Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Agnar Guðnason: Allir í leikhús Þingmenn Alþýðuflokksins eru miklir fjármálasnillingar. Það sést best á því að þeir fá birtar greinar í Morgunblaðinu, sem Al- þýðublaðið síðan endurprentar. Þetta er að sjálfsögðu gert til að bæta afkomu síðarnefnda blaðs- ins. Síðust þessara tvíburagreina var eftir Sighvat Björgvinsson í Morgunblaðinu og hét hún ein- faldlega „Reikningur" en í Al- þýðublaðinu „Þróunarhjálp íslenskra skattgreiðenda við Efna- hagsbandalagið". Útflutningsbætur og niðurgreiðslur Sighvatur gerir sig sekan um, eins og aðrir, sem vilja veg bænda sem minnstan, að rugla saman niðurgreiðslum á búvörum og út- flutningsbótum. Það vita allir landsmenn nú orðið nema Sig- hvatui, að niðurgreiðslur á vöru- verð innanlands eru fyrst og fremst til að hafa hemil á vísitöl- unni. Útflutningsbætur voru upp- haflega settar til að tryggja bænd- um full verð fyrir þá framleiðslu, sem var umfram þarfir innlenda markaðarins, án þess að hækka verðið innanlands. Þrátt fyrir, að það hafi marg oft verið endurtek- ið, að bændur hefðu sjálfir viljað fyrir 8 árum, að sett yrðu lög á Alþingi, sem gæfi Framleiðsluráði landbúnaðarins víðtæka heimild til að takmarka framleiðsluna, þá vill það gleymast. Þetta vandamál væri ekki fyrir hendi í dag, ef breyting á Framleiðsluráðslögun- um hefði veðri samþykkt á Al- þingi árið 1972. Síðan þá hafa bændasamtökin barist fyrir því að fá heimild í lögum til að beita aðgerðum til að draga úr fram- leiðslunni. Þetta ástand vegna umframframleiðslunnar má því skrifast á reikning stjórnmála- manna að verulegu leyti. I ár getur Framleiðsluráð í fyrsta sinn gert ráðstafanir til að draga úr framleiðslunni og minnka þann vanda, sem útflutn- ingurinn hefur skapað. Settur verður kvóti á framleiðslu naut- gripa- og sauðfjárafurða, sem kemur til framkvæmda á þessu ári. Bændur sem framleiða mjólk umfram kvótann fá ekkert fyrir þá mjólk, aftur á móti munu fjárbændur fá um Í4 — Va af verð- lagsgrundvallarverðinu fyrir framleiðslu umfram kvótann. Það er því augljóst að framleiðslan mun dragast verulega saman. Bændasamtökin hafa óskað eftir stuðningi ríkisvaldsins meðan á þessum breytingum stendur. Þörf- in fyrir útflutningsbætur mun því minnka þegar á næsta ári. Hvers vegna þarf að skálda? í fjárlögum fyrir árið 1980 er gert ráð fyrir að verja 8150 AgnarGuðnason. milljónum króna til útflutnings- bóta. Þetta finnst flestum mikil upphæ'ð. Einn er þó til, sem vill gera betur, en það er einmitt Sighvatur því hann hefur þegar skammtað bændum 18200 milljón- ir króna. Út frá þessari upphæð býr hann til reikning á fjölskyldu Jóns Jónssonar að upphæð 364 þúsund krónur. Það er hægt að gagnrýna út- flutningsbæturnar án þess að grípa til skáldskapar. Samkvæmt lögum á landbún- aðurinn rétt á útflutningsbótum, sem nema 10% af heildarverð- mæti landbúnaðarframleiðslunn- ar. Undanfarin ár hefur þessi réttur verið nýttur til fulls. Einu sinni hefur fengist greitt úr ríkissjóði umfram réttinn. Það var eftir að vinstri stjórnin var mynd- uð árið 1978. Þá er gert ráð fyrir að hluti af þeirri upphæð, sem vantaði á úflutningsverðið í