Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 23 Kveðja frá Morgunblaðinu Eftir að Vignir heitinn Guð- mundsson var fastráðinn blaða- maður á Morgunblaðinu og hafði flutzt til Reykjavíkur lögðu for- ráðamenn blaðsins áherzlu á að efla tengsl þess við höfuðstað Norðurlands og héruðin næst honum. Vignir hafði unnið ágætt starf í þágu blaðsins fyrir norð- an og í fámenni hér á landi er ekki alltaf auðvelt að fá hæfi- leikamenn til starfa í jafnkröfu- hörðum störfum og þeim, sem tengjast blaðamennsku og út- breiðslu dagblaðs. Á öndverðum sjötta áratugnum hljóp því á snærið fyrir Morgunblaðinu, þegar það fékk Sverri Pálsson og Stefán Eiríksson í þjónustu sína á Akureyri. Sverrir varð frétta- ritari blaðsins og hefur gegnt því starfi með sóma og Stefán tók að sér afgreiðslu- og útbreiðslustörf fyrir blaðið með þeim ágætum, að það mun ávallt búa að elju hans og árvekni. Stefán átti mikinn þátt í því að auka útbreiðslu blaðsins fyri norðan jafnt og þétt, og þeir Sverrir báðir, og var samstarf þeirra ávallt með ágætum , svo og samskipti þeirra við ritstjórn og afgreiðslu blaðsins fyrir sunnan. Nú er Stefán Eiríksson allur. Þessa dugmikla Morgunblaðs- manns er sárt saknað og er nú skarð fyrir skildi í fylkingu þeirra fjölda karla og kvenna, sem vinna að því að útbreiða Morgunblaðið og efla um land allt. Um leið og forráðamenn Morgunblaðsins og samstarfs- fólk Stefáns Eiríkssonar á blað- inu þakka ómetanleg störf hans fyrir blaðið og heiðra minningu hans að leiðarlokum, senda þeir eftirlífandi ekkju hans og börn- um innilegar samúðarkveðjur og minnast hreinskiptins og ósér- hlífins samstarfsmanns, sem ávallt hugsaði um hag blaðsins og framgang. Blessuð sé minning hans. Sögunni af Ragnheiði Brynjólfs- dóttur var yfirleitt vel tekið af almenningi, og margir urðu til þess að rita um hana af vinsemd og skilningi. Það ber allt að þakka. Hins vegar hafði enginn búist við því, að önnur eins fleinahríð og raun varð á ætti eftir að dynja yfir. Tilhæfulausar getsakir, blaðaviðtöl, sem aldrei höfðu átt sér stað, mjög ósvinsamlegar greinar og afar ósmekklegar glós- ur í sumum fjölmiðlum voru daglegt brauð, og á þessu gekk vikum saman. Okkur hættir stundum til að dæma þá menn hart, sem stóðu fyrir galdraofsóknum fyrri alda, og gefa þeim að sök grimmd, ofsa, fáfræði, og þröngsýni, en við skulum hyggjá okkur nær og líta í eiginn barm. Við erum að vísu hætt að draga menn á bál fyrir að leita sannleikans og fást við hluti, sem aðrir skilja ekki, en dómgirn- in tortryggnin og þröngsýnin eru enn af sama toga. Saklaust fólk er enn svívirt fyrir það eitt að vitna um eigin reynslu eða komast að nýrri vitneskju, ef hún fellur ekki að skoðunum eða hugmyndum annarra, hugmyndum, sem þeir hafa gefið sér fyrirfram. Við skulum fara okkur hægt að sak- fella þá séra Pál í Selárdal og Þorleif Kortsson, sem voru börn síns tíma. Við höfum ekki efni á því. Samtíð okkar er ekki hótinu betri, notar aðeins aðrar aðferðir, önnur ráð. En allt þetta þoldu þau Guðrún og Stefán með stillingu og þolin- mæði. Var þó Stefán skapmaður. Loks leið örvadrífan hjá að mestu og kyrrði um. Þótt stundum sviði undan skeytunum, — og það sveið stundum sárt, — stillti hann sig og tók þeim með skilningi, að menn vissu ekki, hvað þeir gerðu, og því bæri að fyrirgefa þeim, augu þeirra myndu opnast síðar og þeim veitast sýn. Nú er þessi tími liðinn og heyrir minningunni til, en klukkan, sem þau gáfu mér fimmtugum, Guð- rún, Dísa og Stefán, sendir enn fagran óm um húsið og minnir okkur á indælar stundir og sam- starf góðra vina við fagurt verk- efni, í hvert sinn sem hún slær. Stefán stofnsetti verslun árið 1963 í Strandgötu 19 og seldi þar blóm og ýmislegan skrautvarning. Vinur þeirra hjóna, Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi, valdi versluninni nafn og kallaði Óska- búðina. Þarna vann Guðrún