Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 21 mmmmmammmmsmmmimmmammmimmmsim ' Kaiiaúi sig Bill Martln, og lék á „píanóbörum" en lýsingar frá þeim tíma eru áreiöanlega bestar í laginu sem geröi hann frægan, „Piano Man“. En Billy hélt ekki lengi hulunni, því brátt fóru menn að kannast viö hann þar sem hann hafði nokkrum sinnum leikiö í L.A. áöur og í The Troubador. CBS og Warner Brothers vildu fá hann á samning en tóku skref aftur á bak þegar þeir komust aö samning- um hans viö Family Productions. Undir lokin komust þau mál á hreint og Billy fór inn í stúdíóiö meö lög eins og „Piano Man“, „Captain Jack“, „Billy the Kid“, „Travelling Prayer“, „If! Only Had the Words“ og „Stop In Nevada“, og útkoman varö „Piano Man“ meö Michael Stewart sem upptökustjóra. „Piano Man“ kom út í nóvember 1973, bæöi breiöskífa og litla platan, og náöu báöar verðskulduðum vin- sældum. Sumariö eftir var Billy aftur kom- inn í stúdíóiö meö Michael Stewart og stúdíómönnum á borö viö Emory Gordy, Ron Tutt, Larry Knechtel og Wilton Felder. „Streetlife Serenade" hét platan en á henni var annað álíka sterkt lag, og „Piano Man“, „The Entertainer", en sú plata var samt ekki jafnoki „Piano Man“ þar sem hún stóö ekki mikið framar í gæöum, þó góö sé. Um sama leyti og „Streetlife Serenade" kom út naut Billy oröiö almennrar hylli og hlaut margar viöurkenningar í kjölfar vin- sælda „Piano Man“. Frá „Piano Man“ hefur Billy haft hljómsveit á sínum snærum. Til aö byrja meö voru í hljómsveitinni Rhys Clark trymbill, Don Evans, sem lék á „Cold Spring Harbour" á gítar, Dough Stegmar bassagítaristi og Johnny Almond saxófónisti. 1975 stóð til aö Dee Murray og Nigel Olsson fyrrum undirstaöa í hljómsveit Elton Johns tæki viö því starfi hjá Billy en hann var ekki á sama máli og hélt áleiöis til austur- strandarinnar á ný og hressti við hljómsveitina. Stegmar hólt sínu starfi og þeir völdu saman nýja menn. Fyrstur varö Liberty Devito, trommuleikari, sem hafði verið í hljómsveit meö Dough (Topper) og auk þess leikiö meö Mitch Ryder, Richie Canata, sem lék á blásturs- hljóöfæri, og Frank Vento á gítar, sem vék síöan fyrir Russell Javors í byrjun 1978. Og 1979 bættist viö annar gítarleikari, David Brown. „Turnstiles" var næsta plata Billy, fyrsta platan sem hann stjórnaöi upptökum á sjálfur, en þessi plata ýtti ekki stoöum undir þær vinsældir sem síöar koma meö næstu plötu hans, þó „Turnstiles“ sé í dag virt vegna laga eins og „Say Goodbye To Hollywood“, „New York State Of Mind“ og fleiri. „The Stranger" var gefin út í september 1977 og var ári síöar orðin söluhæsta plata í sölu CBS, sló fyrra met „Bridge Over Troubled Water“. Phil Ramone stjórnaöi upp- tökum á þeirri plötu og tókst honum aó ná furðumiklu út úr Billy og hljómsveitinni. Á þessari plötu eru t.d. lögin „Moving Out“, „Just The Way You Are“, „Only The Good Die Young" og „She’s Always A Woman“ sem öll komu út á litlar plötur. Og Billy, sem semur aldrei á meöan á upptökum stendur né á hljómleikaferöum, byrjaöi að semja á næstu plötu í júní 1978 og var kominn í stúdíóiö í júlí ásamt Phil Ramone, hljómsveit sinni og gestum á borö viö Steve Khan gítarleikara. Platan sem þar varö til varö fyrsta fyrstasætis plata Billy, „52nd Street", þar sem „Saturday Night Fever“ hélt „Stranger" alltaf í öðru sæti. Þaö þarf varla að fjölyröa mikiö um „52nd Street", en á þeirri plötu eru lögin „My Life“, „Big Shot“, „Honesty" og „Until The Night" sem öll geröu þaó gott. Þann áttunda mars síðastliðinn kom síöan út ný plata frá Billy sem ber heitiö „Glass Houses". „GLASS HOUSES Billy Joel (CBS) Billy kemur okkur kannski ekki á óvart á þessari plötu, en hann sýnir altént sínar bestu hliöar. Platan er mun meiri rokkplata, eöa „götuplata" eins og hann mundi sjálfur vilja kalla þaö. Engir aukahljóófæraleikarar eru á plötunni en hljómsveitinni aftur á móti gefiö betra rúm til aö sýna sig. Auðvitað minnir hann á ýmsa aöra eins og áöur og heyrast hljómar frá Paul McCartney eins og vanalega t.d. í „D’ont Ask Me Why“, sem er rólegt og