Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri: Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, var einn þeirra manna, sem höfðu forystu um aðild íslands að Efta fyrir 10 árum. Á ársþingi iðnrek- enda í síðustu viku flutti hann ræðu, þar sem hann fjallaði um þróun iðnaðar og fríverzlun á þeim 10 árum, sem liðin eru, en um síðustu áramót lauk aðlög- unartímabili því, sem sam- ið var um á sínum tíma. Morgunblaðið hefur feng- ið leyfi ráðuneytisstjórans til þess að birta erindi hans hér í heild: Mér var það sérstök ánægja að þiggja boð Davíðs Sch. Thor- steinssonar, formanns Félags ísl. iðnrekenda, um að ávarpa ársþing félagsins. Okkur kom saman um, að þar sem við stöndum nú á tímamótum við lok aðlögunartím- ans að fríverslun, væri æskilegt að ræða um fríverslun og iðnaðinn, reyna að gera sér grein fyrir því, hvar við stöndum, meta þróun síðasta áratugs og athuga hvert stefnir. Það er athyglisvert, að helstu stefnumarkandi ákvarðanir í efnahagsmálum hafa komið til framkvæmda í upphafi undanfar- inna áratuga. Þannig var tekin upp jafnvægisstefna í efnahags- málum árið 1950. Árið 1960 kom viðreisnin til skjalanna og 1970 varð upphaf fríverslunar. Nú spyrja menn, hvort 1980 geti orðið ár afdrifaríkra ákvarðana á efna- hagssviðinu. Um þörf slíkra ákvarðana þarf ekki að efast. Orðið fríverslun er nú orðið fast í málinu, en með því er átt við haftalaus og tollfrjáls viðskipti á grundvelli alþjóðasamninga. Slíkir samningar, sem viður- kenndir eru af GATT, skylda aðildarríkin að afnema innflutn- ingshöft og verndartolla á ákveðnu tímabili. Það kom því aldrei til mála, þegar ísland samdi um aðild að EFTA, að hægt væri að beita innflutningshömlum og viðhalda tollum á þeim vöruteg- undum, sem samningurinn nær til, eftir að aðlögunartímabilinu lyki. Stundum er því haldið fram að við hefðum ekki átt að afnema alveg tolla á vissum viðkvæmum vörutegundum, og hefði það vissu- lega verið æskilegt, en á því var enginn kostur, ef við vildum ger- ast aðilar að fríverslunarsamning- um. Hins vegar nær ekki fríversl- unin til allra vörutegunda. Bæði EFTA og eins fríverslunarsamn- ingar EFTA-landanna við Efna- hagsbandalagið ná fyrst og fremst til iðnaðarvara. Þó var bætt við EFTA-samninginn ýmsum sjávar- afurðum og eins tókst okkur að semja við Efnahagsbandalagið um sérstaka viðbót við fríverslunar- samninginn um tollfríðindi fyrir flestar þýðingarmestu sjávaraf- urðir okkar. Hvað innflutnings- frelsi varðar þá nær fríverslun okkar til svo til allra iðnaðarvara, en hins vegar hefur afnám tolla aðeins náð til vörutegunda, sem eru um 15% af heildarinnflutningi okkar. Mest af útflutningi okkar nýtur samt góðs af tollfrelsi í Efnahagsbandalaginu og EFTA- löndunum. Skiptar skoð- anir fyrir 10 árum Það var engin furða, að það væru skiptar skoðanir um, hvort Island væri undir það búið að gerast aðili að EFTA fyrir rúmum 10 árum. Við bjuggum við háa tolla og mörg iðnfyrirtæki voru lítil og veikburða og illa undir það búin að mæta samkeppni. Það var því róttæk og djörf ákvörðun, þegar Alþingi samþykkti að semja um aðild að EFTÁ. Forystumenn iðnaðarins eiga skilið lof fyrir það, hversu raunsæjum og framsýnum augum þeir litu á þetta mál. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir þá og alla aðra, sem að þessum málum stóðu, að sjá nú að hrak- spár andstæðinga EFTA-aðildar hafa ekki ræst. Iðnfyrirtæki hafa ekki orðið gjaldþrota vegna fríverslunarinnar og segja má, að erfiðleikar þeirra séu frekar heimatilbúnir heldur en innflutt- ir. Atvinnuleysi hefur ekki færst í vöxt vegna fríverslunar. Þá hafa heldur ekki erlend ítök vaxið í íslenskum atvinnurekstri, en það var ein aðalástæðan fyrir and- stöðu margra aðila gegn EFTA- aðild. Ekki er mér kunnugt um að rekja megi þátttöku nokkurra erlendra aðila í íslenskum fyrir- tækjum til ákvæða 16. gr. EFTA- stofnskrárinnar. Sú heimild, sem viðskipta- og iðnaðarráðherra fengu til að veita erlendum aðilum undir vissum kringumstæðum undanþágu til viðskipta- eða iðn- reksturs, hefur aldrei verið notuð. Allt þetta er ánægjuefni og skýrir þá breytingu, sem orðið hefur, að fríverslun getur ekki lengur talist ágreiningsmál milli stjórnmála- flokkanna hér á landi, þótt ein- stakir menn og hópar hafi mis- munandi skoðanir á ágæti hennar. Búist við örari iðn- þróun Aðaltilgangur fríverslunar- stefnunnar var að styrkja aðstöðu útflutningsatvinnuveganna og auka fjölbreytni atvinnulífsins. Hvað útflutninginn varðar hefur vissulega árangurinn orðið góður, eins og ég mun koma að síðar. En varðandi seinna atriðið má telja, að þróunin hafi gengið hægar heldur en búist var við. Reyndar hefur á síðasta áratug orðið mikil og merkileg uppbygging í ullariðn- aði landsmanna, einnig hefur lag- metisiðnaðurinn vaxið og járn- blendiframleiðslan hafist. En samt sem áður mátti búast við, að iðnþróunin yrði örari heldur en reynd hefur orðið á. Fyrir þessu liggja ýmsar ástæður, og tel ég þessar helstar. 1. Þegar fjallað var um aðild að EFTA, átti sjávarútvegurinn í miklum erfiðleikum vegna verð- falls á sjávarafurðum og síldar- leysis. Var því talið nauðsynlegt að efla mjög iðnþróun til að skapa atvinnu fyrir sívaxandi fjölda vinnuhæfra manna. Strax á árinu 1970 batnaði stórum afkoma sjáv- arútvegsins og hafa árin síðan verið yfirleitt hagstæð sjávarút- veginum, bæði hvað snertir afla og verðlag. Þessi áratugur hefur ver- ið kenndur við skuttogarana, en um leið hefur orðið mikil upp- bygging frystiiðnaðarins. Vegna þessarar þróunar minnkaði áhug- inn og þörfin fyrir uppbyggingu nýrra iðngreina. Hagstætt verðlag fyrir sjávarafurðir hefur einnig komið í veg fyrir gengisbreytingar kostnaðar og þar af leiðandi tor- veldað starfsemi ýmissa iðngreina og dregið úr. getu þeirra til að endurbæta og auka framleiðslu sína. 2. Snemma á síðasta áratug varð efnahagslíf iðnþróunarlanda fyrir miklum áföllum vegna gífur- legrar hækkunar á olíuverði, verð- bólgu og atvinnuleysis og hefur þetta ástand dregið mjög úr hag- vexti í heiminum á þessum ára- tugi samanborið við áratuginn á undan. Þetta ástand hefur haft áhrif á iðnþróunina hér eins og í öðrum löndum. Einnig kunna ráð- stafanir til stunðnings vissum iðngreinum erlendis að hafa gert iðngreinum hér á landi erfiðara fyrir, bæði á innlendum og erlend- um mörkuðum. 