Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 15 höíuðið. Satn þeirra greína kom út að Debussy látnum með dulnefninu Monsieur Croche antidilettante. Það tónverk, sem veldur sennilega fyrstu verulegum straumhvörfum í lífi Debussys sem tónskálds, er L’apres-midi d’un faune, oftast kallað síðdegi eða síðdegisdraumur skógar- púkans, en þarna opnast eigin- lega nýr vegur í tónlistarheimin- um. Þarna koma einkenni De- bussys sterkt fram — hálfglær, fíngerður vefnaður í hljómsveit- arútfærslu, þar sem hljómarnir líða Ijúflega áfram ásamt trega- blöndnum laglínuhlutum. Þetta verk birtist árið 1894, en um sviþað leyti var Debussy að semja óperuna Pelleas og Meli- sande eða á árunum 1892— 1902. Á þessum árum samdi hann einnig hið sérkennilega hljóm- sveitarverk Nocturnes — Næt- urljóð, sem eru reyndar eins og þrjú stök verk, Nuages — Fetes og Sirene: sem mætti leggja út: ský, hátíðir og hafgúur, og er hið síðastnefnda með kvennakór án orða. Og eftir tíu ár lauk Claude Debussy við hina miklu óperu sína, Pelleas og Melisande, árið 1902, sem kom til með að eiga óvenjulega góðu gengi að fagna, þrátt fyrir einstaka hjáróma að- finnsluraddir. Og með þessum tónverkum ásamt fleirum var vegur Debussys tryggður — CLAUDE DEBUSSY á tuttugustu öld hin eftirsóttu verðlaun, þá tutt- ugu og tveggja ára gamall, Prix de Rome, Rómarverðlaunin, tón- skáldaverölaun, sem fólu í sér rétt til þriggja ára dvalar í Villa Medici. Þar skyldi verölaunahaf- inn kynna sér ítalskt tónlistarlíf og vinna aö eigin tónverkum. Sjálfsagt hefur Debussy þótt þessi heiðursviðurkenning ein- hvers virði, en er hann hélt suður á bóginn, lýsti hann því yfir, að hann væri að gerast Rómverji á móti vilja sínum. Debussy tolldi ekki nema tvö af hinum þremur tilskyldu dvalarárum í Villa Med- ici og það var ekki samfelld dvöl. Honum fannst lítið til ítalskrar óperutónlistar koma, helst var það, að gömul kirkjuleg tónlist hefði áhrif á hann — verk eftir Palestrina, Orlando di Lasso og svo frv. Því hélt Debussy beint aftur til Parísar og var tíður kvöldgestur á kaffihúsum á Montmartre, þar sem tónskáld eins og Erik Satie, ýmsir málarar og skáld sóttu. Þaö var þá, sem tónverk fóru að birtast eftir Debussy, verk, sem lærðum mönnum fannst vera með óljósu yfirbragöi, ann- arlegum hljómum og laus í reiþ- unum. Þetta var strax tengt málaralist þess tíma, en oröið impressionismi var notað um list málaranna Manet, Monet, De- gas, Renoir, Pissarro, Sisley og sjálfsagt fleiri. Sú hugmynd sem felst í oröinu impressionismi, er það, sem augaö nemur i fljótu bragöi — oft verða útlínur óljós- ar, og smáatriði hverfa sem í móðu. Þar fyrir utan höfðu symb- ólísku skáldin, skáld tjáningar- stefnu, djúp áhrif á Debussy — Ijóð þeirra Ijá tónlist Debussys vængi í Ijóösöngvum hans. Og því verður þetta sem ein hreyf- ing. Symbólismi í skáldskap, impressionismi í málaralist og tónlist — vinna lítils hóps í París í orðum, litum og tónum. Sjálfur var Debussy ekki ánægöur meö kenniheiti sitt — impressionisti — honum fannst samlíkingin ekki fullnægjandi — smáatriði tónverka hans yrðu að koma fram, þótt mjúkt væri leikið, og sitt hvaö fleira hafði hann við þetta að athuga. Margt af því, sem veldur þessum óljósa blæ hjá Debussy, er notkun heiltóna- tónstigans, en þeim tónstiga mætti frekar lýsa sem hljómi — gömul aðferð þeirra, sem stemmdu