fallegt lag, Cliff Richard í „Sleep- ing With The Television On“ og ekki má gleyma Led Zeppelin í „Close To The Borderline", en þessar sam- líkingar eru ekki mjög sterkar þar sem þaö er löngu kominn ákveöinn Billy Joel-stíll, sem er skýrastur í lögum eins og „All For Leyna”, sem á víst aö vera fyrsta litla platan í Evrópu, sem ég tel full auövelda lausn þar sem lagiö er ekki neitt frábrugðiö því sem áður hefur heyrst frá honum. f USA velja þeir þó sterkasta lagiö „You May Be Right" sem er þrumurokkari, en „I Don’t Want To Be Alone“ er einnig afar áheyrilegt og kemur næst „You May Be Right". Einnig má gera ráö fyrir „Sometimes A Fantasy" sem er Joel rokkari, þ.e. hans gamli heföbundni stíll, meö öllu tilheyrandi, o-ooo-ó- um og æ-æ-um, ef þiö skiljiö hvaö ég á viö! Textarnir hjá Billy hafa oft veriö perlur, ástarlögin hugnæm og eöli- leg, og söguljóöin hans grípandi og meö því besta á sínu sviöi, og grín-háðið hans ruddalega skemmti- legt, enda minnir hann stundum á geðveiki Loudon Wainwright-text- anna. Um textagerö sína hefur Billy sagt aö hann semji oft eftir aö hafa dreymt eitthvaö, en þá hlýtur hann aó dreyma líflega. Auk þess hefur í gegnum plötur hans veriö ákveöinn þráóur, hans eigin sjálfsævisaga. Erfitt er aó sjá hvaó er úr hans lífi í þessum textum, en án efa lifa margir sig inn í texta eins og „You May Be Right", „All For Leyna" sem er dramatískt háö, og í stríöninni í „I Don’t Want To Be Alone". „Every- body’s talking ’bout the new sound, funny, but it’s still rock ’n roll to me“, og hvaö sem líöur öllu tali um nýja músík er „Glass Houses" þrælgóö rokkplata. HIA Madness og Moody Blues í plöturabbi Kenny Rogers á án efa eftir aö halda vinsældum næstu árin og er að veröa nokkuð vinsæll hérlendis. En þess má geta aö önnur góö plata meö honum á að vera til í búöum, Kenny Rogers Singles Al- bum, þar sem er aö finna öll hans vinsælustu lög fram til þessa. „i’ll Always Love You“ Anne Murray (Capitol) Helsti styrkur Anne Murray er rödd hennar, sem er sérstök og góö. En Anne eins og Kenny er ekki country söngkona þó þaö loði viö hana. Fyrsta vinsæla lagið hennar var „Snowbird“ sem margir þekkja og flokkaö country. Síöan hefur hún haldiö sig viö popp og country, og átt fjöldann allan af vinsælum lögum eins og „You Needed Me“, „You Wont See Me“, „Danny’s Song“, og „Just One Look". Murray er kanadísk og ólíkt flestum öörum Kanadamönnum heldur hún sig í Kanada þrátt fyrir vinsældir sunnar. Anne er jafnvíg á rokk, country og ballööur, með rödd sína, þó lögin í millihraöanum viröist hæfa henni best eins og í „Daydream Believer” og „You’ve Got Me To Hold On To“ sem er á þessari plötu. Anne er á sömu línu og Linda Ronstadt í rólegu lögunum en á sinni eigin línu í millihraðanum. Róleg lög eru nokkuö mörg á þessari þlötu. Tvö þeirra hafa þegar veriö gefin út á litlar plötur og gert þaö gott, „Broken Hearted Me" og „ ITI Always Love You", en auk þeirra eru góö róleg lög,„Stranger At My Door”, sem er country lag, „Easy Love” og „Wintery Feeling" eftir Jesse Winchester, en aö meginreglu eru lögin eftir kanadíska listamenn. Þess má geta eins og meö Kenny Rogers, aö önnur plata er til ný sem heitir „Country Collection" og er safn laga sem hafa fallió undir aö vera country lög. „ONE STEP BEYOND ...“ _________Madness (StiH)_________ Þetta er fyrsta platan frá Madness en hún er ein af nokkrum hljómsveit- um er komið hafa fram í sviösljósiö í Bretlandi sem spila svokallaö ska- reggae tónlist. Af öörum hljómsveit- um má nefna Specials, Selector og Beat. Ska-reggae tónlistin er eins konar takttónlist (beat music) með miklum áhrifum frá gamla rokkinu. Helstu áhrifamenn þessara hljóm- sveita eru m.a. Prince Buster, Dandy Livingstone og hljómsveitin Upsett- ers svo eitthvaö sé nefnt. Madness er skipuö sex mönnum: Mike Barson hljómborö, Lee Thompson saxafón, Chris Foreman gítar, Graham McPhearson (Suggs) söngur, Mark Bedford bassi og Daniel Woodgate trommur. En svo má ekki gleyma sjöunda meðlimin- um en það er Chas Smith sem upphaflega ætlaöi