Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 35 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU draga úr líkamsþunga, sem kemur að notum við æfingar og göngu í vatni, þótt það sé sá þáttur, sem hinn hreyfihamlaði finnur mest. Hér er oft mjög mikil hjálp að þeim stuðningi. sem vatnið gefur sárum og óstöðugum liðum. Vatn- ið styður mjúkt og jafnt að, svo áð oft má hreyfa þá miklu meira en ella. Að lokum getur Kristín þess að æfingar og þjálfunarmöguleikar. Möguleikar í vatni (hæfilega heitu, því fatlaðir þurfa almennt hærra hitastig en heilbrigðir) séu nær ótæmandi. Vatnið já — það gerir meira að segja fólki — sem næstum engar æfingar getur gert á þurru landi. kleift að æfa sig. jafnvel synda. Því legg ég svo mikla áherslu á þessa merkilegu staðreynd nú, að laugin hér í Sjálfsbjörg er fokheld orðin og ber að þakka af alhug öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fé- lagssamtökum þá rausn og þanVi skörungsskap í orði og verki, er gert hefur fötluðum fjárhagslega kleift að ná þessum mikilvæga áfanga. En því miður verður að segjast, að enn er fjár vant og því hjálpar þörf, ef takast á að ljúka verkinu fyrir alþjóðaár fatlaðra 1981. Langar mig meðal annars til að minna íþróttasamtökin á, að þessi laug verður nægilega stór til að hreyfiskertir geti þar þreytt sund sem íþrótt, þótt þeir þjálfun- armöguleikar. sem áður er frá greint, séu vitaskuld aðalatriðið. Enn sem fyrr trúi ég og vona, að mannleg samkennd og skilningur á brýnni þörf bæti hér um og sem flestir leggist á eitt um að ljúka verkinu. I lauginni verða allir með, og kannski verður hún með sanni kölluð: Allra meina bót. María Skagan: Allra meina bót Mig langar að færa Árna Berg- mann, ritstjóra, sérstakar þakkir fyrir grein hans í Þjóðviljanum 27. febrúar síðastliðinn, sem ber heit- ið: „Hvar er íslensk íþróttastefna." í þeirri grein kemst Árni meðal annars svo að orði — millifyrir- sögnin er „Hæpið fordæmi" — : „Við lifum á þeim tímum, að umtalsverður árangur á heims- meistaramótum eins og Ólympíu- leikar eru næst ekki nema íþrótta- fólkið hafi lagt lif sitt undir íþróttina frá blautu barnsbeini. Það er sama hvort sundstjarnan er austurþýsk eða bandarísk: ef hún ætlar sér á verðlaunapallinn, þá þarf hún að hafa verið komin ofan í vatn að svamla árla morg- uns mestalla ævi sína. Þetta er grimmur heimur og fáránlegur. Hann er fullur með djöfullegar græjur og lyf og hormóna og þjálfun, sem eyðileggur líkama íþróttamannsins og brýtur hann niður andlega. Hann er fullur af heiftúðlegri þjóðrembu og póli- tískri togstreitu: eða hvað hefði fengið Bandaríkjamenn til að loka hóp kvenna inni í æfingabúðum, sem helst minna á herbúðir, í fimm ár, til að þær æfðu þar blak fimmtíu vikur á ári — annað en það, að það á að taka gullverð- launin í þessari grein af erkifjand- anum Kúbu? (heimild Washington Post). Þetta er heimur viðbjóðs- legrar barnaþrælkunar: Bandaríkjamenn ætla sér nú að feta í fótspor Rúmena — þeir hafa komið sér upp stúlku sem nú er sex ára „og getur ýmislegt það í fimleikum, sem engin kona gat á Ólympíuleikunum 1972“ — enda var hún látin á jafnvægisslá áður en hún varð eins árs! Táninga- stúlkur beggja vegna Atlants-ála hafa bókstaflega soltið í hel af sjálfsdáðum — svo róttæka megr- unarkúra þurftu þær að ganga í gegnum." Tilvitnun lýkur. Þetta eru nú miður of sönn og athyglis- verð orð. Ef marka má, var