Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 15 .* 1 n M • ' • — Það gefur auga leið, að í þjóðarbúskap, þar sem launatekj- ur eru jafn stór hluti þjóðarfram- leiðslunnar og raun ber vitni um, hlýtur öll öfgafull kröfugerð að leiða til aukinnar verðbólgu. Ef það er ekki markmið í sjálfu sér að stofna til þess hruns, sem óhjákvæmilega fylgir óðaverð- bólgu með þeim þjóðfélagsbreyt- ingum, sem henni fylgir, má segja það, að kröfugerð ýmissa hópa hefur gengið út í öfgar á síðustu árum. Það liggur í augum uppi, að kröfugerðin í ársbyrjun 1978 var hrein pólitísk aðgerð og aldrei til þess ætlazt af þeim vinstri mönnum, sem höfðu forystu fyrir henni, að hún skilaði öðru en pólitískum völdum fyrir vinstri flokkana. Ég held að engum dylj- ist þessi staðreynd lengur. Nægir í því sambandi að minna á þau fleygu orð eins núverandi ráð- herra, sem segir í dag, að grunn- kaupshækkun komi ekki til greina, þar sem hún hafi verðbólguáhrif, en í ársbyrjun 1978 sagði þessi sami maður eða flokksbræður hans, að kauphækkanir skiptu engu máli hvað verðbólguna varð- ar. Við sem höfum verið í forystu VR höfum aldrei verið það sem kallað er óábyrgir kröfugerðar- menn eða verið með tvískinn- ungshátt í störfum okkar eða farið eftir pólitískum línum. En í fram- haldi af því, sem áður er sagt um árangurinn í störfum Verzlun- armannafélags Reykjavíkur vil ég aðeins minna á það, sem komið hefur fram í Morgunblaðinu und- anfarið, að enda þótt lág laun afgreiðslufólks séu ekkert til þess að hrósa sér af hefur sú breyting á orðið á þessu tímabili, að lægstu taxtar okkar í VR, sem þóttu ekki viðmiðunarhæfir í almennu verka- lýðsfélögunum fyrir 20 árum, eru nú komnir upp fyrir þá. Þetta hefur gerzt hávaðalaust en með markvissu st^rfi. — Hvernig hefur það verið að starfa í forystu verkalýðsfélags og vera áhrifamaður í Sjálfstæð- isflokknum um leið? — Bæði gott og vont, segir Guðmundur H. Garðarsson. Áð mörgu leyti er það ágæt forsenda fyrir mann í forystu fyrir stóru verkalýðsfélagi að hafa kynnzt og tileinkað sér þau lífsviðhorf, að hver maður verði að standa fyrir sínum eigin gerðum sem einstakl- ingur, en geti ekki alltaf skotið sér á bak við sjónarmið félagshyggj- unnar og afsaka getuleysi sitt á þeim forsendum. Þann þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sem leggur áherzlu á einstaklinginn og ábyrgð hans, tel ég mjög veiga- mikinn en þá þarf viðkomandi einstaklingur að hafa þor og kjark til að standa við hann. Þá er það líka mikilvægt fyrir menn í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar að gera sér grein fyrir og viðurkenna að það eru meiri líkur fyrir því, að afrakstur þjóð- arbúsins verði mikill, ef atvinnu- fyrirtækin eru rekin á vegum og á ábyrgð einstaklinga heldur en í ríkis- eða bæjareign, fyrir utan það, að valddreifingin skapar allt aðra möguleika í samningsstöðu fyrir stéttarfélag heldur en fámennisvald bæjar- og ríkiskerf- is. Að öðru leyti er auðvitað ljóst, að það þarf mjög sterk bein til þess að vera verkalýðsleiðtogi og þátttakandi í stjórnmálum innan Sjálfstæðisflokksins. Þótt margt megi gott segja um þann flokk, verður það að viðurkennast, að forsaga flokksins er ekki mjög tengd verkalýðsmálum og skiln- ingur á þeim málum oft ekki sem skyldi. Það þarf ekki endilega að vera vegna þess, að menn vilji ekki mæta þessum sjónarmiðum, sem um er að ræða, heldur skortir menn forsendur til þess. Ég tel hins vegar, að Sjálfstæðisflokkur- inn á síðustu áratugum hafi reynt með raunsæju mati á íslenzkum aðstæðum að nálgast mjög sjón- armið hins mikla fjölda Islend- m ’« M WMMI mmm i wbm inga, sem vilja fá auknar kjara- bætur án yfirboða eða óhóflegrar kröfugerðar, sem raska jafnvægi í efnahags- og atvinnumálum. I þessum efnum hefur verið leitað ýmissa leiða og nægir í því sambandi að minna á forystu Sjálfstæðisflokksins í félagslegum málum, s.s. í húsnæðismálum, tryggingamálum, byggingu dval- arheimila fyrir aldraða o.s.frv. Það fólk sem aðhyllist Sjálfstæð- isflokkinn