði ég í annað bíó borgarinnar til að sjá mynd sem ég vissi ekkert um, hélt helst að væri hálfgerð barnamynd eða „hryllings- mynd“. Hvorttveggja mátti lesa út úr auglýsingunni. Þama ríkti nú önnur stemmning, menn lögðu bílum sínum af miklu öryggi, svipurinn var djarfur líkt og á bar — stuttir jakkar mest áberandi. Enginn að flýta sér og flestir of seinir. Mynd þessi var greinilega gerð af Fyrsta sagan Bjarni Guðnason: FYRSTA SAGAN 177 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs. Rvík, 1978. Þrátt fyrir allan þann fróðleik sem hér var í letur færður á þjóðveldisöld er margt óljóst um þann tíma. Upphaf sagnritunar er t.d. móðu hulið. Bókmenntaiðja í nágrannalöndunum var þá heldur fátækleg. Og það sem Evrópu- menn skrifuðu á annað borð skrif- uðu þeir á latínu — nema Islend- ingar. Hvað kom til að íslendingar hefja söguritun á íslensku og skapa þar með bókmenntagrein sem er svo sérstæð í heimsbók- menntunum að hún er á hvaða tungu sem er látin halda sínu íslenska heiti — saga? Margir hafa velt þessu fyrir sér og er fullnægjandi svars líkast til seint að vænta. Bjarni Guðnason leggur hér fram sínar hugmyndir. Hann getur þess til, og leiðir að því rök, að Hryggjarstykki eftir Eirík Oddsson hafi verið fyrsta sagan, skrifuð um 1150. Hryggjarstykki er ekki lengur til. En talið er að aðrir söguritar- ar, t.d. Snorri og höfundur Mork- insskinnu, hafi mikið notast við það og má þannig með verulegum rétti giska á hvað í því hafi staðið Og hvernig það hefur verið ritað. Sé miðað við árið 1150 var auðvitað búið að skrifa rit í lausu máli á íslandi fyrir þann tíma. Ari fróði var þá dauður og grafinn og búinn að vinna sitt verk. En »Ari fróði,« segir Bjarni, »ritaði sín fræði í gagnorðum og umbúða- lausum fræðistíl og kostar kapps um að segja frá, að eitthvað hafi gerst, en ekki að lýsa því, hvernig það gerðist. Eiríkur skrifaði hins vegar fyrstur manna þann list- ræna stíl, sem kallaður hefur verið sögustíll.« Þá er eftir að svara þeirri spurningu hvert hann gat sótt fyrirmyndir til að skrifa þess konar sögustíl. »Þessari spurningu er í raun réttri fljótsvarað. Eiríkur gat sótt mynstur til munnlegrar sagna- skemmtunar, og er þar einkum fornaldarsögum til að dreifa, eins og heimildir votta. En ekki má gleyma þeim þáttum af íslending- um sjálfum, sem gengu án efa manna á meðal, og loks hqtju- kvæðum, þar sem listkröfur voru ótvíræðar. I annan stað mátti leita til erlendra bókmennta- greina, heilagra manna sagna. Það gefur auga leið, að nærtækast sé að leita beinna fyrirmynda um form til þeirra hetjusagna og víkingasagna, sem lifðu á vörum norrænna manna um miðja 12. öld og höfðu ekki enn verið skrásett- ar.« Ekki skal í efa draga að þessar tilgátur Bjarna Guðnasonar séu góðar og gildar. Vitanlega hefur Eiríkur Oddsson og aðrir íslenskir sagnameistarar tólftu og þrett- ándu aldar sótt fyrirmyndir til munnlegra frásagna jafnt sem ritaðra. Má því segja að hér hafi verið gefnar veigamiklar bók- menntalegar skýringar á tilurð fyrstu sagnanna. En þá eru eftir hinar þjóðfé- lagslegu skýringar. I fyrsta lagi: hvernig höfðu íslendingar — í þessu harðbýla landi, eins og oft Bjarni Guðnason. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON er sagt — efni á að skrifa þessi reiðinnar ósköp? Sá, sem skrifaði, gerði ekki annað á meðan eða með öðrum orðum: einhver varð að vinna fyrir honum, bera uppi iðju hans. Þjóðin hefur því verið mun betur stæð en seinna varð. Hvern- ig slíkt mátti verða vitum við síður. Sýnu markverðari er þó hinn menningarlegi bakgrunnur. Danir áttu sinn Saxo. Hann skrifaði á latínu. En hann skildi íslensku eins og Bjarni Guðnason tekur fram. Hún skildist þá hvarvetna á Norðurlöndum. Islendingar voru síður en svo málfarslega einangr- aðir líkt og síðár varð. Ættu íslenskir sagnaritarar að tolla í tískunni urðu þeir að skrifa eins og Saxo og hans líkar. Það gerðu þeir ekki. Ritun þeirra á móðurm- áli var kannski ekki algerlega einstæð. En afrek þeirra urðu á sínum tíma einstæð. Hvers vegna? Sumir hafa slegið því fram í gamni og alvöru að íslendingar hafi ekki kunnað nógu