Morgunblaðið - 16.03.1980, Side 16

Morgunblaðið - 16.03.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Aundanförnum árum hefur gætt sívaxandi togstreitu milli fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hags- munaárekstrar hafa orðið meiri eða meira áberandi en áður var og mörgum sýnist, sem verulegir brest- ir séu komnir í samfe: lagsbygg okkar af þessum sökum. Þessi togstreita endurspeglast í öllum stjórnmálaflokkum og þá ekki sízt í þeim, sem stærstur er, Sja: lfstæðis Á Alþingi skiptast þingmenn í stjo: rnmá en þar má líka sjá þrjá aðra flokka, bænda- flokk, dreifbýlisflokk og þéttbýlisflokk. Fólk í dreifbýli hefur löngum þótt halla á sig í samskiptum við þá, sem búa í þéttbýlinu á suð- vesturhorni landsins. Um skeið var atvinna stopulli á landsbyggðinni en á suð- vesturhorninu. Samgöngur voru og eru enn erfiðar, sérstaklega þó aö vetrar- lagi. Ýmsar vörutegundir eru dýrari úti á landi en á Reykjavíkursvæðinu vegna flutningskostnaðar. Allar helztu stjórnstofnanir lýð- veldisins eru saman komn- ar í Reykjavík og því fylgja að dómi landsbyggðarfólks mikil áhrif og allt önnur og betri aðstaða til að ráða gangi mála. Eftir að draga fór úr fiskveiðum hefur gætt harkalegrar tog- streitu milli landshluta um skiptingu á aflamagni. Þéttbýlisfólki á suð- vesturhorni landsins hefur lengi þótt landsbyggðin dýr og margir hafa séð ofsjón- um yfir þeim fjármunum, sem runnið hafa til sam- göngubóta víðsvegar um landið. Á síðari árum hefur fólki á höfuðborgar- svæðinu einnig þótt fjár- magnsstreymið til lands- byggðarinnar beinlínis koma niður á lífskjörum fólks á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem atvinnuupp- byggingu á því svæði hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Loks hefur misvægi atkvæða milli kjördæma eftir því, sem tíminn hefur liðið frá kjördæma- breytingunni 1959 orðið stööugt meiri ásteyting- arsteinn kjósenda í Reykja- vík sérstaklega. Annars konar togstreita ríkir milli launþega og bænda. Launafólki í þétt- býli hvort sem það er þéttbýli á suðvestur- horninu eða annars stað- ar, hefur löngum þótt land- búnaðurinn dýr atvinnu- grein. Framleiðsluvörur landbúnaðarins eru helztu daglegar neyzluvörur fólks og því ekki óeðlilegt, að verðlag á þeim sé við- kvæmt mál fyrir neytend- ur. Jafnframt hefur skatt- greiðendum lengi þótt lítil skynsemi í því að flytja landbúnaðarvörur út fyr- ir brot af framleiðsluverði og greiða þannig niður matvörur til fólks í öðrum löndum. Bændur hins veg- ar benda á, að launþeg- ar hafi mikla atvinnu af vinnslu landbúnað- arvara og jafnframt geta þeir með rökum sýnt fram á það, að afkoma bænda sé ekki slík, að ástæða sé til þess fyrir aðra að sjá ofsjónum yfir því. Loks hefur á síðari árum einnig gætt vaxandi bar- áttu milli landshluta um einstök atvinnufyrirtæki og stórvirkjanir. Verður steinullarverksmiðja byggð á Sauðárkróki eða í Þor- lákshöfn? Verður næsta stórvirkjun byggð við Sultartanga, Blöndu eða á Austurlandi? Þegar um álitamál af þessu tagi er að ræða skiptast menn ekki eftir flokkslínum heldur landshlutum. í þessum efnum er engin önnur leið fær en sú að þræða hinn gullna meðal- veg. Við verðum að finna hið rétta jafnvægi milli landsbyggðar og þéttbýlis, milli bænda og launþega og milli einstakra landshluta. Við hljótum að leggja áherzlu á að byggja landið allt. Sjónarmið þeirra, sem telja fjárhagslega hag- kvæmast að safna þjóðinni saman á lítinn blett, fá ekki staðizt. Við hljótum líka að leggja áherzlu á að halda uppi landbúnaði. ísland án sveitanna er óhugsandi. Sú eina byggðastefna, sem er haldbær fyrir okkur ís- lendinga, er stefna mála- miðlunar milli hinna mismunandi sjónarmiða fólks eftir því hvar það býr og við hvað það