fyrra, en þegar verið tekið af bændum, verði endurgreiddur. Við búum nú við millibilsástand, sem reynt er að brúa, án þess að tekjuskerðing bænda verði alltof tilfinnanleg fyrir þá. Það verður unnið mark- visst að því að draga úr fram- leiðslunni, samtímis sem unnið er að því, að skapa ný atvinnutæki- færi í sveitunum. Vnadamál okkar eru hliðstæð og hjá öðrum þjóðum, sem fram- leiða búfjárafurðir umfram þarfir heimamarkaðarins. Það fá allir minna fyrir afurðirnar í milli- ríkjaviðskiptum en framleiðslu- kostnaði þeirra nemur, þar sem um frjálsa verslun er að ræða. Þetta vandamál er leyst á mismunandi vegu, en þó er eitt sjónarmið ráðandi að bændur eru ekki látnir líða fyrir það eitt, að verðlagning á landbúnaðarafurð- um, sé þannig háttað. Annað hvort er greitt með útflutningnum hliðstætt og við gerum eða verðið hækkað inanlands og í þriðja lafei er um beinar greiðslur til bænda að ræða, sem vega á móti tapinu af útflutningnum. Sinfónía, sólarlanda- ferðir og landbúnaður I grein sinni telur Sighvatur ýmislegt upp, sem nær væri að styrkja en að greiða útfltunings- bætur. Það er skemmtilegur listi og því leiðinlegt fyrir okkur skatt- greiðendur að Sighvatur fékk ekki að halda embætti fjármálaráð- herra. I skemmtana- og menning- arlífi hefðu upprunnið blómlegt skeið. Stofnaðar væru 16 sinfóníu- hljómsveitir og þær keyrðar áfram af fullum krafti og komið upp 10 Þjóðleikhúsum. Í þrjár vikur mun sveitafólk ekki geta hlustað á sinfóníuna eða farið éikhús, því það verður allt upp til hópa flatmagandi á sólarströnd á kostnað ríkisins. Kýrtiar mjólka sig sjálfar og þar með er vandinn leystur. Til hamingju Sighvatur! Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna (skrifað 12. mars). ___________________29_ Brezkum náms- manni vísað frá Tékkóslóvakíu Pra«, 13. marz. AP. BREZKUM námsmanni, Angus Cargill, átján ára gömlum , var í dag vísað frá Tékkóslóvakíu. eftir að hafa verið í haldi hjá lögreglu nokkra klukkutíma. Lögregla hafði gert skyndiatlögu inn á fund andófsmanna, þar sem Cargill var meðal áheyrenda. Cargill var eini útlendingurinn í hópi 24ra manna sem voru að hlýða á fyrirlestur um málefni andófsmanna á einkaheimili. Próf. Kathie Wilkies háskóla- prófessor í Oxford skýrði frétta- mönnum frá þessu og sagði að tveir óeinkennisklæddir og átta einkennisklæddir lögreglumenn hefðu ruðzt inn í íbúðina nokkru eftir að fyrirlesturinn byrjaði. Hann hélt prófessor nokkur Pal- ous, sem Wilkies sagði að væri „minni háttar" andófsmaður. Færeyjar: Sjómannadeila til sáttasemjara bórshðfn, 13. marz, frá Joiívan Arge, fréttaritara Mhl. DEILU færeyskra sjómanna og útgerðarmanna um kaup og kjör hefur nú verið vísað til sáttasemj- ara. Samningaviðræður hafa stað- ið nær sleitulaust síðustu daga og í nótt varð samkomulag um að vísa deilunni til sáttasemjara. Sjómenn hafa boðað verkfall frá 24. marz. Samningar runnu út 1. desember sl. ,®Q> smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungur læknir meö konu og 1 barn óskar eftir að taka 3ja herb. íbúö á leigu frá 1. maí eöa 1. júní. Uppl. í síma 29068. Tek að mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl, merkt: „Ú — 