mikið í latínu til að skrifa hana. Ekki er sú skýring alfarið fráleit. Svo skammur tími leið frá því að ritöld hófst hér og þar til tekið var að skrifa sögur að ritkynslóðirnar hafa orðið að menntast hratt. Hins vegar má benda á að þær háu listrænu kröfur, sem söguhöfund- ar gerðu til sjálfra sín, gefa ekki Fyrr en dagur rís Jorn Riel: FYRR EN DAGUR RÍS. 159 bls. Doktor Friðrik Einarsson þýddi. Örn og Örlygur. Rvík, 1979. Dr. Friðrik Einarsson dvaldist lengi í Danmörku — landi höfund- ar þessarar bókar. Einnig hefur hann oft starfað og dvalist á Grænlandi — þar sem sagan gerist. Hann stendur því á milli þeirra tveggja skauta sem urðu kveikjan að verkinu — þekkir bæði Dani og Grænlendinga og veit hvaða augum hinir fyrr- nefndu líta á hina síðarnefndu. Um höfundinn segir hann í inn- gangi að hann »fór 18 ára gamall með rannsóknarleiðangri dr. Lauge Kochs til Austurgrænlands og dvaldi í 10 ár í heim'-kauta- löndum.« Sjálfur segir höfundur svo frá tildrögunum að sögu sinni: »Fyrir mörgum árum er ég dvaldi í Norðaustur-Grænlandi, kom ég sumar nokkurt á hafsvæðið fyrir sunnan Geographical Society Ey. Á litlum ósjálegum hólma milli tveggja stærri eyja fann ég haus- kúpu fullorðinnar konu og undir mosabendu nokkru frá leifar af Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON beinagrind og höfuðkúpu barns.« Höfundurinn segir að beinafundur þessi hafi vakið forvitni sína og reyni hann með bókinni að skýra »hvað hefði getað komið fyrir þessi tvö, hundruðum ára áður en bleik og meyr bein þeirra voru lögð til hinstu hvíldar.* Efnislega skiptist sagan í tvennt: Fyrri hlutinn segir frá lífinu í grænlenskri byggð áður en »menningin« kvaddi þar dyra. Seinni hlutinn segir svo frá gam- alli konu og ungum dreng eftir að framandi menn hafa komið til byggðarinnar, smitað fólkið af sjúkdómum svo það er allt látið nema þau tvö. Um stund heyja þau lífsstríð sitt við náttúruöflin, lifandi og dauð, en lúta að lokum lægra, gefast upp, deyja. Þar með er byggðin gjöreydd og gleymsku hulin. Jorn Riel stendur mitt á milli gömlu ævintýrahöfundanna, sem hugsuðu upp spennandi efni og gerðu sér far um að segja vel frá og þeirra nútímahöfunda skand- ínavískra sem leitast við að skyggna samfélagið og draga af því sínar ályktanir. Lesa má milli línanna að hið gamla og frum- stæða hafi að hans dómi verið gott og fagurt og náttúrulegt þar til »menningin« kom og spillti. Mjög útmálar Riel frjálsræði hinna fornu Grænlendinga í kynferðis- málum. Manndráp tíðkuðust nokkuð, en einungis af þörf eða nauðsyn — ekki vegna grimmdar eða ófélagslegra hneigða. Höfund- urinn hefur svo mikla samúð með söguhetjunum að hann réttlætir í flestu tilliti orð þeirra og athafnir. Lifnaðarháttum fólksins er ítarlega lýst, híbýlum, mataræði, veiðiferðum og félagslegum sam- skiptum. Þar eð höfundurinn dvaldist lengi í landinu hlýtur að Jorn Riel mega treysta þeim lýsingum — að því marki sem nútímahöfundur getur framkallað andblæ liðinnar tíðar. Nú er hið grænlenska veiði- mannasamfélag að líða undir lok — ef það telst þá ekki alveg úr sögunni. Fyrr en dagur rís eru nokkurs konar eftirmæli þess; bók skrifuð af angurværð og söknuði vegna þess friðar, öryggis og stöðugleika sem einu sinni var en er ekki lengur. Að öllu saman- lögðu getur þetta því naumast talist raunsæisskáldsaga — og raunar ekki heldur sagnfræðilegt skáldverk, heldur er þetta fabúla, skáldskapur reistur á ímyndun en einungis studdur reynslu og sögu- legri þekkingu. Dr. Friðrik Einarsson Frumstætt mannlíf hefur verið kjörefni margra rithöfunda, með- al annars vegna þess að með því að lýsa því er unnt að komast nær kjarnanum í mannlegu eðli en í lýsingum á flóknari manngerðum sem dyljast á bak við menntun og staðlaðar venjur. Þýðing dr. Friðriks Einarssonar er ljós og lipur. Þeir, sem hafa áhuga á mannraunum og svaðil- förum, fá hér bók við hæfi. Ennfremur færir þessi frásögn okkur heim sanninn um hversu uppruni þessara næstu nágranna okkar er í raun og veru fjarlægur og framandi. Sem sagt: skemmti- leg bók og fróðleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.