Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Skúli G. Johnsen, borgarlæknir: í Morgunblaðinu 13. og 14. mars sl. birtust greinar eftir Sigurð Þórðarson, sem nefndust „Mið- stýring í heilbrigðisþjónustu". Tilefni greinanna er sú umræða, sem farið hefur fram í Morgun- blaðinu um stjórnkerfi heil- brigðisþjónunstunnar, vegna starfa nefndar þeirrar, sem sett hefur verið til að endurskoða í heild rekstrarkerfi heilbrigðis- þjónustunnar. Þessi nefnd var sett á laggirnar í framhaldi af nefndar áliti því, sem fram kom á sl. ári um endurskoðun daggjaldakerfis- ins. Skúli Jónsson aðeins byrjunin því allt þar til lögin um heilbrigðisþjónustu frá 1978 voru sett, ríkti bráðabirgða- ástand að því er varðaði aðra stjórnskipan heilbrigðismálanna. Afleiðingar hinnar veiku stjórn- ar heilbrigðismála eru skipulags- leysi og skortur á áætlanagerð og ekki varð grundvöllur til að ráða þar bót á fyrr en stjórn heilbrigð- ismála komst loks í endanlegt horf á árunum 1974—1978. Það hafa því loks nú verið skapaðir mögu- leikar á að takast á við vandamál eins og hinn sára og langvinna skort hjúkrunarrýmis fyrir al- draða, þarflausrar tvö- og þreföld- unar þjónustuframboðs með sam- ræmingu starfs heilbrigðisstofn- ana, þá miklu hnignun á grund- vallarstarfssviði heilbrigðisþj ón- ustunnar, sem eru heimilis- lækningar og heilsugæsla, svo dæmi séu nefnd. unandi dýr í rekstri og leitast þarf við að skipuleggja þjónustuna á þann hátt, að vandamál sjúklinga séu leyst á ódýrasta þjónustustigi, sem mögulegt er. Dæmi um þetta eru m.a. tilfelli, sem lögð eru inn á sjúkrahús, þegar hægt hefði verið að leysa málið á göngudeild elleg- ar sjúklingur er sendur til sér- fræðings, með vandamál, sem heimilislæknir ætti að leysa. Gerð áætlana til lengri tíma um skipan heilsugæslu og sjúkra- þjónustu í héraðinu felur í sér stefnumörkun fyrir hvern einstak- an þátt heilbrigðisþjónustunnar, þar sem verkefni eru afmörkuð og tilgreind þau markmið sem stefna beri að. Slík markmiðssetning er svo sem kunnugt er grundvallar- atriði góðrar stjórnunar. Mark- miðin þurfa að vera sem skýrust og að svo miklu leyti sem mögu- legt er miðast við tölulegar við- miðanir. Miðstjórn eða héraðsstjórn — hvort gildir í heilbrigðismálum? Ég fæ ekki lengur orða bundist, þar sem gildandi skipan þessara mála er haldið utan við umræðuna og ekki á hana minnst einu orði. Lög um heilbrigðis- þjónustu 1978 Á vorþingi 1978 rak Alþingi loks endahnútinn á þá lagasmíð um stjórnkerfi heilbrigðismálanna, sem hafin var árið 1970. Við setningu fyrri laga um heilbrigðisþjónustu árið 1973, var gildistöku þessa kafla, sem fjallaði um stjórn heilbrigðismála frestað og þess í stað látin nægja bráða- birgðaákvæði, er skyldu gilda þar til Alþingi hefði gert upp hug sinn. Á árinu 1975 tók þáverandi heilbrigðismálaráðherra, Matthí- as Bjarnason, máiið upp að nýju og skipaði nefnd til að endurskoða lögin frá 1973, ekki síst m.t.t. 2. kafla laganna, þar sem fjallað skyldi um skiptingu landsins í læknishéruð og aðild héraðanna að stjórn heilbrigðismála. Störf- um þessarar nefndar lyktaði með því, að samkomulag náðist á Alþingi um nýskipan þessara mála og var niðurstaðan um aukna aðild héraðanna að stjórn heilbrigðismálanna mikilvægasta skrefið, sem þar náðist. Það sætir óneitanlega nokkurri furðu, að mögulegt skuli vera, að leiða hjá sér í umræðum þeim, sem