4822“. Þjónusta Lögg. skjalaþýð. Bodil Sahn, Laekjargötu 10, s. 10245. I.O.O.F. 12 -16103148'/2 = Kvm. Húsmæður Laugarnessókn Síödegiskaffi veröur í fundarsal Laugarneskirkju, í dag 14. marz kl. 14.30. Takið handavinnuna með. Safnaðarsystir Frá Guðspekifélaginu Áskriftarsími Ganglara •r 39573. í kvöld kl. 21.00 veröur Geir V. Vilhjálmsson meö erindi „Meö- vitund, einbeiting og daglegt líf". Föstudaginn 21. marz verður Skúli Magnússon meö erindi. Frá félagi Snæfellinga- og Hnappdæla Muniö spilakvöldiö í Domus Medica í kvöld kl. 20:30. Reykjavíkurmót í svigi og stórsvigi Meistaramót Reykjavíkur í svigi og stórsvigi verður haldið í Hamragili, sem hér segir: Laugardagur 22. marz Stórsvig unglinga Stúlkur 13—15 ára Drengir 13—14 ára Piltar 15—16 ára Nafnakall kl. 9.30 keppni hefst kl. 11. Sunnudagur 23. marz Svig unglinga Stúlkur 13—15 ára. Drengir 13—14 ára Piltar 15—16 ára Nafnakall kl. 10. Keppni hefst kl. 11. Laugardagur 29. marz Stórsvig barna og fullorðinna. Stúlkur 10 ára og yngri Drengir 10 ára og yngri Stúlkur 11—12 ára Drengir 11 — 12 ára Konur Karlar Nafnakall kl. 9.30. Keppni hefst kl. 11.00. Sunnudagur 30. marz Svig barna og fulloröinna. Stúlkur 10 ára og yngri Drengir 10 ára og yngri Stúlkur 11 — 12 ára Drengir 11 — 12 ára Konur Karlar Nafnakall kl. 10.00. Keppni hefst kl. 11.00. Tilkynningar um þátt- töku berist til liöstjóra viökom- andi félags eöa í síma 33242, eöa 34156, fyrir sunnudagskvöld 16. marz. Svigmót 1980 Svigmót ÍR í barnaflokkum, sem frestaö var laugardaginn 23. febrúar veröur haldiö í Hamra- gili, laugardaginn 15. marz, keppt veröur í þessum flokkum. Stúlkur og drengir 10 ára og yngri, stúlkur og drengir 11 —12 ára. Nafnakall kl. 10.00. Keppni hefst kl. 11.00. Skíðadeild ÍR. Kristniboðsvikan Almenn samkoma veröur í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2B. Nokkur orð Ingveldur Einars- dóttir. Kristniboösþáttur Susie Bachmann. Hugleiöing Páll Frlöriksson. Allir velkomnir. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Hveragerði og nágrenni Stórbingó verður haldiö í Hótel Hveragerði, föstudaginn 14. marz kl. 20. Aðalvinningar: Úrvals sólarlandaferö að verömæti kr. 250.000,- Forhitari aö verömæti kr. 150.000.- Vinningar alls kr. 750.000.- Sjálfstæöisfélagið Ingólfur Hveragerði Sjálfstæðisfélagið Trausti í Flóa Árshátíð félagsins veröur haldin í Þjórsárveri föstudaginn 14. mars n.k. Hefst kl. 21 Dagskrá: Kaffidrykkja. Ræöa. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráöherra,. Tvísöngur. Jón Ólafsson og Sveinn Auðunsson. Undirleik annast Pálmar Þ. Eyjólfsson. Dans. Velunnarar félagsins eru hvattir til aö mæta. Stjórnin. Keflavík Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Keflavík heldur aðalfund í Sjálfstæöishúsinu í Keflavík mánudaginn 17. marz n.k. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin Árnessýsla Aöalfundur fulltrúaráös Sjálfstæölsfélaga í Árnessýslu veröur haldinn í Sjálfstæöis- húsinu aö Tryggvagötu 8, Selfossi, sunnu- daginn 16. marz n.k. kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Ingólfur Jónsson fyrrv. ráöherra. Stjórnin ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.