Sig- urðardóttir við afgreiðslu, svo að á þessum vettvangi áttu þeu Stefán einnig samvinnu. Þangað var allt- af skemmtilegt og uppbyggjandi að koma og grunnt á gamanyrð- um, viðmótið hlýtt og notalegt af þeirra beggja hálfu. Raunar vissi ég aldrei, hvort Stefán rak versl- unina eingöngu sér til ágóða og framfæris, gæti miklu heldur trúað, að hann hafi gert það öðrum þræði sér til gamans, því að hann hafði alltaf gaman af um- svifum, hreyfingu og lífi. Hann leit aldrei á peninga sem eftir- sóknarverða í sjálfu sér, heldur aðeins sem tæki til þess að koma þörfum verkum í framkvæmd eða afla með sannra verðmæta. Hann hafði mikið yndi af blóm- um, og rósir taldi hann allra plantna göfugastar. Hann ræktaði þær margar á heimili sínu og umgekkst þær eins og góða vini. Kveðskapar- og ljóðlist er sögð flestum Skagfirðingum í blóð bor- in, og það sannaðist á Stefáni. Hann var ágætlega hagorður og þau hjón bæði, enda áttu þau stundum til að kveðast á í gamni og alvöru. Hann var mikill smekk- maður á ljóð og fljótur að finna, hvar feitt var á stykkinu. Hann kunni vel að meta vel kveðnar vísur og hafði á hraðbergi ógrynni þeirra og kunni utanbókar mörg helstu kvæði góðskáldanna. Hann safnaði íslenskum ljóðabókum af áfergju, átti orðið mikið og gott safn þeirra og var sífellt að bæta það og auka. Með hinum hljóðlátu og hlédrægu vinum sínum í bóka- skápnum átti hann margar góðar stundir og las gjarna upphátt í einrúmi eða fyrir aðra þau kvæði, sem honum þótti mest í spunnið. Stefán Eiríksson var vel meðal- maður á hæð, grannvaxinn, allt að því holdskarpur, og kvikur á fæti. Hann undi illa kyrrsetum og iðjuleysi, þurfti helst að vera á sífelldri hreyfingu og hafa eitt- hvað fyrir stafni. Alltaf var hress- andi, þegar hann kom í heimsókn, sviptist inn úr dyrunum með bros á vör og lét spaugsyrðin fjúka. Það var aldrei logn, þar sem Stefán var. Hann hafði ákveðnar skoðan- ir á málefnum dagsins og lét þær hiklaust í ljós. Þær skoðanir hafði hann myndað sér sjálfur, en var lélegur sporgöngumaður annarra og lítill jábróðir, en mikill ein- staklingur. Drenglyndi hans var mikið og trygglyndi óbrigðult, og hann var sannur vinur vina sinna. Þess nutum við hjónin jafnan og börn okkar, og gott var alltaf að hittast, þótt hratt flygi stund. Hin síðari ár tók heilsu Stefáns að hnigna, og hann þoldi ekki lengur fyrri áreynslu og eril. Hann tók þessu af stillingu og skynsemi og brá að nokkru til annarra lífshátta. Hann lagði Óskabúðina niður haustið 1978 og minnkaði með því umsvif sín. Nokkru áður hafði hann keypt lítið sumarhús í nágrenni Akur- eyrar og flutt það vestur í Skaga- fjörð. Þar fékk hann land undir það hjá góðvinum sínum í Laugar- hvammi í Lýtingsstaðahreppi og kallaði Hulduhvamm. í faðmi æskuslóða og í nábýli við forna vini og frændur undi hann og þau Dísa löngum á sumrin, þegar hlé gafst frá skyldustörfum. Þar var hans sælureitur, þar leið honum vel. Þar naut hann þeirrar hvíldar og þess næðis, sem hann þarfnað- ist. Þessi skagfirska sveit var framar öllu ættland hans, og þangað leitaði hugur hans. Aldrei var honum glaðara í sinni en þegar hann var á leiðinni vestur, heim, til þess að teyga ilminn úr jörðinni og blanda geði við góða vini, rifja upp gamla sögu eða fara með snjalla hringhendu, minnast sólskinsdags um sláttinn eða gangnadags í hrakviðri á Eyvind- arstaðaheiði. En þó að Stefán rifaði seglin, minnti hjartaveilan á sig oftar og oftar. Vitanlega var honum ekki að skapi að gefast upp, heldur vildi hann falla með sæmd og glæsibrag, helst deyja standandi. Það tókst honum að vísu ekki í bókstaflegri merkingu, en bjart er samt yfir hinstu dögum hans í þessum heimi, þó að hann lægi örmagna og lamaður og vissi, hvað í vændum var. Einhver hafði þá orð á því við hann, að nú væri um að gera að vera rólegur og bjart- sýnn. „Hefur nokkuð skort á það?