Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Þúsundir æðarfugla á Reykja- víkurhöfn Ljósm: ól.K.M. Æðarfuglar á sundi í blíðunni í Reykja- víkurhöfn. Vor í lofti og fuglarnir teknir að undirbúa varpið sem hefst í maí Þúsundir æðarfugla, bæði blikar og kollur, hafa að undanförnu verið á höfninni í Reykjavík og vakið athygli þeirra sem þar hafa átt leið um. Morgunblaðið sneri sé því til Ævars Petersens náttúru- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun Islands og spurði hann um þessa fugla og hvernig stæði á þeirra ferðum. Ævar sagði það í sjálfu sér ekki óvenjulegt að æðarfulgar væru við suðvesturströnd landsins á þessum árstíma. Á veturna leitaði fuglinn á þetta svæði vegna þess að hér væri hlýrra en víða norðanlands og austan. Jafnan væri því mikið af æðarfugli utan varptíma allt frá Hvalfirði og suður á Reykjanes. Núna væri svo vor í nánd og fuglinn væri því að para sig fyrir varptímann, og gæti það verið skýringin á því hve mikið væri af fugli hér einmitt nú. Sagði Ævar æðarfuglinn para sig til margra ára að vísu, og byggi líklega í mörgum tilvikum í ævilöngu hjónabandi, en hann er einkvænis- fugl. Alltaf væri þó eitthvað um það að upp úr slitnaði eða annar fuglinn dræpist, og svo bættust á hverju ári ungir fuglar við sem væru að para sig. Æðarfuglinn sagði Ævar líklega verða kyn- þroska 2ja til 3ja ára, en fuglinn getur orðið 10 til 20 ára. yfirleitt eru í hverju hreiðri 4 til 6 egg, en mikil afföll verða bæði á eggjum og ungum þannig að það er aðeins lfill hluti sem upp kemst. Varptími fuglanna hefst í maímánuði, mis- snemma eftir landshlutum, frá fyrstu viku mánaðarins fram í miðjan mánuð. Ævar sagði æðarfugla vera út- breidda bæði í Evrópu og í Norð- ur-Ameríku, og væri mjög mikið af fuglinum hér við land. Aðeins samkvæmt dúntekjunni einni, sem upp væri gefin, mætti giska á að hér á landi væru 320 þúsund fuglar, en þeir væru líklega mun fleiri. Verpir æðarfuglinn hér um allt land þar sem skilyrði eru fyrir hendi, en þau eru víðast hvar nema á Suðurlandi, þar sem er mest- megnis sandströnd. Verpir fuglinn í skýrslunni segir, að Sovét- menn hafi 23 vélaherdeildir, 200 þúsund manna lið, 193 langdrægar sprengjuflugvélar og 70 orrustu- flugvélar í héruðum við landa- mæri Irans. Auk þessa herafla gætu þeir einnig beitt 103 flota- sprengiflugvélum og 10 kafbátum. Aðrir sérfræðingar telja, að með hliðsjón af þeirri upplausn sem nú ríkir í íranska hernum, geti sovéskar vélaherdeildir líklega farið þvert yfir íran að Persaflóa á sjö dögum, og Sovét- menn geti sent fallhlífahermenn til að leggja undir sig mikilvæga staði við flóann með 12 stunda fyrirvara. Hins vegar segir í bandarísku skýrslunni, að það mundi taka 20 þúsund manna bandarískt herlið ur, eru skýrð rökin á bak við svonefnt hraðlið (Rapid Deploy- ment Force, RDF), sem Carter Bandaríkjaforseti stefnir að í kjölfar innrásarinnar í Afganist- an og vegna upplausnarinnar í íran. Með hraðliðinu á að tryggja, að a.m.k. einhver bandarískur liðsafli komist í tæka tíð til Persaflóa á hættustundu. Lagt er til grund- vallar, að Sovétmenn myndu hika við að ráðast til atlögu gegn bandarískum hermönnum, þar sem það leiddi til allsherjarátaka við Bandaríkin. Þess vegna verði bandarískir herflokkar að vera í stakk búnir til að komast að flóanum á undan Sovétmönnum. í Bandaríkjunum er liðsafli, bæði fallhlífaherdeild og vélaherdeild, sem flytja má í skyndi til fjar- Upplausnin í íransher hefur gert landið nánast varnarlaust. Á myndunum er annars vegar sveit fallhlífahermanna á meðan herinn var og hét, og svo hins vegar valkyrjur i „alþýðuhernum" sem spratt upp í kjölfar byltingarinnar. bandarska varnarmálaráðuneytis- ins. Skýrslan ber yfirskriftina „Hernaðarmátturinn á Persaflóa" og þar kemur fram, að Sovétmenn hafi komið sér fyrir í öflugum herbækistöðvum, sem séu í seil- ingarfjarlægð frá flóanum og þeir ættu auðvelt með að flytja heilan her þangað. og 4 sveitir bandarískra orrustu- flugvéla með um 72 flugvélar þrjátíu daga að komast til Persa- flóasvæðisins. Niðurstaða skýrslunnar er, að „til þess að hafa betur í hugsan- legum átökum í Iran kynnum við að þurfa að ógna með eða beita skammdrægum kjarorkuvopnum". í skýrslunni, sem er 70 blaðsíð- lægra staða, en án nauðsynlegs tækjakosts og hergagna. Það jafn- gilti sjálfsmorði að senda létt- vopnaðar sveitir gegn Sovét- mönnum. Nýlegar athuganir eru taldar sanna, að flugflutningadeild Bandaríkjahers auk 1000 flugvéla frá einkaaðilum, sem teknar yrðu leigunámi, gæti ekki lengi haldið Leið Sovétnianija til að hernema Iran - hraðlið Bandaríkjamanna og varnir Persaflóa THE OBSERVER Ian Mather Bandarískir varnarmálasér- fræðingar hafa játað því, að Bandaríkjamenn gætu ekki stöðv- að allsherjar innrás Sovétríkj- anna í íran án þess að grípa til kjarorkuvopna. Bandaríkjamenn myndu einnig eiga í gífurlegum erfiðleikum með að verja önnur svæði við Persa- flóa, ef marka má leyniskýrslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.