3. Óstöðugt efnahagsástand hér á landi hefur spillt fyrir rekstri og uppbyggingu iðnfyrirtækja. En iðnaðarframleiðslan hefur samt vaxið jafnt og þétt síðan 1969 og meira heldur en þjóðarframleiðsl- an í heild. Hver er hlutur idnfyr- irtækjanna sjálfra? Ýmsir ófyrirséðir og óviðráðan- legir þættir hafa þannig verið óhagstæðir iðnþróuninni á síðustu 10 árum. Með tilliti til þessa verður að telja, að allvel hafi tekist á þessum árum í íslenskum iðnaði. Þar með er ekki sagt, að allir möguleikar, sem fyrir hendi voru, hafi verið nýttir til fulln- ustu. Býst ég við, að með réttu megi segja, að bæði stjórnvöld og iðnrekendur hefðu getað staðið sig betur á mörgum sviðum, svo að betri árangur hefði náðst. Ég ætla ekki hér að fara að telja upp það sem miður hefur farið hjá stjórn- völdum, en iðnrekendur hafa oft talað um vanefndir í því sam- bandi. En hafa iðnfyrirtækin sjálf á síðasta áratugi beitt sér fyrir þeim endurbótum, sem þörf hefur verið á? Um þetta eru eflaust skiptar skoðanir. Því verður ekki neitað, að mikill árangur hefur náðst í ýmsum iðngreinum á sviði framleiðni til gagns fyrir fyrir- tækin, neytendur og þjóðarbúið. Er ekki vafi á því, að fríverslunin hefur átt sinn þátt í því að ýta undir ný og betri vinnubrögð og stjórnun og hefur þetta haft áhrif til lækkunar á vöruverði og til meiri fjölbreytni í framleiðslu. Fríverslunin gerir mikla kröfu til stjórnenda fyrirtækja og starfs- manna, en samstarf þeirra ræður oft úrslitum um það, hvernig fyrirtækin standa sig í samkeppn- inni við innfluttar vörur. Alla viðleitni til framleiðniaukningar, vöruvöndunar og markaðsöflunar ber að styðja og mega stjórnvöld ekki láta sinn hlut eftir liggja í þeim efnum. í þessu sambandi vil ég rifja upp þá hugmynd, sem var talsvert rædd við inngönguna í EFTA, um að fríverslun myndi hafa þau áhrif, að iðnfyrirtæki tækju upp nánara samstarf um framleiðslu, innkaup og dreifingu. Um þessi mál hefur verið heldur hljótt, þótt svo virðist sem mikið hagræði gæti að slíku samstarfi hlotist. Einnig eru það nokkur vonbrigði, að lítið hefur orðið af samvinnu milli íslenskra og er- lendra fyrirtækja, einkum á Norð- urlöndum, eins og við var búist, um framleiðslu og skipti á fram- leiðsluvörum. Einmitt á þessu sviði hefur náðst mikill árangur milli skandínavísku landanna, en svo kann að vera að lega lands okkar geri samvinnu af því tagi erfiðari. Efling útflutnings Ég sagði áðan, að einn höfuð- tilgangur fríverslunarinnar hafi verið að efla útflutning og þá bæði á sjávarafurðum og iðnaðarvör- um. Aðild okkar að EFTA 1970 hafði vissulega góð áhrif í þá átt, en hún hafði enn meira gildi fyrir það, að hún opnaði möguleika til samnings við Efnahagsbandalag- ið, þegar Danmörk, Bretland og írland gerðust aðilar að því 1972. Eftir að sá samningur tók gildi að fullu með gildistökunni á bókun nr. 6 varðandi fríðindi fyrir íslenskar sjávarafurðir, hefur það sannast, svo að ekki þarf lengur um að deila, að sá samningur er „einn þýðingarmesti og stærsti viðskiptasamningur sem Islend- ingar hafa nokkru sinni gert“. Á síðasta ári var útflutningur okkar til Efnahagsbandalagsins 107,5 milljarðar kr. eða 38,6% af heild- arútflutningnum, en útflutningur- inn til EFTA-landanna var 38,0 milljarðar kr. eða 13,7%. Reiknað hefur verið út, að ef greiða hefði átt fullan toll af útflutningi okkar til Efnahagsbandalagsins, sem tollur hefur verið felldur niður á, þá hefði tollgreiðslan á síðasta ári numið 7,4 milljörðum