„ var hið meitlaða svar hinnar dauðvona hetju. Dísa var hjá honum öllum stundum, þegar hún gat því við komið, þessar þrjár síðustu vikur. Milli vonar og ótta miðlaði hún honum styrk og gleði, því að hún var einnig hetja, sem ekki lét bugast. Einn daginn kom hún með kvæðasafn Einar Benediktssonar og spurði, hvort hann vildi hún læsi fyrir hann. Hann varð glaður við og bað hafa fara með Einræð- ur Starkaðar og nokkur fleiri kvæði, en sjálfur hafði hann yfir upphafið að Norðurljósum: „Veit duftsins son nokkra dýrlettri sýn en drottnanna hásai i rafurloxa?" Nú hefir hinn dýrlegi hásalur opnast Stefáni, eftir að hann kallaði ferju á hnatta hyl, og þar á hann vinum að mæta. Við Ellen biðjum honum bless- unar á nýjum leiðum og þökkum af alhug samfylgdina og vinátt- una. Dísu, börnum þeirra, aldraðri móður hans og öðrum vanda- mönnum sendum við einlægar samúðarkveðjur í söknuði þeirra eftir góðan dreng, heilan mann og sannan. Sverrir Pálsson. + Móöir okkar INGVELDUR GUOFINNA BALDVINSDÓTTIR, Skorhaga í Kjós lést í Landsspítalanum 15. mars. Jaröarförin auglýst síöar. Magnea Guðjónsdóttir, Baldvin Júlíusson, Sigurlaug Júlíusdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi KRISTINN M. ÞORKELSSON, bifreiðastjóri, Krummahólum 4, áöur Stórholti 30 veröur jarösunginn þriöjudaginn 18. kirkju. marz kl. 13.30 í Fossvogs- Þóra Kristinsdóttir, Jón Guönason, Margrét Kristinsdóttir, Ingólfur Jökulsson, Þorkell Kristinsson, Svava Ólafsdóttír, • Anna Kristinsdóttir, Ellert S. Markússon, Hulda Kristinsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Hallgrímur Sch. Kristinsson, Elisabet Daníelsdóttir, Kristín Scheving, Jón E. Hauksson, Daníel Kristinsson Barnabörn og barnabarnabörn. Dýrley Sigurðardóttir, Í Sonur minn, stjúpsonur og bróðir okkar LUÐVÍK kRISTJAN SIGURÐSSON, Goöheimum 18 sem lést 5. þ.m. verður jarösunginn mánudaginn 17. mars frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Petrína H. Benediktsdóttir, Vignir Á. Jónsson, Grétar Sigurösson, Sigurður H. Sigurðsson, Emelía Sigmarsdóttir, Jónina Sigmarsdóttir, Ingveldur Sigmarsdóttir, Margrét Sigurpálsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma GUDRUN ÞORSTEINSDÓTTIR, Keldulandi 1, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 10.30 f.h. Njáll Guönason, Svanborg Sighvatsdóttir, Haraldur Jónsson, Árni Njálsson, Kristín Helgadóttir, Anna Njálsdóttir, Eysteinn Björnsson, Sigrún Njálsdóttir, Ingólfur Magnússon. og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem vottuöu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför HANS ELÍASAR BJARNASONAR, frá Grunnavík, Börn, tengdabörn og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir vinarhug og auösýnda samúö við andlát og jarðarför , GUNNARSÓLAFSSONAR, skipstjóra, Skógargeröi 3, Reykjavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu LJÓSUNNARJÓNSDÓTTUR, Sörlaskjóli 50. Auður Valdimarsdóttir, Einar B. Eymundsson, Heiðar Valdimarsson, íris J. Hall. og barnabörn. + Þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför ÞORLEIFS A. JÓNSSONAR frá Þverá, Torfufelli 19. Reykjavík. Alda S. Gísladóttir, Jón Þór Þorleifsson. foreldrar, tengdaforeldrar, systkini og tengdasystkini, Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu ARNFRÍOAR LÁRU ÁLFSDÓTTUR, frá Flateyri. Álfheiður Guöjónsdóttir, Arngrímur Guðjónsson, Sigríður Jónsdóttir, Stefán Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Oddur Friðriksson, Rannveig Jónasdóttir, Guðni Guðjónsson, Anne Karen Jónsson. + Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andiát og útför, ARNAR SIGURÐSSONAR, vólstjóra, Kelduhvammi 5, Hafnarfiröí. Sigríöur Jónsdóttir, Oddfríöur Ingólfsdóttír, Jóhanna L. Arnardóttir, Örn Arnarson, Sigurður Arnarson, Jón K. Arnarson, Ingólfur Arnarson, Fríöa Hrefna Arnardóttir, jón Matthíasson. Erna Birna Símonardóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.