kirkjuorgel — sex heil- tónar í röð. Síðan mætti nefna samstígar þríundir, ferundir, fimmundir, sjöundir og níundir — allt þetta skapar þokukennd- an óljósan draumaheim. Fleiri frönsk tónskáld en Debussy hafa verið orðuð við impressionisma — Ravel, sér í lagi — Dukas, Florant Schmitt, Roussell, Ibert, Severac og fleiri. Lítið verður greint frá einkalífi Debussys, en þar koma konur allmjög við sögu, sem hafa þó nokkur áhrif á lífsstefnu hans og listsköpun. Á námsárum sínum kynntist hann frú Nadeida Filare- tovna von Meck, velgjörðar- manneskju Tsjaikofskís, og ferð- aðist Debussy með henni til Sviss, ítalíu og Austurríkis, og tvisvar til Rússlands, þar sem hann dvaldi um tíma, og víkkaöi sjóndeildarhringur hans mjög við þaö. Fleiri konur komu við sögu í ævi hans, bæði þær, sem hann kvæntist og kvæntist ekki, og eru nöfn þeirra tengd ákveðnum tímabilum í lífi hans og tónverk- um. Ekki veröur heldur greint frá öllum þeim listamönnum, sem Debussy kynntist og höfðu áhrif á listsköpun hans. Nær er aö tala um afköst listamannsins sem tónlistarmanns, en Debussy helgaði líf sitt fyrst og fremst tónsmíðum, þótt hann neyddist til þess á tímabilum aö vinna sem kennari og listgagnrýnandi, og sem listgagnrýnandi þótti hann með afbrigðum hnyttinn og þótti þar oft hitta nagiann vel á hann var orðinn frægur — ríkis- stjórnin hafði veitt honum heið- ursmerki og almenningur tók honum opnum örmum. Önnur hljómsveitarverk eftir Debussy fylgdu í kjölfarið á fyrsta áratugi tuttugustu aldar, svo sem — La Mer, hafið — þar sem tónskáldið tekur aðra stefnu — reynir að hrista af sér drauma- heim fyrri verka. Svo er verkið Iberia, en um það verk hafði spænska tónskáldiö Manuel de Falla það að segja, að það bæri meö sér höfuga töfra andalús- ískra nátta — og það þótt Debussy hefði aldrei stigið fæti sínum á spænska grund. Og loks komu hljómsveitarverkin Gigue og Rondes de Printemps. Síðustu ár ævi sinnar var Claude Debussy mjög afkasta- mikill — samdi mikið af tónlist ætlaða fyrir leikhús — en sumt er erfitt að skilgreina hvort fellur undir hugtökin ópera, óratóríum eða ballett. Mikilvirkastur á þess- um síðustu árum var Debussy á sviöi píanótónlistar og kammer- verka, og má þar til nefna píanóverkin En blanc et noir, Douze études og Epigraphes antique, og síðan þrjár sónötur, sem eru kammerverk fyrir'mis- munandi hljóðfæri. Debussy fór leynt með það, aö á þessum árum háði hann vonlaust stríð við ólæknandi krabbamein, og það er ef til vill ástæðan fyrir því, að þessi verk voru smærri í sniðum en oft áður. En þau eru sérlega athyglisverð að því leyti, að þau eru skyldari gömlu, frönsku tón- skáldunum — handan klassíska og rómantíska tímabilsins — Couperin og Rameau. Meö út- gáfu þessara verka lét Debussy fylgja nafni sínu orðin — musi- cien francais — franskur tónlist- armaður — og á alþjóöavett- vangi var hann sennilega áhrifamesti tónlistarmaðurinn á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Claude Debussy dó áriö 1918. Fulljamaðar hurðir frá afhentar Með vönduðum inni- og útihurðum Sponlagðir, fulllakkaðir hurðaflekar — Koto eikarfineline, brúnbæsaö— m/furu- eöa spónlögöum körmum Ennfremur stórt úrval af gullfallegum spjalda- og fullningahurðum. Vönduö vara viö vægu veröi. Aöalstræti 9 (Miðbæjarmarkaðnum) Sími 29977 — 29979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.