áður er vitnað til, að taka tillit til gildandi skipulags þessara mála, ekki síst þar sem Alþingi hafði svo nýlega komist að niður- stöðu um þetta viðkvæma mál. Það er að sjálfsögðu einnig um- hugsunarefni hvers virði löggjaf- arvald Alþingis í rauninni er, þegar tekið er til við, í fúlustu alvöru, að umbylta þeirri skipan, sem Alþingi hefur komið á eftir langa mæðu, rétt þegar blekið úr penna forsetans er þornað og áður en nokkur tilraun hefur verið gerð til að framkvæma fyrirmæli löggjafans. Mér sýnist að alþing- ismenn hljóti að hnjóta við, þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð og ættu e.t.v. að verja meiru af tíma sínum til eftirlits með fram- kvæmd nýrrar löggjafar, heldur en hingað til hefur tíðkast. Stjórn heilbrigðis- mála er í héraði Það er að mínu viti þarflaust að eyða nokkru púðri í umræðuna um það, hvort heilbrigðismálin og þar með heilbrigðisþjónustan eigi að vera undir stjórn einnar allsherj- ar stofnunar undir þaki ráðuneyt- isins, því Alþingi kvað upp úr- skurð sinn um það efni fyrir tæpum 2 árum. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, er stjórn heilbrigðismála í höndum heil- brigðismálaráða héraðanna undir yfirstjórn heilbrigðisráðuneytis- ins. Ráðin starfa i umboði heil- brigðisráðuneytis, landlæknis og sveitarstjórnar. I nánari útlistun laganna og reglugerðar um heil- brigðismálaráð segir m.a. að þeim sé ætluð gerð tillagna og skipu- lagning á starfi heilbrigðisstofn- ana og rekstri þeirra í þeim mæli, sem sveitarstjórnir verða ásáttar um, samþykkt þróunar- og rekstraráætlana sjúkrahúsa í héraðinu og samvinna við ráð- herra um gerð áætlana um bygg- ingu heilbrigðisstofnana. Auk þessa er heilbrigðismála- ráðunum, skv. reglugerð, falið að gera árlega fjárhags- og fram- kvæmdaáætianir til notkunar við undirbúning fjárlagafrumvarps og einnig skulu þau gera áætlanir til lengri tíma um skipan heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu í hérað- inu og endurskoða slíkar áætlanir árlega. Ofannefnd ákvæði um stjórn heilbrigðismála og hlutverk heil- brigðismálaráða ættu að sýna svo ekki verði um villst, að stjórn heilbrigðisþjónustunnar er í höndum heimamanna i héraði undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Læknishéruðin í landinu eru 8 og er þeim skipað í samræmi við kjördæmin. Héruðin eru stjórn- sýslueiningar heilbrigðismála. Skipan heilbrigðis- málaráða Samkværnt lögum um heilbrigð- isþjónustu eru fulltrúar í heil- brigðismálaráðum kosnir úr hópi stjórna heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa og skal hver slík stofn- un jafnan eiga einn fulltrúa í heilbrigðismálaráði síns héraðs. í Reykjavík gildir nokkuð önnur skipan, svo sem eðlilegt er, vegna þess að héraðið er eitt sveitarfélag og hér eru staðsettar stærstu heilbrigðisstofnanir ríkisins auk stórra einkastofnana. Hér í Reykjavík kýs borgarstjórn sjö fulltrúa óbundinni kosningu, til að taka sæti í heilbrigðismálaráði, en stjórnir heilbrigðisstofnana ríkis- ins og einkaaðila tilnefna fulltrúa frá hverri stofnun. Formenn heil- brigðismálaráða eru héraðslækn- ar, sem ráðherra skipar til fjög- urra ára í senn úr hópi starfandi heilsugæslulækna héraðsins, en í Reykjavík borgarlækni. Stjórn heilbrigðis- mála fyrr og nú Með lögunum frá 1978 tókst að koma á samræmdri og héraðs- bundinni stjórn heilbrigðisþjón- ustunnar, þar sem