starfar. í þessum efnum hvílir mikil ábyrgð á stjórnmála- flokkunum og þá ekki sízt Sjálfstæðisflokknum, sem er eini flokkurinn sem raunverulega hefur innan sinna vébanda öll þau margvíslegu þjóðfélagsöfl, sem hér koma við sögu. Þess vegna er það sérstök skylda Sjálfstæðisflokksins að leita málamiðlunar milli þeirra ólíku sjónarmiða, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og stuðla að því að efla skilning á milli fólks hvar svo sem það býr á landinu. Við þurfum að efla gagnkvæman skilning milli fólks í þéttbýli og dreifbýli, milli launþega og bænda. Nóg er um sundur- lyndi í okkar þjóðfélagi, þótt sundrung á milli landshluta og stétta bætist þar ekki við. Byggðastefna og málamiðlun j Reykj avíkurbréf Laugardagur 15. marz Gengissig I vikunni var frá því skýrt, að gengissig mundi hefjast á ný og gera mætti ráð fyrir, að gengi krónunnar mundi síga um 1—2% á mánuði. Þetta þýðir 13—27% gengisfall á ári, ef gengið er látið síga með þessum hraða allt árið. Þessi tíðindi koma óneitanlega nokkuð á óvart. Ástæðan er sú, að fyrir skömmu lýsti Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, yfir því, að ekki mundi koma til gengis- lækkunar eða hraðs gengissigs að svo stöddu. Forsætisráðherra lét jafnframt í ljósi þá skoðun, að aðgerðir vegna rekstrarvanda frystihúsanna væru ekki bráðað- kallandi, enda hefðu þau haft þokkalega afkomu síðustu tvö ár og ættu að geta staðið undir nokkrum rekstrarörðugleikum um skeið. Ekki eru liðnar nema tvær vikur frá því að Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, gaf þessa yfirlýsingu. Að vísu hafði Steingrímur Hermannsson áður skýrt frá því, að ríkisstjórnin mundi bregðast við rekstrarvanda frystihúsanna með einhverju gengissigi, en þegar Gunnar Thoroddsen gaf sína yfir- lýsingu og menn höfðu fregnir af því, að Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra væri eindreginn stuðningsmaður forsætisráðherra í því að koma í veg fyrir gengissig var talið víst, áð hér hefði Steingrímur talað af sér eins og venjulega og nú mundu vandamál þjóðarinnar verða tekin nýjum tökum. Forsætisráðherra mun hafa lýst því yfir á fundi með ríkisstjórn sinni, að hann ætlaði ekki að láta þrýstihópana í þjóð- félaginu stjórna sér. Þegar forsætisráðherra sagði, að gengisfall eða hratt gengissig kæmi ekki til greina lágu fyrir mjög skýrar upplýsingar um stöðu útflutningsatvinnuveganna. Talið var, að frystingin væri rekin með 10 milljarða halla og stöðvun blasir við í ullariðnaðinum. Þess vegna mátti telja víst, að hinn nýi forsætisráðherra mundi ætla að leiða ríkisstjórn sína inn á nýjar brautir í baráttu gegn verðbólg- unni, hverfa frá gengislækkun- arstefnunni, sem vinstri stjórnir ekki sízt hafa fylgt svo dyggilega og brjóta blað. Þegar nú er frá því skýrt, að gengissigið muni hefjast á ný liggur beint við að ætla, að forsætisráðherra hafi orðið undir í ríkisstjórninni og að þar hafi átök staðið að tjaldabaki um það, hvaða stefnu ætti að t-aka. Að líkindum hafa Steingrímur Her- mannsson og ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sett fram harðar kröfur um það, að haldið yrði áfram á þeirri braut að fella gengið og Gunnar Thoroddsen og Olafur Jóhannesson hafa orðið að láta í minni pokann. Því verður ekki trúað, að Gunnar Thoroddsen hafi skipt um skoðun á svo skömmum tíma enda hafa engar nýjar upplýsingar komið fram á þeim 10 dögum, sem liðu frá því að Gunnar gaf yfirlýsingu sína gegn gengislækkun og gengissigi um stöðu útflutningsatvinnuveganna. Vitað var, að Steingrímur var hlynntur gengissigi og reynslan af vinstri stjórninni síðustu sýnir, að ráðherrar Alþýðubandalags eru ákafir gengisfellingarmenn. Þess vegna hljóta þeir og Steingrímur að hafa orðið ofan á í átökum við Gunnar