Morgunblaðið - 27.03.1980, Side 10

Morgunblaðið - 27.03.1980, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 16688 Fífusel 4ra—5 herb. 110 ferm glæsileg íbúö á 2. hæð ásamt góöu herb. á jarðhæö. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Verö 38 millj. Mosgerði 3ja herb. skemmtileg risíbúð í tvíbýlishúsi. Verö 25 millj. Hjarðarhagi 3ja herb. 95 ferm góö íbúö á 4. hæö í blokk. Blöndubakki 4ra herb. endaíbúð á 2. hæö ásamt herb. í kjallara. Verö 35—36 millj. Öldugata Góð einstaklingsíbúö á 2. hæö. Einbýlishús Höfum til sölu einbýlishús í Mosfellssveit, Kópavogi og Garöabæ LAUGAVEGI 87, S: 13837 /ZiCjPJ? Heimir Lárusson s. 10399 /OOOO Listafjör á Söng- skólakvöldi LISTAKVÖLD verður hjá Styrkt- arfélagi Söngskólans í Reykjavík föstudagskvöldið 28. marz, að vanda í Söngskólanum. Umsjón- armenn kvöldsins eru Guðrún Á. Simonar, Jónína Gísladóttir og Sigurveig Hjaltested, en veizlu- stjóri verður Guðrún Á. Á dagskrá listakvöldsins er að Gunnar M. Magnúss rithöfundur les úr ævisögu Sigvalda Kaldalóns, Elísabet F. Eiríksdóttir sópran syngur lög eftir Sigvalda Kalda- lóns. Sýnd verða málverk eftir Gísla Sigurðsson listmálara. Páll Jóhannesson tenór syngur einsöng. Hafliði Jónsson leikur á píanó. Á boðstólum er sjávar réttahlaðborð frá Hótel Loftleiðum, tilreitt af Þórarni Guðlaugssyni, og drykkj- arföngin miðast við Vetrarsólkerf- ið að sögn Guðrúnar Á. Símonar. Kambasel Raðhús — íbúðir 1. Tveggja hæða raöhús meö innbyggðum bílskúrs. 2. Tveggja hæöa raöhús án bílskúrs. Húsin veröa seld fokheld aö innan en fullfrágengin aö utan þ.e. með öllum útihuröum, gleri múrhúöuö, máluð. Bílastæði malbikuö og lóö frágengin. Þau veröa afhent fokheld fyrir árslok 1980 en frágengin utan á miðju ári 1981. 3. Horníbúðir í raöhúsalengju. íbúðirnar sem eru aöeins tvær eru mjög stórar 113 fm. 3ja herb. veröa seldar tilbúnar undir tréverk og afhentar 1. júní 1981. Öll sameign frágengin aö utan sem innan. Teikningar og upplýsingar um verö og greiösluskil- mála á skrifstofunni, Síöumúla 2, sími 86854. Opið mánudag — föstudags kl. 9—12 og 1.30—6. Svavar Örn Höskuidsson, múrarameistari. Laugarneshverfi Var aö fá í einkasölu 5 herbergja íbúö (2 stofur og 3 svefnherb.) á 2. hæö í 3ja hæða blokk í Laugarnes- hverfi. Herbergi í kjallara fylgir. íbúöin er í óvenjulega góöu standi, t.d. vönduö teppi, baö nýlega standsett o.fl. Tvennar svalir. Útborgun 28—29 millj. Árni Stefánsson hrl. Suðurgötu 4, sími 14314. Kvöldsími: 34231. 13040 Einbýlishús Sérlega vandaö stórt einbýlishús á velræktaöri sjávarlóö viö Sunnubraut. í húsinu er m.a. rúmgóö 2ja herb. íbúö meö sér inngangi. Stórt bátaskýli og aðstaða. Til greina koma makaskipti á 3ja—5 herb. íbúöum. Uppl. aöeins á skrifstofunni. Brautarholt Atvinnuhúsnæöi 670 fm viö Brautarholt. Grunnflötur hússins er 210 fm. Tvær hæöir og ris ásamt viðbyggöri 66 fm efnisgeymslu. Um er aö ræöa, hornlóð, 1637 fm meö byggingarétti til viöbótar á um 600 fm grunnfleti. Teikningar fylgja. Karlagata Parhús tvær hæöir og kj. samtals 210 ferm. Á neöri hæö 3 stofur og eldhús, efri hæö tvær saml. stofur, og svefnherb., í kjallara 3 svefnherb. Möguleikar á 3 sjálfstæöum íbúöum. Jón Oddsson hrl, Garöastræti 2, Reykjavík. „Sovétmenn munu aldrei sigra“ HÁTTSETTUR embættismaður afganska