allir eignaraðil- ar heilbrigðisstofnana, ríki, sveit- arfélög og einkaaðilar eiga að leysa sameiginlea úr málum. Tvennt er mikilvægast í þessari lagasetningu. í fyrsta lagi að stjórn mála er falin héruðunum og í öðru lagi, að allir þættir heil- brigðisþjónustunnar heyra undir sömu stjórn í hverju héraði, hvort sem þjónustan fer fram innan eða utan sjúkrahúsa. Það hefur fyrr verið vindasamt á sviði málefna heilbrigðisþjón- ustunnar og í stjórn þeirra mála. Má það best marka af þróun uppbyggingar sjúkrastofnana hér í Reykjavík frá því einkaaðilar, ríki og borg hófu rekstur fyrstu sjúkrastofnana sinna, Landakots- spítala, Landspítala og Farsóttar- húss, sem síðar urðu stærstu stofnanirnar. Vegna þeirrar sam- keppni, sem myndaðist milli þess- ara ðila varð aldrei mögulegt að grundvalla uppbyggingu stofnana á nauðynlegri áætlanagerð, sem óbeint leiddi til þess, að ekki var heldur mögulegt að viðhafa slík vinnubrögð hvað þessa þróun snerti úti um land. Því hefur aldrei hér á landi verið mögulegt að vinna að áætlanagerð til að grundvalla uppbyggingu og þróun heilbrigðisþjónust’unnar, sem þótt hefur sjálfsögð um áratugaskeið í nágrannalöndum okkar. Allt þar til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var stofnað var yfirstjórn heilbrigð- ismálanna svo veikburða, að lengi var viðkvæðið að þau mál kæmust fyrir í einni skúffu í stjórnarráð- inu. Þessi stóri málaflokkur hafði ekki einu sinni á að skipa sérstök- um mannafla, er sinnti stjórn hans óskiptur, annan en land- lækni einan og ritara hans. Nefna má, að tilraunir til að efla stjórn heilbrigðismála, sem gerðar voru á 4. áratugnum og horfðu mjög í framfaraátt, fóru út um þúfur og voru felldar úr lögum 1949 að því er virðist af hreinni hendingu, sem sýndi skilningsleysi þing- manna á þessum tíma. Það var ekki síst fyrir hvatn- ingu læknasamtakanna, sem gerðu sér grein fyrir því slæma ástandi, sem ríkti á sviði stjórnar heilbrigðismála, að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið var stofnað með lögunum um stjótnarráð frá 1969. Það skref var hins vegar Verkefni heilbrigðismálaráðs Reykjavíkurhéraðs Áætlanir og tillögugerð um framgang og forgang verkefna felst í því, að heilbrigðismálaráð hafi yfirsýn yfir hvers konar nýjungar í starfi heilbrigðisstofn- ana, eigi frumkvæðið að tillögum um að ný verkefni séu tekin upp og raði þeim eftir mikilvægi og stöðu fjármála hverju sinni. Til verkefna teljast byggingafram- kvæmdir, nýjungar í starfsemi, meiri háttar tækjakaup o.fl. Ljóst er að innan heilbrigðis- málanna er enginn verkefnaskort- ur. Alls staðar eru uppi kröfur og óskir um meiri þjónustu. Heil- brigðisstéttir, sjúklingahópar og félagasamtök, allt frá líknarfélög- um til verkalýðsfélaga, mynda sína alkunnu þrýstihópa til að knýja á, auk þess sem einstakar heilbrigðisstofnanir bera að sjálf- sögðu fram óskir um nýja og aukna starfsemi. Það er eitt mikilvægasta verk- efni heilbrigðismálaráðs í byrjun að afla traustrar viðurkenningar á þeirri forgangsröðun verkefna sem því er falin og þeim gangi ákvarðanatöku gegnum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið, sem fyrirskrifuð er í lögum. Skipulagning á starfi og rekstri heilbrigðisstofnana er meðal mikilvægustu grundvallar- verkefna stjórnenda heilbrigðis- málanna hér í héraðinu. Skipulag sjúkrahússreksturs hefur á und- anförnum árum, jafnvel