Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980
29
Betúel Jón Betúels-
son Gördum — Minning
Fæddur 17. apríl 1897.
Dáinn 6. marz 1980.
Á morgun kveðjum við elsku-
legan afa okkar hinztu kveðju,
okkur langar að minnast hans
fáum orðum. Hann fæddist 17.
apríl 1897 í Höfn í Hornvík.
Foreldrar hans voru hjónin Anna
Guðmundsdóttir og Betúel Bet-
Amma lagði dúk á borð og hlóð
það góðgerðum og afi hljóp léttur
á fæti í næstu búð til að ná í meira
góðgæti og alltaf lét hann pening í
lítinn lófa. Þannig var hann, vildi
alltaf gleðja okkur, en bað aldrei
neins fyrir sjálfan sig; hann hafði
alltaf nóg.
Trúin á Guð var sterkur þáttur í
lífi hans. Hann las biblíuna sína
og bað sínar bænir daglega.
Árið 1975 lézt amma eftir
tveggja ára legu á Landakotsspít-
ala. Var heilsa afa þá þrotin og
gleðin horfin frá honum og er
hvíldin honum nú kærkomin.
Síðustu árin dvaldist hann að Ási
í Hveragerði og andaðist þar 6.
marz sl.
Vandamenn senda starfsfólki og
vistfólki þar hlýjar kveðjur og
þakkir fyrir umönnunina og sam-
veruna við hann.
Við trúum því að amma og afi
hafi hitzt á ný og biðjum guð að
blessa þau. Barnabörn.
1
ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ -Eyjabær Vestmannaeyjum- Hornabær Hornafirði- Epliö Akranesi- Eplið isafirði- Cesar Akureyri
vilja allir ráða yfir...
vegna hljómgæðanna
SE-30S
Veist þú...
hvaö PIONEER tækln eru ódýr? — ef ekki —
komdu þá í verslun okkar og berðu saman
verð og gæði.
Ef þú kaupir heilt sett gegn staðgreiðslu, þá
færðu skápinn ókeypis.
System X-33
úelsson bóndi og kaupmaður í
Höfn.
Afi var þriðja barn þeirra af
ellefu, og eru átta þeirra enn á lífi.
Árið 1919 kvæntist hann Krist-
jönu Jósefsdóttur frá Görðum í
Aðalvík; var það hamingja þeirra
beggja, því þau báru ást og
umhyggju fyrir hvort öðru til
æviloka.
Hófu þau búskap í Görðum og
byggði afi þar síðar nýtt hús. Þau
eignuðust fimm börn og einn
fósturson, sem öll eru á lífi.
Eftir stríðið lagðist fallega
sveitin þeirra í eyði, íbúarnir
fluttu allir brott. Þá fluttu afi og
amma til Reykjavíkur, árið 1947.
Hóf afi þá störf hjá Landssíma
íslands og vann þar í aldarfjórð-
ung, eða meðan heilsa entist.
Okkar bjartasta bernskuminn-
ing er sú, hve gaman var að koma
í sunnudagsheimsókn til þeirra.
Bridge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Hreyfill - BSR -
Bæjarleiðir
Ellefu sveitir taka þátt í
hraðsveitakeppni og hefir verið
spilað í þrjú skipti.
Staða efstu sveita:
Daníels Halldórssonar 1749
Þórðar Elíassonar 1743
Kára Sigurjónssonar 1697
Gunnars Guðmundssonar 1603
Gísla Sigurtryggvasonar 1595
Arnar Ingólfssonar 1591
Meðalskor 1620
Bílstjórarnir spila á mánudög-
um í Hreyfilshúsinu og hefst
keppnin kl. 20.
Bridgedeild
Skagfirðinga-
félagsins
Nýlega er lokið barometer-
keppni hjá deildinni en alls tóku
18 pör þátt í keppninni. Sig-
tryggur Sigurðsson og Sverrir
Kristinsson sigruðu, hlutu 193
stig.
Röð efstu para varð annars
þessi: Magnús Oddsson — Þorsteinn Laufdal Bjarni Pétursson 166
— Ragnar Björnsson Jón Hermannsson 127
— Ragnar Hansen Jón Stefánsson 107
— Magnús Halldórsson 72
Karl Adolphsson — Haukur ísaksen 67
Meðalskor 0
Næsta þriðjudag verður spilað
við Húnvetninga.