aö veröa trommu- leikari en þaö gekk ekki svo hann reyndi viö bassagítarinn en þar sem þaö tókst ekki heldur geröist hann kynnir og dansari hljómsveitarinnar. Snúum okkur þá aö plötunni. í heild er platan helst ti! of einhæf og skilur lítiö eftir sig. Þó leynist lag og lag sem venst eftir aö platan hefur veriö spiluð nokkrum sinnum. Má þar helst nefna lögin „Tarzan’s Nuts" sem er eins konar gömludansa lag og titillag plötunnar „One Step Beyond” sem er spilað lag þar sem Chas Smith kynnir Madness og þar kemur fram að tónlistin höfðar aöallega til fótanna. Tvær litlar plötur hafa verið gefnar út af þessari plötu eru þær meö lögunum „One Step Beyond ...“ og „My Girl" og hafa bæöi þessi lög náö vinsældum í Bretlandi. Þess má geta að Madness hafa notiö vinsælda sem hljómleika- hljómsveit og hefur þaö sitt aö segja. Annars má segja aö Madness séu dæmigert árshátíóarband þar sem lögin líöa í gegn án þess aö nokkur veiti þeim sérstaka athygli og hvaö þá hljómsveitinni. Hún gæti sem sagt kallast góð partýplata. Guðmundur Benediktsson gengur í KAKTUS Hljómsveitin Mánar var allsráðandi á sveitabollum á suðurlands- undirlendinu frá 1965 til 1974, með Glórubræðurnar Labba og Bassa i fararbroddi, eins og þeir voru kallaðir þeir ólafur Þórarinsson og Björn Þórarinsson. Ólafur er nú í hljómsveitinni Kaktus, sem eins og fleiri hljóm- sveitir virðist vera að hressast og byggja á baráttu í dansleikja- bransanum. Kaktus fengu liðsstyrk í síðustu viku, Guðmund Rpnediktsson, hljómborðsleikara og söngvara, sem kemur úr Brimkló. Kaktus er í dag skipuð Ólafi, Guðmundi, Helga Kristjánssyni, bassagítar og Arna Áskelssyni, trommuleik- ara. Hljómsveitin er reyndar orðin nokkuð gömul í hettunni, byrjaði árið 1973 sem „árshátíðatríó“ með Árna, Birni Þórarinssyni og Stef- áni Ásgrímssyni. Síðan þróaðist hljómsveitin í það að verða meiri rokk hljómsveit, en í dag halda þeir tvöföldu prógrammi. Guðmundur kemur í stað Björns sem hefur ákveðið að hætta spila- mennsku. Kaktus, sem er gerð út frá Selfossi virðist vera að ná fyrri vinsældum Mána austanfjalls, og með Guðmund til viðbótar ætti það að geta tekist, en eins og þeir segja þá „eykur hann á fjölhæfni hljómsveitarinnar, sérstaklega í söngnum." HIA „OUT OF THIS WORLD“ Moody Blues ( K Tel) Samkvæmt Vinsældalistabók Joel Whitburn fyrir 1955—78 yfir topp 100 í USA náöu þrettán laga Moody HMM:673 TNR:14 JU:0,14 Blues inn á listann frá 1965 til 1978. Af þeim eru níu lög á „Out Of The Blue” en þrjú hinna voru með Denny Laine (Wings) sem söngvara en eitt vantar til aö gera þetta aö „alvöru" „Great- est Hits” plötu en þaö er lagiö „Never Comes The Day“. Hvaö um það, Moody Blues voru fyrst og fremst vinsælir fyrir breiöskífur sínar, en af þeim hefur veriö valinn smjörþefur á þessa plötu. Lögin eru í tímaröö þessi, fyrst vinsælu lögin, ‘ „Nights In White Satin" sem endurreisti frægö þeirra meö Justin Hayward í fararbroddi 1968 og komst í 19. sæti í Bretlandi, en fyrsta sæti í Frakklandi og víöar. Þaö var síöan endurútgefið 1972 og komst þá í annaö sætiö í USA, en 9. í Bretlandi, og nú um áramótin var þaö að flækjast inn á topp tuttugu í Bretlandi í kjölfar þessarar plötu. „Question" er næst eitt af þeirra merkilegri lögum, en það náöi öðru sæti í Bretlandi 1970. Síöan er „The Story In Your Eyes“ frá 1971, „Isn’t Life Strange” 1972 og „l’m just A Singer In A Rock ’n Roll Band“ 1973, og síðan koma „Stepping In A Slide Zone“ og „Driftwood“ sem komu 1978, eftir aö þeir hófu aö leika saman aftur, eftir nokkurra ára hlé. „Ride My See Saw“, „Tuesday Af- ternoon” og „Voices In The Sky" komu öll út á litlum plötum en náöu ekki vinsældum en eru ekki síöri en hin. Auk þess eru hér lögin „Float- ing”, „Eyes Of A Child”, „New Horizons”, „Lovely To See You” dog „Melanchol Man“, sem eiga kannski ekki rétt á sér miðaö við mörg þeirra laga sem þeir gáfu út, en aö ööru leyti er þetta vel heppnuð safnplata, Ijúflingslög frá vandasamri hljóm- sveit. — HIA. ANNE MURRAY KENNY ROGERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.