utanríkisráðuneytisins, Abdul Rahim Ghafoorzai, var sendur til Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum vikum til að verja aðgerðir Sovétríkjanna í Afganistan. En þegar Ghafoorzai, sem er 33 ára gamall atvinnudiplómat, kom til New York, snerist hann gegn innrás Sovétmanna í landið og baðst hælis. Fyrir skemmstu átti Newsweek-maðurinn Joyce Barnathan við hann eftirfarandi viðtal: Barnathan: Styöur þú tillögu Efnahagsbandalagsins um aö ábyrgjast hlutleysi Afganistans gegn því að Rússar kveðji burt herlið sitt? Ghafoorzai. Það á ekki að þröngva neinni lausn upp á afgönsku þjóðina. Það verður að ræða tillöguna um að lýsa Afganistan hlutlaust ríki við þjóðina sjálfa og taka tillit til skoðana fólks í landinu. Sp.: Hverjir eiga að vera fulltrúar afgönsku þjóðarinnar, úr því að stjórn sú, sem er við völd, er leppur Sovétmanna? Sv.: Sex mismunandi flokkar upp- reisnarmanna eru nú að reyna að mynda bandalag sem á að kallast Sameinaða Múhameðsfylkingin til frelsunar Afganistan. Ef þeim tekst þetta, og það er afar senniiegt að það verði alveg á næstunni, verður að ræða ákvörðunina um hlutleysi Af- ganistans við þessa sameinuðu fylk- ingu. Sp.: Hvaða aðgerða þyrftu Sovét- menn að grípa til til þess að tryggja sér sigur í Afganistan? Sv.: Ég tel, að Rússar muni aldrei geta sigrað. Ef þeir hertu aðgerðir sínar og ykju herstyrk sinn í land- inu, yrðu þeir fyrir enn meiri erfiðleikum. Það var návist rúss- nesks herliðs í Afganistan, sem sameinaði þjóðina gegn Sovét- mönnum. Sp.: Telur þú, að Sovétmenn séu að leita að undankomuleið, sem þeir geta verið þekktir fyrir? Sv.: Já. Ef þeir meta einhvers stöðu sína á alþjóðavettvangi og vináttuna við Afganistan, væri þeim fyrir bestu að hverfa þaðan sem fyrst. Sp.: Hvers vegna starfaðir þú með hinni sovéthlynntu stjórn Hafi- gullah Amins úr því að þú ert svona eindregið á móti Sovétmönnum? Sv.: Að ég starfaði með fyrrver- andi ríkisstjórn, merkir ekki endi- lega að ég hafi verið stuðningsmaður hennar. Fjöldi fólks var á öðru máli en Amin, en varð að vinna með honum til að halda lífi. Það var ekki viturlegt að sýna honum opna mót- spyrnu. Ríkisstjórnin neitaði að gefa vegabréfsáritanir, svo að fólk varð að vera um kyrrt. Þannig er því líka farið núna. Sp.: Hvað fannst þér um Amin og fyrirrennara hans, Noor Mohammad Taraki, sem batt endi á hlutleysi stjórnarinnar í Kabúl? Sv.: Ég lít á þá báða sem fjand- menn þjóðarinnar. Þeir ruddu inn- rás sovéska hersins braut. Sp.: Hlýða afganskir embættis- menn skipunum beint frá Sovét- mönnum? Sv.: Rússneskir ráðgjafar stjórna öllum ráðuneytum undir því yfir- skini að þeir séu að hjálpa Áfganist- an að berjast gegn ógnun við sjálf- stæði okkar. Margir embættismenn stjórnarinnar fyrirverða sig fyrir að verða að lúta fyrirmælum og yfir- ráðum erlends ríkis. Sp.: Hafa uppreisnarmenn þegið hernaðaraðstoð frá nokkru öðru ríki? Sv.: Hingað til held ég, að þeir hafi ekki fengið aðstoð utanlands frá. Samkvæmt fréttum föðurlands- vina, þurfa þeir mjög á vopnum að halda, einkum varnarvopnum gegn skriðdrekum og þyrlum, til að snúast gegn árásum Sovétmanna. Viðleitni stjórnmálamanna til að neyða Sov- étmenn til að draga herlið sitt á brott hefur ekki borið árangur. Mér finnst að friðelskandi þjóðir um heim allan ættu að útvega afgönsku