Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 27
Þetta gerðist 16. marz 1978 — Aldo Moro, fv. forsætis- ráðherra Italíu rænt og fimm lífverðir hans drepnir. 1975 — Ríkisstjórn Portúgals segir af sér til undirbúnings auknum völdum vinstri manna. 1969 — 155 fórust með venez- úelskri flugvéi í flugtaki frá Maracaiboi. 1945 — Andspyrnu Japana á Iwo Jima lýkur. 1942 — Fyrstu bandarísku her- mennirnir koma til Ástralíu. 1939 — Slóvakía gerð að þýzku leppríki og Ungverjar innlima Rútheníu. 1935 — Þjóðverjar afneita ákvæðum Versalasamningsins um afvopnun. 1934 — Ítalía, Austurríki og Ungverjaland mynda Dónar- bandalagið með Rómar-bókun- unum gegn Litla bandalaginu. 1922 — Bretar viðurkenna eg- ypzka konungsríkið og sameigin- lega stjórn Egypta og Breta í Súdan. 1917 — Nikulás II Rússakeisari leggur niður völd; Kerensky- stjórnin mynduð. 1851 — Grikkir fá stjórnarskrá. 1815 — Vilhjálmur af Óraníu verður Vilhjálmur I, konungur Hollands. 1792 — Gústaf III Svíakonungur skotinn á grímudansleik (d. 29. marz). 1690 — Loðvík XIV sendir her til írlands til stuðnings Jakobi II. 1534 — Englendingar slíta öllu sambandi við Páfastól. 1527 — Mógúl-keisarinn Barbar sigrar Hindúa við Kanwanha, Indlandi. 1521 — Portúgalski sæfarinn Magellan kemur til Filippseyja. Afmæli: Georg Simon Óhm, þýzkur eðlisfræðingur (1787 — 1854) — M.P. Moussorgsky, rússneskt tónskáld (1839 — 1881) — James Madison, banda- rískur forseti (1751 — 1836). Innlent: 1237 Gvöndarbardagi, d. Guðmundur góði — 1341 d. Jón Indriðason biskup — 1697 d. Þórður Þorláksson Hólabiskup — 1938 Alþingi samþykkir Gerð- ardómslögin — 1968 Tuttugu þúsund manna verkfalli lýkur — 1972 Stórbruni í Grindavík — 1939 d. Bríet Bjarnhéðinsdóttir — 1963 d. Valtýr Stefánsson — 1913 f. Nína Tryggvadóttir. Orð dagsins: Sigurinn er þeirra sem þrauka lengst — Napoleon Bonaparte (1769 — 1821). Föstuguðsþjón- usta með nýju sniði í Laug- arneskirkju SUNNUDAGINN 16. marz kl. 14 verður föstuguðsþjónusta með sérstöku sniði í Laugarneskirkju. Sólveig Björling syngur aríur úr passíum eftir J.S. Bach. Lesið verður úr píslarsögunni og Pass- iusálmar sungnir og lesnir. Þessi nýbreytni er gerð til þess að koma boðskap föstunnar betur til skila en ella. Að vísu eru bænaguðsþjónustur á föstu hvern þriðjudag kl. 18 en færri geta notið þeirra en skyldi vegna ann- arra _skyldustarfa. Með þessari föstuguðsþjónustu gerum við öll- um kleift að njóta helgrar stundar við íhugun á píslarsögu frelsarans. Gústaf Jóhannesson leikur á orgel kirkjunnar í stundarfjórð- ung áður en guðsþjónustan hefst. (Fréttatllk.) MYNDAMÓT HF. PRENTMVNDAOERÐ AEDALSTRJCTI • - SlMARt <7IU-I71» MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 27 Fáskrúðsfirðingar og aðrir Austfirðingar á Suðurlandi halda sína árlegu vorskemmtun í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 22. marz kl. 8.30. Félagsvist, kaffiveitingar. Dans. Ágóðinn rennur til styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Allir velkomnir. Skemmtínefndin EF ÞAÐ ER FRÉTT- 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Skipatæki — Hydraulikk Sala og þjónusta okkar inniheldur m.a.: Flotvörpuvindur — geilavindur, Véltak hf. Mini-úrhristivélar fyrir reknet, Véltak hf. Tunnuvalsa fyrir síld, Véltak hf. Vindur 2—5,5 tonn frá Pull Master. Krana frá 3—30 tonn, metra frá Fassi. Loka, mótora, dælur og háþrýstisíur. Leggjum vökvakerfi og önnumst viöhald vökvakerfa og tækja. Véltak hf. er sérhæft verkstæöi í hydraulikk. Erum meö renni- og járnsmíöaverkstæöi. Vélaverkstæöiö Véltak, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfiröi, box 49, símar 50236 — 54315. MÁLMIQJAIM HF Smiójuveg 66. Sími:(91)-76600 Væri ekki nær að fá hann fjöldaframleiddan? LÆKKUN FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐAR. þínu að fjölbreyttari og arðsamari hliðum fram- Þú hefur því möguleika á að lækka fram- leiðslunnar. MÁLMIÐJAN HF veitir aðstoð við efnisval leiðslukostnaðinn um leið og þú beinir starfsfólki og hönnun. Leitið upplýsinga. FJÖLDAFRAMLEIÐSLA f MÁLMIÐNAÐI. Það fer ekki eftir stærð eða þyngd hlutarins hve hagkvæmur hann er í framleiðslu.Oft reynast það vera smáeiningarnar sem koma hvað verst út þegar á heildina er litið. Er bað tilfellið í binni framleiðslu? FJÖLDAFRAMLEIÐSLA Á RENNDUM MÁLMHLUTUM Nú getur MÁLMIÐJAN HF tekið að sér fjölda- framleiðslu á renndum málmhlutum, sniðnum eftir þínum óskum og þörfum. Til þess eru notaðir sjálfvirkir rennibekkir. Sjálfvirkir rennibekkir. Sýnishorn af framleiðslu. PESSISMAHLUTUR GÆTIVERIÐ ŒAGKVÆMASTA EINING FRAMLEIÐSLUNNAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.