og Ólaf. Önnur skýring er auðvitað sú að yfirlýsing forsætis- ráðherra hafi aldrei verið annað en orðin tóm. Ef svo hefur verið er það ekki traustvekjandi. Hafi Gunnari hins vegar verið full alvara má spyrja hvernig á því standi að hann láti kúga sig svona fljótt. Fjárlaga- frumvarpið Vafalaust hefur einhverjum dottið í hug að búast mætti við nýjungum í fyrsta fjárlagafrum- varpi, sem fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins sendi frá sér. Ástæðan er auðvitað sú, að Al- þýðubandalagið sóttist mjög eftir því að fá embætti fjármálaráð- herra í þessari ríkisstjórn og hefur jafnt í ríkisstjórn, sem stjórnarandstöðu talað á þann veg, að það kynni betur til verka í ríkisfjármálum en aðrir. Þess vegna mátti ætla, að Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra Al- þýðubandalags hefði einhverjar nýjungar í pokahorninu, sem hann mundi kynna í fyrsta fjárlaga- frumvarpi sínu. Því er ekki að heilsa. Hið nýja fjárlagafrumvarp er hvorki fugl né fiskur. Megin- gagnrýnin á það er einfaldlega sú, að það er ekkert nema upphækkun á tölum frá síðasta ári. Með þessu fjárlagafrumvarpi er engin stefna mörkuð í baráttu gegn verðbólgu. í því eru engar nýjungar í ríkis- fjármálum. Það gefur enga vis- bendingu um þá efnahagsstefnu, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að fylgja. Með þessu frumvarpi er nákvæmlega engin afstaða tekin til þess þrúgandi efnahagsvanda, sem þjóðin býr við. í fjárlaga- frumvarpinu er aðeins ein skýr lína og hún kemur vissulega nokk- uð á óvart, þar sem Alþýðubanda- lagsmaður situr í embætti fjár- málaráðherra. Frumvarpið bygg ist sem sagt á því, að það verði engar grunnkaupshækkanir á þessu ári. Hvernig stendur á þessu? Er það rangminni, að þeir Alþýðubandalagsmenn hafi sí og æ haldið því fram, að launin ráði engum úrslitum um verðbólguna? Nú væri þetta auðvitað eðlíleg afstaða hjá fjármálaráðherra, ef allt væri með felldu um kaupmátt- inn. En nú vill svo til, að nýjustu tölur sýna, að kaupmáttur kaup- taxta verkafólks er tveimur stig- um lægri að meðaltali á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Og spár um þróun kaupmáttar á næstu mán- uðum eru ískyggilegar. Er það rangminni, að Alþýðubandalags- menn hafi sagt að þeir færu inn í núverandi ríkisstjórn til að verja kaupmáttinn? Hér er greinilega eitthvað á ferðinni, sem ekki fær staðizt, þegar málflutningur Al- þýðubandalagsins fyrr á árum er hafður í huga. Það væri kannski ástæða til að rifja upp málflutn- ing þeirra Álþýðubandalags- manna frá því í verkfalli opin- berra starfsmanna haustið 1977? Nú hafa þeir aðstöðu til að standa við stóru orðin. Nú er fjármála- ráðherrann úr flokki Alþýðu- bandalagsmanna. Nú ráða þeir ferðinni í samningum við ríkis- starfsmenn. Hvernig stendur á því að þeir eru ekki tilbúnir til þess að gera það nú, þegar þeir hafa aðstöðu til, sem þeir sögðu áður að værí hægðarleikur einn, þ.e. að bæta kjör opinberra starfsmanna? Opinberir starfsmenn eiga vafa- laust eftir að velta þessum spurn- ingum fyrir sér og fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins verður áreiðanlega krafinn sagna um það, hvernig á þessu stendur. Vilji einhver halda því fram að Morg- unblaðið sé með þessum orðum að hvetja til kauphækkana skal undirstrikað að svo er ekki. Hér er verið að sýna fram á tvískinnung- inn í málflutningi kommúnista. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gengissig og fjárlagafrumvarp, sem felur ekkert annað í sér en upphækkun á tölum, jafnframt því sem grundvöllur er lagður að því að falsa fjárlögin með því að taka veigamikla þætti út úr þeim, sýnir, að hér verður haldið áfram á sömu braut og í síðustu vinstri stjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.