Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1980, Blaðsíða 17
-er—-----------------' ----------- ■ ■ ----- ' ■ "■■ ■ ------——- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Fjárlögin Stærsta mál ríkisstjórn- arinnar til þessa hefur séð dagsins ljós. Fjárlagafrum- varp fyrir þetta ár hefur verið lagt fram og verður til meðferðar á Alþingi næstu vikur. I fjárlagafrumvarpi birtist í raun stefna hverrar ríkisstjórnar í fjármálum ríkisins og í mikilvægum þáttum efnahagsmála. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar hlýtur því allt- af að vekja athygli. Rétt er því að athuga í fáum megin- dráttum, hver eru helztu einkenni þessa frumvarps og þeirrar stefnu, sem það boð- ar. Óðaverðbólga áfram Með þessu frumvarpi er ekki ráðist til atlögu við verðbólguna. Engin tilraun er þar gerð til að efna einn meginþáttinn í stefnu ríkis- stjórnarinnar, þ.e. að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskipta- löndum Islendinga. Þvert á móti er það ein af meginfor- sendum frumvarpsins, að innlent verðlag hækki að meðaltali um 46.5% milli áranna 1979 — 1980. Sú verðbólguspá er sízt of há. Skattheimtumet vinstri stjórnar slegið Eitt aðalgagnrýnisefni almennings á vinstri stjórn- ina síðustu var hin mikla skattheimta, sem stjórnin beitti sér fyrir. Eldri skattar voru hækkaðir og nýir fundnir upp af ótrúlegustu hugkvæmni. Fróðir menn segja að vinstri stjórnin hafi lagt á 19 nýja skatta á 13 mánuðum. Sjálfstæðismenn lofuðu því kostingabar- áttu að fella niður hina nýju skatta vinstri stjórnarinnar og fella skattkerfið aftur í fyrra horf. Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir að halda öllum sköttum vinstri stjórnar og gott betur. Nýir skattar Þannig er gert ráð fyrir nýrri skattlagningu til að standa undir jöfnun hita- kostnaðar. í síðasta fjár- lagafrumvarpi var áætl- að að verja 2.3 milljörðum króna í því skyni. Vitað var að sú upphæð myndi ekki duga til aðstoðar við þá, sem verst eru staddir á olíu- svæðunum. Nú bregður svo við að þessi upphæð er með öllu tekin út úr fjárlaga- frumvarpinu og nýr skattur, einhverskonar orkuskattur, boðaður í þessu skyni. Hætt er við að slíkur skattur fest- ist í skattkerfinu óháð þeim þörfum, sem hann upphaf- lega átti að sinna. Þá er gert ráð fyrir að hækka útsvör sveitarfélaga úr 11% í 12.1% af brúttó-tekjum. Ríkisfjármálin Allir vita að eitt bezta vopn gegn verðbólgunni er stjórn ríkisfjármála. Aðhald í rekstri, hallalaus ríkis- búskapur og hóf í skatt- heimtu skiptir þarna miklu máli. Ekkert af þessu virðist haft að leiðarljósi við gerð þessa frumvarps. Rekstr- arútgjöld hækka stjórn- laust og allir sjá, að stefnt er að greiðsluhalla og áfram- haldandi skuld við Seðla- bankann. Berum orðum segir í greinargerð frum- varpsins að draga eigi úr afborgun á skuld ríkissjóðs við Seðlabankann um 5 mill- jarða. Seðlabankinn hefur að sjálfsögðu engin ráð til að fjármagna ríkissjóð önnur en að prenta fleiri seðla og auka þar með enn á verð- bólguna eða taka lán og virðast erlend lán eini raun- hæfi möguleikinn í því efni. Hvert fer niður- skurðurinn I frumvarpinu eru ýmsir útgjaldaliðir lækkaðir frá því, sem áður var. Ber þar hæst framlög til ýmissa sjóða svo og til verklegra framkvæmda. Er þoðað að sumt af því eigi að leysa með lántökum. Nú er það góðra gjalda vert að lækka ýmis útgjöld ríkissjóðs, ef það er gert til að lækka skatta. Þá stefnu höfum við Sjálfstæðismenn boðað. í fjárlagafrumvarpinu er hinsvegar verið að lækka útgjöld til að rýma fyrir nýjum útgjöldum ríkissjóðs. Það er því ekki verið að draga saman — þvert á móti. Báknið er þanið ennþá meira út. Kjaraskerðing Það hlýtur að vekja at- hygli að í frumvarpinu er boðuð kjaraskerðing, þ.e.a.s. kaupmáttur launa á árinu mun minnka um 3—4%>. Á þessu er vakin athygli til að sýna mun á orðum og efnd- um, en ekki til að ýta undir óraunhæfar kaupkröfur. Alþýðubandalagið hefur nú háð tvennar kosningabar- áttur með það skýra og skil- yrðislausa stefnumark að kjör launafólks megi ekki skerða. Nú sjást efndir á þeim loforðum. Veldur vonbrigðum Því miður ber þetta fjárlagafrumvarp það með sér, að sama vinstri stjórnar ráðleysið verður áfram ríkj- andi í fjármálum og efna- hagsmálum. Á engum vanda er tekið, en látið er arka að auðnu án sýnilegrar heildar- stefnu. Þetta fyrsta fjárlagafrumvarp stjórnar- innarveldur því vonbrigðum. Hún hefur fallið á fyrsta prófinu. 