Morgunblaðið - 27.03.1980, Page 1

Morgunblaðið - 27.03.1980, Page 1
48 SÍÐUR 73. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Krabbinn kom- inn í miltað Kaíró. 26. marz. AP. ANNALAÐUR bandarískur skurðlæknir, dr. Michael Debak- ey, er kominn til Kaíró til að sinna Reza Pahlavi, fyrrum íranskeisara, en krabbameinið, sem hann þjáist af, mun nú hafa borizt í miltað. Er haft eftir áreiðanlegum heimildum að miltað þurfi að fjarlægja án tafar, svo forða megi keisaranum frá bráðum bana. Um 700 heittrúaðir múslimar efndu til mótmælaaðgerða við Kaíróháskóla í dag til að láta í ljós andúð sína á því að Sadat Egypta- landsforseti hefur skotið skjóls- húsi yfir keisarann, en þangað kom hinn sjúki útlagi í fyrradag. Sadat forseti lét svo um mælt, að mótmælafólkið mætti hans vegna öskra til dómsdags. Með því að veita keisaranum hæli sýndu Egyptar að þeir héldu í heiðri kenningar Múhammeðs spá- manns. Gullverðlækkaði London, 26. marz. AP. VERÐ á gulli lækkaði verulega á evrópskum gullmörkuðum í dag, en gengi Bandaríkjadoll- ars breyttist lítið. Venjulega hækkar gengi doll- ars með lækkandi gullverði, en haft er eftir gullkaupmönnum að sigur Edwards Kennedys í for- kosningunum í New York og Connecticut í gær hafi komið í veg fyrir umtalsverða gengis- hækkun. Kúbumenn láta að sér kveða í E1 Salvador San Salvador, 26. marz. AP. AF HÁLFU kirkjunnar i E1 Salva- dor og Bandaríkjastjórnar er sagt að morðingi Romero erkibiskups hafi að líkindum verið hægri sinn- aður útlagi frá Kúbu og hafi sá ekki verið viðvaningur i meðferð skotvopna. Morðið á biskupnum hefur hvar- vetna vakið mikla andúð, en ekki er Ijóst hvaða áhrif það hefur á hið ótrygga stjórnmálaástand í E1 Salvador. Bandaríkjastjórn telur sig hafa öruggar sannanir fyrir því að Kúbu- menn styrki vinstri sinnaða upp- reisnarmenn í E1 Salvador með ráðum og dáð og fái þeir bæði vopn og liðsstyrk hjá Fidel Castro. Sir Geoffrey Howe með fjárlagatöskuna, sem komin er til ára sinna. (AP-simamynd). Flúðu til að losna við „vináttuleik“ Sjö menn úr afganska landslið- inu í knattspyrnu flúðu land til að komast hjá því að leika „vináttuleik" i Sovétríkjunum, að því er fyrirliði þeirra sagði í Frankfurt í dag. Knattspyrnu- mennirnir flúðu til Pakistan og þaðan til V-Þýzkalands þar sem þeir hafa leitað hælis sem pólitískir flóttamenn. Að sögn yfirvalda í Frank- furt eru um þúsund flóttamenn frá Afganistan komnir til borgarinnar, og hafa þeir beðið um þólitískt hæli. Myndin var tekin af fjórum knattspyrnu- mannanna í gistihúsi i Frank- furt í gær, en vika er síðan þeir komu þangað. (AP-símamynd) frumvarpið: Niðurskurður ríkis- útgjalda og hærri skattar á olíidiagnað, tóbak og áíengi Lundúnum, 26. marz. AP. ÞINGMENN Neðri mál- stofunnar yfirgnæfðu fjár- málaráðherrann, Sir Geoff- rey Howe, hvað eftir annað með ópum og háreysti þegar hann gerði grein fyrir fjár- lagafrumvarpi stjórnar sinn- ar í dag. í frumvarpinu boðar stjórn lhaldsflokksins áfram- haldandi niðurskurð á út- gjöldum ríkisins, stórfellda hækkun álagna á áfengi. tó- bak og bensín, auk þess sem skattar á hagnað olíufélaga af olíuvinnslu í Norðursjó eru hækkaðir úr 52% í ■ 70%. Stjórnin ætlar að hækka framlög til varnarmála og löggæzlu. Eftirlaun verða hækkuð verulega og sömu- leiðis barnabætur, en í frum- varpinu er ekki gert ráð fyrir þeirri lækkun tekjuskatts, sem almennt var búizt við. að öðru leyti en því að láglauna- fólk fær skattaívilnanir. Megintilgangur stjórnar Ihaldsflokksins er að draga úr halla á utanríkisviðskiptum, en þannig vonast stjórnin til að veita megi viðnám gegn verðbólgunni. Dregið er veru- lega úr ríkisútgjöldum og sagði Howe að áframhald yrði á því á næstu árum. Frum- varpið þykir minna á hlið- stæðar ráðstafanir Garters Bandaríkjaforseta til að stemma stigu við verðbólgu, en sparnaður brezku stjórnar- innar í ríkisútgjöldum hefur fyrst og fremst beinzt að því að draga úr styrkjum við þjóðnýtt fyrirtæki og félags- lega þjónustu. Þetta var fyrsta fjárlaga- ræða Howes og þótti ráðherr- anum mælast skörulega, þótt undirtektir væru misjafnar eftir því hvar menn standa í flokki. Hækkun skatta á olíu- gróðann olli miklu fjaðrafoki í deildinni og var greinilegt að fáir höfðu búizt við því að hún yrði svo mikil á einu bretti. Finnland: Landbúnaðar- afurðir hækka um 10% Helsinki, 26. marz. Frá Harry GranberK. fréttaritara MorgunblaÓsins. FINNSKA stjórnin hefur kom- ið sér saman um tíu prósent hækkun á landbúnaðarvörum og kemur þessi ráðstöfun til framkvæmdá um næstu mán- aðamót. Vegna þessara verðhækkana hafa verið samþykktar niður- greiðslur að jafnvirði u.þ.b. 115 milljarðar íslenzkra króna, en því sem ekki jafnast út þegar í stað vegna verðhækkananna verður varið til endurbóta á orlofskerfi bænda. Nýmæli á þeim vettvangi er að eftirleiðis munu bændur eiga þess kost að verða leystir af um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.