Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 32
PIERPOflT OUARTZ — Úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá fiestum úr- smiöum. Lækkar hitakostnaðinn SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Kristján Ragnarsson um aflatryggingasjóð: Vangaveltur um brey tingar eru fráleitar MÉR íinnast fráleitar þess- ar vangaveltur um afla- tryj?)?inífasjóð. bað er ný- búið að lögfesta þessa skipan ok és tel út- flutninjísífjaldið óum- breytanlegt á þessari stundu og að það komi ekki til greina að >íora neinar breytingar núna.*“ sagði Kristján Ragnars- son. formaður Lands- sambands íslenskra út- vegsmanna um þær hugmyndir. sem nú eru til umræðu varðandi það að létta gjöldum af íisk- vinnslunni. „Margar þessara hugmynda eru í sjálfu sér ekki óeðlilegar," sagði Kristján. „Sérstaklega finnst mér sjálfsagt að gera breytingar varð- andi stimpilgjöldin, þannig að ekki þurfi að endurnýja þessi veð árlega með miklum kostnaði, og hefði átt að vera búið aö breyta þessu fyrir löngu. — Fiskverðsmálin standa nú þannig að ríkisstjórnin verður að sýna eitthvert frumkvæði. Það er staðreynd, að það urðu launa- hækkanir 1. marz. Vinnslan á ekki fyrir þessum hækkunum og þá ekki fyrir fiskverðshækkun nú. En það er ekki hægt a klippa svona á málin. Ef ekki hefðu komið til kaupbreytingar 1. marz síðast- liðinn, þá ætla ég, að hvorki við né sjómenn hefðum komið með kröf- ur. En hjólið hefur snúist áfram og það er ekki hægt að stöðva næst fyrr en 1. júní, þegar næsta umferð hefst.“ Út á Sundin. Ljósm. Mbl. Kristján. Læknirinn tekinn fyrir dóm svo mál- ið fyrntist ekki RANNSÓKN læknamálsins svokallaða hefur verið haldið áfram af fullum krafti. Læknir sá. sem hlut á að máli, Var nýlega tekinn fyrir dóm og látinn staðfesta skýrsiur sínar. Var það gert svo að málið fyrntist ekki, en samkvæmt lögum stöðvast fyrningarfrestur þegar réttarrannsókn hefst gegn sökunaut út af broti. Hins vegar stöðvast ekki fyrningarfrestur við rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og mun ástæðan sú, að hreinlega gleymdist að setja ákvæði um slíkt þegar lögin um RLR voru sett. Selja Hekluvikur fyr- ir 900 milljónir í ár Læknamálið er eitt umfangsmesta mál, sem komið hefur til rannsóknar á seinni árum. Rannsóknin hófst í Hafnarfirði árið 1977 en Rann- sóknarlögregla ríkisins tók við mál- inu 1978. Er læknir sá, sem um ræðir í málinu, grunaður um að hafa sent sjúkrasamlögum reikninga fyrir læknisverk, sem hann framkvæmdi aldrei og á þann hátt fengið greiddar umtalsverðar peningaupphæðir sem honum ekki bar. Vegna þessa máls hafa um 400 sjúklingar læknisins verið yfirheyrðir en reikningarnir taka þó til mun fleiri sýúklinga. Hin meintu brot eiga að hafa verið framin á árunum 1975 og 1976. Læknirinn hefur staðfastlega neitað sakargiftum í máli þessu. STEYPUSTÖÐ BM Vallá mun á þessu ári selja út Hekluvikur fyrir um 900 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Víg- lundar Þorsteinssonar for- stjóra. Hefur vikursalan aukist ár frá ári og verður helmingi meira selt út í ár en í fyrra eða um 70 þús- und rúmmetrar. Nýlega gerði Nesskip hf. samn- ing við BM Vallá og danska fyrir- tækið Iso-kern um flutning á all.t að 48 þúsund rúmmetrum af Hekluvikri. Vikrinum verður skip- að út í Sundahöfn í Reykjavík, þar sem BM Vallá hefur komið upp aðstöðu til að harpa vikurinn fyrir útflutning. Danska fyrirtækið mun nota íslenzka vikurinn til þess að byggja skorsteinshellur, en þær þurfa góða einangrunar- eiginleika, sem íslenzki vikurinn hefur. Að sögn Guðmundar Ás- geirssonar framkvæmdastjóra Nesskips hyggst skipafélagið nota m.s. Selnes og m.s. Isnes til flutn- inganna. Munu skipin flýtja til landsins hráefni til Járn- blendiverksmiðjunnar en vikur utan. Að sögn Víglundar Þorsteins- sonar er vikurinn tekinn í svo- nefndu Hekluhafi og hefur BM Vallá fengið efnistökuréttindi hjá Gnúpverjahreppi. 