608 Það verður engin tilraun gerð til að taka á vandamálum þjóðarinn- ar í efnahagsmálum. Ráðherrarn- ir hafa ekki meiri metnað í störfum sínum en svo, að þeir eru ánægðir með að sitja, þótt það þýði að gengið verður látið falla, vísitalan skrúfast upp, verðbólgan vex og þjóðarskútan veltist áfram í reiðileysi. Það má þó segja að það er lán í óláni, að fólk getur gengið út frá því sem vísu, að svona verði þetta. Þá geta menn miðað ráðstafanir sínar við það. Það er þó þrátt fyrir allt nokkurt öryggi í óvissunni að vita með vissu, að öngþveitið heldur áfram. Verdbólgan fylgir vinstri stjórnum Þegar hugað er að framvindu verðbólgunnar á síðasta áratug kemur glögglega í ljós, að verð- bólgan fylgir vinstri stjórnum. Fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar tók við völdum á miðju ári 1971. Þá var verðbólgan komin niður í 1,7%. Á næstu þremur árum þaut hún upp á við og á síðasta valdaári vinstri stjórnar- innar 1974 var hún orðin 50,2% frá upphafi til loka árs. Vafalaust munu vinstri stjórnar menn benda á, að ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hafi tekið við í ágústlok það ár og beri því sína ábyrgð á þessu verðbólgustigi 1974. Svo er auðvit- að ekki vegna þess, að það tekur alltaf nokkurn tíma fyrir ráðstaf- anir ríkisstjórna að koma fram. Áhrifin af efnahagsstefnu vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar voru að koma fram allt árið 1974 en árangurinn af efnahagsstefnu Geirs Hallgrímssonar fór ekki að koma fram fyrr en á árinu 1975. í ríkisstjórnartíð Geirs Hall- grímssonar stefndi verðbólgan stöðugt niður á við fram á árið 1977, eins og línuritið, sem fylgir þessu Reykjavíkurbréfi sýnir. Frá upphafi til loka árs 1976 var hún komin niður í rúmlega 33% en kjarasamningar þeir, sem gerðir voru á árinu 1977 leiddu til þess^ að hún þokaðist upp á við 1977 og var rúmlega 35% frá upphafi til loka árs það ár og rúmlega 38% frá upphafi til loka árs 1978 en þá hófu verkalýðsfélögin hernað á hendur þeirri ríkisstjórn eins og menn muna. Á árinu 1979 sló verðbólgan öll fyrri met. Frá upphafi til loka árs var hún rúmlega 60% og hefur aldrei verið meiri. Þýðingarlaust er fyrir vinstri stjórnar menn að halda því fram, að um sé að kenna minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins, sem tók við völdum í októ- bermánuði. Áhrifin af efnahags- stefnu vinstri stjórnarinnar síðustu voru að sjálfsögðu að koma fram allt síðasta ár og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins gat þar engu um breytt enda var henni einungis ætlað það hlutverk að efna til kosninga. Reynsla síðasta áratugar í verð- bólgubaráttunni er því sú, að verðbólgan fylgir vinstri stjórn- um. Eini stjórnmálaleiðtoginn, sem á síðasta áratug náði ein- hverjum árangri í baráttu gegn verðbólgunni var Geir Hallgríms- son. í stjórnartíð hans lækkaði verðbólgan verulega en í tíð tveggja vinstri stjórna undir for- ystu Ólafs Jóhannessonar þaut hún upp. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens hefur þegar markað sína stefnu og það er verðbólgustefna. Fjárlagafrumvarp Ragnars Arn- alds er til marks um það og gengislækkunarstefna ríkisstjórn- arinnar bendir í sömu átt. Þess vegna er óhætt að ganga út frá því sem vísu, að verðbólgan mun halda áfram að vaxa á þessu ári og ekki er ólíklegt, að enn verði ný verðbólgumet slegin á þessu ári. Gera kröfur til allra annarra en sjálfra sín Sá árangur, sem Geir Hall- grímsson náði í baráttu gegn verðbólgunni sýnir auðvitað, að það er hægt að ná tökum á henni, ef menn hafa vilja og þrek til. En þá verða