Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Nýjasta vor- og sumartískan í hárgreiðslu „Andblær að austan“ heitir þessi austurlenska skrautgreiðsla. Auk alls konar skrauts í hárinu eru þar logandi stjðrnuljós. Hárgreiðslumeistararnir sjást i baksýn. Þeir eru (talið frá vinstri) Elsa Haraldsdóttir. Guðbjörn Sævar, Bára Kemp, Lovísa Jónsdóttir, Hanna Kristin Guðmundsdóttir og Marteinn R. Guðmundsson. Hárgreiðslan sem þau kynntu á þriðju- dagskvöldið nefnist „far- ouche", á íslensku „hin óttaslegna". Hárið er klippt stutt í hnakkann en toppurinn er síðari, gjarnan fyrir öðru aug- anu. Klipping þessi er bæði fyrir slétt og liðað hár. Það er létt blásið að klippingu lokinni. Milli þess sem hár- greiðslumeistararnir klipptu módelin komu fram ýmsir skemmti- kraftar, m.a. íslenski dansflokkurinn, Ragn- heiður Steindórsdóttir og diskódansararnir Stein- ar Jónsson og Sigurður Grétar Erlendsson. Kynnir var Þorgeir Ást- valdsson. í lok sýningar- innar komu hár- greiðslumeistararnir aftur fram á sviðið og útbjuggu skrautgreiðslu í austurlenskum stíl sem þeir kölluðu „and- blær að austan“. Þetta er í annað sinn sem H.C.F. á íslandi stendur fyrir slíkri hár- tískusýningu en fyrir- hugað er að þær verði hvert vor og haust í framtíðinni. ... og sum módelin urðu að fórna miklu hári. Árangurinn að koma i ljós. Hanna Kristín leggur siðustu hönd á verk sitt. Hin nýja vor- og sumargreiðsla, farouche, bæði fyrir slétt og liðað hár. Lovísa Jónsdóttir klippti þessi módel. H.C.F., Haute Coiff- ure Francaise á íslandi, kynnti nýjustu vor- og sumartískuna í hár- greiðslu í Súlnasal Hót- els Sögu á þriðjudags- kvöldið. Félagar í H.C.F. eru nýkomnir frá París þar sem þessi tíska var kynnt. Klúbbur þessi var í upphafi aðeins franskur en hefur nú teygt arma sína um allan heim. Þess má geta að aðeins 8 hárgreiðslumeistarar í París hafa fengið inn- göngu í klúbbinn en Islendingar eiga þar 7 fulltrúa, Báru Kemp, Elsu Haraldsdóttur, Guð- björn Sævar, Hönnu Kristínu Guðmundsdótt- ur, Lovísu Jónsdóttur, Martein R. Guðmundss- on og Þóru Björk Ólafs- dóttur. Hárgreiðslumeistararnir hefja verk sitt..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.