er mjög fjölmennt í verkalýðshreyfingunni, hvort sem það er flokksbundið eða óflokks- bundið og sýnir það m.a. hinn mikli fjöldi þess á þingum Alþýðu- sambands íslands. — Hvernig hefur samskiptum við vinnuveitendur verið háttað iformannstíð þinni hjá VR? — Þau hafa verið allgóð. Ég er þeirrar skoðunar, að hin gamla kenning kommúnista um stétta- stríð sé úrelt og eigi alls ekki við. Meginþorri þess fólks, sem starfar í atvinnulífinu vill stéttasamvinnu en ekki stéttastríð. Við í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur skipt- í sameiginlegum málum eins og hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, við Verzlunarbankann, um bygg- ingu Húss verzlunarinnar og nú nýverið stofnun samtaka sem eiga að kynna verzlun og viðskipti. — Hvað viltu segja um Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur í dag? — Það hefur mikil breyting orðið á þessum 23 árum svo ekki sé meira sagt. Það sem mestu máli skiptir eru auðvitað samningarn- ir. Þeir hafa gjörbreytzt, eru bæði fyllri og betri en þeir voru. Á. sínum tíma sömdum við fyrir 1000 manns, á síðasta ári voru félags- menn 9022 talsins og er félagið langstærsta stéttarfélag landsins. Starfsmenn voru IV2 fyrir 23 árum, en nú eru þeir 8 talsins. Lífeyrissjóðurinn er orðinn mjög öflugur og höfuðstóll hans rúm- lega 13 milljarðar í lok ársins 1979, en það er ánægjulegast í sambandi við hann, að hann greið- ir nú verulega verðtryggingu á lífeyri og mun vera hvað lengst kominn í þeim efnum af almenn- — Hver eru þýðingarmestu verkefnin framundan í málefn- um VR að þínum dómi? — Það eru auðvitað mörg verk- efnin og það er spurning, hvort ekki þarf að endurskipuleggja VR þannig, að tengslin milli félags- manna og stjórnenda félagsins verði nánari hvort sem félaginu yrði skipt í deildir eða endurskipu- lagt með öðrum hætti. Og það er eitt mesta vandamálið í svona stóru félagi, að viðhalda tengslun- um og efla þau. Þá hlýtur félagið einnig að leggja stóraukna áherzlu á hvers kyns fræðslustarfsemi fyrir trúnaðarmenn og almenna félagsmenn og síðast en ekki sízt á VR að hafa forystu um það ásamt þeim, sem nú starfa á sviði tölvutækni að fara inn á það svið samningslega séð og þjóðfélags- lega og hafa frumkvæði og forystu í þeim efnum. Síðast en ekki sízt verður að leggja áherzlu á að bæta kjör afgreiðslufólks. Á því verður að finnast viðunandi lausn, án þess að aðrar stéttir þurfi að rísa upp til handa og fóta. árum. Auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir hafa margir traustir einstaklingar starfað í stjórn fé- lagsins á þessu tímabili og enn- fremur starfsmenn á skrifstofu. Þetta hefur verið framúrskarandi gott fólk, en ég tel að á engan sé hallað, þótt ég nefni sérstaklega Helga E. Guðbrandsson, sem hef- ur annazt fjármál félagsins, Björn Þórhallsson og Hannes Þ. Sigurðs- son. — Hvernig hefur samvinnu þinni verið háttað við aðra forystumenn í verkalýðsfélögun- um á þessum tíma? — Margir þeirra eru mér minn- isstæðir og ég hef átt gott sam- starf við þá. Við Pétur Sigurðsson, alþingismaður, höfum átt samleið á þessum vettvangi allt frá því ég kom fyrst til starfa 1956 og á ég mjög góðar minningar frá öllu mínu samstarfi við Pétur. Og hið sama vil ég segja um Gunnar Helgason, sem svo lengi var for- maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins. Af öðrum mönnum vil ég nefna Hannibal Valdimarsson, Fyrsta stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur undir formennsku Guðmundar H. Garðarssonar. Frá v.: Sverrir Hermannsson, skrifstofustjóri VR á þeim tíma. Eyjólfur Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Októ Þorgrímsson, Gunnlaugur J. Briem, ritari, Guðmundur H. Garðarsson, formaður, Pétur Sæmundsen, varaformaður, Ingvar N. Pálsson, gjaldkeri, Kristján Arngrímsson, Ottó J. Ólafsson og Einar Ingimundarson. Við undirskrift kjarasamninga 1975. Frá v.: Magnús L. Sveinsson, Guðmundur II. Garðarsson. Guðlaugur Þorvaldsson og Torfi Hjartarson. um þjóðfélaginu ekki upp í stétta- andstæður og búum ekki til stétta- andstæðinga. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei skilið það, þegar menn eru að skipta íslendingum í stéttir í þeirri merkingu. Við í VR höfum ætíð lagt áherzlu á að eiga gott samstarf við viðsemjendur okkar þegar leiðir hafa farið saman, báðum til hags, fyrir utan hin daglegu samskipti í fyrirtækjun- um. Þegar ég tók við formennsku í VR 1957 og á fyrstu árunum þá á eftir ríkti ákveðin óvissa um það, hvort þeir aðilar sem áður unnu saman gætu það í framtíðinni. Nú þegar upp er staðið skila ég þannig af mér, hvað þennan þátt áhrærir, að mjög gott samstarf er um lífeyrissjóðum. Þessi breyting varð þegar ný reglugerð tók gildi 1. jan. 1979. Nú á félagið á annan tug sumarhúsa víðs vegar um landið, orlofssjóður og sjúkrasjóður eru öflugir sjóðir. Eg man eftir því að þegar við Sverrir byrjuðum, þurft- um við stundum að selja víxla til þess að starfsfólkið ætti fyrir kaupinu og var ég ábyrgðarmaður á þeim, en nú býr félagið við mjög góðan tekju- og efnahag. En aðal- atriðið í þessu öllu er auðvitað, að félagið skili félagsmönnmn sem beztum árangri í launa- og kjara- málum í samræmi við aðstæður í efnahags- og atvinnumálum hverju sinni. — Hvaða einstaklingar eru þér minnisstæðastir frá starfi þinu i Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur í þennan tœpa ald- arfjórðung? — Þeir eru að sjálfsögðu marg- ir. Einna minnisstæoastur hlýtur mér þó að vera sá maður, sem harðast gekk fram í því að ég tæki við forystu í þessu félagi, en það var Pétur Sæmundsen, banka- stjóri, sem var varaformaður í mörg ár hjá mér í félaginu. Pétur var, þegar ég tók við formennsku, einn áhnfamesti maður innan félagsins, mjög einarður og ákveð- inn. Ég hef líka átt því láni að fagna, að þeir menn, sem formað- ur félags þarf að eiga hvað nánast samstarf við, hafa einungis verið tveir á þessu tímabili, þ.e. skrif- stofustjórar félagsins. Én fyrstu árin var það Sverrir Her- mannsson, sem varð síðar fyrsti formaður Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna og gegn- di því starfi til 1972. Magnús L. Sveinsson tók svo við skrifstofu- stjórn af honum og var ráðinn í það starf 1960. Hann hefur jafn- framt verið varaformaður félags- ins frá 1964. Báðir hafa þessir menn verið ráðhollir og mjög hæfir á sínu sviði, en samningam- álin hvíldu mjög á þeirra herðum. Samstarf okkar Magnúsar, sem hefur staðið yfir í tuttugu ár hefur verið einstaklega farsælt. Kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Án góðra samstarfsmanna næst lítill árangur. Ég er sannfærður um að undir forystu Magnúsar mun VR farnast vel á komandi ■MMMNMMMNMMMMMi sem ég átti sérstaklega gott og ánægjulegt samstarf við og hið sama vil ég segja um Björn Jónsson, en með báðum þessum mönnum starfaði ég mikið og náið meðan þeir voru í forystu Alþýðu- sambands íslands. Síðast en ekki sizt hef ég átt sérstaklega ánægju- legt samstarf við Eðvarð Sigurðs- son í mörgum málúm, en það má auðvitað segja, að samstarf okkar hafi að ýmsu leyti verið nánara en annarra, þar sem við höfum verið í forystu fyrir stærstu félögunum á Reykjavíkursvæðinu í áratugi og þurft að leysa ýmis sameiginleg vandamál, sem árekstraminnst. — Hvað viltu -segja að lokum, Guðmundur? — Það er ákveðin lífshamingja fólgin í því að geta staðið upp eftir rúma tvo áratugi úr forystustarfi fyrir fjölmennu stéttarfélagi í algjörri sátt. Ég hef átt því láni að fagna að hafa frá öndverðu verið kjörinn til formannsstarfs VR án mótframboðs, þrátt fyrir þann vanda, sem því fylgir að fjalla um jafn viðkvæm mál og laun og kjör ff eru í lífi hvers einstaklings. Fyrir þetta er ég þakklátur. Oft hef ég óskað þess að meira og betur miðaði áfram. Ég óska þess að farsæld fylgi Verzlunarmannafélagi Reykja- || víkur á ókomnum árum um leið og ég þakka nánustu samstarfs- mönnum og hinum mikla fjölda VR-félaga, sem ég hef átt samleið með, fyrir einstaklega gott sam- starf og velvild. StG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.