landsfeðurnir að gera kröfur til sjálfra sín ekki síður en annarra. Það er hins vegar ein- kenni á núverandi vinstri stjórn Gunnars Thoroddsens, að ráðherr- ar hennar gera kröfur til allra annarra en sjálfra sín. Þannig lýsir fjármálaráðherrann því yfir, að ekki geti orðið grunnkaups- hækkanir hjá opinberum starfs- mönnum en á sama tíma leggur hann fram fjárlagafrumvarp, sem er eyðslufrumvarp, þar sem engin tilraun er gerð til þess að sýna nokkurt aðhald í ríkisrekstrinum. Hin rétta aðferð er auðvitað sú, að ríkisstjórn, hver sem hún er, hverju sinni, byrji á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og taki fjármál ríkisins þeim tökum, að öllum almenningi verði ljóst, að valdhafar ætli að gera kröfur til sjálfra sín fyrst og svo til annarra. Auðvitað er óvinsælt að herða að í ríkisfjármálum. Auðvitað er óvinsælt að skera niður framlög til margvíslegra nytjamála. Auð- vitað er óvinsælt að skera niður framlög til ýmis konar hagsmuna- hópa í samfélaginu. En til þess eru ráðherrar að taka á sig slíkar óvinsældir og sýna, að þeir hafi þrek og manndóm til þess að standa undir þeim meðan árangur af verkum þeirra er að koma í ljós. En hvaða mark er hægt að taka á mönnum sem segja við launþega: þið getið engar grunnkaupshækk- anir fengið. En halda svo áfram að dreifa peningum hingað og þangað og seilast annað hvort ofan í vasa skattborgara til þess að ná í þá eða láta seðlaprentunina fara í gang? Það er auðvitað ekki við því að búast, að launþegar taki mikið mark á slíkum mönnum. I annan stað þarf mikið aðhald í peningamálum til þess að hægt sé að ráða niðurlögUm verðbólgu. Það verður að gera m.a. með því að hafa hemil á útlánum. Fyrstu spor ríkisstjórnarinnar í þeim efnum lofa ekki góðu. Ríkisstjórn getur með réttu og sterkum rökum komið til launþega og sagt: það er engin grundvöllur til grunnkaupshækkana, þegar hún hefur sýnt og sannað, að hún hefur vilja til þess að hafa þau málefni, sem hún ber beina ábyrgð á í góðu lagi, þ.e. ríkisfjármál og peningamál. Og þá er líka víst, að almenningur í þessu landi mun taka því, sem taka verður í launamálum. En hvernig í ósköp- unum er hægt að búast við því, að launþegar taki það sem góða og gilda vöru, þegar þeim er sagt, að grunnkaupshækkanir komi ekki til greina en eyðslustefna ríkir hjá ríkissjóði? Það segir svo líka sína sögu, að á sama tíma og ráðherrar Alþýðubandalagsins segja við launafólk, að það geti ekki fengið grunnkaupshækkanir leggja þing- menn Alþýðubandalagsins til, að sá brúttóskattur, sem útsvörin eru, verði hækkaður verulega eða upp í 12,1% sem að mati Friðriks Sophussonar, alþingismanns, þýð- ir 4—5 milljarða skattahækkun á landslýð. Og sá þingmaður Al- þýðubandalagsins, sem gengur fram fyrir skjöldu að hækka þennan brúttóskatt, er enginn annar en Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands. Nú er auðvitað alveg ljóst, að brúttó- skattur á borð við útsvörin kemur þyngst niður á láglaunafólki, sem borgar kannski lítinn sem engan tekjuskatt. Hvað veldur því að Guðmundur J. leggur fram slíka tillögu? Er ástæðan kannski sú, að Alþýðubandalagsmenn í meiri- hlutastjórnum, Reykjavíkur, Kópavogs og Neskaupstaðar eru búnir að keyra fjármál þessara sveitarfélaga í strand og sjá ekki aðra leið út úr þeim en að hækka stórkostlega skatta á fólki? Efna- hags- og kjarastefna Alþýðu- bandalagsins er sem sagt þessi: Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins leggur fram eyðslufjárlög, sem byggja á aukinni skattheimtu og segir við opinbera starfsmenn: þið fáið enga grunnkaupshækkun. Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambandsins segir við vinnuveitendur: þið verðið að borga mínum mönnum hærra grunnkaup. Guðmundur J. Guð- mundsson, alþingismaður Alþýðu- bandalags segir við láglaunafólk- ið: þið eruð ekkert of góð til þess að borga hærra útsvar. Það væri merkilegt rannsóknarefni að reyna að finna einhvern botn í þessa endileysu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.