Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980
19
taka undir það, að sveitarfélögin
eigi í erfiðleikum, sem leysa þarf á
viðunandi hátt. Það skiptir hins
vegar öllu máli, hvernig sú lausn
er fundin.
- O -
Hafi ríkið ýtt verkefnum á sveit-
arfélögin, er það að sjálfsögðu
eðlilegt, að ríkið gefi eftir af
sínum skatttekjum á móti. Núver-
andi ríkisstjórn virðist ekki hafa
minnsta áhuga á því. Hins vegar
hefur ríkisstjórnin lofað því í
málefnasamningnum að hún ætli
að koma verðbólgunni niður á
sama stig og hún er í viðskipta-
löndunum, þannig að raungildi
útsvars ætti af þeim sökum að
hækka verulega, þegar efndir á
þessu loforði koma fram. Jafn-
framt hefur Svavar Gestsson fé-
lagsmálaráðherra sagt í ræðu á
Alþingi, að endurskoðun á verk-
efnaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga verði lokið fyrir árslok. Sé
eitthvað að marka slíkar yfirlýs-
ingar sýnist eðlilegt að leysa
fjárhagsvanda sveitarfélaganna
til bráðabirgða með því að ríkið
gefi eftir af sínum tekjum, sem
eru að mestum hluta verðtryggð-
ar. Þess vegna hefur Jóhanna
Sigurðardóttir lagt fram tillögu
um að ríkissjóður láti 4% af
söluskattstekjum sínum ganga í
þessu skyni til jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga. Þá hefur Pétur Sig-
urðsson lagt fram varatillögu um
það að 2% af þessum sama
tekjustofni renni til sveitarfélag-
anna.
Auðvitað eru tillögur Jóhönnu
og Péturs ekki neinar frambúðar-
lausnir. En á meðan ekki hefur
verið lagt fram skattstigafrum-
varp og enginn veit hver skatt-
heimtan verður að öðru leyti er
eðlilegt að leysa fjárhagsvanda
sveitarfélaga með þessum hætti
til bráðabirgða. Kemur þá til
greina að miða við næstu áramót,
þegar endurskoðunin á verka-
skiptingunni hefur átt sér stað.
- O -
Það sem öllu máli skiptir er að
gera sér grein fyrir heildar skatt-
byrðinni. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur það á stefnuskrá sinni að
draga beri úr skattheimtunni á
kostnað ríkisumsvifanna. Út-
svarshækkunartillaga þingmanna
Pramsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins fer gegn þeirri
stefnu.
Afstaða stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar úr hópi Sjálfstæð-
ismanna ræður því úrslitum í
málinu. Sú afstaða verður ein
fyrsta prófraun þeirra í stjórnar-
samstarfinu. Þess vegna er beðið
eftir því, hvort þeir taka sjálf-
stæða afstöðu á grundvelli stefnu
Sjálfstæðisflokksins eða hvort
þeir leggjast flatir fyrir þeim
vinstri viðhorfum, sem koma fram
í sífellt auknum álögum á almenn-
ing.
Ritgerðasamkeppni
unglinga
Lionshreyfingin á íslandi býöur fimm íslenzkum
unglingum á aldrinum 15—17 til aö feröast um
ísland og dvelja aö hluta í sumarbúöum meö fimm
jafnöldrum sínum frá hverju hinna Norðurland-
anna frá 7.-26. júlí næstkomandi.
Jafnframt býöur Lionshreyfingin á íslandi öörum
fimm íslenzkum unglingum til tveggja vikna
sumarbúöadvalar í Finnlandi í júlí.
Efnt verður til ritgerðarsamkeppni um val tíu
unglinga á ofangreindum aldri, sem jafnframt
þurfa aö geta bjargaö sér á einhverju hinna
Noröurlandamálanna. Ritgerðirnar veröi eigi
styttri en 1200 orð (ca. þrjár vélritaöar síður í aöra
hverja línu á A—4) og þurfa þær aö berast
Lionsumdæminu á íslandi, Háaleitisbraut 68, 105
Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k.
Efni ritgerðanna skal vera:
„Þaö, sem ég ætla aö sýna jafnaldra mínum frá
einhverju hinna Noröurlanda í hringferð um
ísland“
Lions-umdæmiö á íslandi
RÁÐGJÖF
Aukin þjónusta
Finnur Fróðason innanhúsarkitekt er í verslun
okkará þriðjudögum ogfimmtudógum kl. 4—6 e. h.
Notfœrðu þér ókeypis ráðgjöf innanhúsarkitektsins
um niðurröðun húsgágna á
heimilum og skrifstofum.
Um leið getur þú kynnt
þér úrval vandaðra
húsgagna, lampa,
gjafavöru o. fl.
í verslun okkar.
Vertu velkominn.
ín
a
S)
ro
HÚSGPGDRVERSLUn
KRISTJÁnS SIGGEIRSSOnflR HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870
♦§• KOMATSU
LYFTARAR
Nú sjá menn hvað þeir eru að gera
Opið mastur
Venjulegt mastur
Nýja mastriö á Komatsu lyfturunum
veitir óhindrað útsýni.
Þetta er bylting í hönnun lyftara.
Aukift öryggi á vinnustööum KOMATSU á islandi
Varahluta og viðhaldsþjónusta. BILABiJfmxJ HF.
Véladeild Smiðshöföa 23. Sími: 81299