áratug- um, verið eitt -algengasta tilefnið til opinberrar umræðu um heil- brigðismál. Það hefur aftur á móti sýnt sig ótal sinnum, hve ríkjandi skipan er föst í sessi, starfsemi stofnana rígbundin og sveigjanleiki lítill. Það hefur einnig verið reynsla annarra þjóða, að þetta þjónustu- svið er lítt móttækilegt fyrir ummótun og innri skipulagsbreyt- ingum. Hjá okkur er það ekki síst samspil af áhrifum heilbrigðis- stéttanna sjálfra og flókinnar eignaraðildar stofnananna, sem þessu veldur. Samræming á starfi dýrustu heilbrigðistofnananna og skyn- samleg verkaskiptin hlýtur að vera aðalmarkmið heilbrigðis- málaráðs á þessu sviði. Nauðsyn- legt er að aðgreina hin mörgu þjónustustig, sem eru afar mism- Áætlanir til lengri tíma um skipan heilbrigðisþjónustunnar er undirstaða annarrar áætlanagerð- ar á sviðiheilbrigðismála og þar á meðal mundi umfjöllun heilbrigð- ismálaráðs um þróunaráætlanir sjúkrahúsanna miðast við hana. Áætlanir um mannaflaþörf og nýbyggingar þurfa einnig að vera miðaðar v ið slíka langtímaáætl- un, og skólar og menntunarmál- efni heilbrigðisstétta ættu, ef vel væri, einnig að taka þar mið um kennslu og námsefni. Fjármál heilbrigðisþjónustunnar Það eru einmitt fjármál heil- brigðisþjónustunnar, sem vakið hafa áhuga greinarhöfundarins á heilbrigðismálunum. Seta hans í stjórnarnefnd ríkisspítalanna og aðild að endurskoðunarnefnd daggjalda er sennilega ástæða þess, að fyrirbærið Heilbrigðis- stofnun íslands er komið á pappír. Líklega hefur höfundinum í upp- hafi verið það ljóst, að litlir möguleikar væru á að ná tökum á rekstri heilbrigðisþjónustunnar nema stjórn málefna hennar og fjárhagsábyrgð fari saman. Tillagan um eina allsherjar stofnun á ráðuneytisplani, sem stjórnaði fjármálum og rekstri allrar heilbrigðisþjónustu í land- inu ber hins vegar með sér mikla vanþekkingu á málefnum heil- brigðisþjónstunnar og ríkjandi stjórnskipun heilbrigðismála. Enginn þeirra meðlima end- urskoðunarnefndar daggjalda, sem verulega reynslu hafa af stjórnun rekstrar og fjármála heilbrigðisstofnana féllust á þann valkost. Hefði höfundurinn gert sér grein fyrir, að stjórn heilbrigð- ismála er héraðsbundin, lá beinast við að færa fjárhagsábyrgð á ekstri þjónustunnar enn frekar en nú er til hinna sömu héraða í stað þess að bæta enn við ríkisbáknið. Framkvæmda- og fjárhagsáætl- anagerð heilbrigðismálaráða hér- aðanna til undirbunings fjárlaga, sem þeim er ætluð samkvæmt reglugerð, er hins vegar skref í rétta átt. Það verkefni, sem nú er fram- undan, er að finna nýjan fjárhags- rekstrargrundvöll fyrir heilbrigð- isþjónustuna og komast að niður- stöðu um, að hve miklu leyti eðlilegt er, að afla fjár með skattlagningu í heimabyggð eða héruðum. Endurskoðunarnefnd daggjalda var sammála um, að ekki ætti lengur að byggja fjárhag heil- brigðisstofnana á sjúkratrygging- um. Flestir eru sammála um, að fjárhagsábyrgð og stjórn málefna heilbrigðisþjónstunnar þurfi að fara saman. Núgildandi fjár- hagskerfi er síðasta brotalömin í stjórnkerfi heilbrigðisþjónustunn- ar, sem ríkisstjórn og Alþingi hafa enn sem komið er ekki tekist á við. Alþingi hefur þegar komið stjórn heilbrigðismála í landinu á fastan grunn. I beinu framhaldi er nú eðlilegt að tengja stjórn fjár- mála þeim aðilum, sem hafa á hendi stjórn annarra málefna heilbrigðisþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.