þjóðinni allt, sem þær mega. Sp.: Getur þú staðfest fréttir um að sumir sovéskir hermenn hafi lýst yfir samúð sinni með uppreisnar- mönnum? Sv.: Sumir sovésku hermannanna hafa látið í ljós vanþóknun á ástand- inu. Einkum þeir hermenn frá Ta- dzhik-lýðveldinu, sem tala sömu Heimaland, hið nýja heimili fyrir aldraða. Heimili fyrir aldraða vígt að Flúðum Syðra-Langholti LAUGARDAGINN 15. mars var formlega tekið í notkun dvalarheimili fyrir aldraða að Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Hefur þetta hús sem er sjálfseignarstofnun hlotið nafnið Heimaland. Fyrir nokkru var flutt inn í tvær íbúðir af þremur sem í húsinu eru. Sveitungum var boðið að koma og skoða húsið en á eftir var gestum boðið til kaffidrykkju í Félagsheimilinu. 2 90 11 Fasteignasalan Garðastræti 17 Til sölu: Einbýlishús í Kópavogi. 3ja herb. íbúð við Furugrund ásamt herb. í kjallara. Höfum kaupendur að 2ja herb. íbúöum og stærri íbúöum í háhýsum. Staögreiösla í mörg- um tilfellum. Árni Guðjónsson hrl. Guðmundur Markússon hdl. ÞURF/D ÞÉR HÍBÝL/ Skipholt 2ja herb. falleg íbúð á jaröhæö í nýlegu fjórbýlishúsi. Sér inn- gangur. Sér hiti. Krummahólar 2ja herb. 67 ferm. góö íbúö á 2. hæð. Þvottaherb. meö vélum á hæöinni. Álfaskeið 3ja herb. góö íbúð á 1. hæö. Bílskúrsréttur. Vesturbær 3ja herb. glæsileg íbúö á 2. hæö í nýju fjórbýlishúsi. Inn- byggöur bílskúr. Hringbraut Hafnarf. 3ja herb. 90 fm. nýendurnýjuö íbúö á jaröhæö í tvíbýlishúsi. Allt nýtt á eldhúsi og í baöi. Vesturbær 4ra herb. góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Mosgeröi 3ja herb. góð risíbúð í tvíbýlis- húsi. íbúöin er laus 1. júlí. Seljendur Höfum fjársterka kaupendur aö öllum stæröum íbúöa. Verö- leggjum samdægurs. HiBYLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 Ingilsifur Einaraaon haimaafmi 76918 Gisli Ólafsson 20178 Málflutningsskrifstofa Jón Ólafsson hrl Skúli Pálsson hrl í ræðu sem Daníel Guð- mundsson oddviti flutti við þetta tækifæri kom m.a fram að fyrsti vísir að stofnun elli- heimilis á Flúðum var gjöf sem barst árið 1971. Skipuð var 5 manna framkvæmdanefnd til að sjá um byggingu hússins árið 1976. Framkvæmdir hóf- ust árið 1977, en ekki hefur verið unnið samfellt við bygg- inguna, frágangi lauk fyrir skömmu. Húsið sem er úr timbri er 195 fermetrar að flatarmáli, í því eru þrjár íbúðir sem fyrr sagði auk sameiginlegs rýmis sem ætlað er fyrir vinnuað- stöðu. Skúli H. Norðdahl arki- tekt teiknaði húsið en Guð- mundur Magnússon bygg- ingarmeistari á Flúðum sá um byggi ngarf ramk væmdi r. Kostnaður við byggingu Heimalands er um 40 milljónir króna. Hægt er að byggja 5 hús af svipaðri stærð á landi því sem skipulagt hefur verið und- ir dvalarheimili fyrir aldraða. Ekki eru frekari framkvæmdir fyrirhugaðar á næstunni en byggingarnefndin mun starfa áfram og fylgjast með þróun og heppilegastri uppbyggingu á þessum sviðum. Virðast þó flestir vera sammála um að æskilegast sé að gamla fólkið búi í sér íbúðum og hugsi um sig sjálft meðan kostur er. Þessu nýja heimili hafa borist margar peningagjafir sem of langt yrði að telja upp hér. Kvenfélagið sem starfar af miklum þrótti, hvatti mjög til að ráðist yrði í að byggja sérstaklega yfir aldraða á Flúðum. Hefur það stofnað ■ m i wm i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.