Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 5 Sjónvarp annað kvöld klukkan 21.35: Lífsglaður stalínisti i utanrikisþjónustunni Hin fjöruga ok lífsglaöa Alaxandra Kolloontav. Sjónvarpið sýnir annað kvöld kl. 21.35 sænska heim- ildamvnd um Alexöndru Mik- hailovnu Kollontay, sem var um skeið sendiherra Sovét- rikjanna í Noregi og Svíþjóð. Varð hún fyrst kvenna til þess að gegna slíku emhætti. Mikhailovna var af háum stigum, faðir hennar var hers- höfðingi í her Rússakeisara og móðir hennar var gagn- menntuð ó þeirra tíma vísu. Alexandra litla naut tilsagnar einkakennara og tilveran dekraði við hana á flesta lund. En það voru óróatímar og þegar Alexandra óx úr grasi hreifst hun af hugmyndum só- síalista og gekk í lið með þeim. begar bolsévíkar hrifsuðu völdin í Rússlandi eftir bylt- ingu borgaranna varð Alex- andra félagsmálaráðherra og lét einkum fjölskyldumól til sín taka. Hún var svarinn andstæð- ingur hjónabandsins og vildi afnema í skyndi allar hömlur á kynlífi Rússa. Ilún kenndi að fólk ætti að svala kynþorsta sínum jafn óþvingað og hömlu- laust og þegar það drykki vatn úr glasi. I fyrstu féll þessi boðskapur í góðan jarðveg. en siðar runnu tvær grímur á bolsana og þeim óx ásmegin sem töldu að hjónabandið væri þrátt fyrir allt einn af hyrn- ingarsteinum þjóðfélagsins. begar Stalín náði undirtök- unum í flokknum hlaut Alex- andra að hrökklast af valda- stóli. og varð hún þá sendiherra í Ósló. Hún vakti strax feikna athygli meðal diplómata á Vesturlöndum og máttu sumir ekki vatni halda er þeir minnt- ust gáfna hennar og fegurðar. Hún var líka um tíma sendi- herra í Svíþjóð, og þá var glatt á hjalla í rússneska sendi- ráðinu. og kalla þó sænskir ekki allt ömmu sina í þeim efnum. Á fyrstu árum byltingar- innar var Alexandra áhrifa- meiri en Jósef Stalín. sem hún fylgdi af stakri trúmennsku. Ilún dáði hann takmarkalaust og lét ekkert á sig fá þegar hann murkaði líftóruna úr milljónum saklausra manna. gömlu byltingarfélögunum og tveimur fyrrverandi eigin- mönnum hennar. Á seinni árum hafa norramir kommúnistar endurvakið hróð- ur þessarar fögru konu og stundum útmálað hana sem eins konar andófshetju sinna tíma. bar skýtur þó skökku við. því að Alexandra var gall- harður stalinisti fram i andlát- ið og átti því láni að fagna að yfirgefa þennan heim áður en ærunni var endanlega flett af hinu mikla goði hennar. Josef Stalin. Myndin i sjónvarpinu annað kvöld er allöng. og mun vera nokkuð langdregin á köflum. en fróðleg fyrir þá sem áhuga hafa á sögu kommúnisans. Sópransöngkonan Birgit Nil- Tenórsöngvarinn James King í son í hlutverki Brunnhilde. hlutverki Siegmunds. Nýjar plötur og gamlar í útvarpi í kvöld: Tónlist úr óper- unni Die í kvöld kl. 23.00 er á dagskrá útvarpsins þátturinn Nýjar plöt- ur og gamlar. Umsjónarmaður þáttarins verður Haraldur G. Blöndal. Tónlist sú er leikin verður er úr tóndrápunni um Hring Niflunganna. nánar tiltek- ið óperunni Die Walkiire eftir Richard Wagner. Tóndrápan um Hring Niflung- anna er samsett úr fjórum óperum: Das Rhinegold, Die Walkúre, Sieg- fried og Götterdammerung. Allar fjalla þær um örlög guöa og manna. Fyrirmyndin er Eddu- kvæði, Völsungasaga og þýzkt mið- Walktire aldakvæði um Niflungana. Sagðist Haraldur ætla að rekja lauslega efnisatriði óperunnar um Rínar- gullið og einnig óperunnar um Valkyrjuna, svo nokkurt samhengi fengist í þá tónlist, er leikin verður. Þættinum lýkur með aríu úr óperunni Tannháuser einnig eftir Wagner. Hljómsveit tónlistarhátíðarinn- ar í Bayreuth leikur og meðal söngvara eru sópransöngkonan Birgit Nilson og James King, tenór. Getur að heyra túlkun tveggja hljómsveitarstjóra, þeirra Karls Böhm og Wolfgangs Sawall- isch, sagði Haraldur að lokum. Leikrit á morgun: Siskó og Pedró á búgarðinum Mánudaginn 17. mars kl. 17.20 verður fluttur 2. þáttur framhaldsleikrits barna og unglinga, „Siskó og Pedró“ eftir Estrid Ott, og nefnist hann Á búgarðinum. Leikritsgerð annaðist Pétur Sumarliðason. en Klemenz Jónsson er leik- stjóri. Með aðalhlutverkin fara Borgar Garðarsson og bórhall- ur Sigurðsson. Pedró og Siskó kynnast nánar á drengjaheimilinu, sem faðir Ameríkó stjórnar. Nú hefur Pedró fengið þá hugmynd að komast frá Portúgal og heim- sækja ríkan frænda sinn á Spáni, en Siskó trúir honum mátulega. Reynslan hefur kennt honum, að götudrengir geta ver- ið iðnir við að spinna upp sögur. . alltá^ . emum stað Karlslunde Spyrjiö um Karlslunde bæklinginn - fjölskylduferðir í sérflokki á ótrúlega hagstæðu verði. Verulegur barnaafsláttur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Það var ekki að ástæðulausu sem Karlslunde sló í gegn meðal íslendinga á síðasta ári. öll fjölskyldan finnur sér spennandi verkefni á bað- ströndinni við Eyrarsundið, í íþróttum og leikjum, í skoðun- ar- og skemmtiferðum, heim- sókn í Tívolíið i Kaupmanna- höfn og á frábæra danska veitinga- og skemmtistaði. íbúðirnar í Karlslunde eru ein- staklega glæsilegar, búnar ný- tískulegum húsgögnum í tveim- ur svefnherbergjum, setustofu og fullkomnu eldhúsi með öll- um tilheyrandi eldunaráhöld- um. Stórar svalir og baðher- bergi. Fullkomin þjónustumið- stöð á staðnum með úrvals veitingaaðstöðu og verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.