hið upphaf- lega markmið íþróttanna það að efla og styrkja líkamann, þetta undursamlega völundarsmíði. Stunduðu menn íþróttir með slíkt í huga nú á dögum myndu þá ekki allir keppendur allra þjóða í rauninni vinna í stað þess að tapa?? Þá væru íþróttir ekki bundnar atvinnumennsku, þjóð- rembu og málmpeningum heldur kæmu þar til leikgleði og gagn- kvæm vinakynni milli þjóða. Mig langar að taka dæmi, þar sem mér virðist, að slíkt hafi að nokkru leyti tekist — og á ég þar við íþróttir fatlaðra. Þær eru vissu- lega til þess ætlaðar að veita leikgleði jafnframt því að auka þjálfun hins fatlaða — þá þjálfun, sem honum má fyrst og fremst nýtast til heilsubótar og gagn- kvæmra mannlegra tengsla við aðra hópa og aðra þjóðir. Verðlaunapeningarnir mega aldrei verða neitt takmark eða aðalatriði — ég vona af alhug að svo verði ekki heldur hitt að sem flestum gefist kostur á að vera með. Mig minnir, að einhver þátttakandi á íþróttamóti fatlaðra á Norðurlöndum hafi heimkominn látið um mælt eitthvað á þesa leið: Við unnum öll. því við vorum öll með. Þann anda. sem felst í þessum orðum er brýn nauðsyn að varðveita — ef ekki á illa að fara á þessum vettvangi sem annars staðar, þar sem fánýtir verðlaunapeningar verða mark- mið í sjálfu sér — kannski hið eina eftirsóknarverða. En fyrst ég nú er farin að tala um íþróttir fatlaðra, þá get ég naumast gengið svo þar um garða, að ég nefni ekki vatnið sem eitthvert hið fullkomansta end- urhæfingartæki, sem völ er á. Langar mig í því sambandi að vitna í grein Kristínar Ernu Guðmundsdóttur, sjúkraþjálfara, er birtist í síðasta tölublaði Sjálfs- bjargar. Þar segir svo meðal annars: — Mest hjálp er að þeim eiginleika vatnsins að ýta hlutun- Bíll fyrir borgarstjóra á ellefu millj. króna ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa nýja bifreið fyrir borg- arstjórann í Reykjavík. í stað þeirrar bifreiðar sem hann nú notar, sem er frá árinu 1972. að því er Ögmundur Einars- son hjá Vélamiðstöð Reykja- víkurborgar staðfesti í sam- tali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Ögmundur sagði að ákveðið hefði verið að kaupa bifreið af gerðinni Chevrolet Classic, sem Sambandið er umboðsaðiii fyrir, og væri verð bifreiðar- innar um 11 milljónir króna. Fyrir er hins vegar bifreið af gerðinni Mercedes Benz frá árinu 1972 sem fyrr segir, en nýr bíll af þeirri gerð kostar nú um 22 milljónir króna að sögn Ógmundar. Ögmundur sagði útboð ekki hafa farið fram í bílinn, heldur hefði hann skoðað nokkrar tegundir bifreiða er til greina kæmu, og síðan mælt með þeirri gerð er keypt verður. Hafði hann í því sambandi haft hliðsjón af bílum sem notaðir eru í svipuð verkefni, það er eins konar móttökubif- reið fyrir opinber embætti. María Skagan um frá sér (Archimedesarlögmál- ið). Við þetta hverfur mesti hluti líkamsþungans eða 9/10 hlutar þegar ofan í vatnið kemur. Afllitl- ir vöðvar, sem ekki bera líkams- þungann, ráða nú við að halda líkamanum uppi og hreyfa liða- mót. — Þeir sem ekki geta gengið sökum aflleysis, ná oft að ganga i vatni. Þetta er oft á tíðum mjög mikilsvert atriði, þar sem viðkom- andi finnur þá að hann getur sjálfur gert æfingarnar, en oft er hin hægfara framför og það að þurfa alltaf á hjálp að halda við að útfæra æfingarnar mjög sálarlega þreytandi. Ekki er eingöngu um að ræða þann eiginleika vatnsins að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.