kr. Þar af vegna sjávarafurða 4,7 milljarðar, en vegna iðnaðarvara 2,7 milljarð- ar. Meðal sjávarafurða eru tolla- ívilnanirnar vegna freðfisks lang- stærstar eða 2,1 milljarðar kr., vegna frystrar rækju um 600 milljónir kr. og vegna lagmetis um 300 millj. kr. Þessi framleiðsla getur öll vissulega talist til iðnað- ar þó ekki sé það vanalega gert. Af iðnaðarvörum eru tollaívilnanir mestar fyrir ál, 1900 millj. kr., en vegna ullarvara námu þær um 430 millj. kr. Þessar tölur sýna, svo að ekki verður um villst, hversu þýðingarmikill samningurinn við efnahagsbandalagið er, en tolla- ívilnanirnar 1979 voru í íslenskum krónum helmingi hærri en 1978, því að andvirði útflutningsins tvöfaldaðist. Erfiðara er að reikna út tollaívilnanirnar, sem leiða af EFTA-aðildinni vegna þess að EFTA-löndin hafa mismunandi íslenzkur iðnaður hefur kom- izt klakklaust yfir erfiðasta hjallann — aðlögunartímann Stjórnvöld hafa ekki staðfest langtímaáætlun Rannsóknaráðs Beiðnir um 61 nýja stöðu hjá stofnunum ráðsins í athugasemdum við fjárlaga frumvarp Ragnars Arnalds kem ur fram að á öndverðu ári 1979 kynnti Rannsóknaráð rikisins ráðamönnum þjóðarinnar lang- timaáætlun um rannsóknir og þróunarstarfsemi i þágu atvinnu- veganna. Segir í skýrslu ráðsins, að ísiendingar verji mun minna fjármagni til rannsókna- og þróunarstarfsemi en aðrar þjóðir á svipuðu hagþróunarstigi. Af vergum þjóðartekjum verja ís'- lendingar 0,4—0,5% til rann- sókna en aðrar þjóðir 1%—2,5% í athugasemdunum er vitnað tii svonefndra Ólafslaga um lang- tímaáætlun Rannsóknaráðs ríkis- ins, sem hljóta skuli staðfestingu stjórnvalda. Hafi framkvæmda- stjóri ráðsins átt fundi með fjár- veitinganefnd sl. vor og rætt við hana um starfsskipulag á grund- velli verkefna auk annarra atriða langtímaáætlunarinnar. í fram- haldi af því hafi síðan verið leitað eftir hugmyndum einstakra aðila, sem falla undir Rannsóknaráð og frá þeim hefðu borist fjárveit- ingabeiðnir. Fólu þær í sér m.a. óskir um aukinn mannafla sem nam 61 stöðugildi fyrir stofnanirn- ar allar. Þá segir orðrétt í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið: „Við undirbúning fjárlaga og yfirferð fjárlaga- og hagsýslustofn- unar á fjárveitingabeiðnum áð- urgreindra stofnana þurfti að hafa eftirfarandi atriði í huga. í fyrsta lagi fást fleiri stofnanir við rann- sóknastarfsemi en þær stofnanir sem falla undir Rannsóknaráð rík- isins. Má þar m.a. nefna Orku- stofnun og Háskóla íslands. í öðru lagi hefur olíukreppan valdið bú- sifjum og þar af leiðir að stjórn- völd hafa lagt áherslu á rannsóknir á sviði orkumála. I þriðja lagi var lögð á það rík áhersla við samningu fjárlagafrumvarpsins að gera tvennt. Annars vegar að gefa forstöðumönnum rannsóknastofn- ana kost á að raða verkefnum að nýju inn í niðurskorinn fjárlaga- ramma og hins vegar að kanna möguleika á auknum sértekjum stofnununum til handa. Var þá haft í huga að stofnanir gætu eflst við að fá verkefni sem gæfu af sér nægar tekjur til að standa straum af kostnaði þeim samfara. Tekið var skýrt fram að starfsmenn, sem að slíkum verkefnum væru ráðnir, yrðu verkefnaráðnir, þannig að viðkomandi stofnun sæti ekki uppi með starfsmenn, þegar verkefninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.