10 bílar eru í stöðugum vikurflutningum milli Rangárvallasýslu og Reykjavíkur. Veitusvæði Skeiðs- fossvirkjunar tengt Landsvirkjun í dag VEITUSVÆÐI Skciðsíoss- virkjunar, sem þjónar Siglufirði, Fljótum og Ólafsfirði, mun að líkind- Mismunandi fæðiskostnaður í mötuneytum: Fæðiskostnaður í Sements- verksmiðjunni 67 kr. á dag KÖNNUN var gerð í dc.scmber- mánuði á fæðiskostnaði í mötu- neytum á nokkrum stöðum á landinu og cru niðurstiiðurnar birtar í 1. tölublaði Vinnunnar, tímariti Alþýðusambands ís- lands. Þar kemur fram gífur- legur mismunur á fæðiskostn- aði. dýrast er að borða í mötu- neyti KASK, Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfellinga á Ilornafirði, en ódýrast í mötuneyti Sements- verksmiðjunnar. Hjá KASK kostar niðurgreitt fæði 139.800 krónur á mánuði eða 4.660 krónur á dag og óniðurgreitt fæði 237.000 á mánuði eða 7.900 krónur á dag. í Sementsvcrk- smiðjunni kostar fæðið um það bil 2.000 krónur á mánuði eða 66.67 krónur á dag. Af þeim stöðum, sem könnun- in náði til er næstódýrast að borða í mötuneyti í Grindavík. Þar kostar fæðið 54.000 krónur á mánuði eða 1.800 krónur á dag. Á Flateyri kostar niðurgreitt fæði 162.000 krónur eða 5.400 krónur á dag. Hins vegar kostar 'k fast fæði 51.000 krónur eða 1.700 krónur á dag. Jafnframt er gefin þar upp önnur talá, sem 87.000 krónur á mánuði eða 2.900 krónur á dag. Hjá Meitlinum í Þorlákshöfn kostar niðurgreitt fæði 155.250 krónur á mánuði eða 5.075 krónur á dag, en óniðurgreitt 220.500 krónur eða 7.350 krónur á dag. Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum býður starfsfólki sínu upp á niðurgreitt fæði fyrir 145.200 krónur á mánuði eða 4.840 rkón- ur á dag, en óniðurgreitt kostar fæðið 208.800 krónur á mánuði eða 6.960 krónur á dag. Þá er birt yfirlit yfir mötu- neyti nokkurra ríkisfyrirtækja og er fæðiskostnaðurinn lang- lægstur hjá Sementsverksmiðj- unni eins og áður er getið. Hjá sjónvarpinu kostar kjöt, súpa og kaffi 480 krónur; fiskur, súpa og kaffi 360 krónur og kaffi eitt sér 50 krónur. í Arnarhvoli, mötu- neyti stjórnarráðsins, kostar kjöt, súpa og kaffi 500 krónur, í mötuneyti í Síðumúla kostar þessi sama máltíð 435 krónur og á tollstjóraskrifstofunni kostar kjöt, súpa og kaffi 600 krónur; fiskur, súpa og kaffi 550 krónur og kaffi 230 krónur. Hjá Raf- magnsveitum ríkisins kostar kjöt, súpa og kaffi 500 krónur; fiskur, súpa og kaffi hið sama og kaffi 80 krónur. um verða tengt veitusvæði Landsvirkjunar í das, en unnið heíur verið að lagningu háspennulínu milli Dalvíkur og Ól- afsíjarðar í vetur, sem gerir tenKÍnjíu þessa möKuleKa. Að sögn rafveitustjóranna í Ólafsfirði, Jakobs Ágústssonar,og í Siglufirði, Sverris Sveinssonar, er hér um merkan áfanga í orku- málum þessa svæðis að ræða, en með tengingunni verður ekki leng- ur þörf á að nota dísilvélar við rafmagnsframleiðslu, eins og þurft hefur að grípa til undan- farna vetur. Sagöi Jakob Ágústs- son að Rafveita Ólafsfjarðar hefði notað dísilolíu fyrir nær 50 milljónir króna, en kostnaður við tenginguna er ráðgerður um 250 m.kr. og er því ljóst að hún borgar sig upp á stuttum tíma. Sverrir Sveinsson sagði að strax eftir stækkun Skeiðsfossvirkjunar árið 1976 hefði orkugetan verið fullnýtt þegar loðnubræðsla hófst í Siglufirði að vetrinum og því hefði verið nauðsynlegt að fá aukna orku og talin bezta leiðin að tengja veitusvæðið við Lands- virkjun. Hefur verið unnið að verkinu í yetur í góðri tíð, að sögn rafveitustjóranna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.